Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 23
vísm Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 f f * • é f t Ums jón: Sigurveig Jónsdóttir Fimmtudagsleikrltlð kl. 21.25: Kristalsstulkan Fimmtudagsleikrit útvarpsins er i þetta sinn „Kristalsstúlkan” eftir Edith Ranum i þýðingu Torf- eyjar Steinsdóttur. Leikstjóri er Herdis Þorvaldsdóttir. Hlutverk i leikritinu eru tvö og fara þær Margrét ólafsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir með þau. Leikritið fjallar um fræga leik- konu á niðurleið og móöur henn- ar. Nina Weide hefur fengið viðurnefnið „kristalsstúlkan” á frægðarferli sinum. Nú hefur hún hins vegar misst mesta gljáann og er auk þess á góðri leið meö að verða drykkjusjúklingur. Móðir Ninu býður fyrrverandi kærasta hennar heim i þeirri von, að hún geti tekið upp þráðinn á ný. En ráðagerðir fara ekki alltaf eins og til stendur. Höfundurinn, Edith Ranum er þekkt fyrir barnaleikrit sin i út- varpi, bæði i heimalandi sinu, Noregi, og annars staðar á Norðurlöndum. Hún hefur einnig skrifaö sakamálaleikrit og nokkr- ar skáldsögur i sama stil. Fyrsta ú t v a r p s le ik r i t hennar, „Kettlingurinn” hlaut fyrstu verðlaun i leikritasamkeppni árið 1975. Leikritið hefst kl. 21.25 og er lið- lega 50 minútur i flutningi. Útvarp kl. 20.30: Heimsfræglr tðniistarmenn með Sinfónlu- hllómsveitinni Fyrri hluta tónleika Sinfóniu- hljómsveitar Islands i Háskóla- biói i kvöld verður útvarpað beint. Hljómsveitarstjóri verður Ungverjinn Janos Furst og ein- leikari landi hans György Pauk, fiðluleikari. Janos Furst stundaði tónlistar- nám sitt i Budapest, Paris og Brussel, en settist siðar að á ír- landi. Þar starfaði hann m.a. sem konsertmeistari og einleikari og stofnaði írsku kammersveitina, sem hvarvetna hefur unnið sér mikið lof fyrir tónlistarflutning. Pauk hóf fiðlunám i Budapest sex ára að aldri, en fjórtán ára gamall hóf hann fyrir alvöru að leika á tónleikum. Hann varð sigurvegari i Paganinikeppninni 1956 og i Jacques Tibauldkeppn- inni 1959. Hann nýtur nú mikillar frægðar bæði fyrir einleik og leik i kammerverkum og er talinn einn af fremstu fiðluleikurum sam- timáns. Flutt verður Dansasvita eftir Béla Bartók og Fiðlukonsert i a- moll op. 53 eftir Antonin Dvorák. Otvarp frá tónleikunum hefst kl. 20.30. — SJ Herdis Þorvaldsdóttir leikkona cr leikstjóri fimmtudagsleikrits út- varpsins. misslr giláann útvarp Fimmtudagur 10. janúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 14.45 Til umhugsunar. Karl Helgason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjalla um á- fengismál. 15.00 Popp. Páll Pálsson kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Tónlistartlmi barnanna. 16.40 Útvarpssaga barnanna: 17.00 Síödegistónleikar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- ky nningar. 19.35 Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 tslenskir einsöngvarar og kórar syngja 19.55 Ba Itic-bikarkeppnin I handknattleik I Ve st ur-Þýz kalandi Her- mann Gunnarsson lýsir sið- ari hálfleik i keppni tslendinga og Norðmanna i bænum Verden. 20.30 Tónleikar Sinfónlu- hljómsveitar tslands i Há- skólabiói: — fyrri hluta efnisskrár útvarpað bejnt. Stjórnandi: Janos Fiirst Einleikari: György Pauk — báðir frá l'ngverjalandi a. Dansasvlta eftir Béla Bartók. b Fiðlukonsert i a-moll op. 53. eftir Antonin Dvorák. 21.25 Leikrit: „Kristalsstúlk- an" eftir Kdith Ranum. 22.20 V'eðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.40 Reykjavikurpistill. Egg- ert Jónsson borgarhagfræö- ingur talar um þarfirnar (framhald frá 13. des.). 23.00 Frátónleikum Tónlistar- félagsins i Háskólabiói i janúar í fyrra. Alfons og Aloys Kontarsky leika á tvö pianó: Sónötu i C-dúr op. posth. 120 eftir Schubert. 