Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 12
12 VÍSIR Föstudagurinn 11. janúar 1980 Laus staða Staða skrifstof ustjóra Tryggingastof nunar rikisins, sem jafnframt gegnir starfi að- stoðarforstjóra stof nunarinnar, er laus til um- sóknar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 6. febrú- ar n k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 8. janúar 1980. □BDODDOODDDDDDODDDDDDODDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDD □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ D □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ D TIL SÖLU Ford 607 - Diesel Custom Cob - sendibifreið árgerð i97i, með stóru húsi Er á stöð. Mjög gott verð gegn staðgreíðslu. Uppl. I símo 41224 i dog og næstu dogo. a a a a a D D a D D D D D D D D D D D DDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDDD olaöburóarfólk óskast! SÓLEYJARGATA Nauðungaruppboð sem auglýst var 160., 63. og 65. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á Hyrjarhöfða 6, þingl. eign Arnar Guðmundssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri mánudag 14. janúar 1980 kl. 14.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 60., 63. og 65. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á hluta i Hjaröarhaga 60, talinni eign Jóhanns B. Sigur- geirssonar fer fram efftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 14. janúar 1980 kl. 11.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 160., 63. og 65. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á hluta i Hrafnhólum 8, þingl. eign ólafs Guðmundssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavfk á eign- inni sjálfri mánudag 14. janúar 1980 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem augiýst var 160., 63. og 65. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á hluta I Hofteig 36, þingl. eign Sigrfðar Oddsdóttur fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 14. janúar 1980 ki. 15.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 160., 63. og 65. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á Háagerði 17, þingl. eign óskars E. Guðmundssonar fer fram eftir kröfu Iðniánasjóös á eigninni sjálfri mánudag 14. janúar 1980 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Langdvalarheimili fyrir alkóhölista Vissulega er þaö staðreynd aö 20-30% þeirra alkóhólista er njóta meðferðar hjá S.A.Á. eiga mjög litla von til þess að ná valdi yfir sjúkdómi sínum. Ástæðurnareruaðallega tvær — eða lyfjaneysla og félagslegur vanþroski, ásamt hörmulegum ytri aðstæðum. Er það því ein- göngu tima- og fjársóun að endurtaka I sifellu meðferðir, þegar vitað er fyrirfram að sáralitil eða engin von er til þess að árangur náist. Lauslega áætlað, en ekki vanreiknað, er eytt meira en eitthundrað milljónum I þessar fyrirfram vonlausu meöferöir árlega hjá S.A.A. einu. En það er stefna S.Á.A. að enginn sé vonlaus og vitjunartima eins eða annars getur enginn dæmt um nema reynslan. Vissulega ske oft kraftaverk, en alltof oft eru sjúklingar kvaddir eftir 6 vikna meðferð með þeirri vitund, aö viðkomandi hafi næstum enga möguleika. Þaö er lika vitund starfsfólks S.A.A. að viökom- andi þurfi all-Iengri tima til að jafna sig, eða og að aðlaga sig þeim þjóðfélagsaðstæðum er bíða hans fyrir utan. Vegna þess, að á hverjum degi eru tug- ir einstaklinga sem biða eftir plássi á meöferöarstofnunum S.A.A., er þvi miöur ekki hægt að sinna þeim er langdvalar þarfnast. En litum nú aðeins á þennan hóp fólks og vandamál þess. Lyfjaneytendur Upp úr 1960 fóru hin ýmsu taugaróandi lyf að streyma á markaðinn. Fyrir all-stóran hóp fólks boðuðu lyf þessi nýja sólaruppkomu i lífi þess. Var neysla þessara lyfja svo mikil að við lá, að heimsmet væri sett i neyslu þeirra, áður en Iand- læknir greip til róttækra ráö- stafana. Fólk gerði sér almennt ekki ljóst, að hér var um að ræða ávanalyf, að mörgu leyti mun hættulegri en áfengi. 