Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 23
27 vísm Föstudagurinn 11. janúar 1980. ORYGGIB I FYRIR- RÚMI HJ/k CHERHIH skák Heimsmeistarakeppni unglinga 20 ára og yngri fór fram i Groningen, Hollandi um áramótin. Tefldar voru 13 umferöir eftir Monrad-kerfi og varð röö efstu manna þessi: 1. Chernin, Sovétr. 10 1/2 v. 2. Azmajparashvili, Sovétr. 9 1/2 v. 3. Nekolescu, Rúmeniu 9 v. 4. -5 Rivas, Spáni 8 1/2 v. 4.-5. Plassket. Engl. 8 1/2 v. Hinn nýi heimsmeistari þótti sýna áreynslulitla og fágaða taflmennsku. Still hans minnir miög á Karpov, ekki teflt upp á leikfléttur né tvisýnu, heldur situr öryggið i fyrirrúmi. Chernin leikur mjög hratt, treystir á nákvæmt stöðumat og endateflskunnáttu sina. Sovézku keppendurnir voru auk Spánverjans Rivas, þeir einu sem höfðu aðstoðarmenn sér til trausts og halds. Sovétmenn tefldu þvi gjarnan upp á að koma skákum sinum i bið, og þar voru margar þeirra yfir- færðar i vinning. Chernin tefldi t.d. 80 leikja skák við Sviann, sem hélt sig alltaf hafa öruggt jafntefli i hendi sér, eða allt til lokastöðunnar, en þar tókst Shernin með hjálp vel unninnar heimavinnu að krækja sér i vinninginn. Sigur Chernin hefði getaö orðið enn stærri, þvi hann samdi tvö stutt jafntefli i siðustu skákunum, til að tryggja sér 1. sætið. Fyrir mótið var Spánverjinn Ricas talinn hættulegasti keppi- nautur Sovétmannanna. Hann er atvinnumaður i skák, og getur þegar státað af nokkrum góöum sigrum. A siðasta ári mátaði hann sjálfan Kortsnoj, og vann Miles á millisvæða- mótinu á spáni. Rivas teflir oftast gömul hálfgleymd afbrigði, og fetar þar i slóð Bent Larsens sem einmitt hefur dval- ist siðustu árin á Spáni. Jóhann Hjartarson var fulltrúi tslands i keppninni. Hann var næstyngstur 32ja keppenda, og árangur hans 7 vinningar og 9,—15. sætið þvi góður. Jóhann kvaðst hafa teflt heldur linlega framan af, en eftir að hafa skipt yfir í drottn- ingarpeðsbyrjanir frá kóngs- peðinu, fór að ganga betur. Eftirfarandi skák taldi Jóhann vera sina bestu frá mótinu, þrátt fyrir hversu litinn tima hann notaði á verkið, aðeins 40 minútur. Hvitur: Jóhann Hjartarson Svartur: E. Lobron V-Þýskaland Enski leikurinn. 1. c4 c5 Jóhann örn Sigurjónsson skrifar 13. e4! Hb8 14. De2 e5 (Annars kæmi Hdl og síðan c5.) 15. Be3 Be6 16. Rd5 Bxd5 17. cxd5 Ra5 I 1 A±t 1 14 1 4 ±± ± 6 Sl 11 tt til S a® Kortsnoj:Spassky, 3 einvigis- skákin. 6. ... Bb4 7. Bg2 0-0 8. 0-0 a6 9. Rc2! Portisch: Matulovic, 1967. Ein leiöin enn, sé sem svartur velur hér, er leikmáti MBRK , liW mm ■ 111 IWI /aafcSBBK.JiMliJwái.'Hjöilll. ... w. ■.