Vísir - 09.06.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 09.06.1979, Blaðsíða 8
Laugardagur 9. Júni, 1979 8 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davifi Gufimundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hðrfiur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra fretta: Guðmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson. Oli Tynes Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson Iþróttir: Gylfi Kristjánssson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Sifiumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Sifiumúla 14 simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3000 á mánufii innanlands. Verfi i lausasölu kr. 150 eintakifi. Prentun Blafiaprent h/f umburðarbréf um öheilindin Efnahagsvandi þjóðarinnar, sem nú blasir við, er meiri, flóknari og erfiðari viðureignar en nokkru sinni á þessum áratug. Allt leggst á eitt við að naga ræt- ur efnahagslífsins og kippa stoð- um undan atvinnuvegunum og atvinnuöryggi landsmanna, óáran, vinnudeilur og hrikalegar hækkanir á olíuverði. Fyrir síðustu kosningar sögðu núverandi stjórnarsinnar að það þyrfti styrka stjórn, sem nyti trausts launþega, til þess að glíma við efnahagsmálin. Nú hafa þessir sömu menn fengið að spreyta sig á stjórn landsins i einn vetur. Það hefur ekki tekist betur en svo, að á þeim tima hafa þeir glatað trausti launa- manna, en spurningin er, hvort þeir eigi styrkinn eftir. Svo mjög sem þörf er á styrkri stjórn í orrahrfð þjóðmálanna þessa dagana, virðist vera sprungið á ráðherrabílunum og ríkisstjórn stendur ráðþrota utan við þjóðleið og lætur vandamálin fram hjá sér fara. Innbyrðis ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar kemur í veg Föstudagur 8. |únf 19^ 126. tbl.—63. Y&Ó70 ■ Reykjavlk • Ritstjórnl (O)heilindi |Alþýðubanda lagsins í stjórnarsamstarfinu „Þegar foryitumenn uo- I aUrfiflokkanna eru ivona 6- I beUtr þl er httfu&nauftayn att I Alþýttubandalagitt taki i atttrf- I um sinum og itefnumótun mltt laf þvf att innan tlttar kann att V vera gengitt tU koanlnga.” I ÞetU er málagrein úr bréfi, laem Alþýttubandaiagitt heíur I nýlega aent helatu trúnattar- I tnönnum ainum vitta um land, I en greinilegt er att bandalagitt er þegar byrjatt kosningaundir- búning. I Bréíitt er annara ákaflega I fröttlegt hvatt varttar „heilindi" P Alþýttubandalagaina i atJúrnar-J samaUrfinu og hvert áUt for-| yatumenn þeaa láU 1 Ijóe á aam- aUrfamönnum sinum i rikia-1 atjórnlnni, { tilakrifum till trúnattarmanna flokkaina. Nán-r ar er aagt frá brefl þeaau á blatt-1 sittu 5 1 dag. Þannig sagði málgagn Fram- sóknarflokksins, Tíminn,frá (ó)heilindum samstarfsmanna sinna í stjórnarsamstarfinu. fyrir, að tekið sé á málum með festu og dökkar blikur eru á lofti um, að ýmsir stjórnarsinnar búi sig undir að f lýja sökkvandi skip. I málgögnum stjórnarflokkanna má lesa brigslyrði um óheilindi samstarfsf lokkanna hvers í ann- ars garð. En þar með er ekki öll sagan sögð um stjórnarsinna. Innan Framsóknarf lokksins er ágrein- ingur milli ráðherranna, hvenær heppilegt sé, að ríkisstjórnin grípi til aðgerða, og í Alþýðu- flokknum eru hatrammar deilur um það, hvort ríkisstjórnin eigi yfirleitt að hafa nokkur bein af- skipti af t.d. vinnudeilum far- manna eða ekki. í baksíðufrétt i Þjóðviljanum í gær eru Vilmundur Gylfason og félagar sakaðir um að hafa komið á framfæri í blöðunum fölskum uppiýsingum um álit framkvæmdastjórnar flokksins á væntanlegri íhlutun ríkisstjórn- arinnar í ákvarðanir um kaup og kjör í landinu. Og enn til marks um brigslyrð- in. Tíminn skýrir frá því í for- siðufrétt í gær, að Alþýðubanda- lagið hafi látið ganga út um- burðarbréf til trúnaðarmanna flokksins víða um land. Þar sé sagt, að vegna óheilinda forystu- manna samstarfsflokkanna sé höfuðnauðsyn, að Alþýðubanda- lagið taki í störfum sínum og stef numótun mið af því, að innan tíðar kunni að verða gengið til kosninga. Ágreiningurinn í Framsóknar- flokknum kom berlega í Ijós, þegar Steingrímur Hermannsson og Tómas Árnason notuðu tæki- færið í f jarveru Ölafs Jóhannes- sonar i síðustu viku að virða opin- berlega tillögur um lögbindingu grunnkaups, sem Ólafur hafði hafnað. Það er ekki nóg með, að ríkis- stjórnin hafi glatað trausti laun- þega, heldur hefur hún einnig sýnt, að styrkur hennar er eng- inn. Einkenni hennar er sundur- lyndi og óeining. Ríkisstjórnarf