1 dag er þetta fólk að koma i síaukn- um mæli fram í dagsljósið, ýmist vegna þess að líkamlega og andlega er það þrotið kröft- um. 1 öðru lagi hafa fordómar um lyfjaneyslu minnkað gifur- lega. 1 þriðja lagi hefur fræðsla borið þann árangur að viðkom andi, eða ættingjar hans, sjá að hér stefnir I beinan voða. Oftast neytir þetta fólk einnig áfengis, en allt hefur þaö þaö sameigin- legt aö svo illa er þaö farið and- lega og líkamlega, aö þaö þarfn- astaðminnsta kosti 3ja mánaða meðferðar og allt upp I 6-7 mán- uði. Stafar þetta af þvi að svo langan tlma tekur aö ná lyfjun- um úr blóöinu að fráhvarfsein- kenni, þ.e. krampi eða of- skynjanir koma oft fram eftir 6 mánuði. Einnig er greinilegt að fiknin I lyf viröist meiri en flkn I áfengi. I öðrum hópi sem fer sffellt stækkandi eru svo þeir sem mjögungir byrja á áfengi, hassi og þaöanaf sterkarifikniefnum. 1 þessu tilfelli dugar ekkert nema langtima meðferö, bæöi vegna likamlegs og andlegs ástands, svo og vegna þess hve ungir þeir byrjuöu að neyta vlmugjafanna, hafa þeir farið á mis viö, bæöi uppeldi og oft menntun. Eru þeir því það félagslega óþroskaðir, að gjör- samlega virðist ókleift fyrir þá að aðlaga sig þjóttfélaginu. Hér fer saman kjarkleysi og minni- máttarkennd. Þriðji hópurinn er fólk á öllum aldri, sem neytt hefur á vfxl áfengis og lyfja I all-langan tima. A örfáum mánuðum eöa árum tekst þessu fólki að leggja andlega og likamlega heilsu slna í rúst. Þetta er ekki óeðli- legt, þaðsem sem mannsllkam- inn virðist þola verst er einmitt lyf og vin blandaö saman. Meirihluti þessa hóps er ungt fólk. Ef manneskja undir þri- tugu leitar meðferðar hjá S.A.A., þarf varla að hafa fyrir þvi að spyrja hana hvort hún neyti bæði lyfja og vins. Þaö er nokkuð öruggt að hún gerir það. Þeir yngstu úr þessum hópi eiga það sameiginlegt með hóp tvö, að þeir hafa all-oft farið á mis við menntun og uppeldi. Félagslega vanþroska fólk Til þessa hóps teljast eins og áöur segir, lyfjaneytendur úr hópi tvö og þrjú. En all-stór hóp- ur auk þessa er staöreynd. T.d. má nefna allstóran hóp refsi- fanga, sem vissulega ættu að neöanmáls Hver virkur þjóðfélagsþegn er dýrmætur fyrir samfélagið, eða jafn-dýrmætur og sá sem ekki getur aðlagað sig þvl er mikil by rði. Sá hópur skiptir tugum ef ekki hundruðum, og hver þess- ara einstaklinga kostar rlki og bæ 5 milljónir króna I framfæri árlega, segir Hilmar Helgason, formaður Samtaka áhugafólks um áfengisvandamáliö. hafa forgang I langtima með- ferðoftátiðum,þóekkisé nema vegna þjóöhagslegrar nauð- synjar. Þá er til hópur fólks sem dylur sálræna erfiðleika bak við áfengi. Sálrænir erfiðleikar þessir eru oftast kjarkleysi, minnimáttarkennd, umhyggju- leysi, sjálfsviröingarskortur, tjáskiptaerfiðleikar og þekk- ingarskortur á almennum mannlegum samskiptum. Sál- ræna erfiðleika af þessu tagi getur starfsfólk S.Á.A. ráðið viö. Hvaða aðstaða er fyrir hendi Vissulega er aðstaða til láng- tima meðferðar fyrir hendi, bæði i Vlðinesi og að Gunnars- holti. En báðir þessirstaðireiga þaö sameiginlegt, að ekki er um neina meðferð að ræða, dagskrá eöa aðstoö til félagslegrar að- lögunar. Langdvalarheimili S.Á.