Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2002 25 Landsbyggðin:  Borgarlyf Borgarnesi  Apótek Ólafsvíkur  Stykkishólms Apótek  Apótek Ísafjarðar  Apótek Blönduóss  Siglufjarðar Apótek  Dalvíkur Apótek  Apótek Austurlands Seyðisfirði  Hafnar Apótek  Apótek Vestmannaeyja  Apótek Keflavíkur Höfuðborgarsvæðið:  Árbæjarapótek  Borgarapótek  Garðs Apótek  Grafarvogs Apótek  Hringbrautar apótek  Laugarnes Apótek  Nesapótek Seltjarnarnesi  Rima Apótek Andoxi - Antioxidant Líkaminn er sam- settur úr ótal frumum, andox- unarefni verja þær fyrir skemmdum af völdum sindurefna. Bein - Bone Ólífuolían auðveld- ar upptöku líkam- ans á kalki. Olía, fólinsýra og kalk. Heilbrigðari bein. Orka - Energy Ginseng og ólífu- olía, eykur orku og almenna vel- líðan.Kona - Femme Stuðlar að heil- brigðu hormóna- jafnvægi, styrkir liði og húð. Láttu þér líða vel, þú átt það skilið. Hugur - Mind Ginkgo Biloba er gott fyrir minnið, einbeitinguna og viðbrögðin. Ólífuolía - Pharmaceutical Grade olive oil Góð áhrif á meltinguna. Inniheldur náttúruleg andoxunarefni. Húð, bein og liðamót. Frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt Aðeins í Plúsapótekunum OleoMed vörurnar innihalda „Pharmaceutical Grade“ ólífuolíu í gelhylkjum, hún er álitin best allra ólífuolía vegna hreinleika og framleiðsluaðferða sem viðhalda heilsusamlegum eiginleikum ólífunnar. Olían í OleoMed hefur jákvæð áhrif á meltingarkerfi, húð og bein og stuðlar að aukinni vellíðan. 1. vinningur: ferð fyrir tvo til Mallorca með Heimsferðum að verðmæti 120.000. kr. 2. vinningur: 4 5000 kr. gjafabréf í plúsapótekunum 3. vinningur: 5 mánaðarskammtar af OleoMed að eigin vali. Þú skilar inn þátttökuseðli og greiðslukvittun á næsta útsölustað Plúsapóteka Heilsuleikur Hugsaðu um heilsuna og þú gætir fengið vinning að auki Nú geturðu léð augnhárunum dramatíska sveigju og lyftingu sem er sjónhverfingu lík. Illusionist Mascara er spánýtt og loftnýtið gel sem borið er á augnhárin með frábærlega liprum og sveigjanlegum trefjabursta. Maskari sem tekur öllu öðru fram. Einstakt tilboð í Lyf & heilsu, Austurstræti Hreinasta sjónhverfing Estée Lauder kynnir ILLUSIONIST Maximum Curling Mascara Þú greiðir fyrir maskarann og færð að auki: Augnfarðahreinsi, Gentle Eye Makeup Remover 30 ml. Augnmaska, Stress Relief Eye Mask. Augnblýant, Eye Defining Pencil. Allt þetta á aðeins kr. 2.084. Austurstræti, sími 562 9020 Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í Lyf & heilsu, Austurstræti, í dag kl. 11-16 og á morgun, föstudag, kl. 11-16. YFIRVÖLD í Zimbabve sögðu í gær að Robert Mugabe forseti hefði verið endurkjörinn í kosningunum um helgina en andstæðingur hans, Morg- an Tsvangirai, hafnaði úrslitunum. Nokkrar eftirlitsnefndir, sem fylgd- ust með kosningunum, sögðu að þær hefðu ekki verið frjálsar og lýðræð- islegar. Samkvæmt kjörtölum yfirvalda fékk Mugabe 56,2% atkvæðanna og Tsvangirai 41,9%. „Þetta eru mestu kosningasvik sem ég hef nokkru sinni orðið vitni að á ævinni,“ sagði Tsvangirai. „Þjóðin þarf að ákveða hvað eigi að gera. Það er hún sem hefur verið svikin.“ Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Mugabe gæti lýst yfir sigri en kjör hans væri ekki lýðræðislegt. Hann gaf til kynna að gripið yrði til hertra refsiaðgerða gegn stjórn Mugabes. Bandaríkja- stjórn hefur þegar sett ferðahömlur á Mugabe og fleiri hátt setta embætt- ismenn Zimbabve. Mugabe hefur verið við völd í 22 ár, eða frá því að Zimbabve fékk sjálf- stæði frá Bretlandi. Jack Straw, utan- ríkisráðherra Bretlands, sagði að Mugabe hefði beitt „skipulögðu of- beldi og hótunum“ til að halda völd- unum. „Hann hafði aðeins eitt mark- mið – að halda embættinu hvað sem það kostaði. Það kemur ekki á óvart að þetta markmið skuli hafa náðst.