Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Trinket, Lagarfoss, Arnarfell og Árni Frið- riksson koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Drangey kom í gær. Fréttir Bókatíðindi 2001. Númer þriðju- dagsins 11. des. er 36431 Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl .9. vinnustofa, leirkera- smíði, kl. 10 enska kl. 11 enska og dans, kl. 13 vinnustofa – postulíns- málning. Jólakvöldverð- ur verður föstud. 14. des. Miðvikud. 12. des. verður farið í versl- unarferð í Hagkaup, Skeifunni, farið frá Aflagranda kl. 10. Skráning í afgreiðslu, s. 562 2571 Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. Opið hús verður miðvikud. 12. des. kl. 20. Tískusýn- ing. Jólabingó verður föstud. 14. des. kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist, kl. 14. dans. Jólatrés- skemmtun verður fös- tud. 14. des kl. 14. Jóla- sveinnin kemur í heimsókn. „Fjórar klassískar“ kynna nýút- kominn geisladisk sinn, skráning í s. 568 5052 fyrir 13. des. Eldri borgarar, Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið, Hlaðhömrum, er á þriðju-og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13– 16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra. Garðabæ. Þriðjudagur 11. des.: Föndurdagur í Kirkjuhvoli í kjall- aranum kl. 13.30, spilað í Holtsbúð kl. 13.30, jólakaffi í Holtsbúð kl. 15. Miðvikud. 12. des.: Lögreglan í Garðabæ býður í árlega ferð. Far- ið verður í Svartsengi. Rútur frá Kirkjuhvoli og Holtsbúð kl. 13. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Leikfimi í Íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 11.30. Rútur fara kl. 13 frá Hjallabraut 33, Höfn og Hraunseli í ferð um Svartsengi í boði lög- reglu. Saumar og brids kl. 13.30. Tréútskurður í Lækjarskóla kl. 13. Á morgun verður píla. Á fimmtud. verður opið hús, „Jólafundur“ kl. 14. Jóladagskrá, jólakaffi og happdrætti. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Þriðjud.: Skák kl. 13, verðlaunaafhend- ing. Alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði kl. 10. Söngfélag FEB, kór- æfing kl. 17. Línudans- kennsla kl. 19.15. Brids- námskeið kl. 19.30. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB mánud. 17. des. Panta þarf tíma. Jóla- ferð verður farin um Suðurnesin 17. des. Jólaljósin skoðuð. Far- arstjóri Sigurður Krist- insson. Brottför frá Glæsibæ kl. 15. Skrán- ing hafin. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama símanr. og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB kl. 10–16, s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið sunnud. kl. 14–16, blöðin og kaffi. Félagsstarfið, Furu- gerði. Í kvöld kl. 18 kemur kirkjukór Lága- fellskirkju í heimsókn og syngur jólalög. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, boccia kl. 13. Jólastemming á að- ventu. Veitingar í veit- ingabúð Gerðubergs. Uppl. um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handa- vinnustofa opin, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, kl. 9.30 glerlist, kl. 14 þriðju- dagsganga frá Gjá- bakka, kl. 14 boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kín- versk leikfimi. Jólahlað- borð verður fimmtud. 13 des. og hefst með borð- haldi kl. 12. Hugleiðingu á aðventu flytur sr. Æg- ir Sigurgeirsson, hópur nemenda frá Suzuki- skólanum flytur tónlist- aratriði. Tilkynnið þátt- töku í s. 554 3400 eða 554 6611 fyrir kl. 17 miðvikud. 