23.45 Fréttir Dagskrárlok. . ÍSLAND OG AFGANISTAN Innrás So vétrikjanna i Afghanistan er að byrja að segja litillega til sin á tslandi. Menn eru farnir að hafa ójósar skoðanir á málinu þrátt fyrir langvarandi „finlandiseringu" hugarfarsins, og þeir sem hafa hvað ákafast leitað sögulegra sátta við kommúnista líta um öxl i grindahlaupinu. 1 raun var Afghanistan orðið kommúnista- riki, og hefur það eflaust auð- veldað Sovétrikjunum innrás- ina, að þeir voru að sækja þang- að sinn mann i Kabúl til að drepa hann. Aö þvi leyti er þessi nýja innrás sambærileg við of- beldið i Ungverjalandi á sinum tima. og annað ofbeldi i k>pp- rikjum siðan. Afghanistan er fjarlægt land, og eins og önnur lönd i Islam næsta aftarlega f þróuninni á tuttugustu öld. Eins og lönd þarna eystra hefur þjóðin búið við einveldi i einhvers konar mynd og trúað á Allah, og það hefur kannski ekki alltaf skipt ntáli hvort þetta vald var brún- leitt eða rautt. Að minnsta kosti varfátt eitt sagt, þegar bylting var gerð i höfuöborginni fyrir ekki löngu og góður vinstri maður settur i valdastól. Sanit varð nú að drepa hann fljótlega. og siðan næsta valdamann, uns hinn ákjósanlegi leppur er fund- inn tíl að fara nteð völd. Sagt er að múhameðstrúar- menn vilji eins konar sjálfstæði Islams i landinu, en það er heldur óheppilegt að hafa slikar skoðanir þarna austur frá, eink- anlega eftir að sýnt þykir, að faðntlagið um Evrópu á að byrja i ríkjum lslams. En hið pólitiska lif er flókið, og vel má vera að innrás Sovétmanna i Afghanistan loki um tima leið- unt þeirra til annarra ríkja múhameðstrúarmanna. En það hefur nú hingað til revnst auð- velt fvrir Sovétmenn að láta kála forustumönnum þjóða. Við hér úti á islandi höfum ekki ýkja ntiklar áhyggjur af innrásinni i Afghanistan. Við höldum áfram að vera þeirrar skoðunar, að landinu verði ekki stjórnað af neinu vití nema I samvinnu við jábræður þeirra, sent réðus.t inn i Afghanistan. V'ið teljum alveg nauðsynlegt að hafa þá inni i mvndinni, eins og sagt er, jafnvel þá daga, sem já- bræður þeirra æfa innrás i ís- land á einhverjum eyjarrassi i baltneska sjónum. Við getum bókstaflega ekkián þeirra verið i rikisstjórn, slikur voöavandi steðjar að okkur núna. Þótt fjörutiu og niu manns séu á þingi á móti ellefu jábræðrum Sovétmanna, sem nýlega hafa drepið sinn ntann i Kabúl og æfa innrásir, þýðir ekki að nefna það, að neinn hafi kjark til að stjórna landinu, öðru visi en hinir ellefu verði með. í rauninni er þetta orðið þann- ig, að við eruni fyrst og fremst farin að kjósa viðntælendur kontmúnista áþing.Þaðerafog frá að við séum að kjósa ntenn. sem geti starfað sjálfstætt þeg- ar til stjórnarsamstarfs kemur. Fjörutiu og níu manita minnihluti viðntælenda á þingi sannar það. Og það hlýtur enn og aftur aö sannfæra mörhjört- tui á Alþingi um réttmæti þess- ara sjónarmiða, að ellefu manna meirihlutinn á Alþingi á vini og flokksbræður, sent hafa á skömmum tima kontið þrent- ur ntönnum til valda i Afghan- istan, drepið tvoog látið leppinn lifa um sinn. Þrátt fvrir fjar- lægðina frá Afghanistan viröist óttinn við ofbeldið verasásanti. Einhverjar þjoðir eru af veik- unt mætti að andmæla innrás- innii Afghanislan. Eftir fréttum i islenskum Ijölmiðlunt að dænta virðisl það allt gerast með friði og spekt. Fjölntiðlarn- ir eru bókstaflega að sofna i þessu máli á likum nokkurra hjarðmanna og fjallabúa, sent annað stærsta herveldi heims slær niður með eldvörpunt og vélbyssum. Vögguljóð innrásar- innar er santa ljóðið og þulið hefur verið i evru mörhjartn- anna á Alþingi allt frá árinu 1945. Og það erengin vontil þess að einhver fari að rumska núna til að krefjast þess að staöiö verði á grundvallaratriðum mannlegra samskipta. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.