Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 23 Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is w w w .d es ig n. is © 20 01 Vertu viss um að gæðin nái í gegn. • 2 x 50.000 NW Power lyftimótorar. • 3 nuddmótorar með 7 nuddkerfum. • Öryggisbúnaður á nuddmótorum. • Loftfjarstýring. • Rennur til baka við lyftingu baks. • Sér koddastilling. • 10 ára ábyrgð á rafhlutum. Jólatilboð á stillanlegum rúmum með heilsudýnum Gravity Zero Super meistar inn. is GULL ER GJÖFIN ER NEFIÐ HREINT? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum Nefþurrkur, kvef eða ofnæmi! STERIMAR er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. EINKAVÆÐINGARNEFND fer nú yfir tilboð þeirra tveggja aðila, TDC og Providence Equity, sem boð- ið hafa í kjölfestuhlut Landssíma Ís- lands. Um fjórðungshlut í fyrirtækinu er að ræða og heimild til kaupa á 10% hlut til viðbótar að ári. Tilboðin taka til þriggja þátta; verðs, áforma um áherslur í rekstri Símans og mögu- legra samlegðaráhrifa félagsins við önnur símafyrirtæki. Tilboðsgjafarnir tveir eru danska fjarskiptafyrirtækið TDC, áður Tele- Danmark, og bandaríski fjárfesting- arsjóðurinn Providence Equity Partners, sem á stóran hlut í Western Wireless, sem er aftur stærsti hlut- hafinn í Tali hf. Providence Equity Partners Inc. er fjárfestingarfyrirtæki, stofnað 1991, með starfsemi í Providence á Rhode Island í Bandaríkjunum og í London, Englandi. Fyrirtækið rekur hlutabréfasjóði og sérhæfir sig í fjár- festingum í fjarskipta- og fjölmiðla- fyrirtækjum um allan heim. Alls fer fyrirtækið með rúma 5 milljarða doll- ara, eða um 540 milljarða íslenskra króna, í hlutabréfum einstaklinga og stofnanafjárfesta. Þar af eru 2,8 millj- arðar dollara í sjóðnum Providence Equity Partners IV sem hefur fjár- fest í rúmlega 60 félögum með starf- semi í yfir 20 löndum. Óyggjandi tækifæri til vaxtar Markmið Providence með fjárfest- ingum sínum er sagt vera að auka virði þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í, m.a. með uppbyggingu í samstarfi við stjórnendur fyrirtækjanna og út- vegun fjármagns. Þá leggi Provi- dence fyrirtækjunum lið með sér- fræðiþekkingu á fjarskipta- og fjölmiðlageiranum og víðtæku sam- starfsneti. Áhersla er meðal annars lögð á símafyrirtæki með ráðandi markaðs- stöðu, þráðlaus fjarskiptakerfi, breið- bandsnet, útvarps- og sjónvarpsút- sendingar, þráðlaus gagnanet auk annarra þátta fjarskipta- og fjöl- miðlageirans. Fjárfest er í fyrirtækjum sem hafa óyggjandi tækifæri til vaxtar og leita ekki einungis eftir fjármagni heldur einnig samstarfi um uppbyggingu. Providence hefur meðal annars fjár- fest og tekið þátt í uppbyggingu fjar- skiptafyrirtækjanna American Cell- ular og Western Wireless í Bandaríkjunum auk þess að vera stærsti hluthafinn í írska símafyrir- tækinu Eircom. Western Wireless á 58% hlut í Tali, samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í maí síðastliðnum. Fjárhæð hverrar fjárfestingar Providence liggur á bilinu 5 til 300 milljónir dollara, eða um 540 milljónir til 33 milljarðar króna, en einnig hafa stofnanafjárfestar í sjóðnum tekið beinan þátt í stærri fjárfestingum. TDC, sem áður hét TeleDanmark, er stærsta fjarskiptafyrirtæki Dan- merkur. Það var áður í ríkiseigu en einkavæðing var hafin árið 1994 og var fyrirtækið að fullu einkavætt árið 1998. TDC hefur stækkað ört á síð- astliðnum árum vegna fjárfestinga í minni fjarskiptafyrirtækjum víða um heim. Auk þess að vera stærsta síma- fyrirtæki í Danmörku er það annað stærsta símafyrirtækið í Sviss og á verulega hluti í fjölda fjarskiptafyr- irtækja á Norðurlöndum og megin- landi Evrópu. Ár er liðið síðan starfsemi fyrir- tækisins var skipt upp í nokkrar sjálf- stæðar rekstrareiningar sem hver um sig starfar á afmörkuðu sviði. T.d. er sérstök rekstrareining um þráðlaus fjarskipti, önnur um Netið og enn önnur um starfsemi félagsins í Sviss. Hreinar tekjur fyrirtækisins árið 2000 námu 20,6 milljörðum danskra króna, sem svarar til um 266 milljarða íslenskra króna. Starfsmenn TDC eru ríflega tíu þúsund talsins og fjöldi viðskiptavina er vel á fjórðu milljón. Ísland áhugaverður markaður