12. des. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga kl. 9.05, handavinnustofan opin kl. 13–16, spænska. Að- ventukaffi verður mið- vikud. 12. des. kl. 14. Einsöng syngja Anna Margrét Óskarsdóttir og Árni Gunnars við undirleik Bjarna Þ. Jón- atanssonar. Hátíð- arhlaðborð. Föstud. 14. des. verður jólahlað- borð. Á dagskrá verður borðhald, hátíðarávarp, Sigurður Skagfjörð syngur við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar, Arngrímur og Ingibjörg sjá um dans- músík. Þátttöku þarf að skrá fyrir kl. 16 fimmtud. 13. des., s. 564 5260. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 bæna- stund. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskuður og trémálun, kl. 10 boccia, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13 myndlist. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun, miðvikudag, fyrirbæna- stund kl. 11, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10 boccia. Litlu jólin verða haldin miðvikud.12. des. kl. 13.30. Jólahugvekja, sr. Kristín Pálsdóttir, Kátir karlar syngja, jólasaga, kaffihlaðborð. Tilkynnið þátttöku í s. 568 6960. Spil falla niður mið- vikud. 12. des. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi. kl. 13 spilað. Nýtt námskeið í leir- mótun hefst eftir ára- mót. Kennt verður á fimmtud. frá kl. 17–20. Ath. Takmarkaður fjöldi, skráning í s. 562 7077 Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og körfu- gerð, kl. 14 félagsvist. Spiluð verður félagsvist fimmtud. 13. des. kl. 20. Eldri borgarar í Graf- arvogi. Miðvikud. 12. des. kl. 10 verður aðventufundur í Mið- garði, Langarima 21. Gestur fundarins, Einar Már Guðmundsson rit- höfundur, les úr verkum sínum. Tónlistaratriði og jólakaffi. Allir eldri borgarar í Grafarvogi velkomnir. Uppl. gefur Þráinn Hafsteinsson í Miðgarði, s. 5454 500. Reykjavíkurdeild SÍBS verður með aðventu- kaffi í Múlalundi, vinnu- stofu SÍBS, Hátúni 10c, í dag kl 17. Kvenfélag Kópavogs. Jólafundurinn verður fimmtud. 13. des. kl. 20.30 í Hamraborg 10. Gestur fundarins Ingi- leif Malmberg. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Öldungaráð Hauka. Jólafundurinn er 12. des. á Ásvöllum kl. 20. Sinawik, Jólafundur verður í Sunnusal Hót- els Sögu í kvöld kl. 20. Hallgrímskirkja, eldri borgarar, opið hús á morgun kl. 14–16. Í umsjá sr. Maríu Ágústs- dóttur. Bílferð fyrir þá sem þess óska. Uppl. s. 510 1034. Í dag er þriðjudagur 11. desember, 345. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En Drottinn bauð fiskinum að spúa Jónasi upp á þurrt land. (Jónas 2, 11.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 djúpsjávarfiskur, 8 hestar, 9 hefja upp, 10 spil, 11 gremjast, 13 magran, 15 skraut, 18 hreyfir fram og aftur, 21 fugl, 22 reiðmann, 23 kvarssteinn, 24 náðar. LÓÐRÉTT: 2 heldur, 3 blóma, 4 í vondu skapi, 5 hrósar, 6 óns, 7 forboð, 12 tangi, 14 fiskur, 15 poka, 16 streitu, 17 ólifnaður, 18 stallurinn, 19 hugleys- ingi, 20 sefar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 dramb, 4 ákúra, 7 aftur, 8 uglan, 9 gár, 11 tuða, 13 otur, 14 skarf, 15 þekk,17 tæpt, 20 aða, 22 féleg, 23 fótum, 24 rausa, 25 syrpa. Lóðrétt: 1 dragt, 2 amtið, 3 borg, 4 áður, 