Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 39 Gefðu meistar inn. is GULL ER GJÖFIN LJÓSMYNDIR af mönnum með úlfagrímur á stjái í Reykjavík blasa við áhorfendum sem koma inn á sam- vinnusýningu þeirra Jóns Sæmundar Auðarsonar og Páls Banine í Galleríi Skugga á Hverfisgötu, en á sýning- unni eru ljósmyndir, bæði á pappír og á skyggnum, af þeim félögunum með úlfagrímur á höfði á ferli í bænum. Þeir fara í sund, í partí, á rúntinn o.s.frv. Með sýningunni fylgir texta- blað með viðtali Haraldar Jónssonar myndlistarmanns við sýnendur og þar kemur m.a. fram að þeir setja upp grímur til að benda á að allir bera grímur af einhverju tagi í hinu dag- lega lífi. Skilaboðin eru hin fornfrægu sannindi: Vertu þú sjálfur – ekki vera sá sem þú heldur að aðrir vilji að þú sért. Titill sýningarinnar, Séð og heyrt, vísar beint í samnefnt tímarit með frásögnum af fræga fólkinu. Í hverju tölublaði þess tímarits eru margar grímur á lofti, fólk með tilbúna ímynd í hlutverkaleik og styður tengingin boðskap sýningarinnar. En af hverju að velja úlfagrímu? Listamennirnir segja að úlfurinn veki viðbrögð, hann er ímynd illskunnar og hrekkjanna, „hann er hjarðdýr; sauðmeinlaus einn en stórhættulegur í hópum“, svo vísað sé í textablaðið. Úlfur hefur ríka táknfræðilega merkingu, oft er t.d. talað um úlfa í sauðargæru, í þýðingunni að sigla undir fölsku flaggi. Úlfar eru gjarnan í hlutverki illmennisins í sögum eins og Rauðhettu t.d. og eru alltaf lævísir og skuggalegir. Sýningin er í öllum fjórum sölum gallerísins. Á jarðhæð eru ljósmyndir og í litlu bakherbergi er innsetning, brúða með úlfshaus situr á gólfinu fyrir framan spegil. Niðri í kjallara í fremra rými er önnur brúða og inni í næsta herbergi er skyggnusýning með svipuðum myndum og uppi á jarðhæðinni. Hér er því um stóra sýn- ingu að ræða en á sama tíma mjög einhæfa, þar sem ekki er kafað djúpt í viðfangsefnið. Ég sakna þess að sjá ekki meiri úr- vinnslu á hugmyndinni því í raun og veru segir ein ljósmynd og kannski önnur brúðan á sýningunni nóg, verið er að segja sama hlutinn aftur og aft- ur. Umfjöllunarefnið er hinsvegar mjög skýrt og þarft og eitthvað sem hægt er að vinna mun meira með. Sýningin er fagmannlega uppsett og gengur vel upp að því leyti. Úlfa- grímur MYNDLIST Gallerí Skuggi Opið frá kl. 13–17 alla daga nema mánu- daga. Til 31. desember. LJÓSMYNDIR OG INNSETNINGAR JÓN SÆMUNDUR AUÐARSON OG PÁLL BANINE Þóroddur Bjarnason Sitjandi úlfur af sýningu Jóns Sæmundar og Páls Banine. 7 tilbrigði hefur að geyma tónlist Kjartans Ólafssonar: gítar-, kammer-, hljómsveitar-, flautu-, kamm- ersveitar-, radd- og rafræn tilbrigði. Tilbrigðin sjö voru samin á árinu 2001. Örstutt brot voru notuð úr eldri tónsmíðum og meðhöndluð með ólíkum aðferðum og síðan sett sam- an í sérhvert til- brigði. Þær tónsmíðar sem efniviðurinn er fenginn úr eru misjafnar að gerð og hafa jafnframt verið unnar með ólík- um rafrænum aðferðum sem hæfa sérhverju tilbrigði. Á meðal þessara verka eru hljóm- sveitarverk, konsertar, strengjakvart- ett, raftónverk, söngverk, píanóverk og verk fyrir klarínettur og einleiks- verk fyrir flautu, gítar og rafhljóðfæri. Víólukonsert Kjartans er tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Útgefandi ErkiTónlist sf. Slóðin er: www.listir.is/calmus/Kjartan.net www.listir.is/calmus/Kjart- an.net/7.var.html. Raftónlist Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.