Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 2
KTSEBFÖstudagurinn 11- janúar 1980 r-1 „Hefur þú gengið á Esj- una?” Ólöf Þórarinsdóttir, nemi: Nei, það hef ég aldrei gert. Ólafur Einarsson, framkvæmda- stjóri: Nei, aldrei komið nálægt henni. • "V Auöur Jónsdóttir, nemi: Já, tvis- var. Ég hef alla tið verið hlynnt heilnæmum gönguferðum. Ragnar Axelsson, ljósmyndari: Já, ég hef einu sinni gengiö á Esj- una og mun aldrei gera þaö aftur. Það var svo dj. erfitt. Finnur Torfi Magnússon, kenn- ari: Já.einusinni. baö var i þoku. „Efst á blaði i augnablikinu er að komast í starf sem fyrst. Ég er að leita mér að vinnu og gengur satt að segja ekkert allt of vel” sagði Maria Gunnars- dóttir nýútskrifaður bygginga- tæknifræðingur i samtali við Vi'si. Maria er fyrsta konan sem lýkur prófi i þessari grein úr Tækniskóla islands og við rædd- um við hana um námið, og hvernig það er að vera kona i fagi sem hefur fram að þessu tilheyrtkarlmönnum og hvernig er aö vera eina konan i bekkn- um i þriggja og hálfs árs námi. ,,Það er að þvi leyti frá- brugðið að vera i karlahópi en kvennahópi, að karlar tala yfir- leitt aldrei um persónuleg mál. Þú getur unnið eða verið i skóla með manni i langan tima án þess að hafa hugmynd um hvort hann er kvæntur. Karlar tala yfirleitt ekki um fjölskyldur sinar hver við annan, heldur dauða hluti, umræðurnar snúast um bi'lana þeirra, húsbygg- ingar, pólitik og fjármál. Mér fannst fremur litið á mig sem konu en nemanda til að byrja með og ákveðin varúð i samskiptunum, en það lagaðist fljótlega og þetta hefur verið góður félagsskapur og skemmtilegur timi. Það er helst Aslaug og María I kyndiklefa á Hornafirði TÆKNIMENN ERU STOR HOPUR VALDAMIKILL - par hafa konur ekkert aO segja meöan Dær eru ekki með," seglr María Gunnarsdðttír bygglngatæknlfræðlngur ef við höfum veriö i ferðum eða verkefnum annars staöar eöa þegar nýir kennarar hafa komiö sem tvfræðar setningar fljóta með og orðum hagað meö tilliti til „konunnar i hópnum, — félögum minum til óblandinnar ánægju. Það verður bara að temja sér umburöarlyndi gagn- vart sliku en það er óneitanlega niðurdrepandi þegar maður er kannski niðursokkinn i spenn- andi verkefni og er þá kippt niður i eitthvað kynhlutverk af mönnum sem tala til manns sem konu en ekki tækni- manns”. Konur i smiðanámi Af hverju valdiröu þetta nám? „Þetta leiddi svona hvað af ööru. Ég hætti á sfnum tima i skóla að loknu gagnfræðaprófi úr Kvennaskólanum en langaði alltaf til að læra meira. Árið 1972 fórég til Danmerkur ásam t eiginmanni minum sem var að fara að læra rafmagnstækni- fræði. Ég lærði tækniteiknun i iðnskólanum i Óðisvéum og hélt siðan áfram i deild sem heitir „teknisk assistent, bygge- og anlægslinen”. Siöan fór ég i undbúningsdeild á Odense Teknikum, sem er sambærileg viö undirbúnings- og raun- greinadeild hér heima og aö þvi loknu fór ég heim og byrjaöi i byggingatæknifræðinni”. Að sögn Mariu þurfti til skamms tima að hafa lokið iðn- námi hjá meistara til að komast i byggingatæknifræöi en þessu var breytt og nú þarf að hafa unniö á byggingastað i ákveöinn tima og af fjórtán bekkjar- bræðrum hennar höfðu þrir lokiö iðnnámi. Sjálf sagöist hún hafa unnið á verkfræöistofu, við landmælingar og við byggingar- vinnu. Karlmenn hefðu meiri reynslu i slikum störfúm