Vísir - 18.06.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 18.06.1979, Blaðsíða 1
Mánudagur 18. júní 1979 — 134,tbl. 69. árg. 1 llÆ R "í VEG G JA "mÁ M flflfl "f ARMAN NflV ERK Ffl L ”ílfLEYSASt" ’» Friörik ólafsson stórmeistari fer hamförum á albjóölegu skák- móti i Manila á Filipseyjum og hefur unniösfnarskákir i'þremur fyrstu umferöunum, Aörir hafa ekki unniö skák á mótinu og er Friörik efstur. ífyrstuumferö sigraöi Friörik Rodrigues frá Filipseyjum óg Sampouw frá Indónesiu i annarri umferö. — SG Miöaö viö þann óttaiega fjöida regndropa sem úr loftinu datt f gasr má segja aöótrúlegur fjöldi fólks hafl lagt ieiö sina upp á Arnarhó! sfödegis I gœr, Þar voru Bessi Bjarnason og Arni Tryggvason i firna góöu stuði ásamt öörum valinkunnum skemmtikröftum og höföu ofan af fyrir yngstu kynslóöinni. Sjá nánar á bls. 2. — Gsal/Vlsismynd: JA. Maöurámilli tvftugs ogþritugs var úrskuröaöur i gæsluvaröhald á föstudagskvöldiö vegna ffkni- efnamisferlis. Er varöhaldiö allt aö 15 dagar. Mun mál mannsins aöhluta tengjast þvf máli sem til rannsóknar hefur veriö. Tveir menn hafa veriö f gæsluvaröhaldi vegna þess, en þaö rennur Ut á morgun. — EA Friðrlk í ham Kæröi 3 unga pllta fyrlr nauögun Fimmtán ára stúlka kæröi þrjá unga pilta fyrir nauögun um helgina. Eru piltarnir á aldrinum 15 til 17 ára. Rannsóknarlögregla rikisins fékk máliö til meöferöar og er þaö i meginatriöum uRJiyst. Hafa piltarnir viöurkennt aö hafa átt einhvern hlut aö máli aö minnsta kosti. Atburöurinn átti sér staö i hiisi i Reykjavik. — EA í gæsiu vegna ffkniefna Eitt hvalveiöiskipanna. 25 hvallr velddlr 1 morgun voru 24 hvalir komnir á land i Hvalstööinni I Hvalfiröi og búiö aö veiöa einn til viöbótar. Veiöarnar hafa gengiö vel um helgina enda liggur skip Green- peacemanna f Reykjavikurhöfn vegna vélarbilunar. — SG. BRÁPABIRGÐALÖG SETT Á MORGUN? Sættir tókust ekki i farmanna- deiiunni um helgina og viröist þvi ekkert vera framundan ann- aö en setning bráöabirgöalaga. Ekki er enn ljóst hvort þau veröa i þvi formi aö skipaöur veröur geröardómur til aö út- kljá deiiumálin eöa aö eitthvaö af tilboðum sáttanefndar veröur lögfest. Sáttanefnd átti aö koma til fundar viö rfkisstjórnina kl. 111 morgun og samkvæmt heimild- um, sem Visir telur áreiöanleg- ar, mun hafa legiö fyrir fundin- um tilkynning frá sáttanefnd þess efnis, aö hún teldi frekari sáttaumleitanir þýðingarlaus- ar. Sáttanefndin mun siöan eiga fund meö deiluaöilum seinna I dag og væntanlega tilkynna þeim þennan úrskurö sinn. 10% útgjaldaaukning Taliö er aö tillaga sáttanefnd- ar, sem báöir aðilar I far- mannadeilunni höfnuöu fyrir helgina, hafi faliö i sér um 10% útgjaldaaukningu fyrir skipafé- lögin i heild, samkvæmt heim- ildum, sem Visir telur áreiöan- legar. Þetta þýöir þó alls ekki, sam- kvæmt heimildum blaösins, aö um hafiverið aö ræöa almenna 10% kauphækkun, þar sem hækkunin er mjög mismunandi hjá einstökum mönnum sam- kvæmt tillögunni. I sáttatillögunni var byggt á þeirri kerfisbreytingu á kjara- samningum yfirmanna, sem aö- ilar hafa unnið að undanfariö. Gert var t.d, ráö fyrir þremur launaflokkum I staö