Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 13 AAlfa-námskeið verður haldiðí Glerárkirkju * Alfanámskeið hafa verið haldin á Íslandi í nokkur ár og hefur þátttaka aukist á hverju ári. * Alfa er ódýrt, skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar. * Kynningarfundur um námskeiðið verður í Glerárkirkju nk. þriðjudag, 19. febrúar kl. 20:00. Þar verður sagt frá innihaldi og tillögum þess. * Skráning og upplýsingar í síma 461 2391 frá kl. 11-16 virka daga. Námskeiðið mun standa yfir í tíu vikur, eitt kvöld í viku. Leiðbeinandi sr. Guðmundur Guðmundsson. Kynntu þér alfa námskeið á vefnum www.alfa.is veg, S: 588-8899 1620 564-2355 869 6215 delfía, S: 552-1111 S: 567-8800 3987 1-4337 431 1745 rkjunnar skei› hefjast í janúar rtöldum stö›um: AKUREYRARBÆR hlaut Staðar- dagskrárverðlaunin 2002 en Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra afhenti þau við upphaf Staðardag- skrár ráðstefnu sem hófst í Ket- ilhúsinu á Akureyri í gær. Verðlaun- in eru veitt því sveitarfélagi sem þykir hafa skarað fram úr hvað varðar framkvæmd Staðardagskrár 21. Stefán Gíslasson, framkvæmda- stjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi, sagði það ævintýri líkast hversu hratt Staðardagskráin hefði breiðst út, en nú væru 12 sveitarfélög aðilar að henni, sem næðu til 64% íbúa landsins. Hann sagði vanda hafa blasað við valnefndarmönnum þegar velja átti það sveitarfélag sem hlyti viðurkenninguna, en að lokinni ná- kvæmri greiningu, sem tók til 13 þátta, hafi Akureyri orðið fyrir val- inu. Verðlaunin hlaut bærinn fyrir vönduð og markviss vinnubrögð við gerð Staðardagskrár 21, en þau hafi að sögn Stefáns orðið fyrirmynd fleiri sveitarfélaga. Borgarbyggð hlaut hvatningarverðlaun Borgarbyggð hlaut hvatningar- verðlaun Staðardagskrár 21 að þessu sinni, en þessum verðlaunum er ætlað að vera hvatning til þeirra sveitarfélaga sem ekki hafa starfað lengi að Staðardagskrárverkefninu. Ýmist er um að ræða sveitarfélög sem sýnt hafa framfarir í starfinu eða vinna að afmörkuðum verkefn- um sem stuðla að sjálfbærri þróun. Stefán sagði að starfið í Borgar- byggð hefði farið hægt af stað, en fyrir þremur mánuðum var verk- efnastjóri ráðinn til starfa og nú er stefnt að því að dagskráin verði tilbúin næsta haust. Loks var fulltrúum nokkurra sveitarfélaga sem undirritað hafa svonefndar Ólafsvíkuryfirlýsingu af- hent viðurkenning. Um er að ræða Hornafjörð, Grundarfjarðarbæ, Reykhólahrepp, Stykkishólmsbæ, Skagafjörð, Seltjarnarnes, Kirkju- bólshrepp, Akranes og Eyjafjarðar- sveit, sem nú síðast undirritaði yf- irlýsinguna og varð þar með 27. sveitarfélagið sem það gerir. Guðmundur Sigvaldason verkefnisstjóri og Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, með Staðardagskrárverðlaunin 2002. Hólmfríður Sveinsdóttir, fulltrúi Borgarbyggðar, tók við hvatningarverðlaunum Staðardagskrár 21 úr hendi Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Morgunblaðið/Kristján Um 100 manns sitja Staðardagskrá 21 sem haldin er í Ketilhúsinu. Viðurkenningar veittar á ráðstefnu Staðardagskrár 21 Fagmennska í fyrirrúmi RAFN Kjartansson, lektor við Há- skólann á Akureyri, kennir á nám- skeiði um viðskiptaensku sem hefst 18. febrúar næstkomandi en það er á vegum símenntunar Rannsókna- stofnunar Háskólans á Akureyri. Meginmarkmið námskeiðsins er þjálfun í að kynna og ræða efni við- skiptalegs eðlis til að efla samskipta- hæfni og auka orðaforða tengdan viðskiptum. Kennsla verður í formi hópvinnu þar sem teknir verða til umræðu textar um viðskiptatengd efni úr tímaritum. Einnig verður fjallað um grunnatriði í samninga- tækni með tilvísun til mismunandi menningarheima. Kennt verður í litlum hópum. Enska fyrir er- lend viðskipti GUÐMUNDUR Sigvaldason, verk- efnisstjóri Staðardagskrár 21 á Ak- ureyri, flytur erindi í tengslum við sýninguna Rusl? sem nú stendur yfir á handverksmiðstöðinni Punktinum á Akureyri næstkomandi mánudags- kvöld, 18. febrúar kl. 20. Sýningarmunir eru allir að meira eða minna leyti unnir úr verðlausu efni sem lent hefur á ruslahaugum nútímamannsins. Þar má m.a. líta uppgerð húsgögn, áklæði á borð- stofustólum sem ofið er með bandi af brunalager Heklu sem legið hafði í 30 ár á háalofti í saltskemmu