Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ hvort það verður holskefla sýkinga í sumar eða ekki. Ef það verður mikið rigningarsumar getur ryð- sveppurinn orðið slæmur en sjúk- dómurinn dreifir sér hraðar á rign- ingarsumrum,“ segir Steinunn Reynisdóttir, garðyrkjufræðingur og deildarstjóri í plöntudeild Garð- heima í Reykjavík. Í rauninni er að- eins tímaspursmál hvenær ryð- svepppurinn lætur verulega til sín taka. Steinunn segir að það sé þó alger óþarfi hjá fólki að rjúka til og rífa upp gljávíði í görðum sínum. Betra sé að bíða og sjá hvernig hann braggast. Það sé heldur engin hætta á því að ryðsveppurinn berist yfir í aðrar tegundir. Þrátt fyrir að útlitið sé ekki bjart fyrir gljávíðinn eru til leiðir til að verjast ryðsveppnum. Með því að klippa í burtu ársvöxtinn frá því í fyrra er hægt að verjast smiti en smitefnið er í brumum árssprot- anna. Gæta verður að því að fjar- lægja sprotana og jafnframt allt lauf sem féll í fyrrahaust, þar sem smit getur leynst í því. Steinunn segir að menn hafi notað varnarefn- ið „plantwax“ til að halda ryð- sveppnum í skefjum. Þá þurfi að úða a.m.k. 3–4 sinnum á hverju sumri. Skili þessar aðgerðir ekki árangri er ekkert annað að gera en að fjar- læga gljávíðinn og skipta honum út fyrir aðrar tegundir. Vilji fólk gróðursetja nýtt lim- gerði koma að sjálfsögðu margar plötnutegundir til greina. Blátopp- ur, fjallarifsi og gljámispill eru vin- sælir sem og brekku-, hreggstaða-, og strandavíðir. Steinunn segir að verð fyrir hverja plöntu sé frá um 170 krónum upp í um 700 krónur. Tvær til þrjár plöntur þarf fyrir hvern metra af limgerði, þannig að stórt limgerði getur því kostað sitt. Gljávíðir þolir illa að standa undir ljósastaurum Steinunn telur þó að garðeigend- ur þurfi ekkert endilega að skipta gljávíðinum út fyrir aðrar limgerð- isplöntur. Þeir ættu ekki síður að velta því fyrir sér að setja niður stakar plöntur við lóðamörkin. Slíkt sé farið að ryðja sér meira til rúms, sérstaklega í eldri hverfum þar sem tré hafa náð góðri hæð. Þar finnst fólki ekki eins mikil þörf á að „ramma garðinn inn“ heldur vill hafa hann opinn, þannig að vel sjá- ist um nágrennið. Steinunn segir að gljávíðirinn sé ekki síst svo vinsæll sem raun beri vitni sökum þess að hann felli laufið óvenju seint á haustin. Þá hefur hann verið laus við óþrif og því ákaflega þægileg planta. Gljávíðir- inn er þó viðkvæmur fyrir kali og þolir alls ekki að standa undir ljósa- staurum því þá ruglast hann í rím- inu og fellir laufið enn seinna sem aftur þýðir meiri kalhættu. G LJÁVÍÐIRINN á núundir högg að sækja hérá landi og jafnvel er taliðað hann muni með öllu þurrkast út. Ryðsveppur hefur lagst á hann með miklum þunga en sjúkdómurinn rænir plöntuna nær- ingu, veldur skemmdum á vefjum og kemur í veg fyrir ljóstillífun. Sýkt planta koðnar smám saman niður og á endanum má reikna með dauða. Frá því ryðsveppsins varð fyrst vart á Höfn í Hornafirði árið 1994 hefur hann breiðst um allt Suður- land og sjúkdómurinn stakk sér loks niður á höfuðborgarsvæðinu síðasta haust. „Það fer allt eftir veðurfarinu Líklegt talið að ryðsveppur útrými gljávíði hér á landi Stakar plöntur geta komið í stað limgerðis Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinunn Reynisdóttir segir að þrátt fyrir ryðsveppinn sé algjör óþarfi að rjúka til og rífa gljávíðinn upp. Þó ekki blási byrlega fyrir framtíð gljávíðis í görðum sunnanlands er þó ekki öll von úti og ýmsar leiðir til að verj- ast ryðsveppnum. Einn- ig koma aðrar