Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 70
DAGBÓK 70 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laugarnes, Helgafell, Guðrún Gísladóttir og Dettifoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Andvari og Karilia koma í dag. Fréttir Bókatíðindi 2001. Númer þriðjudagsins 18. des. er 19285. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðju- og fimmtudaga kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl . 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl. 10 enska, kl. 10.15 Búnaðarbankinn, Lance fyrir byrjendur kl. 11, danskennari Sig- valdi, kl. 11 enska, kl. 13 bað, vinnustofa, postulínsmálning. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. All- ar upplýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–9.45 leik- fimi, kl. 9–12 tréskurð- ur, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist, kl. 14. dans. Eldri borgarar, Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós! Munið hátíð- arstundina að Hlað- hömrum kl. 14 þriðjud. 18. des., sr. Jón Þor- steinsson fer með jóla- hugvekju, kór eldri borgara, Vorboðarnir, syngur. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlað- hömrum á fimmtudög- um kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 10 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl 14.45 söng- stund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á fimmtudag verður glerútskurður kl. 13. Áramótadansleikurinn verður laugardaginn 29. des. kl. 20.30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Happdrætti. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga kl. 10– 13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Þriðju- dagur: Skák kl. 13, al- kort fellur niður. Mið- vikudagur: Göngu-Hrólfar eru komnir í jólafrí, ganga næst 9. janúar frá Hlemmi kl. 9.45. Söng- félag FEB, kóræfing kl. 17. Línudanskennsla Sigvalda kl. 19.15. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði í Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB kl. 10–16, s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga kl. 14–16, blöðin og kaffi. Garðabær. Opið hús í Kirkjuhvoli í dag kl. 13–16. Spilað og spjall- að. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–17.30 vinnustofur opnar, kl. 13. boccia, kl. 13.30 koma Auður Jóns- dóttir og Einar Már Guðmundsson og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Jóla- stemmning í öllu hús- inu. Veitingar í veit- ingabúð Gerðubergs. Miðvikudaginn 19. des. kemur Hjördís Geirs- dóttir í heimsókn kl. 13, ásamt gömlum og góð- um félögum, m.a. „Siffa“, og kynnir og áritar nýjan geisladisk. Allir velkomnir. Fimmtudaginn 20. des. jólahelgistund kl. 14, m.a. kemur Þorvaldur Halldórsson með tón- listarflutning, söng. Sr. Miyako Þórðarson túlk- ar á táknmáli. Umsjón sr. Hreinn Hjartarsson og Lilja G. Hallgríms- dóttir djákni. Á eftir eru hátíðarveitingar í veitingabúð. Allir vel- komnir. Upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, kl. 9.30 glerlist, kl. 14 fer þriðjudagsganga frá Gjábakka, kl. 14 boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi. Skötuveisla verður föstudaginn 21. des. kl. 11.40, vinsamlega pant- ið í tíma. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga kl. 9.05, handavinnustofan opin kl. 13–16, leiðbeinandi á staðnum, spænska. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 bænastund. Fótsnyrt- ing, handsnyrting. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskuður og trémálun, kl. 10 boccia, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hárgreiðsla, kl. 13 myndlist. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun, miðvikudag, fyrirbæna- stund kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi. kl. 13 spila- mennska. Fyrirbæna- stund verður fimmtu- daginn 20. des. kl. 10.30 í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests, allir vel- komnir. Aðventuferð 20. desember kl. 13. Borg- arljósin skoðuð, meðal annars ekið um Graf- arvog. Heimsókn í Jóla- húsið á Smiðjuveginum. Kaffiveitingar í Perl- unni. Leiðsögumaður Helga Jörgensen. Allir velkomnir, takmarkaður sætafjöldi. Nýtt nám- skeið í leirmótun hefst eftir áramót. Leiðbein- andi Hafdís Benedikts- dóttir. Kennt verður á fimmtudögum frá kl. 17–20. Ath. Takmark- aður fjöldi, skráning í s. 