“ Kjörsóknin var um 66%, mest í sveitahéruðum þar sem fylgi Mugab- es er mest. Þar var kjörsóknin 69%, en aðeins rúm 40% í Harare og fleiri borgum þar sem stuðningurinn við Tsvangirai er mestur. Langar biðraðir mynduðust við kjörstaðina í Harare vegna þess að þeir voru alltof fáir. Lögreglan hrakti þúsundir kjósenda frá kjörstöðunum og beitti meðal annars táragasi. Óttast óeirðir Öryggissveitir Zimbabve voru í við- bragðsstöðu í gær þar sem óttast er að óeirðir blossi upp vegna niðurstöðu kosninganna. Herlögreglumenn settu upp tálma á helstu vegi að Harare og um hundrað vopnaðir lögreglumenn umkringdu höfuðstöðvar flokks Tsvangirais í Bulawayao, næst- stærstu borg landsins. Kare Vollan, formaður 25 manna eftirlitsnefndar frá Noregi, sagði að hún hefði orðið vör við alvarlega galla á öllum stigum kosningaferlisins, allt frá skráningu kjósenda til kosning- anna sjálfra. Óháðar eftirlitsnefndir kirkna og borgaralegra samtaka í Zimbabve tóku í sama streng. Eftirlitsnefnd Einingarsamtaka Afríku, OAU, sagði hins vegar að kosningarnar hefðu verið „trúverðug- ar, frjálsar og sanngjarnar“. Fimmtíu manna eftirlitsnefnd frá Suður-Afr- íku sagði að líta ætti svo á að kosning- arnar væru „gildar“, en gekk ekki svo langt að segja að þær hefðu verið lýð- ræðislegar. Stjórn Suður-Afríku hef- ur reynt að draga úr gagnrýninni á stjórn Mugabe og lagst gegn því að Samveldislöndin grípi til refsiaðgerða gegn Zimbabve. Andstæðingur Mugabe hafnar úrslitunum Harare. AFP, AP. Reuters Liðsmenn Mugabe með pappakassa sem á að tákna líkkistu Tsvangirais. AFGANSKIR og bandarískir hermenn leituðu í gær liðsmanna al-Qaeda og talibana í Shah-e- Kot-dal, sem þeir lögðu undir sig í fyrradag. Svo virðist sem öll mótstaða hafi verið brotin á bak aftur þótt talið sé, að um 100 manns leynist enn í fjöllunum. Afganskir hermenn lögðu undir sig dalinn og þrjú þorp í honum eftir harðar loftárásir Banda- ríkjamanna og ráða nú einnig mikilvægum fjalls- hrygg yfir honum. Hafa liðsmenn hryðjuverka- samtakanna verið upprættir eða hraktir úr 40 hellum og þar og í þorpunum hefur fundist mikið af skjölum og búnaði til sprengjugerðar. Áætlað er, að í þorpunum þremur hafi verið allt að 250 al- Qaeda-liðar þegar átökin hófust, en í gær fundust þar lík 25 manna. Töldu Afganir, að þeir væru Tsjetsjenar, eftir hörunds- og augnalit að dæma. Naeem, einn afgönsku foringjanna, segist hafa talað við einn fanga, afganskan talibana, sem hafi sagt, að í upphafi átakanna hafi verið á svæðinu 14 arabískir foringjar og 250 Tsjetsjenar. Þar fyrir utan hafi verið ótiltekinn fjöldi talibana, sem hafi hlaupist undan merkjum þegar átökin hófust vegna ágreinings við al-Qaeda-foringjana. Viðurkenna mistök Bandarískir embættismenn sögðu í gær, að konur og börn hefðu verið í hópi 14 manna, sem féllu er bandarísk orrustuvél réðst á bifreið í austurhluta landsins. Sögðu þeir, að bíllinn hefði verið álitinn „lögmætt“ skotmark vegna þess, að hann hefði virst stefna burt frá stað þar sem al- Qaeda-liðar hefðu haldið sig. Mótspyrna al-Qaeda og talib- ana sögð brotin á bak aftur Shah-e-Kot. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.