Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 1
288. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 15. DESEMBER 2001 ÍSRAELSKAR hersveitir réðust inn í fjóra pal- estínska bæi á Vesturbakkanum í gærmorgun, felldu þar sex Palestínumenn í skotbardögum, og handtóku tugi grunaðra vígamanna í umfangs- mestu hernaðaraðgerðum Ísraela í þá 15 mánuði sem liðnir eru síðan átök blossuðu upp á ný fyrir botni Miðjarðarhafs. Tveir aðrir Palestínumenn féllu í átökum í bænum Nablus. Í gærkvöldi skutu ísraelskar herþotur flug- skeytum á aðalstöðvar Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínumanna, í Gazaborg, þriðja kvöldið í röð. Á Vesturbakkanum stóðu ísraelskir skriðdrekar einungis um 200 metra frá skrif- stofum Arafats í Ramallah, þar sem Arafat hefur dvalið í hálfgildings stofufangelsi í tíu daga. Bandarískur sendifulltrúi, Anthony Zinni, sem undanfarnar þrjár vikur hefur reynt að koma á friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs, fór til Jórdaníu í gær, en talsmaður Hvíta hússins gaf í skyn að hann myndi snúa heim innan skamms. Ari Fleischer, fréttafulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagði að George W. Bush forseti hefði sagt Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, afdráttarlaust að ekki mætti hrekja Arafat frá. Leiðtogar Evr- ópuríkja hafa einnig hvatt Sharon til að hætta ekki samskiptum við Arafat. Hvað ef Arafat hverfur af vettvangi? Utanríkisráðherra Ísraels, Shimon Peres, sem tók þátt í að gera bráðabirgðasamkomulag við Arafat, sagði í viðtali sem birt var í gær, að hann hefði sagt Sharon að það væri skammsýni að hunsa Arafat. „Ég spurði Sharon: Hvað gerist ef Arafat hverfur?“ sagði Peres við dagblaðið Yediot Ahronot. „Ef við hrekjum Arafat á brott lendum við í útistöðum við arabaheiminn, og Egyptar og Jórdanar slíta tengsl við okkur.“ Peres sagði enn- fremur að sig hryllti við mörgum árásunum sem Ísraelar hefðu gert á Palestínumenn, en kvaðst reiðubúinn til að játa að hann hefði rangt fyrir sér ef aðgerðirnar kæmu í veg fyrir frekari árásir pal- estínskra vígamanna á Ísraela. Palestínsku samtökin Hamas, er lýstu sig ábyrg fyrir tilræðum er urðu tíu Ísraelum að bana á mið- vikudaginn, hétu því í gær að halda áfram mann- skæðum árásum á Ísrael, og sögðu að Arafat væri nú kominn „ofan í skotgrafirnar“ við hlið hinna róttæku. Leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líb- anon, sem Íranar styðja, hvatti Palestínumenn til að halda áfram sjálfsmorðsárásum gegn ísr- aelskum borgurum. „Sjálfsmorðsaðgerðir eru það vopn sem Guð hefur gefið [palestínsku] þjóðinni, og enginn getur tekið það frá okkur,“ sagði Hass- an Nasralla. „Þeir geta tekið frá okkur byssurnar, skriðdrekana eða flugvélarnar, en þeir fá ekki haggað þeim baráttuanda okkar sem þráir písl- arvætti.“ Átta Palestínumenn felldir í umfangsmestu aðgerðum Ísraela í 15 mánuði Peres segir það skamm- sýni að hunsa Arafat Jerúsalem, Gazaborg, Damaskus, Teheran, Washington. AP, AFP. GÖMUL kona í Nice í Frakklandi skoðar evrumynt undir stækkunar- gleri í gær, eftir að hún hafði keypt svokallað „byrjendasett“ af myntinni á aðalpósthúsinu í borg- inni. Evran tekur við sem sameig- inlegur gjaldmiðill í tólf Evr- ópuríkjum um áramótin, og verða þá ríkisgjaldmiðlarnir aflagðir. Settin voru fáanleg í þrem Evr- ópulöndum í gær, Frakklandi, Ír- landi og í Hollandi, þar sem þau fengust gefins. Þetta var í fyrsta sinn sem almenningi gafst kostur á að handleika þessa umtöluðu pen- inga, og sýndist sitt hverjum. „Þetta er spennandi,“ sagði Marc Russell-Jones, sem keypti sér evrusett á pósthúsi í París. En það voru ekki allir sammála. „Ef þú hefðir spurt mig í gær hvort ég myndi sakna smápeninganna okk- ar hefði ég sagt nei,“ sagði Írinn Mike Morrissey, þar sem hann vó nokkrar evrur í annarri hendinni, og írska skiptimynt í hinni. „En núna, þegar ég er búinn að taka á evrunni, myndi ég segja já.