Kaup- félagsins. Erindi um rusl ALLS hafa verið flutt um 5.400 þorskseiði frá útibúi Hafrann- sóknastofnunar í Grindavík í seiða- eldisstöð Útgerðarfélags Akureyr- inga á Hauganesi. Seiðin voru flutt í sérútbúnum kerum á vörubíl norður í land og kom seinni skammturinn í síðustu viku. Seiðin eru í 9 kerum, um 600 stykki í hverju þeirra. Ásgeir Guðnason, stöðvarstjóri á Hauganesi, sagði seiðin hafa bragg- ast mjög vel og þau tækju orðið vel við fóðri. „Þetta hefur gengið vel og samkvæmt áætlun en við erum alltaf að læra,“ sagði Ásgeir. Seiðin eru úr klaki frá því í sumar og eru því um 7 mánaða gömul. Þau verða alin á Hauganesi fram á næsta sumar en þá verða þau flutt í sjókví- ar á Eyjafirði til áframeldis næstu tvö árin. Á Hauganesi fer fram sam- anburðarrannsókn á áhrifum mis- munandi fituinnihalds fóðurs á seið- in. Þorskseiðin braggast mjög vel PÁLL Viðar Gíslason var kjörinn íþróttamaður Þórs fyrir árið 2001 en útnefningin fór fram í hófi í Hamri, félagsheimili Þórs nýlega. Páll Viðar var jafnframt kjörinn handknattleiksmaður ársins. Ásta Árnadóttir var kjörin knatt- spyrnumaður ársins en hún varð önnur í kjöri íþróttamanns ársins. Óðinn Ásgeirsson var kjörinn körfu- knattleiksmaður ársins og Þórdís Úlfarsdóttir taekwondo-maður árs- ins. Páll Viðar leikur lykilhlutverk í handknattleiksliði Þórs, sem nú leikur í efstu deild og er einn af markahæstu mönnum deildarinnar. Þá er hann einnig lykilmaður í knattspyrnuliði félagsins, sem vann sér sæti á meðal þeirra bestu sl. haust. Ásta Árnadóttir var fyrirliði U-19 ára landsliðs kvenna í knatt- spyrnu sem komst í 16 liða úrslit Evrópukeppninnar á síðasta ári. Ásta lék alla 9 leiki liðsins á árinu og hún lék einnig alla sex leikina með U-21 árs landsliðinu á árinu. Þá er Ásta lykilmaður í liði Þórs/KA/KS. Óðinn Ásgeirsson hefur verið kjölfestan í körfuknattleiksliði Þórs sem náð hefur góðum árangri í úr- valsdeildinni. Hann var valinn í landsliðshóp Íslands á vormánuðum en gat ekki leikið með liðinu vegna prófanna. Þá var hann valinn í fimm manna úrvalslið ársins í úrvals- deildinni sl. vor. Þórdís Úlfarsdóttir er landsliðskona í taekwondo og hefur verið að gera góða hluti í íþróttinni. Hún varð m.a. í þriðja sæti í sínum flokki á Norður- landamótinu og hlaut einnig brons- verðlaun á Íslandsmótinu á síðasta ári. Þá krækti hún sér í gullverðlaun á Nýársmóti Ármanns í byrjun síð- asta árs. Allir fengu þessir íþrótta- menn eignarbikara fyrir árangur sinn, auk þess sem Páll Viðar fékk afhentan glæsilegan farandbikar sem íþróttamaður ársins. Það er Ragnar Sverrisson kaupmaður í JMJ sem gefur öll verðlaunin sem fyrr. Að lokinni verðlaunaafhendingu var gestum boðið upp á kaffiveit- ingar. Morgunblaðið/Kristján Páll Viðar Gíslason og Ásta Árnadóttir með viðurkenningar sínar. Páll Viðar íþróttamaður Þórs SKRIFSTOFA Neytendasamtak- anna á Akureyri, Skipagötu 14, 3. hæð, hefur verið opnuð aftur eftir stutt hlé. Nýr starfsmaður, Bryn- hildur Pétursdóttir, hefur hafið störf og er skrifstofan opin alla virka daga kl. 13–16. Neytendasamtökin sinna marg- víslegum störfum í þágu neytenda og öllum er heimilt að leita til samtak- anna og fá upplýsingar og ráðgjöf. Helstu verkefni samtakanna eru m.a. að gæta réttar neytenda, auka verð- og vöruþekkingu neytenda og stunda rannsóknir á neysluvörum og viðskiptaháttum. Neytendasamtökin gefa einnig út Neytendablaðið. Rekstur samtakanna er að mestu háður árgjaldi félagsmanna og vilja þau því hvetja sem flesta til að ganga til liðs við samtökin. Nýr starfsmaður hjá Neytenda- samtökunum ÞEKKING-Tristan og Höldur ehf. hafa gert með sér samning um hönnun, smíði og hýsingu á vefnum www.holdur.is en vefurinn skiptist í tvær einingar. Önnur er fyrir Höld en hin fyrir Bílaleigu Akur- eyrar. Starfsmenn Hölds munu svo viðhalda síðunni eftir að hún er komin í loftið, en Þekking-Tristan býður upp á einfalt og þægilegt vefsýslukerfi sem gerir hverjum sem er kleift að uppfæra vefsetur sitt án kunnáttu í vefsmíði eða for- ritun og án þess að nota þurfi sér- stakan hugbúnað. Auglýsingastof- an Norðan 2 á Akureyri mun sjá um útlit síðunnar. Þekking-Tristan og Höldur Samningur um vefsíðu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.