lokkarnir geta ekki komið sér saman um, hvort grípa eigi til aðgerða eða ekki og hve langt eigi að ganga. Og þeir geta heldur ekki komið sér sam- an um það á hvaða tíma aðgerð- irnar eigi að koma. Stjórnarsinnar keppast við að skella skuldinni hver á annan og undirbúa kosningará laun meðan vandamálin bíða óleyst og þjóð- inni blæðir. krákustígui Hafiöi tekiö eftir þvi hvaö þaö er traustvekjandi aö slá um sig meö ýmsum spakmælum og málsháttum.' Stjórnmálamenn grþa til dæmis oft til þess ráös aö vitna i þekkta málshætti máli sinutil stuönings þvi hver dirfist aö draga f efa þann sannleik sem felst i snjöllum málshætti? Galdurinn er bara sá aö slá fram réttum málshættiá réttum tlma og þá sjá allir og heyra aö viökomandi hefur öldungis rétt fyrir sér. Einn aöalkostur málshátta er sá, aö þá má nota viö nær öll tækifæri og alltaf skulu þeir styöja mál þesssem i þá vitnar ef rétt er aö fariö. Tökum til dæmis málsháttinn sem segir aö frestur sé á illu bestur. Kunningi minn einn notaöi þennan málshátt mikiö um tfma fyrir nokkrum árum. Svo var mál meö vexti aö hann haföi I einhverri augnabliks bjartsýni tekiö á leigu flag eitt mikiö og sett þar niöur ókjör af kartöflum aö vori til. Þetta framtak þótt okkur kunningjum hans meö ölfkind- um þar sem maöurinn var ein- staklega latur aö eölisfari og lftt hrifinn af þvi aö lyfta hönd aö verki,gæti hann komist hjá þvi. En hvaöum þaö, maöurinn tróö Utsæöinu niöur á mettima meö aöstoö ættingjaoglagöist sföan 1 dvala meöan hann beiö uppskerunnar. Stöku sinnum rak hann þó upp aö nefi mér stórar tölur á blaöi og sagöist hafa veriöaö reikna út gróöann af uppskerunni um haustiö. Þetta voru firnaháar tölur enda kvaöst hann ekki myndu þurfa aö vinna allan næsta vetur. Svo kemur haustiö. \ Þaö rigndi mikiö þetta haust og þeir sem unnu viö aö taka upp kartöflur voru bæöi kaldir og blautir. Minn maöur sló þvi á frest aö taka upp. Fyrst bar hann þvf viö aö enn héldu þær áfram aö spretta meöan ekki frysti. Siöan kvaöst hann ætla aö bíöa eftir þurrki. Loks var hann farinn aö svara eingöngu meö málshætti ef kartöflurnar bar á góma. Frestur er á illu bestur, sagöi hann hæglátur og ók sér litiö eitt. Fyrir jól lá viö aö fjölskyldan þyrfti aö sækja um aöstoö frá bænum til aö geta keypt mat og viö kartöflu- garöinum var ekki hreyft fyrr en tveimur árum seinna þegar svæöiö var tekiö undir nýbygg- ingar. Svona getur einn máls- háttur eyöilagt vonir hinna bestu manna og komiö fjöl- skyldum á kaldan klaka. En þaö er lika til annar máls- háttur sem stangast alveg á viö þann sem áöur var nefndur. Illu er best aflokiö, segja sumir og drifa sig i aö fremja eitthvert illvirkiö eöa þá þeir takast á viö óþægilega aöstööusem þeir eru komnir i og gera þaö strax. Þarna sjáum viö aö málshættí má nota sér til framdráttar eöa afsökunarefþaöer gertmeöþvf aö styöja sig viö þá á réttum augnablikum. IUu er best aflokiö, sögöu ráöherrarnir i vetur og suUuöu * "" 11 ... Wk 1 • aUs konar veröhækkunum út til lýösins sem þrjóskaöist viö aö gera uppsteit og muldraöi bara frestur er á illu bestur ofan i bringu sér. Bóndinn sem var flosna upp sökum skulda hér um áriö og ekki haföi döngum I sér til aö leita eftir aöstoö fyrr en allt var aö komast 1 óefni, reis morgun einn snemma Ur rekkju og mælti aö iUu væri best aflokiö. Siöan fór hann í kaupstaö. Um kvöldiö kom hann fagn- andi heim og sagöi: „Nú er ég skuldlaus viö Guö og menn. Ég tók vixil og borgaöi”. Nú hefur rikisstjórnin okkar tekiö ást- fóstri viö málsháttinn aö f restur sé á iUu bestur. A hverjum rikisstjórnarfundinum á fætur öörum er þessum málshætti varpaö fram meö alvöruþunga. Ráöherrarnir kinka koUi hver tíl annars. Jú, enginn getur boriö á móti þvi aö mikUl sann- leikur felst i góöum málshætti. Því er brugöist viö aösteöjandi vandamálum á svipaöanhátt og einfeldningurinn sem bjó hjá móöur sinni geröi. Mæöginin bjuggu 1 litlum kofa iútjaöriþorpsins. Nótteina tóku hrekkjalómar sig tU og tjörguöu allar gluggarúöur kofans. Kerl- ing vaknar er langt var liöiö á morgun, en undrast aö svarta- myricur skuli enn vera á. Allt f einu þykist hún vita hvaö er á seyöi og hrópar upp svo sonur- inn vaknar: „Þaö er kominn heimsendir”. Sonurinn rumskar, ris upp viö dogg og segir ofur rólega: „Viö skulum bara halda áfram aö sofa mamma min. Þá vitum viö ekkert af þvl”. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.