Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 1
29. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 5. FEBRÚAR 2002 RÍKI Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Rússland hafa ákveðið að auka samvinnu sína á sviði aðgerða gegn hinni alþjóðlegu hryðjuverka- ógn. Kom þetta fram á fundi, sem fulltrúar NATO og Rússa áttu í Róm í gær og lýst var sem „sögulegum“. Fram kom þó ágreiningur um hvern- ig skilgreina beri hugtakið „hryðju- verkamaður“ einkum í tengslum við þau átök, sem Rússar eiga í við að- skilnaðarsinna í Tsjetsníu. Robertson lávarður, framkvæmda- stjóri NATO, sagði er hann ræddi við blaðamenn í gær að telja mætti Róm- arfundinn sögulegan en til hans var boðað í því skyni að ræða hvernig haga megi samvinnu gegn hryðju- verkaógninni. „Aukin samvinna Rússa og NATO er meginstoð þeirr- ar baráttu, sem nú fer fram gegn hinni hnattrænu hryðjuverkaógn,“ sagði lávarðurinn. Sergei Ívanov, varnarmálaráð- herra Rússlands, tók í svipaðan streng og kom fram í máli hans, að mesta ógnin væri nú um stundir talin felast í hugsanlegum efna- og sýkla- vopnaárásum hryðjuverkamanna. Á fundinum kom hins vegar fram megn óánægja Rússa vegna tilhneig- ingar manna á Vesturlöndum til að líta svo á, að aðskilnaðarsinnar í Tjetsníu heyi þjóðfrelsisbaráttu en séu ekki hryðjuverkamenn. Sagði ráðherrann að þessi afstaða fæli í sér „tvískinnung“ og tiltók sérstaklega að fulltrúar frá Tsjetsníu hefðu ný- verið fengið hlýjar móttökur á þingi Evrópuráðsins. Með þessu móti kynni svo að fara að tal um samstarf og einhug gagnvart hryðjuverka- vánni yrði „aðeins orðin tóm“. Fram kom ennfremur að Rússar eru ekki sammála því mati George W. Bush Bandaríkjaforseta og undirsáta hans að Íran, Írak og Norður-Kórea myndi „öxul hins illa“ í heimi hér. „Samskipti okkar og Írana eru í eðli- legum farvegi. Við erum að aðstoða þá við að reisa kjarnorkuver og þar verður að finna kjarnakljúf sömu gerðar og Bandaríkjamenn eru að að- stoða við að reisa og það í sjálfri Norður-Kóreu,“ sagði Ívanov. „Það nægir ekki að veifa refisvendinum og berja hvern þann sem fyrir verður. Menn verða að hafa sannanir,“ bætti ráðherrann við. Robertson lávarður nefndi sér- staklega að orkuver og vatnsveitur kynnu að vera álitleg skotmörk í hug- um hryðjuverkahópa. Slíkar árásir mætti hugsanlega gera með aðstoð tölvutækni hvar sem er í heiminum. „Það kann að vera að Osama bin Lad- en hafi fingurinn á gikki AK-47-hríð- skotariffils en litli frændi hans kann að hafa fingurinn á músarhnappi.“ Rússar vara við „tvískinnungi“ Fulltrúar NATO og Rússlands ræða samvinnu gegn hryðju- verkaógninni  Þrýstingurinn/23 NÆR 2.000 manns voru viðstaddir útför Fadime Sahindal í dómkirkj- unni í Uppsölum í Svíþjóð í gær. Var athöfninni jafnframt útvarpað til um þúsund manna, sem fengu ekki sæti í kirkjunni og söfnuðust saman fyrir utan hana. Fadime, sem var 26 ára gömul og af kúrdískum ættum, var myrt af föður sínum fyrir tveimur vikum, en hann taldi hana hafa svert heið- ur fjölskyldunnar með því að neita að fara til Tyrklands til að giftast kúrdískum manni. Morðið vakti mikinn óhug í Svíþjóð og beindi sjónum að hlutskipti kvenna í sömu sporum og Fadime. Meðal þeirra sem viðstaddir voru útförina voru Viktoría krónprins- essa, erkibiskupinn K.G. Hammar og jafnréttisráðherrann Mona Sahl- in. Kista Fadime var borin út úr kirkjunni af sex kvenkyns ætt- ingjum hennar. Hún var síðan borin til grafar í Gamla kirkjugarðinum í Uppsölum, nærri legstað sænsks unnusta hennar, sem lést í bílslysi árið 1998. Reuters Þúsundir minntust Fadime PALESTÍNSK ungmenni kveiktu í hjólbörðum í bænum Rafah syðst á Gaza-svæðinu í gær, þar sem fimm Palestínumenn féllu í sprengingu sem Yasser Arafat, forseti heima- stjórnarinnar, kennir Ísraelum um. Fjórir létust samstundis er bíll þeirra sprakk í loft upp, en sá fimmti lést af sárum