en konur og hvað iðnnám snerti sagöi hún að eins og meistara- kerfiö væri byggt upp væri ekki auðhlaupið fyrir konur að fara i slikt nám. Nú væri búiö aö taka upp verkstæðisskóla i Iðn- skólann og væru þegar komnar konur i smiðanám þar. Vantar félagslega þætti. Nám i byggingatæknifræði tekur þrjú og hálft ár og sagði Maria að þaö væri skemmtilegt en fremur þurrt. „Tækni er afstaða hluta til hluta og mannlegir þættir koma þar ekkert inn i. Við lærðum ekkert um slikt nema siöasta hálfa árið. Þá kenndi arkitekt okkur ýmislegt um liti, bygg- ingastil og form. Framan af þótti strákunum litið til koma en fannst þetta skemmtilegt og gagnlegt áður en yfir lauk. Það vantar alia félagslega þætti inn i svona nám. Bygg- ingatæknifræðingar starfa við ýmiskonar hönnun og taka við þarsem arkitektinn hættir. Það er auðvitað hlutverk hins siðar- nefnda að sjá um útlit og um- hverfi og það sem gleöur augaö. Það rikir ákveðin tortryggni milli verkfræðinga og tækni- fræöinga annarsvegar og arki- tekta hinsvegar sem er fyrst og fremst af því þeir skilja ekki hverjir aðra”. Skemmtilegt verkefni Hvers konar verkefni linnst þér mest áhugavekjandi? ,,Ég var með lagnir og gatna- gerð sem valgrein og þótti það mjögskemmtilegt.Égfékk götu i Grindavik sem verkefni og hannaði hana. Auk þess geröi ég umferðaspá, kynnti mér at- vinnuhætti i bænum, hannaði frárennsliskerfi og vatnsveitu- kerfi fyrir hverfiö sem gatan var i og gerði mér grein fyrir vatnstökumöguleikum. Ég hef mikinn áhuga á jarðfræði og þótti ekki sist þessvegna óskap- Þessi mynd er tekin I fyrra þegar Marfa vann við að athuga ástand kynditækja og katla austur á Hornafirði ásamt öðr- um nemendum. „Karlmenn tala ekki um fjöl- skyldur sinar heldur dauöa hluti eins ogbilana, húsin, peninga og pólitik”. lega gaman að vinna þetta verkefni. Annað skemmtilegt verkefni sem ég hef verið með i var i febrúar i fyrra. Þá fóru nem- endur úr Tækniskólanum, Vél- skólanum og vélaverkfræði- nemar austur á land á vegum iðnaðarráðuneytisins. Verk- efnið var að athuga ástand kynditækja, nýtni katla og reyna að bæta um betur. Einnig var gerð könnun á ástandi húsanna, einangrun, glerflatarmáli, lengd útveggja og fleira. Aður en við fórum sátum við námskeiö til að læra aö stilla kynditadci. Það var ein kona auk min i þessari ferð. Hún heitir Aslaug og er að læra véla- verkfræði. Við vorum þarna i fimm daga og var ferðin bæði lærdómsrik og framúrskarandi skemmtileg”. Jafnrétti. — Mælirðu með þessu námi fyrir konur? „Konur berjast fyrir jafnrétti og verða i samræmi við það að ganga til allra starfa jafnt og karlmenn. Tæknimenn eru stór hópur og valdamikill að þvi leyti, aö hann tekur mikilvægar ákvarðanir vegna sérfræði- þekkingar. Þarna hafa konur auðvitaö ekkert að segja meðan þær eruekki meö. Venjan hefur verið sú að þær velja fremur „húmanistísk” störf og flest störf sem konur inna af hendi á vinnumarkaðnum eru einhvers- konar framhald af heimilis- verkum. Þetta verður að breytast. Konur vantar lika nauðsynlega hvatningu og er oft beinlinis haldiö niðri”. — Framtiðin? „Það sem blasir viö er aö komast i starf sem fyrst. Skól- inn er ekki nema hálft námið. Reynslan er þaö sem allt veltur á og hún er besti kennarinn” sagði Maria. — JM eS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.