“ Í hinum myntbandalagsríkjunum verður byrjað að dreifa byrj- endasettum í dag og á morgun. Þótt viðbrögðin væru misjöfn voru menn greinilega forvitnir og mynduðust sums staðar langar bið- raðir fólks sem vildi kaupa evrur. Önnur hlið myntarinnar er eins í öllum myntbandalagslöndunum, með verðgildi peningsins og korti af Evrópu. Hin hliðin er mismun- andi eftir því í hvaða landi pening- urinn er sleginn. Þetta hefur valdið nokkrum ruglingi, og í Frakklandi spurði einn útvarpshlustandi: „Get ég notað franskar evrur á Spáni?“ Reuters Evran grand- skoðuð KONA nokkur í Ósló, sem tal- in er hafa hent almennum úr- gangi í gám sem einungis var ætlaður fyrir úrgangspappír, var boðuð til yfirheyrslu til lögreglunnar. Málið hefur nú verið að velkjast í kerfinu í rúmt ár, að því er Aftenposten greinir frá. Þetta hófst allt saman í september í fyrra þegar poka með almennum úrgangi var hent í pappírsgáminn. Níu mánuðum síðar, í júní sl., fékk Linda Melby Wold, sem býr í úthverfi Óslóar, bréf í pósti, þar sem hún var boðuð á fund lögreglunnar. Engar útskýr- ingar voru gefnar á boðuninni. Þegar Wold kom á stöðina var henni sagt að bréf með nafni hennar á hefði fundist í umræddum ruslapoka. Hvorki Wold né maður hennar mundu eftir því að hafa hent þessum poka níu mánuðum áður, og höfðu heldur ekki hugmynd um nýjar reglur sem var ætlað að hvetja fólk til umhverfis- vænnar umgengni. Þannig að þau andmæltu ekki ákærunni. Málinu var vísað til gerðar- dóms, og nú í vikunni var Wold kölluð fyrir, en frétti þá að réttarhöldunum hefði verið frestað fram yfir áramót. Enginn hefur getað útskýrt hvers vegna málið hefur dreg- ist svona á langinn, og Wold hefur sínar efasemdir um að skattpeningunum sé þarna vel varið. „Þetta varð heldur en ekki dýr ruslapoki,“ sagði hún. Dýr myndi tunnan öll HAZRAT Ali, einn af yfirmönnum afgönsku hermannanna sem þjarma nú að liðsmönnum al-Qaeda í hellum og jarðgöngum fjallahéraðsins Tora Bora í austurhluta landsins, sagði í gær að stutt væri í endalokin. „Ég vona að okkur takist að koma þeim á kné í nótt og ef ekki þá er al- veg öruggt að um hádegið á morgun verða þeir algerlega búnir að vera,“ sagði Ali. Bandarískar flugvélar gerðu hörðustu árásirnar til þessa á stöðvar al-Qaeda liðsins og var beitt öllum sprengjuflugvélum sem Bandaríkjamenn hafa á svæðinu. Enn er óljóst hvar Sádi-Arabinn Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda, heldur sig. Fréttastofan AIP, sem hefur bækistöð í Pakistan, sagði að bin Laden hefði farið frá Tora Bora fyrir tíu dögum, áður en árásirnar á staðinn hófust en ekki væri vitað hvert hann hefði haldið. Bandaríski hershöfðinginn Tommy Franks, sem stjórnar að- gerðunum í Afganistan, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi að mis- vísandi upplýsingar bærust stöðugt um verustað bin Ladens, hann væri sagður vera einhvers staðar í Tora Bora eða flúinn til Pakistan. „Við vit- um það ekki,“ sagði Franks. Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, sagði að vangaveltur í arabalöndum um að myndband sem sýnir bin Laden hlakka yfir hryðju- verkunum í september sé falsað væru „forkastanlegar“ og þær væru vesældarleg tilraun til að sýna dæmalausu illmenni stuðning. Varn- armálaráðuneytið bandaríska af- henti í fyrradag sjónvarpsstöðvum myndbandið sem fannst í borginni Jalalabad en ekki er vitað hver tók myndina. Óljóst hvar bin Laden er Tora Bora, Washington. AFP, AP.  Bandarískar/26 AFGANSKIR borgarar skoðuðu í gær rústir híbýla múllans Mohammeds Omars, fyrrverandi æðsta leiðtoga talibanahreyfing- arinnar, í útjaðri Kandahar. Omar bjó í glæsilegri og rúmgóðri húsa- samstæðu sem var umgirt múr- steinsvegg, uns hann flýði loft- árásir Bandaríkjamanna, sem rústuðu flestum húsanna. Reuters Í húsi Omars  Glæsihöll/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.