sínum nokkru síðar. Mennirnir fimm voru fé- lagar í herskáum armi Lýðræð- isfylkingar fyrir frelsun Palestínu. Haft var eftir palestínskum ör- yggisfulltrúum að tvær ísraelskar þyrlur hefðu verið á sveimi yfir staðnum þegar bíllinn sprakk og ef til vill hefði eldflaug verið skot- ið frá annarri þyrlunni. Ísraelska blaðið Haaretz sagði aftur á móti á vefsíðu sinni í gær, að heimild- armenn í ísraelska hernum segðu að sprengjugildra hefði verið í bílnum. „Það sem gerðist á Gaza sýnir að ríkisstjórn Ísraels vill ekki frið, heldur hert átök gegn palestínsku þjóðinni, en enginn vill brjóta þessa menn á bak aftur,“ sagði Arafat við fréttamenn í Ramallah á Vesturbakkanum, þar sem Ísra- elar halda honum í herkví. Ísraelski herinn sagði ekkert um sprenginguna, en ísraelska ríkisútvarpið sagði að um „vinnu- slys“ hefði verið að ræða, eins og ísraelsk yfirvöld kalla það þegar sprengja springur í höndum hryðjuverkamanna sem eru að flytja hana eða koma henni fyrir. Fimm féllu á Gaza AP TALSMENN Sósíalíska þjóðar- flokksins og Einingarlistans, dönsku vinstriflokkanna tveggja, sem harð- ast hafa barist gegn Evrópusamband- inu, hafa nú boðað „sögulegt uppgjör“ og verulega stefnubreytingu í þeim efnum. Síðastliðinn áratug hafa Danir ver- ið undanskildir samstarfinu innan ESB í fjórum mikilvægum atriðum en nú vilja þeir Holger K. Nielsen, leið- togi SF, Sósíalíska þjóðarflokksins, og Keld Albrechtsen, talsmaður Ein- ingarlistans í Evrópumálum, að fallið verði frá fyrirvörunum í varnarmál- um og í löggjafar- og réttarfarsmál- um. Ekki gangi lengur, að Danir hafi engin áhrif á þróunina hvað varðar fé- lagsleg réttindi, réttindi innflytjenda og þar fram eftir götunum. Kom þetta fram í Berlingske Tidende í gær. „Þetta var rangt og við viljum breyta því með nýrri þjóðaratkvæða- greiðslu,“ segir Albrechtsen og bætir við, að hafi einhver skilið Evrópuand- stöðu Einingarlistans sem svo, að hann sé „á móti yfirþjóðlegu sam- starfi, þá erum við ekki andstöðu- flokkur lengur“. Verður þessi nýja Evrópustefna lögð fyrir landsfund beggja flokka í vor. „Ég tel, að innan flokkanna lengst til vinstri sé að verða breyting á af- stöðunni til ESB. Nú sjáum við hér þá þróun, sem verið hefur í öðrum Evr- ópulöndum, að það eru félagshyggju- flokkarnir, sem fyrst og fremst styðja ESB, en andstaðan er mest meðal hægriflokkanna,“ segir Holger K. Nielsen. Boða „sögulega“ stefnu- breytingu Evrópuandstaðan í Danmörku LEIÐTOGAR demókrata á banda- ríska þinginu voru lítt hrifnir af fjár- lagafrumvarpinu sem George W. Bush forseti lagði fram í gær, að því er fréttastofan AFP greindi frá. Efst á listanum í frumvarpinu er mikil aukning útgjalda til hermála og skattalækkanir sem bæta eiga efna- hagslífið, að því er sagði í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Sagði Kent Conrad, formaður fjár- laganefndar öldungadeildarinnar, að frumvarp forsetans væri „óábyrgt til langs tíma litið“. Ekkert væri gert til að fylla upp í það gat sem fyrirhug- aðar skattalækkanir myndu skapa. „Fjárlögin fyrir 2003 eru ekki bara talnaruna, þau eru áætlun um bar- áttu í stríði sem við hófum ekki, en erum staðráðin í að vinna,“ sagði Bush í bréfi sem hann ritaði þinginu um leið og hann lagði fjárlagafrum- varpið fyrir. Útgjöld til varnarmála eiga sam- kvæmt frumvarpinu að aukast um 12% og nema alls 379 milljörðum dollara og útgjöld til öryggisgæslu innanlands hátt í tvöfaldast, úr 19,5 milljörðum í 37,7 milljarða, að því er fram kemur í frétt BBC. Stríðsreksturinn í Afganistan kostar Bandaríkjastjórn rúmlega milljarð dollara á mánuði og er þess vænst að í frumvarpinu verði gert ráð fyrir að 1,1 milljarður fari í að smíða nýjar gervihnattastýrðar sprengjur og önnur vopn í stað þeirra sem notuð hafa verið í stríð- inu. „Stríðsfjár- lög“ Bush gagnrýnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.