■■■■■■^m Jóhann Hiartarson var fulltrúi Islands f heimsmeistarakeppni ungl- inga f Hollandi 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 e6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. g3 (Þessi staða kom upp i mörgum skáka þeirra Kortsnoj: Spassky, undanrásum heims- meistarakeppninnar 1977. Svartur hefur reynt hér ýmsar leiðir svo sem 6... Db6 7. Rb3 Re5 8. e4 Bb4 9. De2 0-0 (Svartur vill uppskipti, sem myndu auðvelda honum vörn- ina. En með næsta leik sinum, sem svörtum yfirsást algerlega, knýr hvitur fram yfirburða- stöðu. Þegar hér var komið sögu, haföi Jóhann notaö 27 minútur, Lobron 2 klukkustund- ir og 15 minútur.) 18. Rd2! (Nú er hótunin 19 b4 og nddar- Skákplng Reykjavíkur hefst á sunnuflaginn Polugaevsky á Reykjavfkur- 18. ... b5 skákmótinu 1978 og vann með 19. b4 Rb7 góðan sigur á svart.) 6. ... Bc5 20. Hc6 Ha8 7. Rb3 Be7 21. Hf-cl Db8 8. Bg2 d6 22. Rb3 Rd7 9. 0-0 0-0 23. h4 Rf8 10. Bf4 24. Bh3 Hd8 Skákþing Reykjavikur 198C hefst nk. sunnudag, 13. janúar kl. 14. Teflt verður i félags- heimili Taflfélags Reykjavikur að Grensásvegi 46. Sú breyting verður nú gerð á aðalkeppninni, að allir flokkar munu tefla sameiginlega i ein- um riðli 11. umferðir eftir Monrad-kerfi. Skráning þátttakenda i aðal- keppnina er hafin og lýkur laugardag, 12. janúar kl. 14—18. Keppni i unglingaflokki (14 ára og yngri) hefst laugardag, 19. jan. kl. 14. Að venju er skákþing Reykja- vikur með meiri háttar skákmótum, sem haldin eru á höfuöborgarsvæöinu. Búist er við góðri þátttöku i mótinu nú, og hafa allmargir landsliðs- menn þegar skráö sig til þátt- töku. Fréttatilkynning frá Taflfélagi Reykj avikur) (1 skák þeirra Polugaevsky: Smejkal var leikið 10. Rd4 Bd7 11. b3 a6 12. Bb2 Hb8 13. Rxc6 Bxc6 og hvitur náði engu út úr byrjuninni.) 10. ... a6? (Rétti leikurinn er 10. ... Rh5! 11. Be3 Rf6 12. h3 a6 13. Rd4 Bd7 og svartur hefur jafnað taflið. Smejkal: Hulak, Bar 1977.) 11. Hcl h6 12. h3 (?) (Smá ónákvæmni sem svartur notfærir sér þó ekki. Rétt var 12. e4 meðmun betra tafli. Eftir 12. h3(?) gæti svartur hafa leikið 12.... d5 13. cxd5 Rxd5 14. Rxd5 exd5 15. Bxd5 Bxh3 og losað þannig um sig.) 12. ... He8? 25. Hc7 (Hvftur hefur engan áhuga fyrir 25. Hc8 Hxc8 26. Hxc8 Dxc8 27. Bxc8, þvi með þessu yrði vinn- ingurinn einungis torsóttari.) 25. ... He8 26. Dg4 (Nú er 27. Hc8 illþyrmileg ógn- un og svartur gripur þvi til örþrifaráða.) 26. ... Rc5 27. Hxe7 Hxe7 28. bxc5 dxc5 29.. Bxc5 Hc7 30. Kg2 De8? (Afleikur i miklu timahraki.) 31. Bxf8 og svartur gafst upp. Ekki verður bæði gert viö mátinu á g7 og hrókstapinu á c7. HVAR ER HIRR RYI TSEKOV? Nýlega er komin út i Banda- rikjunum bók um Rússland sem byggð er upp á myndum frá landinu frá þvi fyrir byltingu. Segir i bókarfrétt, að i þessum myndum vekist upp með sér- stökum hætti andrúmsloft verka stórskálda á borð við Tsékov og Turgenev. Síðan er farið mörgum fallegum orðum um þennan liðna tima og cr allt gott um það. Athygli vekur, þegar þessi bókarfregn er lesin, hvað sá hópur var stór og þýöingar- mikill, sem stóð að rússneskum bókmenntum á þeim tíma sem bókin greinir frá. Þessi öfiuga sveit bar hróður Rússlands um alla heimsbyggðina og gerir enn, t.d. i