5 útlit, 6 annir, 10 ánauð, 12 ask, 13 oft, 15 þófar, 16 keldu, 18 æstar, 19 tomma, 20 agga, 21 afls. Orlof blaðburðarfólks DV og Dagur byrjuðu að borga orlof ofan á blað- burðarlaunin um mitt árið 2000. Efling stéttarfélag fékk það í gegn. Ég vil benda þeim sem hafa verið að bera út þessi blöð undanfarin ár að leita að launaseðlunum. Ef þið finnið þá ekki fáið þá afrit af þeim á afgreiðslu DV. Farið síðan með þetta til Eflingar og félagið mun innheimta orlofslaunin ykkar með dráttarvöxtum, ykkur að kostnaðarlausu. Það er nauðsynlegt fyrir alla launþega að geyma launaseðla og fylgjast með því að afdregnum gjöldum sé skilað. Þeim sem eiga inni laun fyrir Fréttablaðið og Sjón- varpshandbókina bendi ég á að hafa samband við Efl- ingu. Það eru ekki nema rúm 3 ár síðan blöðin öll byrjuðu að borga í lífeyrissjóð. Sum skiluðu aldrei afdreginni greiðslu í sjóð. Það eru ekki nema örfá ár síðan Morgunblaðið kom hlutunum í nokkuð gott horf fyrir áhrif Eflingar og umboðsmanns barna. Stéttarfélag er nauðsyn- legt til að fylgjast með því að lögum um réttindi sé framfylgt og starfskjör og aðbúnaður séu með eðlileg- um hætti. Ég hvet alla blaðbera til að ganga í Eflingu. Pétur Þorleifsson, blaðberi. Óskipulagður snjóruðningur ÉG er fatlaður og þarf á því að halda að fara um götur borgarinnar þegar snjóar sem aðra daga. Á undan- förnum dögum hef ég séð litlar ýtur koma og ryðja gangstéttarnar en hálftíma til klukkutíma síðar koma stórvirkar vélar og ryðja göturnar og þá yfir gang- stéttarnar sem nýbúið er að ryðja. Það er eins og snjó- ruðningur sé ekkert skipu- lagður. Ólafur. Dýrahald Títla er týnd TÍTLA er smávaxin læða sem týndist 7. júlí sl. í Þing- holtunum. Hún er óvenju- leg á litinn, svört með ljós- um yrjum, hálf hakan er ljós en hálf svört. Hún er eyrnamerkt með tölunni 56 en er ólarlaus. Þeir sem geta gefið uppl. hringi í síma 695 9482 eða 695 4835. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... MÁLGAGN KennarasambandsÍslands, Skólavarðan, kemur á heimili Víkverja og oftar en ekki má finna í blaðinu athyglisverðar grein- ar um skólamál af ýmsu tagi. Svo var einnig í blaðinu sem nýlega barst inn um bréfalúguna og sérstaka athygli Víkverja vakti grein eftir Erling Jó- hannsson, doktor í íþróttafræðum og forstöðumann íþróttafræðaseturs KHÍ á Laugarvatni, en hann ásamt fleiri fræðimönnum er að undirbúa stóra rannsókn á líkamsástandi níu og tíu ára barna á Íslandi. x x x Í GREIN sinni bendir Erlingur áþá staðreynd að offita er afleið- ing misvægis í orkubúskap líkam- ans, þ.e. við borðum einfaldlega um- fram það sem við höfum not fyrir. Þannig sé hægt að skilgreina vanda- málið út frá minnst tveimur sjónar- hornum. Í fyrsta lagi að við borðum of mikið og í öðru lagi að við hreyfum okkur ekki nægilega í samræmi við neyslu. Erlingur bendir á að einnig megi ætla að það skipti miklu máli hvað við borðum, hvenær og hversu oft, en fllestir séu þó á því að allir þessir þættir skipti máli og samspil þeirra sé helsta ástæða eða orsök of- fitu. „Það er ekkert launungarmál að í nútímaþjóðfélagi okkar þar sem stress og óhófleg neysla ráða oft ríkjum er ekki alltaf hugsað um hvað borðað er, hvað sé hollt o.s.frv. Vitað er að matseðill hjá ungu fólki nú á dögum einkennist oft af tilbúnum skyndiréttum („fast