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og körfugerð, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í síma 552 6644 á fundartíma. Hallgrímskirkja, eldri borgarar. Á morgun, miðvikudag, kl. 15, verður farið frá kirkj- unni með rútu í jóla- ljósaferð um borgina, súkkulaði og fleira á Litlu-Brekku. Upplýs- ingar veitir Dagbjört í síma 510 1034. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík, og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Akureyri. Í dag er þriðjudagur 18. desember, 352. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Berið sama hug til allra, hreykið yður ekki, en haldið yður að hinum lítilmótlegu. Ætlið yður ekki hyggna með sjálfum yður. (Rómv. 12, 17.) LÁRÉTT: 1 dyr, 8 endurgjald, 9 svara, 10 óhljóð, 11 ástundunarsamur, 13 gremjast, 15 danskrar eyju, 18 dræsa, 21 auð, 22 óreglu, 23 skattur, 24 óvandvirka. LÓÐRÉTT: 2 sparsemi, 3 húðin, 4 snaga, 5 önuglyndi, 6 mestur hluti, 7 biða, 12 eyktamark, 14 svifdýrs, 15 sjávardýr, 16 árnar, 17 klunnaleg, 18 jurt, 19 gróðabrall, 20 einkenni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hrafn, 4 bogin, 7 fælin, 8 lalli, 9 dul, 11 rétt, 13 anda, 14 ísnál, 15 fork, 17 týnd, 20 smá, 22 kolan, 23 laufi, 24 norpa, 25 trana. Lóðrétt: 1 hæfir, 2 atlot, 3 nánd, 4 ball, 5 golan, 6 neita, 10 unnum, 12 tík, 13 alt, 15 fíkin, 16 rílar, 18 ýsuna, 19 deiga, 20 snúa, 21 álft. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... HÓTEL Keflavík hefur bryddaðupp á skemmtilegri nýjung nú fyrir jólin. Þar er boðin ókeypis gist- ing gegn því að gestir frá öðrum byggðarlögum verzli eða kaupi þjón- ustu í Reykjanesbæ að andvirði 10.800 krónur. Fyrir það fæst frí gisting eina nótt og svo fleiri nætur sé verzlað fyrir aðrar 10.800 krónur og svo framvegis. Það eru margar góðar verzlanir í Reykjanesbæ og að mati Víkverja ekki síðri kostur að kaupa jólagjafirnar þar en á höfuð- borgarsvæðinu. Eftir því sem Vík- verji kemst næst er þetta einkafram- tak hótelstjórans og er það lofsvert og vel gert vegna þess að aukin verzlun færist inn í bæinn og skilar því auknum tekjum bæði til verzlana og veitingahúsa og bæjarfélagsins sjálfs. x x x VÍKVERJI hefur gaman af göml-um bókum og á fáeinar slíkar. Ein þeirra heitir hvorki meira né minna en Bónorðsbréf, ástabréf og ýmis önnur bréf o. fl., frumsamið og þýtt hefur Kolbeinn Ungi. Til gam- ans kemur hér eitt bréfið, en það er til stúlku sem sýndi manni ástleitni, en virtist hvarflandi, þegar minnst varði, fyrir áhrif annarra, sem laum- uðust inn í ástamál hennar. „Heilar og sælar. Ég veit að þér kannist við mig, þó að við höfum ekki kynst öðru vísi en á landi draumanna. Ég veitti yður fyrst eftirtekt, þegar þér genguð á leið til mín þar sem ég stóð einn á sléttunum norðan við tjöldin, ný- genginn úr orustu við heiminn. Augu yðar glömpuðu og mér virtist andlit yðar þrungið af hluttekning. Ég var í hörðu skapi og gat því ekki áttað mig á því sama augnabliki, sem ég gætti að yður, og því var tillit mitt til yðar eins og það var. Þetta augnabliks- tillit yðar greypti sig svo fast í sálu mína, að það er þar enn að öllu leyti eins og það kom frá yður. Heilsan yðar til mín, þegar þér sáuð mig í fyrsta sinni eftir rúmt misseri, er annar aðalþátturinn í draumalífi okkar. Svo man ég ósköp vel eftir því, þegar við urðum sam- ferða úr samsætinu og mörgum öðr- um smáatvikum, frá því fyrsta til þess síðasta, sem ég álít best að orða ekki undir þeim kringumstæðum, sem nú gilda. Ég var farinn að fljúga með yður hærra skýjum himinsins og mat yður öðrum skýjadísum meiri. Einn af þeim helstu kostum, sem ég ímynd- aði mér að þér hefðuð til yðar ágætis, var sá að þér væruð sjálfstæðar og leyfðuð engum fjærskyldari yður en foreldrum þínum og systkinum