Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 39 Göngum við í kringum einiberjarunn, einiberjarunn, einiberjarunn … Þetta sungum við í gamla daga þegar við gengum í kringum jóla- tréð og enn syngja börnin á leik- skólunum það vikurnar fyrir jól. Þótt ég byrji greinina á göml- um jólasöng verður ekki fjallað um jólaundirbúning núna, heldur einiberjarunnann. Þó vil ég enn halda mig við vís- una. Hún er innflutt eins og svo margt annað og ævagömul á Norðurlöndum. Norðmenn telja hana tengjast gam- alli frjósemidýrkun og telja hana hafa verið giftingarleik. Einiberjarunninn eða einirinn er eina barrtréð sem hefur vaxið villt á Íslandi frá ómunatíð og sumar garðyrkju- bækur telja að eng- in trjátegund hafi jafnmikla útbreiðslu og einirinn, sem vex um allt norðurhvel jarðar, alveg frá heimskautasvæðunum til há- fjalla í hitabeltinu. Af eininum eru til a.m.k. 60 tegundir og ís- lenski einirinn ber latneska heit- ið Juniperus communis, sem mætti útleggjast sem hinn venju- legi einir. Eins og gefur að skilja ríkir mikill fjölbreytileiki í röðum einisins og bæði eru til há tré og jarðlægir runnar innan hópsins. Íslenski einirinn er í hópi hinna síðarnefndu, enda ber hann auð- kennisheitið nana, sem táknar lítill. Þó finnst uppréttur íslensk- ur einir á stöku stað, svo sem við Sandvatn í S-Þingeyjarsýslu. Það er ekki aðeins hæðin á hinum ýmsu einitegundum, sem er mismunandi, heldur eru nál- arnar breytilegar og sumar eini- tegundir hafa tvenns konar nál- ar, annars vegar hreisturlíkar, stuttar og aðfelldar og hins veg- ar kransstæðar, hvassar og allt að 1 sm á lengd. Íslenski einirinn er eingöngu með hvassar nálar, svo hvassar að erfitt er að nota hann í kransa. Þeir sem freistast til að gera það fyrir jólin reyna sjálfsagt aðeins einu sinni að hnýta einikrans. Hins vegar er gaman að hafa hann með í skreytingum eða setja greinar í vasa og mörgum finnst ilmur af brenndum eini ómissandi á jól- um. Það er eðlilegt að planta, sem er jafnalgeng og einirinn, hafi átt sinn sérstaka sess bæði í þjóðtrú og í grasalækningum. Á Norð- urlöndum var einirinn talinn vörn gegn göldrum. Björn í Sauðlauksdal, sem ritaði árið 1781 bókina Grasnytjar, um gagn það sem hver búandi maður geti haft af þeim ósánum villijurtum, sem vaxa í landareign hans, nefndi marga góða eiginleika ein- is. Hann vildi láta gera seyði af nýjum einisprotum. Þetta seyði, drukkið sem te, hefur fjölmarga eiginleika. Það gjörir hæga opn- un eða laust líf (örvandi fyrir hægðirnar), hreinsar brjóstið, bætir hósta, styrkir magann og brýtur stein. Enn betri voru ber- in tilbúin og drukkin sem kaffi, þau örvuðu svita, leystu staðið blóð kvenna og vatnssýkislopa. Reykur af einiberjum eða grein- um var góður við höfuð- þyngslum, en best var þó að eini- berin þynntu blóðið, læknuðu gulusótt og önnur þau sjúkleikakyn, sem blóðið hefur skuld í. Brennivín sett á einiber varð að hollum brjóst- dropum eftir svo sem misserisstöðu eða lengur og enn betra varð brenni- vín, brennt af þess- um berjum. Það er því ekki að sökum að spyrja, þeir hljóta að hafa rétt fyrir sér, sem halda því fram að séniver og gin séu meinhollir drykkir! Einkum og sér í lagi gin, blandað með tónik, sem inni- haldi malaríulyf, menn verði nán- ast eilífir við þannig drykkju! Erfitt er að taka villtar einiplöntur og flytja í garða, þar sem ræturnar eru mjög langar og dreifðar, en íslenskur einir fæst í langflestum gróðrarstöðv- um. Mér finnst þó galli, að ekki er tekið fram hvort um kven- plöntur eða karlplöntur er að ræða. Einirinn er nefnilega sér- býlisplanta og til að fá berin þarf maður að eiga kvenplöntu, þótt karlarnir séu vissulega nauðsyn- legir svona í nágrenninu. Ís- lenskur einir er nægjusamur og harðgerður, þó getur hann sviðn- að illilega síðveturs, ef lengi eru þurrafrost. Ýmsar tegundir einis hafa ver- ið ræktaðar hérlendis, svo sem skriðeinir, klettaeinir, virg- iníueinir og kínaeinir, en hafa ekki náð verulegri útbreiðslu. Hins vegar hefur himalajaeinir, Juniperus squamata, hlotið mikl- ar vinsældir, enda til af honum fjöldi kvæma. Afbrigðið „Mey- eri“ stendur sig best allra. Það er áberandi stálblátt á litinn, skemmtilega óreglulegt í vextin- um með þónokkuð uppréttar greinar og virðist kala lítið sem ekkert. Af himalajaeini eru líka til flatvaxin kvæmi svo sem „Blue Star“ og „Blue Carpet“, svo nokkur séu nefnd. Vinsældir einis hafa aukist mjög að undanförnu, algengt er að láta hann vaxa upp að grjóti í forgörðum, sem gefur líf og lit jafnt sumar sem vetur. Í garði einum á Akureyri er einir not- aður sem jarðvegsþekja. Milli húss og gangstéttar skuggameg- in var „vandræðasvæði“. Þar hafði verið gróðursett stakstætt lauftré en jarðveginn þakti gul- grænn íslenskur einir, blágrænn himalajaeinir og dökkgrænn skriðmispill. Stórsnjallt. S.Hj. Tvær tegundir einis: Aftari er Junperus squamata „meyeri“, sú fremri Junip sabina. EINIR VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 462. þáttur Sundlaug Kópavogs sími 570 0470 og Su›urbæjarlaug Hafnarfir›i sími 565 3080 Faglær›ir kennarar lei›beina hverjum einstaklingi um fljálfun í n‡justu og fullkomnustu Nautilus tækjunum. Frír a›gangur a› sundlaug flar sem kort er keypt. Komdu í alvöru líkamsrækt Athugi› tilbo›i› stendur til og me› 7. október. Ljósabekkir á bá›um stö›um. Nautilus á Íslandi nau0 1 1 0 6 3 Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur Hálskremið — hálskremið BIODROGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.