leikritum Tsékovs. Eitt þeirra er verið að sýna núna i Reykjavik. Siðan komu hin döpru ár i Rússlandi, og þá fór þess að gæta minna að þar risu hópar stórskálda á legg. Miðað við fyrri tima er alveg undarlegt hvaö þessi gamla skáldskaparþjóö er oröin fátæk af mikilmennum á sviði bók- mennta á þvi langa biii sem oröiö er milli Gorkis og Jevtusjenko. Nöfn koma auðvitað i hugann, eins og Pasternak og Solsjenitsyn, en svo undarlega vill til, að hvorugur þeirra fékk notiö sin i þessu gamla landi skáldanna. Þetta verður óvænt lil umhugsunar vegna þeirrar áráttu margra skálda á Vestur- löndum, bæði fyrr og siöar, að vilja verða dráttarmenn þeirrar st jórn m álastefnu, sem hefur gert land stórbrotinna andans manna að flóttastassjón. Ekki dettur ntanni i hug að álita að rússneskar þjóðir hafi glataö ást sinni á bókmenntum þótt stórskáldum hafi fækkað. Sagt er að þar fari fólk i biðraðir við bókaverslanir, en það mun nú standa i biðröðum við flestar verslanir hvort sem er. Hér höfum við töngum átt við að búa hóp listamanna, sem er þeirrar skoðunar aö vinstrimennska eins og hún er þekkt frá Rússlandi, sé aflvaki allra góðra hluta, líka i listum. Vel má vera, að það sem viröist dauö hönd stjórnkerfis i Rúss- landi sé einmitt hinn sterki afl- vaki á Vesturlöndum, og verði þannig til að skapa andófslist innan lýðræðislegra kerfa. Gott er ef slikt leiöir af sér umtals- verð listaverk. En eftir stendur óhaggaö, aö ekki hefur maður haft spurnir af nýjum Alex- ander Blok, nýjum Gogol, nýj- um Tolstoj i austurvegi upp á siðkastið. Og þess vegna geta þeir listamenn, sem mest vinna .* ' ■ að nýrri skipan á Vesturlöndum aö fyrirmynd þeirrar sem i gildi er í Rússlandi, lent fyrr eöa siðar undir þeirri dauöu hönd, sem þeir álita úr fjarlægð séð, að sé hið eina sanna og hreina evangelium. Myndabókin um Rússiand vekur einmitt upp þessar spurn- ingar. Ekki er þó þar með sagt, aö hún sýni fólki, að engu hafi máttbreyta þar i landi. Vist var breytinga þörf. En það þurfti slys á slys ofan til að loka að mestu munni skáldaþjóðar. Nú les hún aðeins þaö sem til boða er i bókabúðum. og hefur enn ekki haft áhyggjur af þvi, aö ný stórskáld eru orðin sárafágæt i landinu, finnist þá nokkurt. Auðvitaö er þetta mál ekki svona einfalt. Alveg eins og á Vesturlöndum cr hægt að búa til skáld i Rússlandi, og eflaust er þeim mönnum haldiö aö fólki, sem flokksmaskinan hefur vel- þóknun á. Slik gerviefni duga um tima, en verða seint til aö varpa varanlegum Ijóma á skáldskap kommúnistaaldar i Rússlandi. Og eitt hafa já- bræður á Vesturlöndum lært af kollegum. Það cr sú aðferð, að fyrirfinnist ekkert stórskáld innan raða vinstrimanna, skuli þau búin til handa fólkinu. Yfir þeim tilbúnu hjörðum svifa svo andar Tolstoj og Tsékovs, svona til áminningar um, að enginn bjó þá til. Þó lifa þeir enn. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.