Á. Erlendis hefur meöferð á langdvalarheimilum fleygt fram siðustuár. Hefur reynslan sýnt að meðferð til jafns við vinnu, undir mjög miklum aga, ber ótrúlega góðan árangur. Áð- ur vonlausir eiturlyfjaneytend- ur og fólk sem gjörsamlega var um megn að aðlaga sig sam- félaginu, þyrpastnú frá þessum meðferöarstofnunum. Lang- dvalarheimili þessi eru nær undantekningarlaust utan þétt- býlis. Vinna, bæði úti og inni er stunduö fyrri hluta dags. Er hér um að ræða jarörækt og ýmiss konar framleiðslu sem fram má fara utanhúss. Innivinnan er oftast fjöldaframleiðsla á ýms- um smávörum. Vinnan fer fram undir miklum aga og stjórn hæfra verkstjóra sem eru úr hópi ráðgjafa vinnuheimilisins. Lögð er áhersla á að menn læri aðeinbeita sér við vinnuna, auk þesssem þeim er falin einhver ábyrgð til aö auka sjálfstraust- ið. Dagskrá hefst um miðjan eftirmiðdag. Hún er hnitmiðuð til lagfæringar á hinum ýmsu skapgerðarbrestum vistmanna, eflingu sjálfstrausts, sjálfs- virðingar, sjálfskönnun og fleira. Þá er lögð áhersla á kennslu i hagnýtum þjóðfélags fræðum. Útskýrt hvað I raun biði þeirra úti ilifinu og hvernig taka megi hinu ýmsa mótlæti. Eins og áður segir eru vist- menn undir miklum aga, allt aö heraga. Þegar þeir innritast er þeim gerö nákvæm grein fyrir hvað vistun þeirra gengur út á. Þeim er gert ljóst að sætti þeir sig ekki við agann, og taki ekki þátt I dagskránni, geti þeir yfir- gefiö staðinn án fyrirvara, en jafnframt er þeim gert ljóst hvaða afleiðingar það kann að hafa I för meö sér að yfirgefa staðinn, sem liklega er sá eini og siðasti sem getur hjálpað þeim til þess að ná þvl að lifa árangursriku lifi. Það er ótrú- legt en satt, að nær einsdæmi er að vistmenn gefist upp. Vistunartimi er aldrei ákveöinn fyrirfram, helduryfirgefur vist- maðurinn staðinn þegar hann er reiðubúinn og forstjóri gefur samdóma álit sitt. 1 meðferðinni gefst vistmönnum tækifæri til að öðlast meira frjálsræði eftir þvi sem árangur leyfir. t byrjun er mönnum jafnvel óheimilt að nota sima. En skrefin til frjáls- ræöis eru 5 og I þvi siöasta er mönnum jafnvel heimilt að hafa bil á staönum og mega ferðast innansveitar I fritimum. Siðastliðið vor birtist I Vik- unni alllöng grein um slikan meöferðarstað, Daytop, i New York fylki. Arangurinn sam- kvæmt blaðagrein þessari var ótrúlegur. Vegna þessarar blaðagreinar fór starfsmaöur S.A.A., Grettir Pálsson, dag- skrárstjóri á Silungapolli, til hálfs mánaöar dvalar á Daytop, til þess að kynnast dagskránni og uppbyggingu meðferðarinn- ar. 1 skýrslu til stjórnar S.A.A. staðfesti Grettir árangurinn og mælir eindregið með þvi að S.A.A. taki upp meðferð sem þessa,tilhjálpar þeimtugum og hundruðum skjólstæðinga S.A.Á., sem sllkrar meðferðar þarfnast. Grettir mun nú á för- um til Þýskalands og Svlþjóðar til að kynna sér sambærilegar meðferöarstofnanir. Lokaorð Ljóst er, að „gat” er, I meö- feröarkerfi alkóhólista á ís- landi. Ekki er nóg um að „gat” þetta kostar þjóðina óhemju fé, heldur ber þó sérstaklega af mannúðarástæðum einaih að þétta þetta ,,gat”, eins fljótt og auðið er. Hver virkur- ' þjóð- félagsþegn er dýrmætur -fyrir samfélagið, eða jafn dýnnætur ogsásem ekki getur aðlagað sig þvi er mikil byrði. Eins óg áður segir skiptir fólk þetta túgum ef ekki hundruöum. Þaö er og staöreynd að hver þessara ein- staklinga kostar riki og- bæ 5 milljónir króna I framfæri ár- lega. Það er lika staðreynd að einstaklingum þessum tekst mjög o ft að halda sér á ltfi i 20 ár i þessu ástandi. Reikningsdæm- ið er auðvelt. Hver þessara ein- staklinga kostar samfélagið eitthundrað milljónir króna i framfærslu - EF EKKERT ER AÐ GERT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.