Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.2001, Blaðsíða 1
279. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 5. DESEMBER 2001 SAMTÖKIN Jihad hétu því í gær að hefna loftárása Ísraelshers á borgir Palestínumanna á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu en árásunum var fram haldið í gær, annan daginn í röð. Féllu tveir í árásunum og um 150 særðust. Nokkur flugskeyta Ísr- aelshers lentu á lögreglustöð við hliðina á vinnustað Yassers Arafats, forseta heimastjórnarinnar, í borg- inni Ramallah á Vesturbakkanum en talsmenn Ísraelsstjórnar vildu þó ekki kannast við að Arafat sjálfur hefði verið meðal skotmarka. Arafat fordæmdi árásirnar og sagði að þær væru til marks um að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, vildi kippa fótunum undan til- raunum Arafats til að halda palest- ínskum hryðjuverkamönnum í skefjum. Sagði Arafat að hann hefði látið handtaka marga helstu leiðtoga pal- estínskra öfgahópa í kjölfar sjálfs- morðsárása þeirra í Ísrael um helgina, þar sem 25 óbreyttir borg- arar fórust. Góður árangur hefði því náðst í baráttunni gegn hryðjuverk- um. Þann árangur vildi Sharon hins vegar að engu gera enda væri stað- reyndin sú að hann vildi ekki hefja viðræður um varanlegan frið í Mið- austurlöndum. „Hann vill ekki að aðgerðir mínar skili árangri og því hefur hann fyr- irskipað aukinn hernað gegn borg- um okkar og bæjum, auk helstu stofnana okkar,“ sagði Arafat. Ekki einhugur um aðgerðirnar innan ísraelsku stjórnarinnar Sharon hafði á mánudag sagt Ar- afat bera ábyrgð á sjálfsmorðsárás- unum um helgina og í gær sagði sendiherra Ísraels í Bandaríkjunum að hugmyndir um viðræður fulltrúa Ísraelsstjórnar við Arafat að undan- gengnu sjö daga vopnahléi væru ekki lengur á borðinu. „Nú er spurn- ingin aðeins sú hvort Arafat muni stöðva hryðjuverkin eða ekki,“ sagði sendiherrann, David Ivri. Ekki er einhugur innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar og Shimon Peres, utanríkisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, gaf í skyn að flokkur sinn myndi hugsanlega hætta stjórnarsamstarfi við Likud-flokk Sharons. Peres hafði áður fordæmt það sem hann kallaði herferð Sharons gegn Arafat og hið sama gerði Hubert Vedrine, utanrík- isráðherra Frakklands, sem sagði allt benda til að Sharon vildi losna við Arafat og heimastjórn hans af sjónarsviðinu. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Arafat hins vegar til að beita sér enn frekar gegn harðlínumönnum í eigin röðum. „Arafat forseti getur gert meira. Mér finnst ekki að fullur hugur hafi fylgt máli hjá honum,“ sagði Powell. Ítrekaði Powell þá afstöðu sína að Ísraelsmenn hefðu fullan rétt til að verja sig. Þeir yrðu þó að gera sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna. Tilkynnti George W. Bush Banda- ríkjaforseti að hann hygðist frysta allar eignir íslamskra samtaka í Bandaríkjunum sem grunuð eru um að styðja við bakið á Hamas-samtök- unum, en þau stóðu fyrir sjálfs- morðsárásunum um helgina. Samtökin Jihad hóta að svara árásum Ísraela Jerúsalem, Gaza, Washington, Búkarest. AFP.                              ! "" #  $ %&                 '        ( ) (  (     * '  ) +     !" # $  Peres hótar/24 Hefur enga/10 GERT er ráð fyrir að bráðabirgða- stjórn fyrir Afganistan taki við völd- um í landinu 22. desember nk. skv. samningsdrögum milli fjögurra helstu þjóðarbrotanna en fulltrúar þeirra hafa fundað undanfarna átta daga í Bonn í Þýskalandi. Vonast er til þess að hægt verði að skrifa undir samningana í dag en í gærkvöldi var verið að leiða til lykta ágreining um verkaskiptingu í stjórninni. Fyrr um daginn höfðu vestrænir stjórnarerindrekar sagt að bráða- birgðastjórnin tæki til starfa í næstu viku en Ahmad Wali Masood, einn af aðalsamningamönnum Norðurbanda- lagsins, sagðist aðspurður telja að