Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 32

Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 32
Spásvæöi Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiöafjörö- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suðausturland, 8. Suðvesturland. veðurspá dagsins Enn er 973 millibara lægð á Grænlandshafi en vaxandi lægð, álika djúp, en nú 650 kilómetra suður af landinu og fer hratt norðaustur með stefnu á Færeyjar. Mun iiún hafa áhrif á Austurlandi. Hiti breytist litið. Veðurhorfur næsta sólar- hring: Suövesturland iil Vestfjarða og miðin, austan gola eða kaldi og viðast dálitið él. Norðurlaud og Norðurmið, austan gola i dag en norð-aust- ankaldi i nótt, él. Norðausturland og mið, norð- austan gola i dag, norðaustan kaldi eða stinningskaldi i kvöld og nótt. Austfirðirog mið, norðan gola og bjart veður inni á fjörðum en él á miðum fram eftir degi, allhvöss norðaustanátt og éljagangur siðdegig en norð- lægariog viðast bjart veður til landsins i kvöld og nótt. Kuðausturland og mið, norð- austan gola, siöan kaldi og él siðdegis en norðan kaldi og léttir til í kvöld. veðrið hér og Dar Veörið klukkan 3 i nótt: Akureyri snjókoma -3, Rcykjavik él -2. Veörið á miðnætti: Helsinki þoka og örlitið frost, Kaupmannahöfn léttskýjað 7, Osló skýjað 5, Stokkhólmur léttskýjað 4, Pórshöfn skúr 5. Veðrið klukkan 18 i gær: Aþena rigning 15, Berlin skýjáð 9, Nuuk léttskýjað -10, London léttskýjað 10, Luxem- burg léttskýjað 8, Mallorka mistur 11, Montreal léttskýj- að 1, Paris skýjað 10, Róm þokumóða 11, Malaga þoku- móða 14, Vin léttskýjað 6, Winnipeg heiðskirt 0. Loki segip Svo virðist sem leiftursókn- in hafi hrakið kjósendur i aðra átt cn til stóö og inn undir pils- fald framsóknarmaddömunn- ar. En skyldi vist þeirra þar verða langvinnari en hjá A- flokkunum síöast? Varð úli eftlr að hafa test bíl slnn Ungur maöur varö úti á SvaIbarösströnd við Eyjafjörðá laugardaginn eftir að hafa fest bíl sinn < snjó. Hann hét Jón Egils son, 22 ára gamalb ti heimilisað Syðri-Varðgjá i Eyjafirði. Jón fór að heiman frá sér á laugardagsmorgun og var álitið að hann hefði farið til vinnu á Svalbarðsströnd. Þegar hann kom ekki heim um kvöldið, var farið að grennslast fyrir um ferðir hans og kom þá i ljós að hans hafði ekki orðið vart á Svalbarðsströnd. Leit var hafin og á sunnu- dagsmorgun fannst bill hans við Geldingsárbrú og virtist hafa fest þar i snjó. Lik Jóns fannst þar nokkuð frá. Veður var kalt og hvasst á þessum slóðum á laugardaginn og var nokkur skafrenningur. —SG ..Kem ekkl á hnjánum r ningfiokk Sjálfstæðís- flokksins” - seglr Eggert Haukdal ,,Mér er 'fyrst og fremst efst i huga þakklæti til stuðningsmanna fyrir ágætan stuðning”, sagði Eggert Haukdal í samtali við Visi i nótt er ljóst var að hann hafði verið kosinn á þing i Suðurlands- kjördæmi. „Þessi sigur er sigur fólksins i héraði gegn flokksræði. Þessu kann að verða eftir tekið og marka einhver timamót, að ekki sé gengið á rétt héraða”, sagði Eggert en hann bauð fram utan flokka eins og kunnugt er. ,,En að sjálfsögðu lit ég á mig sem þingmann allra Sunn- lendinga þó listinn hafi verið bor- inn fram af sjálfstæðismönnum austan Þjórsár. Það er eðlilegt i viðlendu kjördæmi að þingmenn séu dreifðir um héruðin” „Það verður að koma i ljós”, sagði Eggert er hann var spurður hvort hann myndi fylla þingflokk Sjálfstæðisflokksins. „Hins vegar hlýtur maður að leita eftir sam- stööu til að koma fram sinum málum. Enginn getur staðið einn. Það er i sjálfu sér mikill sigur að ná þessum árangri og vera utan flokka”. Má búast við þvi að þú leggir inn beiðni um inngöngu i þing- flokk Sjálfstæðisflokksins? „Það kemur á daginn hvernig að þvi verður staðið. Ég kem ekki þar inp á hnjánum heldur upp- réttur. —KS Undanfarnar þingkosningar hafa fyrstu atkvæöatölur borist úr Reyikjavik, en aö þessu sinni voru Reyknesingar fyrri til meö tölur. Hér eru starfsmenn viö talningu f Austurbæjarskólanum aö hlusta á atkvæöatölurnar úr Reykjaneskjördæmi í kosningaútvarpinu i nótt. Þeir, sein einbeita sér hér aö út- varpinu eru Magnús Óskarsson og Björn L. Friöfinnsson. Visismynd: GVA. ÖLDRIIB KONA LÉST VEGNA NARSMhA Sonur hennar er í haidi grunaður um verknaðinn Sextiu og sex ára gömul kona lést af völdum áverka sem hún hlaut i ibúð sinni að Æsufelli 4 i Reykjavik siðdegis i gær. Sonur hennar, 25 ára gamall, er i varðhaldi grunaður um að hafa valdið dauða móður sinnar. Þórir Oddsson, vararann- sóknarlögreglustjóri, sagði i samtali við Visi, að nágrannar mæðginanna hefðu heyrt að ekki væri allt með felldu i ibúðinni og leitað eftir hjálp. Rann- sóknarlögregla rikisins fékk til- kynningu um atburðinn klukkan 15 minútum fyrir fimm. Mæðginin voru tvö i ibúðinni. Þegar að var komið var konan látin. Hún var með mikla áverka og virðist henni hafa verið veitt mörg högg með þungum kertastjaka. Sonur hennar var þegar handtekinn. Hann hefur átt við andlega van- heilsu að striða og var fyrst fluttur til læknis en siðan í varð- hald. Ekki reyndist unnt að yfir- heyra manninn eða taka af hon- um skýrslu i gær en reyna átti yfirheyrslur i morgun. Sem fyrr segir voru engin vitni að þessum hörmulega atburði en hann mun hafa átt einhvern aðdraganda. —SG fllenglssöiu var hafnað Selfyssingar kusu ekki aðeins til Alþingis um helgina heldur greiddu þeir lika atkvæöi um það hvort opna skyldi áfengisútsölu á staðnum eða ekki. Úrslit urðu þau að meirihluti kjósenda hafnaði útsölunni. A kjörskrá voru 2.021 en at- kvæði greiddu 1.688 eða 83.52%. Þeir sem vildu útsölu voru 671 en á móti voru 979. Auðir seðlar voru 36 og tveir v.oru ógildir-SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.