plöntu- tegundir til greina í staðinn og þá jafnvel sem stakar plöntur í stað limgerðis. ÁHUGI á matjurtaræktun fór vax- andi á 20. öld hér á landi og um miðja öld voru íbúar Reykjavíkur miklir ræktunarmenn og matjurta- garðar nutu aukinna vinsælda með hverju árinu sem leið. Mörg heimili höfðu afnot af kartöflu- og kálgörð- um á vegum bæjarins og fólk af öll- um stéttum hafði áhuga á ræktun- inni og leituðust bæjaryfirvöld við að glæða þann áhuga, eins og fram kemur í Sögu Reykjavíkur, Borgin 1940-1990, fyrri hluta, eftir Eggert Þór Bernharðsson. Um tvö þúsund fjölskyldur voru með garða í Reykjavík árið 1950 sem svaraði til um 16% heimila í bænum. Ári síðar voru garðeigend- ur nokkuð á þriðja þúsund sem höfðu land á leigu hjá bænum og því til viðbótar voru matjurtagarðar eða kartöflubeð við fjölmörg íbúðar- hús, þar sem börnin tóku oft til hendinni með hinum fullorðnu. Matjurtagarðar Reykjavíkurbæj- ar voru yfirleitt að meðaltali 300- 500 fermetrar að stærð í skipulögð- um smágarðahverfum á þessum tíma, en áhugi fólks á matjurtarækt var svo mikill að oftast tókst ekki að anna eftirspurn eftir garðlöndum. Til marks um það tóku bæjaryfir- völd t.d. um 500 nýja garða í notkun vorið 1952, en engu að síður voru um 200 manns á biðlista það ár. Þegar eftirspurnin var mikil brugðu yfirvöld á það ráð að taka svæði undir matjurtarækt sem ætluð voru til annars í framtíðinni. Tilvonandi íþróttasvæði í Laug- ardalnum og fyrirhugað úti- skemmtisvæði fyrir börn í Fossvogi voru tekin undir garðrækt árið 1952, en þau skilyrði sett að ekki mætti reisa þar geymsluskúra eða ráðast í framkvæmdir sem gætu tafið framtíðarskipulag. Um 1950 voru matjurtagarðar Reykvíkinga rösklega 1.800 og náðu yfir nærri 100 hektara og hafði fjölgað úr nærri eitt þúsund görðum árið 1940 sem voru um 64 hektarar. Um miðjan sjötta áratuginn voru garðlönd bæjarbúa farin að nálgast tvö hundruð hektara og lá garð- ræktarsvæðið í kringum bæinn, alla leið vestan af Melum, suður fyrir Sjómannaskólann og niður að Laug- arnesi. Að auki voru rösklega þrett- án hektarar við Rauðavatn undir- lagðir matjurtagörðum um miðja öldina. Svokallaðir Melagarðar voru fyrirferðarmestir í Vesturbænum en þegar austar dró tóku Aldamóta- garðarnir við, sunnan við þá var enn eitt garðlandið og skammt frá svo- nefndir Gróðrarstöðvargarðar. Í Kringlumýrinni var langstærsta garðræktarsvæði bæjarins, eða ríf- lega 45 hektarar árið 1950. Austur af Kringlumýri voru Grensásgarðar en norðan við hana Seljalandsgarð- ar. Í Borgartúni voru garðlönd og næst Laugarnesveginum voru mat- jurtagarðar í svonefndu Kaup- mannstúni. Einnig var talsverð garðrækt í Tungutúni og í Laug- ardal og suður í Fossvogi var jörðin yrkt af kappi. Smærri svæði voru síðan á víð og dreif í bænum. Bæjaryfirvöld létu girða garð- ræktarsvæðin og lagðir voru akveg- ir um garðlöndin, leitt til þeirra vatn en ræktendurnir greiddu leigu. Á þessum svæðum voru garð- hús þeirra sem leigðu garðlönd og voru þau aðallega af tveimur gerð- um. Annars vegar voru lítil hús sem aðeins voru ætluð til geymslu á garðyrkjuáhöldum og útsæði og hins vegar það stór hús að hægt var að hafast við í þeim yfir sumartím- ann. Matjurtagarðar eftirsóttir í Reykjavík um 1950 Stærsta garðræktar- svæðið í Kringlumýrinni Morgunblaðið/Kristján Margir kannast við vinnu í kartöflugarðinum sem fjölskyldan átti áður fyrr, þegar allir sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í taka upp kartöflurnar. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.