það yrði ekki fyrr en 22. desember. Skv. samningsdrögunum mun bráðabirgðastjórnin verða skipuð 29 mönnum. Herma fréttir að Pastúninn Hamid Karzai fái veigamesta emb- ættið en Mohammed Zahir Shah, fyrrverandi konungur Afganistans, mun hafa gert það að tillögu sinni í gær. Karzai er meðal þeirra sem stjórna nú atlögunni gegn vígi talib- ana í Kandahar. Ennfremur er gert ráð fyrir að Abdullah Abdullah, talsmaður Norð- urbandalagsins, verði þar í lykilhlut- verki, t.d. sem utanríkisráðherra. Fulltrúar fylkinga, sem andsnúnar eru talibönum, sögðust í gær hafa hörfað frá Kandahar-flugvelli enda héldu Bandaríkjamenn þá áfram að láta sprengjum rigna yfir skotmörk á svæðinu, en þar ráða talibanar enn ríkjum. Talsmaður Karzais sagði Pastúnaleiðtogann hins vegar hafa náð á sitt vald bæ sem aðeins er í um 15 km fjarlægð frá Kandahar. Reuters Afganskar konur bíða þess að erlendar hjálparstofnanir útbýti ýmsum nauðþurftum í höfuðborginni Kabúl. Samningar tilbúnir í Bonn Bonn, Kabúl. AFP. Vonast eftir formlegri undirritun í dag  Kveðst hafa/22 SAMKOMULAG varð um það á 75 mínútna fundi Glafcos Clerides Kýp- urforseta og Rauf Denktash, leiðtoga tyrkneska minnihlutans á norður- hluta eyjunnar, í gær að hefja um miðjan janúar samningaviðræður um framtíð landsins. Jafnframt þekktist Clerides boð Denktash um kvöldverð í dag en forsetinn hefur ekki farið yfir í nyrðri helming eyjunnar frá því að tyrkneskar hersveitir réðust inn í landið árið 1974 og lögðu þriðjung eyjunnar undir sig. Tíðindi gærdagsins komu sem þruma úr heiðskíru lofti en Clerides og Denktash höfðu ekki ræðst við frá því þeir hittust í ágúst 1997. Sögðust þeir í lok fundarins í gær, sem haldinn var á hlutlausu svæði fyrir miðju eyj- unnar, ætla að halda áfram viðræðum uns víðtækt samkomulag um framtíð landsins lægi fyrir. Tengist stækkun ESB Talsmaður Clerides sagði að sú ákvörðun hans, að fara yfir í nyrðri hluta Kýpur í kvöld, væri tekin til að sýna í verki vilja forsetans til að ná sáttum um lausn deilunnar. Hann tók hins vegar fram að þetta jafngilti ekki viðurkenningu á tilverurétti tyrk- nesks lýðveldis á N-Kýpur, en Denkt- ash lýsti yfir stofnun þess árið 1983. Hin óvænta niðurstaða á sér stað viku fyrir leiðtogafund Evrópusam- bandsins (ESB) sem fram fer í Läken í Belgíu. Vestrænir sendimenn höfðu tilkynnt tyrkneskum stjórnvöldum í Ankara að fundurinn í gær væri síð- asta tækifærið til að koma friðarferli á Kýpur af stað á ný áður en Kýpur- Grikkir lykju samningum um aðild Kýpur að ESB. Tyrkir hafa lagst gegn aðild Kýpur að ESB en leiðtogar sambandsins hafa lagt á það áherslu að eyjan fái að- ild óháð því hvort samningar hafi áður tekist um framtíð landsins. Rofar til í Kýpur- deilunni Nicosia. AFP. Reuters Rauf Denktash og Glafcos Cler- ides við upphaf fundarins í gær. AFGANSKAR hersveitir hafa hafið umfangsmiklar aðgerðir til að um- kringja fjallavirkið Tora Bora, suður af Jalalabad, þar sem talið er að Osama bin Laden kunni að vera í felum. Fjármála- stjóri bin Ladens féll í loftárásum bandarískra her- flugvéla og nán- asti aðstoðar- maður bin Ladens særðist eða féll. Um eitt þúsund afganskir her- menn héldu til fjalla í austurhluta landsins þar sem virkið Tora Bora er grafið inn í fjallshlíð. Haji Mohamm- ad Zaman, hershöfðingi í Nangar- har-héraði, sagði aðgerðina miða að því að umkringja virkið, og einnig beinast gegn stuðningsmönnum bin Ladens, og hefði komið til stuttra átaka við þá í gær. Zaman sagði ennfremur að Egyptinn Ayman al-Zawahri, næst- ráðandi bin Ladens í al-Qaeda-sam- tökunum, hefði særst og ef til vill fallið í loftárásum Bandaríkjamanna á svæðið í grennd við Tora Bora á mánudag, og fjármálastjóri bin Lad- ens, Ali Mahmud, hefði fallið. Fjármála- stjóri bin Ladens felldur Al-Zawahri Jalalabad. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.