Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Uppfærslutilboð – 30% afsláttur!! www.atv.is – Skeifunni 17 Afritunarhugbúnaður DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lýsti höfuð- stöðvar Íslenskrar erfðagreiningar formlega teknar í notkun við hátíðlega athöfn í gær. Auk Davíðs flutti Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra ávarp og árnuðu ráðherrarnir starfs- fólki ÍE allra heilla á þessum tímamótum. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, sagði sér þakklæti til arkitekta, byggingarstjóra, verktaka og starfs- manna efst í huga. Sagði hann að þótt húsi væri fagnað væri það starfsfólkið sem skipti öllu máli í fyrirtækinu. Hátt á annað þúsund gesta og starfsmanna var viðstatt opnunarhátíðina, m.a. forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Hjörleifur Stefánsson, hönnunar- og byggingarstjóri hússins, sagði tíma- og kostnaðaráætlanir verksins hafa staðist nema hvað byggingartíminn hefði lengst úr tíu mánuðum í tólf þar sem umfang verkefnisins hefði aukist á verktímanum. Kostnaður er kring- um þrír milljarðar króna. Hjörleifur vakti at- hygli gesta á tjörn við inngang hússins. Væri hún umhverfislistaverk eftir Ólaf Elíasson, mýri með votlendisgróðri sem yrði breytilegur eftir árstíð- um. Að loknu ávarpi Hjörleifs afhenti Pétur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Eyktar hf., sem var aðalverktaki framkvæmdanna, Kára Stef- ánssyni húsið. Davíð Oddsson sagði húsið glæsilegt. Hann kvað Íslenska erfðagreiningu hafa komið inn í ís- lenskt atvinnulíf eins og þruma úr heiðskíru lofti, góðkynja afbrigði af eldingu sem lostið hefði nið- ur í samfélagið, eina merkustu tilraun sem gerð hefði verið í íslensku athafnalífi fyrr og síðar. Kári Stefánsson við opnun aðalstöðva Íslenskrar erfðagreiningar Morgunblaðið/Þorkell Vel á annað þúsund manns var viðstatt athöfn hjá Íslenskri erfðagreiningu þegar nýbygging fyrirtækisins var tekin í notkun í gær. Starfsfólkið er það sem skiptir öllu máli  Kostnaður við/28 KRISTLEIFUR Kristjánsson, sér- fræðingur í barnalækningum, sagði fyrir dómi í gær að útilokað væri að níu mánaða drengur, sem lést af völdum svonefnds „shaken-baby syndrome“, hefði hlotið áverkana áður en hann kom í daggæslu að morgni 2. maí 2001. Þaðan var hon- um síðdegis ekið meðvitundarlaus- um á Landspítala – háskólasjúkra- hús í Fossvogi þar sem hann lést tveimur dögum síðar. Maður, sem ásamt konu sinni gætti drengsins umræddan dag, hefur verið ákærður fyrir að hafa af gáleysi valdið dauða drengsins. Er hann sakaður um að hafa hrist drenginn harkalega eða á annan hátt valdið þeim áverkum sem drógu hann til dauða. Hann og kona hans eru einnig ákærð fyrir að hafa haft alltof mörg börn í gæslu fyrrihluta ársins 2001. Aðalmeðferð málsins hófst í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær og neit- aði maðurinn þá að hafa valdið dauða drengsins eða skaðað hann á nokkurn hátt. Sagðist hann ekki vita hvað hefði valdið áverkunum. 21 barn var í gæslu umræddan dag Fram kom að 21 barn var í gæslu hjá fólkinu umræddan dag, þar af 19 sem voru mestallan daginn. Maðurinn var ekki á heimilinu í rúmlega 1½ klukkustund fyrir há- degi en var síðan einn með börnin í rúma klukkustund eftir hádegi á meðan kona hans fór í mæðraskoð- un. Lagði hann drenginn til svefns í barnavagni en þegar hann ætlaði að vekja hann, um 2½ klukkustund síðar, vaknaði drengurinn ekki. Stuttu síðar fékk hann krampaköst og var þá hringt í Neyðarlínu eftir aðstoð. Bæði maðurinn og konan sögðu fyrir dómi í gær að daggæslu- fulltrúi Kópavogsbæjar hefði vitað af því að þau höfðu fleiri börn í gæslu en þau höfðu leyfi fyrir, en fulltrúanum hefði þó ekki verið kunnugt um heildarfjöldann. Þessu neitaði daggæslufulltrúinn fyrir dómi í gær. Verjandi konunnar lagði þá fram gögn sem hann telur að sýni fram á að Kópavogsbær hafi vitað að börnin voru of mörg. Mað- urinn og konan sögðu fyrir dómi að þau hefðu talið sig fá óformleg skilaboð frá bæjaryfirvöldum um að ekki yrði amast við því þótt þau hefðu of mörg börn í gæslu. Drengurinn hlaut áverkana í gæslunni  Segja/34 Sérfræðingur í barnalækningum bar vitni vegna andláts níu mánaða drengs TVÆR grímuklæddar ung- lingsstúlkur frömdu vopnað rán í Hlíðakjöri við Eskihlíð í Reykjavík um miðjan dag í gær og komust undan með peninga og símakort, en þetta er fjórða vopnaða ránið í versluninni síðan í desember 1999. Kristinn Einarsson, eigandi Hlíðakjörs, tók eftir stúlkun- um fyrir utan verslunina og segir að þær hafi greinilega beðið þar eftir því að hann og kona hans færu í burtu, en þær hafi framið ránið skömmu síðar. Ógnaði afgreiðslustúlk- unni með stórum kjöthníf Hann segir að önnur stúlk- an hafi haldið á stórum kjöt- hníf, ógnað afgreiðslustúlkunni og sagt henni að láta pen- ingana úr sjóðsvélinni í bak- poka, sem hún hafi verið með, en áður en þær hafi hlaupið út aftur hafi stúlkan hrifsað öll símakort sem hafi verið til sölu í versluninni og voru í plastvasa á vegg. Vegfarandi hafi séð þær hlaupa að bíl sem var neðar í götunni og öku- maðurinn hafi síðan ekið með þær í burtu, en ránið sjálft hafi aðeins tekið örfáar sek- úndur. Að sögn Kristins er þetta fjórða vopnaða ránið í versl- uninni síðan í desember 1999 og hefur ekkert þeirra verið upplýst, en eftirlitsmyndavél er í versluninni. Vopnað rán ung- lings- stúlkna Fjórða ránið á rúmum tveim- ur árum ATVINNULEYSI í janúarmánuði síðastliðnum var 2,4%, en var 1,9% í desember. Atvinnuleysi meðal karla var 2,1% og meðal kvenna 2,8%. Þetta kemur fram í yfirliti Vinnu- málastofnunar yfir atvinnuástandið í janúarmánuði. Atvinnuleysisdagar voru skráðir alls 76.039 á landinu öllu í síðasta mánuði, sem jafngildir því að 3.306 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Stofn- unin spáir auknu atvinnuleysi í febr- úar, eða 2,4% til 2,7%. Atvinnulausum hefur fjölgað í heild um 22,1% að meðaltali frá des- embermánuði, en um 52% frá jan- úarmánuði 2001. Undanfarin tíu ár hefur atvinnuleysið aukist um 11,8% að meðaltali frá desember til janúar. Atvinnuleysi í janúar 2,4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.