Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 28
Áskorun Arafats um vopnahlé hafnað AP Yasser Arafat á fundi með leiðtogum araba í Ísrael í gær. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, skoraði í fyrrakvöld á palest- ínskar hreyfingar að hætta öllum sprengju- og skotárásum á Ísraela en áskoruninni var fálega tekið í Ísr- ael. Þrjár palestínskar hreyfingar, sem hafa staðið fyrir árásum á Ísr- aela, sögðust ekki ætla að verða við áskoruninni. „Enginn hefur rétt til að svipta palestínsku þjóðina eðlilegum rétti til sjálfsvarnar,“ sagði Abu Imad, talsmaður hreyfingarinnar Íslamskt Jihad. Sagði hann í gær að leiðtogar Ísr- aels hefðu kosið að líta framhjá þeim árangri sem hann hefði þegar náð í þeirri viðleitni að sporna við ódæð- isverkum öfgahópa. Hvetur Ísraela til að hefja friðarviðræður að nýju Arafat sagði í sjónvarpsávarpi á sunnudagskvöld að palestínsku hreyfingarnar yrðu að hætta öllum „sjálfsmorðsárásum, vopnaðri bar- áttu og hryðjuverkastarfsemi“. Hann sagði stjórn Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, nota árás- irnar sem tylliástæðu til að „heyja grimmilegt stríð gegn palestínsku þjóðinni“ og hvatti Ísraela til að hefja friðarviðræður að nýju. Eru þetta skýrustu tilmæli Ara- fats til þessa um vopnahlé. Talsmað- ur Hamas-hreyfingarinnar sagði að í orðum Arafats fælist áskorun um að Palestínumenn hættu uppreisninni, sem staðið hefur í fjórtán mánuði, og sagði það ekki koma til greina fyrr en Ísraelar hættu árásum sínum og flyttu hersveitir sínar af palestínsk- um landsvæðum. Hamas og Íslamskt Jihad hafa staðið fyrir meira en þrjátíu sjálfs- morðsárásum í Ísrael á fimmtán mánuðum. Þriðja palestínska hreyf- ingin, PFLP, sem hefur gert sprengju- og skotárásir á Ísraela, hafnaði einnig áskoruninni. Shimon Peres segir Arafat að láta verkin tala Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, sagði að stjórnin ætti að gefa Arafat nokkurra daga frest til að sýna að honum væri alvara og koma á vopnahléi. Talsmaður Sharons sagði að orðin ein dygðu ekki og Ara- fat yrði að fylgja þeim eftir í verki og handtaka Palestínumenn sem sakað- ir eru um árásir á Ísraela. Talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta tók í sama streng en sagði áskorun Arafats vera „til bóta“. Nær allir fjölmiðlarnir í Ísrael höfnuðu áskorun Arafats. Dagblaðið Yediot Aharonot lýsti henni sem „þvaðri“ og sagði að sprengju hefði verið skotið á gyðingabyggð á Gaza- svæðinu skömmu eftir að Arafat flutti ræðuna. Jerúsalem. AFP, AP. ERLENT 28 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANNAÐ heimsþing Sameinuðu þjóðanna gegn kynlífsþrælkun barna hófst í Yokohama í Japan í gær. Að sögn Carol Bellamy, for- stöðumanns Barnahjálpar SÞ (UNICEF), er meginviðfangsefni þingsins að meta hvernig unnt sé að frelsa þær milljónir barna, sem talið er að séu hnepptar í viðjar hins alþjóðlega kynlífsiðnaðar, og hvernig hægt sé að refsa hinum ábyrgu. Yfir 3.000 manns taka þátt í störfum þingsins: fulltrúar 132 þjóðríkja, 21 stofnunar SÞ og 148 óháðra samtaka. Auk þess taka þátt 90 fulltrúar ungu kynslóð- arinnar. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sækir ráðstefn- una fyrir Íslands hönd. Vandinn talinn vera afar umfangsmikill Þrátt fyrir að erfitt sé að henda reiður á umfangi kynlífsþrælkunar barna í heiminum er ljóst að vand- inn er gríðarlegur. Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, sem unn- in var fyrir þingið, fer hinn al- þjóðlegi kynlífsiðnaður vaxandi og er yfir ein milljón barna hneppt í kynlífsþrælkun á hverju ári. Í skýrslunni eru fátækt, kynjamis- rétti, stríð, skipulögð glæpastarf- semi, hefðir og hjátrú, auk fíkni- efnasölu nefnd meðal orsakaþátta kynferðislegrar misnotkunar á börnum. Tækniframfarir auðvelda starfsemina „Kynlífsþrælkun og kynferðis- leg misnotkun barna eru ekkert minna en tegund hryðjuverka, sem eyðileggja líf og framtíð ung- menna og mega ekki líðast leng- ur,“ sagði Carol Bellamy í ávarpi við upphaf þingsins. Hún sagði það fyrst og fremst hvíla á stjórn- völdum í ríkjum heims að leysa vandann og hvatti þau til að taka í gildi löggjöf sem verndaði börn gegn misnotkun og kvæði á um hertar refsingar yfir kynferðis- brotamönnum. Erfitt verk fyrir höndum En Bellamy varaði jafnframt við því að erfitt verk væri fyrir hönd- um. Meðal annars hefðu tækni- framfarir átt þátt í því að auðvelda starfsemi alþjóðlegra klám- og vændishringa og finna þyrfti leiðir til að bregðast við því. Silvía Svíadrottning, sem var heiðursforseti fyrsta heimsþings SÞ gegn kynlífsþrælkun barna í Stokkhólmi árið 1996, sagði við setningu þingsins í Yokohama í gær að yfir 100 vefsíður með barnaklámi væru opnaðar á degi hverjum og hvatti til þess að spornað yrði gegn þessari þróun. Líkti hún kynlífsþrælkun barna við „glæpi gegn mannkyninu“. Hvílir á ríkjum heims að taka á vandanum Tókýó, Yokohama. AFP, AP.        !"# $%& ' (  "  )*+ !( (%*#% , (*,( ' &  % ''" -./01(*,( ' +    %(" ) ))*+ !("# *'(%( !)#!2 3$4)(# (%(5( * )' * ! (*,( ' (3*'%% (4 *'&3'% $!*  % !(* , $  64) '( '6 0 7( ' !* ,4) 8(! ''6 !* .$ $  * 8! $ %$! 8!  (+  9!* /4(  : ( !  3 $ *4)(%(#  % (4 *'& '*+ !(  (  %;'- <-  - ) - %   = % -       >  +   ?     = %   ) % .    %  / # %     -  > @% ;<< =>? ><< @A? @<< @<< @<< =? >? @B   Annað heimsþing Sameinuðu þjóðanna gegn kynlífsþrælkun barna hafið í Japan AP SORPHREINSUNARMENN í Aþenu eru í verkfalli og ástandið í borginni vægast sagt að verða mjög alvarlegt. Hér reyna vegfarendur að komast framhjá ruslinu, sem kastað hefur verið á gangstétt skammt frá kjötmark- aðinum, þar á meðal kjöti og beinum af sláturdýrum. Aþena í rusli Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.