Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 2
í 'V 4 ' *V>' ♦' rasœ Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 Télur þú að Geir Hall- grimssyni takist að mynda þjóðstjórn? Jdn Kristinsson skrifstofustjdri: Orugglega ekki. Sigurður Þorláksson pdstmaður: Neiþeirkoma sér ekki saman um þetta. Sýning á grænlenskri list, sem opnuð var i gærkveldi i Norræna húsinu verður opin daglega frá kl. 14-19 til 18. janúar. í kynn- ingarbæklingi ber sýningin heit- ið „Inuit nunaat” eða Land mannanna. Sýningunni er ætlað að kynna lif manna á Grænlandi i fortið og nútið gegnum listmuni þeirra. 1 tengslum við sýning- una mun danska listakonan Bodil Kaalund halda erindi um grænlenska list. Bodil nam við Listaháskóla Kaupmannahafn- ar og er hún mjög fróð i list Grænl. og menningu. Hún hefur ferðast mikið um Grænland og m.a. samið bók sem ber heitið „Grænlensk list”. Þessir munir og myndir spanna timabilið frá 1840 til dagsins i dag. Eru hlutirnir bæði unnir af leikum sem lærðum, Gömlu listirnar koma frá Grænlenska landssafninu. Hol- Bodil Kaalund og Erik Sönderholm, forráðam. Norræna hússins, skoða bókina „Grænlensk list” eftir Bodil. GRJEHLENSK LMDHYNNING landi, Gautaborg, Krónborgar- safninu og Þjóðminjasafni Kaupmannahafnar. Yngri verk koma hins vegar frá nútíma- listamönnum. Arið 1969 setti Bodil Kaalund upp grænlenska sýningu i Louisiana-safninu i Danmörku. Hefur hún verið aðalhvatamað- ur að þeirri sýningu sem Nor- ræna húsið sýnir nú, en hún hófst á Grænlandi i fyrra er þaö fékk heimastjórn. Fyrirlestur Bodil Kaalund verður laugardaginn 12. janúar kl. 15 og sýnir hún litskyggnur með honum. Eftir fyrirlesturinn mun hún og grænlenska lista- konan Aka Höegh aðstoða sýn- ingargesti. —HS vaka, félag lýðræöls- slnnaðra stúdenta: Mólmæiastaða vlð sovéska sendlráðið „Það er skylda allra lýðræðis- sinna að mótmæla þessu broti á sjálfsákvörðunarrétti smáþjóðar auk þess sem við hljótum að vera áhyggjufull yfir þvi þegar stærsta alræðisri'ki veraldar þenur út veldi sitt”, sagði Óskar Einarsson læknanemi, formaður Vöku fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta i samtali við Vísi. Vaka verður með mótmælastöðu i hálftima fyrir framan sovéska sendiráðið i dag til að mótmæla innrásinni i Afghanistan og útþenslustefnu Sovétrikjanna. Óskar sagði ennfremur: „Sovétrikin réðust inn i Ung- verjaland 1956, Tékkóslóvakiu 1968 og Afghanistan 1979. Hvað verður næst?” Mótmælastaðan verður frá klukkan tvö til hálf þrjú. „OTRÚLEB OBILGIRNI” - segir farandverkaióik Kjöldi manna rakti ótrúlega dbilgirni atvinnurekenda og réttleysi þeirra launþega sem flokkast undir farandverkafólk á fundi þeirra sem nýlega var haldinn i Félagsstofnun Stúdenta v/Hringbraut, að þvi er segir i fréttatilkynningu frá Baráttuhópi farandverkafdlks, sem stóð fyrir honum. Þar voru raktar og kynntar kröfur farandverkafólks um viðurkenningu réttinda sinna i kjarasamningum og reglugerö- um. Ræðumenn úr hópi farand- fólksins röktu samskipti sin við atvinnurekendur til sjávar, og sveita. Töldu þeir sig vera beitta miklu óréttlæti, ekki sist þeir úr röðum sjómanna og landbúnaðarverkamanna. Fundurinn taldi i ályktun, að enn væri á tslandi verkafólk sem þyrfti að ferðast á milli staða til að selja vinnuafl sitt og það allt of oft á lægsta veröi. Vildi fundurinn m.a. kenna þetta ástand skipulagsleysi verkalýðshreyfingarinnar, þar sem þetta fólk væri oft réttlaust gagnvart hreyfingu sinni hvað snertir greiðslur úr ýmsum sjóðum og rétt til atkvæða- greiðslu i kjaradeilum. 1 niðurstöðum fundarins var skorað á yfirstandandi sam- bandsstjórnarfund VMSl að taka kröfugerðir farandverka- fólks inn i eigin kröfugerðir á komandi kjaramálaráðstefnu ASl og á Sjómannasamband íslands að taka að sér þá kröfu- þætti, er að sjómönnum snúa. —HS Flosi ólafsson leikari: Já, það hugsa ég aö hljóti að vera. Það er svo mikil samstaða. Námskeið um fullorðinsfræðslu Lýðræðisstofnun Norðurland- anna gengst næstu mánuði fyrir námskeiðum og ráðstefnum I Kungalv i Sviþjóð og miðast þátt- taka einkum við kennara og leið- beinendur á vettvangi fullorðins- fræðslu, svo sem lýðháskóla, kvöldskóla og frjálsra fræðslu- samtaka. Námskeiðineru 11 og fjalla um flesta þætti fullorðinsfræðslunn- ar. Hefst hið fyrsta þeirra 25. janúar en menntamálaráðuneytið og lýðfræðslustofnunin munu veita nokkra styrki vegna þátt- töku i námskeiðunum en nánari upplýsingar og umsóknareyðu- blöð má fá i menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vik. Alma Frlmannsdóttir nemi: það ekki. Ætli Sigrfður Guðmundsdóttir liffræð- ingur: Ég hef enga trú á þvi. Til að komast að þar sem skotfærin eru geymd varð þjófurinn að sprengja upp þessa stálhurð. Visismynd JA. RIFFLI OG SKOTFÆRUM STOLIÐ í GOÐARORG Innbrot var framið i sportvöru- verslunina Goðaborg i fyrrinótt og þaðan stolið riffli og skotfær- um, ásamt 30 þúsund krónum i reiðufé. Þjófurinn fór inn um dyr bak- dyramegin og sprengdi upp stál- hurð sem var á þeim stað i versluninni þar sem byssur og skotfæri eru geymd. Hirti hann einn 22 cal. riffil og skotfæri i hann ásamt peningunum en lét annað kyrrt liggja. Þjófurinn mun enn vera ófundinn. —HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.