food“), feitum mjólkurvörum að ógleymdu sælgæti og gosdrykkjum. Erlendar rann- sóknir sýna þetta en nýlegar rann- sóknir á fæðumynstri íslenskra barna hafa ekki verið gerðar. Litlar líkur eru á að þessu sé öðruvísi farið hér en í nágrannalöndum okkar,“ segir Erlingur. Hann bendir á að tíðni ofþyngdar og offitu sé sam- bærileg hjá íslenskum börnum og börnum í öðrum löndum en ofþyngd og offita meðal barna og unglinga geti haft alvarlegar afleiðingar. Áhættuþættir og fylgisjúkdómar séu margir og þótt flestir þeirra komi fyrst og fremst í ljós hjá full- orðnu fólki þá sýni rannsóknir að þessara einkenna hefur orðið vart hjá börnum og unglingum, t.d. breyting á blóðþrýstingi, blóðfitu og kólesteróli. Erlingur getur þess að hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað við skólahjúkrun í 25 ár í stórum skóla úti á landi hafi sagt sér frá því að mjög feitum börnum hafi fjölgað mikið í hennar skóla á und- anförnum árum. Þar séu dæmi um börn sem eru 49 kílóum þyngri en áætluð kjörþyngd segi til um. Þau séu oft mjög illa á sig komin og eigi í miklum vandræðum bæði líkamlega og ekki síður félagslega. Sum þeirra eigi í miklum erfiðleikum með að ganga rólega nokkur hundruð metra. Þegar þau séu komin á ung- lingastig hætti þau að vilja mæta í íþróttatíma, meðal annars vegna þess að þau vilji ekki að hinir krakk- arnir sjái hvernig þau líta út. Þessir krakkar eigi við mikil vandamál að stríða, þau einangrist mjög oft og verði þannig útundan. Erlingur segir að ef ekki verði gripið til fyrirbyggjandi aðgerða séu miklar líkur á að offita meðal barna og fullorðinna á Íslandi aukist tals- vert á næstunni. Þykir Víkverja ljóst eftir lestur greinarinnar að taka verður á þessu vandamáli hið fyrsta. FYRIR 50 árum flutti flugher Bandaríkjanna í fyrsta skipti ratsjárbúnað til Íslands. Honum var komið fyrir á Keflavík- urflugvelli og á næstu þremur árum var þremur ratsjárstöðvum til við- bótar komið upp á Íslandi. Við teljum að alls hafi um 10.000 bandarískir hermenn starfað í þessum stöðvum meðan þær voru starfræktar. Tveimur var lokað um 1961, stöðinni á Höfn var haldið opinni til 1989 og nokkrum árum síðar tóku Íslendingar við rekstri stöðvarinnar í Keflavík. Við, sem þarna störfuðum, hyggjumst nú koma saman í tilefni þess- ara tímamóta. Við viljum að sem flestir taki þátt og bjóðum því öllum þeim borgaralegu starfs- mönnum, sem þarna störfuðu, að taka þátt í þeim hátíðarhöldum er við áformum. Bandarísk- um og íslenskum borg- aralegum starfsmönnum, sem störfuðu í ratsjár- stöðvunum fjórum, er því boðin þátttaka. Við viljum heyra frá öllum þeim Íslendingum, sem störfuðu í ratsjár- stöðvunum. Hið sama gildir um þá Bandaríkja- menn, sem kunna að búa á Íslandi. Við þurfum að fá að vita hvenær viðkom- andi starfaði þar og í hvaða stöð og óskum eftir heimilisfangi viðkomandi, símanúmerum og tölvu- póstföngum. Ég vil biðja þá Íslend- inga, sem falla undir þessa skilgreiningu, að hafa samband við mig. Hér fara á eftir viðeig- andi upplýsingar: Tölvupóstur:kathy- lowell@earthlink.net. Sími minn í Jacksonville í Florída er 904-620-9635 og heimilisfangið 6172 Chambore Court, Jack- sonville FL 32256. Virðingarfyllst, Lowell Woodworth. Til starfsmanna ratsjárstöðva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.