Aðaleigandi TDC er bandaríski fjarskiptarisinn Southwestern Bell Corporation, SBC/Ameritechs, sem keypti 41,6% hlut sinn fyrir um fimm árum og er það TDC sterkur alþjóð- legur bakhjarl. Aðrir eigendur eru einstaklingar og stofnanafjárfestar um allan heim en hlutabréf í félaginu eru skráð í kauphöllum í Kaupmanna- höfn og New York. SBC er heimilt að selja hlut sinn í TDC frá og með febr- úar nk. og var í viðræðum sl. vor við nokkra aðila þar um. Þeirra á meðal voru norska símafyrirtækið Telenor og hið sænska Telia. TDC hefur átt í samstarfi við mörg íslensk fyrirtæki, þar á meðal eru Landssími Íslands, Netverk, Stefja og Landsteinar. Forstjóri TDC lýsti því yfir í fyrra að fyrirtækið myndi gjarnan vilja taka þátt í einkavæð- ingu Landssímans enda gæti Ísland gæti áhugaverður markaður þar sem það sé tæknilega háþróað. Þá benti hann á að Landssíminn væri heppi- legur til samstarfs um símaþjónustu á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Í frétt Börsen í gær af tilboði TDC í Landssímann segir að fjórðungshlut- ur í félaginu kosti TDC eitthvað um hálfan annan milljarð danskra króna, eða sem samsvarar ríflega 19 millj- örðum íslenskra króna. Samkvæmt þessu er Landssíminn metinn á um 77 milljarða króna. Nafnverð útgefins hlutafjár í Símanum er rúmir 7 millj- arðar króna sem þýðir að tilboðsgengi TDC gæti verið u.þ.b. 11, séu heim- ildir Börsen réttar. Útboðsgengi í al- mennri sölu var 5,75 og var það jafn- framt lágmarksgengi í tilboðssölu. Einkavæðingarnefnd skoðar tilboð í Símann Einkavæðingarnefnd fer nú yfir tilboð TDC og Providence Equity. FRJÁLS fjölmiðlun hefur selt allt hlutafé sitt í Útgáfufélaginu DV, að því er fram kemur í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Frjálsri fjöl- miðlun og Fjárfestingarfélaginu ESÓB, sem er kaupandi hlutafjár- ins. Tilkynningin er svohljóðandi: „Tekist hafa samningar milli Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. og Fjár- festingarfélagsins ESÓB ehf. um kaup þess síðarnefnda á 60% hlut í Útgáfufélaginu DV ehf. Í apríl síðastliðnum keypti ESÓB 40% hluti í Útgáfufélaginu DV af Frjálsri fjölmiðlun og hafa aðilar nú náð samkomulagi um kaup ESÓB á öllum hlutabréfum útgáfufélagsins. Samningurinn tekur gildi miðviku- daginn 12. desember næstkomandi en þá er gert ráð fyrir að fjármögn- un hans verði lokið. Kaupverð er trúnaðarmál milli samningsaðila.“ Fjárfestingarfélagið ESÓB er í eigu Óla Björns Kárasonar, ritstjóra DV, Einars Sigurðssonar, sonar Sig- urðar heitins Einarssonar frá Vest- mannaeyjum, Ágústs Einarssonar prófessors, föðurbróður Einars, og Hjartar Nielsen, framkvæmdastjóra Ísólar. Með kaupunum á Útgáfufélaginu DV eignast ESÓB allt sem útgáfu DV tilheyrir, bæði útgáfuréttinn og allan tækjabúnað sem blaðinu til- heyrir, en húsnæðið er þar fyrir ut- an. Spurður út í kaupin segir Óli Björn að þau séu gerð í þeirri trú og vissu að þetta sé skynsamleg fjár- festing, en um hugsanlegar breyt- ingar á DV vill hann sem minnst fullyrða. Segir hann að nú muni menn bretta upp ermar og betra sé að láta verkin tala, en bendir um leið á að ýmsar breytingar hafi þegar verið gerðar frá því ESÓB kom að útgáfunni. Feðgarnir Sveinn R. Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson eiga meiri- hluta í Frjálsri fjölmiðlun, en það fyrirtæki gefur meðal annars út Fréttablaðið og vefinn Vísi og á prentsmiðjuna Ísafold. Eyjólfur segir að ekki hafi verið spurning hvort selja ætti á því verði sem fékkst fyrir blaðið, því það sé mjög ásættanlegt. Frekar hafi þurft að liggja yfir útfærslum samnings- ins með þeim ESÓB mönnum svo og uppgjöri á samningnum frá síðast- liðnu vori, sem hafi tekið sinn tíma. Niðurstaða hafi náðst og þeir Sveinn séu mjög sáttir við viðskiptin. „Við teljum að það séu spennandi tímar framundan í íslenskri fjölmiðl- un. Fréttablaðið hefur í raun reynst vera bylting á fjölmiðlamarkaði. Þá eru ákveðin tækifæri í þeirri niður- sveiflu sem víða er verið að ganga í gegnum, sem við hyggjumst nýta okkur við það að hafa selt þetta stóra eign,“ segir Eyjólfur Sveins- son. Frjáls fjölmiðlun selur DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.