sex, og eins aö svoneftit sjóvaktaálag kæmi i staöinn fyrir vissar yfirvinnu- greiöslur, sem reiknaö var meö samkvæmt gamla kerfinu. „Gerðardómur skynsamlegri leið” „Þvi miöur viröist manni allt benda til þess aö bráöabirgöa- lög séu næsta skrefiö”, sagöi Steingrimur Hermannsson dómsmálaráöherra i samtali viö Visi I morgun, „Mér synist vera búiö aö reyna til hlitar samningsleiöina og rfldsstjórn- in veröur þvi aö taka á þessu máli”. Steingrimursagöier hann var inntur eftir samkomulagi ráö- herranefndarinnar um setningu bráöabirgöalaga, aö þaö væri kannski of mikiö sagt aö sam- komulag heföi oröiö, en þar heföu menn þó oröiö sammála um aö rikisstjórnin þyrfti aö vera reiöubúin til þess aö setja bráöabirgöalög ef samningar mistækjust. Steingrimur kvaö þaö ekki þurfa aö taka langan tima aö setja bráöabirgöalög til lausnar farmannadeilunni. ,,Þaö kemur auövitaö hvort tveggja til greina að setja geröardóm eöa lögbinda sátta- tillöguna”. „Hvort er aö þinum dómi vænlegra?” „Eghef ekki skoðað þetta til- boö nægilega mikiö til þess aö segja til um það, en mér finnst þó geröardómur skynsamlegri leiö”. Leyst fyrir helgi „Svo viröist sem farmanna- deilan sé komin I hnút og þaö ætti aöskýrasthvortnokkur von er til þess aö samningaleiöin sé enn fær, á fundi rikisstjórnar- inhar meö sáttanefndinni”, sagöi Magnús H. Magnússon fé- lagsmálaráöherra i morgun. Hann sagöi aö sýnt væri aö rikisstjórnin yröi aö grþa inn I þessa deilu fyrir næstu helgi, þ.e. áöur en verkbann atvinnu- rekenda kemur til fram- kvæmda. „Ég tel að þaö nálgist óöum aö bráöabirgðalög séu eina leið- in fyrst sáttatilraunir hafa ekki gengið betur en raun ber vitni”, sagði Magnús. Er hann var inntur eftir þvi hvort hægt væri aö skella á bráöabirgðalögum meö mjög litlum fyrirvara sagöi hann aö menn væru „klárir I ýmislegt” og ýmislegt væri undirbúiö. „Áður en langt um líð- ur” „Ég trúi ekki ööru en aö bráöabirgöalög komi áöur en langt um liöur”, sagöi Svavar Gestsson, viöskiptaráöherra, i morgun. Svavar sagöi aöspurður, aö hann teldi aö forsætisráöherra heföi I 17. júni ávarpi sinu i gær gefið undir fótinn meö væntan- lega setningu bráöabirgöalaga. Þess má geta aö ráöherrar Framsóknarflokksins eru þeir einusem þegar hafa fengiö um- boö þingsflokks slns til setning- ar bráöabirgöalaga. Gsal/PM Drengur lést er hann féll fram af Húsavlkurhðfða: Faiiið var 50-60 melrar Ellefu ára drengur beið bana á Húsavik i gærmorgun, þegar hann féll fram af Húsa- vikurhöfða, rétt norðan við vitann. Litli drengurinn var ásamt jafnaldra sinum á höföanum þegar slysiö varö. Talið er aö sylla hafi sprungið frá og dreng- urinn fallið meö henni. Falliö var 50—60 metrar og féll dreng- urinn i urð. Hann mun hafa lát- ist samstundis. Ekki er unnt ab birta nafn drengsins aö svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Húsavik hefur veriö rætt um að setja giröingu ofan- vert viö bjargbrúnina á höföan- um, en hún þyrfti aö vera tals- vert löng og munu sumir efins um, aö hún næöi tilgangi sinum þar sem hætt væriviöaö klifraö yröi yfir hana. — EA i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.