að fjalla með yður um slík málefni, sem hér er um að ræða. Sé nú draumsjónalíf yðar, sem þetta snertir, að mestu eða öllu leyti gengið til grafar, eins og mér virtist seinast, þegar við sáumst, þá kveð ég yður með vinsemd og óskum bestu og þakka yður fyrir það liðna, Mér er ekki kunnugt tilfinningalíf yðar, en jafnframt því, sem ég tel víst, að það sé mannlegt, þá get ég vel skilið, að einhverntíma kunni hugur yðar að hvarfla yfir þau spor, sem þér hafið stigið gagnvart mér í þessu, og gefa yður andvökuefni. En hafi mér skjátlast í reikningnum, þegar ég fann yður síðast, þá verðið þér ekki ráðalausar að koma til mín línum, og þá tek ég hugglaður í hönd hamingjunnar. Lifið þér nú heilar og gleðjið yður við lífið. Hugur. “ Ætli menn skrifi enn svona bréf? Er blaðinu dreift – eða ekki? ÉG vil spyrjast fyrir um hvort ekkert sé athugað hvort Fréttblaðinu sé dreift eða ekki. Ég bý í vesturbæ Kópavogs og hér hefur Fréttablaðið verið ekki verið borið út svo vik- um skiptir og virðist ekki vera dreift hér í vestur- bænum, a.m.k. ekki að hluta. Var ég að velta því fyrir mér hvort auglýsend- ur í blaðinu gerðu sér grein fyrir að blaðið er ekki borið út alls staðar eins og aug- lýst er. Persónulega er mér al- veg sama þótt ég fái ekki blaðið en var að velta þessu fyrir mér. Ein forvitin. Góð dagskrá MIG langar að mótmæla því sem skrifað var í Vel- vakanda nýlega um lélega dagskrá sjónvarpsins. Mér finnst dagskráin hafa batnað mikið á síðustu árum og kann vel að meta gamla góða „Frasier“. Margrét. Sendi kveðjur DAGANA 8.–15. ágúst sl. fór ég í ferð um landið með Félagi eldri borgara í Reykjavík. Vil ég senda öllum í hópnum, 25 dömum og 15 körlum, mínar bestu kveðjur. María Albertsdóttir. Tapað/fundið Gulir hanskar í óskilum KONAN sem var svo elskulega að hjálpa annarri konu að ýta bíl á Hávalla- götu gleymdi þykkum, gul- um leðurhönskum. Upplýs- ingar í síma 691 8534. Taska með geisla- diskum í óskilum LEÐURTASKA með geisladiskum fannst við Langholtsveg. Upplýsing- ar í síma 581-2082. Hringur í óskilum í Árbæjarsafni HRINGUR fannst við Kornhúsið á Árbæjarsafni nýverið. Eigandi vinsam- lega gefi sig fram á skrif- stofu safnsins. Sími 577 1111. Plastpoki með fötum í óskilum Á GÖTUNNI fyrir framan verslunina Skerjaver í Ein- arsnesi fannst plastpoki með fötum í seinni partinn í nóvember. Í honum eru bæði karlmanns- og kven- mannsföt. Eigandinn getur vitjað þeirra í Skerjaveri. Slönguhringur týndist UM síðustu helgi glataðist svokallaður slönguhringur í Reykjavík. Gullhringur með rauðum rúbín. Um er að ræða ættargrip sem hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Fundarlaun í boði. Finn- andi vinsamlegast hafi samband við Helgu í síma 551 2983 eða 692 9656. Svala er týnd SVALA týndist 11. desem- ber sl. frá Rauðalæk 5. Svala er rúmlega 1½ árs grábröndótt læða með rauða ól og stórar bjöllur. Við viljum biðja fólk í hverfinu að vera svo vænt að athuga bílskúra og ruslageymslur hjá sér. Svölu er sárt saknað. Fundarlaun. Sími 588 1590 og GSM 694 2334. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is GRÉTA Hauksdóttir spyr hvort fyrsti jólasveinninn komi ekki aðfaranótt 13. des. Þessi misskilningur skýtur upp kolli fyrir hver jól og stafar af of- túlkun á vísu Jóhannesar úr Kötlum: Þrettándi var Kerta- sníkir / þá var tíðin köld / ef ekki kom hann síðastur / á aðfangadagskvöld. Jóhannes orti vísur sín- ar eftir frásögn í þjóðsög- um Jóns Árnasonar þar sem segir að fyrsti jóla- sveinninn komi 13 dögum fyrir jól. Það merkir að hann getur komið ein- hverntíma frá miðnætti hinn 12. desember og jafnvel ekki fyrr en undir kvöld. Vísu Jóhannesar er einfaldast að skilja svo að þá megi vera mjög hart veður ef Kertasníkir verður ekki kominn til byggða að kvöldi að- fangadags. Það er hins vegar til marks um að Strætó og Stöð 2 kunna ekki að telja þegar þau létu Stekkjarstaur koma hinn 11. desember um daginn. Árni Björnsson. Hvenær kemur fyrsti jólasveinninn? 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.