Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 1
68. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 22. MARS 2002 ÞAÐ var þröngt setinn bekkurinn við Kart-e Sakhi-moskuna í Kabúl í gær en þá fögnuðu tugir þúsunda Afgana nýju ári, Nowruz. Kom fólk sér fyrir á húsþökum og í hverju skúmaskoti til að taka þátt í hátíða- höldunum en langt er um liðið síð- an Afganar gátu síðast fagnað þeim tímamótum sem í Nowruz felast. Voru mannfagnaðir í tilefni Nowr- uz, sem haldið er upp á bæði í Afg- anistan og Íran, bannaðir meðan á sex ára valdatíma talibana stóð. Þröng á þingi Reuters honum að ekki yrði boðað vopnahlé „sem aðeins Ísrael virðir“. Fulltrúar palestínsku heima- stjórnarinnar höfðu skömmu fyrir ódæðisverkið í gær farið fram á það við Palestínumenn að þeir hættu öll- um aðgerðum er beindust gegn óbreyttum borgurum í Ísrael. Var Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, fljótur að fordæma sjálfs- morðsárásina og hét hann því að grípa þegar til aðgerða gegn þeim sem stóðu fyrir henni. Arafat, sem ræddi símleiðis við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir árásina sagðist áfram leggja allt kapp á að árangur næðist í þeim friðarumleitunum sem Zinni hefur undanfarna daga staðið ÍSRAELSMENN aflýstu í gær fundi með fulltrúum Palestínumanna sem fram átti að fara um kvöldið, í því skyni að ákveða vopnahlé, en fyrr um daginn höfðu þrír Ísraelar fallið og um fjörutíu særst þegar Palest- ínumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðborg Jerúsalem. Telja fréttaskýrendur óvíst hvað verði um þau áform að semja um vopnahlé í ljósi sprengjutilræðisins. Ríkisstjórn Ísraels fundaði í gær- kvöld til að meta stöðuna en árásin kom í kjölfar sprengjutilræðis í norð- urhluta Ísraels í fyrradag þar sem sjö manns biðu bana. Sögðu fulltrúar stjórnvalda að loknum fundinum að ákveðið hefði verið að „sýna still- ingu“ og bregðast ekki við árásunum að svo stöddu. Sú stefna yrði hins vegar endurskoðuð ef tilefni væri til. Greindi sjónvarpsstöð í Ísrael frá því að Binyamin Ben Eliezer, varn- armálaráðherra Ísraels, hefði átt fund með Anthony Zinni, sáttasemj- ara Bandaríkjastjórnar, til að tjá fyrir. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að Zinni takist ætlunarverk sitt [...] og hringrás of- beldisverka verði stöðvuð,“ sagði Arafat. Ódæðismaðurinn hefði átt að vera á bak við lás og slá Samtökin Al-Aqsa lýstu ábyrgð á sprengjutilræðinu á hendur sér og tilkynntu fulltrúar Bandaríkja- stjórnar síðdegis að ákveðið hefði verið að setja þau á lista yfir alþjóð- leg hryðjuverkasamtök. Fulltrúar ísraelskra stjórnvalda greindu hins vegar frá því að sprengjumaðurinn hefði fyrir aðeins örfáum dögum verið handtekinn af palestínsku öryggislögreglunni. Maðurinn var að sögn handtekinn nærri Tulkarem á Vesturbakkanum og fluttu Palestínumenn hann í fang- elsi í Ramallah með vitund Ísraela. Sögðu Ísraelar að miðað við þetta hefði maðurinn með réttu átt að hafa verið á bak við lás og slá. Óvissa um framhald vopnahlésviðræðna Jerúsalem, Ramallah. AFP. Að minnsta kosti þrír Ísraelar biðu bana í sjálfsmorðs- árás í Jerúsalem gestina til að endurskoða rækilega fyrirkomulag þróunaraðstoðar enda hefði samvinna þjóða á þessu sviði ekki reynst nægilega árangursrík fram að þessu. „Núna er rétti tíminn til að gera þetta, í dag, hér í Mont- errey,“ sagði hann. Nægar sannanir fyrir því að þróunaraðstoð skili árangri Samþykkt hefur verið á vettvangi SÞ að stefna að því að fyrir árið 2015 skuli hafa tekist að fækka til helm- ings þeim sem neyðast til að draga fram lífið á minna en einum Banda- ríkjadal á dag, þ.e. eitt hundrað ísl. kr. Höfðu forsætisráðherrar Nor- egs, Danmerkur, Svíþjóðar, Lúxem- borgar og Hollands fyrir fundinn í Monterrey sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt var til þess að leiðtogar ríkja heims gerðu „hvaðeina sem þyrfti“ til að tryggja að þessu markmiði verði náð. Annan sagði hins vegar í gær að til að svo mætti verða þyrftu ríkari þjóðir að auka samanlögð árleg framlög sín til þróunarmála um a.m.k. 50 milljarða dollara, eða 5 þúsund milljarða ísl. kr. Annan viðurkenndi að margir hefðu efasemdir um gildi hefðbund- innar þróunaraðstoðar en bað menn að skoða málið ofan í kjölinn. „Það eru nægar sannanir fyrir því að þró- unaraðstoð skilar árangri. Þegar fé hefur verið beint til landa þar sem upplýstir stjórnmálamenn ráða ríkj- um leikur enginn vafi á því að tekist hefur að bæta lestrarkunnáttu íbúa og draga verulega úr barnadauða,“ sagði Annan. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði í gær á auðugri ríki heimsins að tvöfalda ár- leg fjárframlög sín til þróunarað- stoðar en hann sagði að án slíkrar aukningar væri hætta á að tilraunir til að draga úr fátækt í heiminum færu út um þúfur. Tveggja daga fundur u.þ.b. 50 þjóðarleiðtoga um þróunaraðstoð hófst í Monterrey í Mexíkó í gær en hann er haldinn í tengslum við ráð- stefnu Þróunaráætlunar SÞ um sama málefni. Vicente Fox, forseti Mexíkó, setti fundinn og hvatti hann Auðugri ríki heims tvö- faldi árleg framlög sín Monterrey. AFP, AP. Tveggja daga fundur 50 þjóðarleiðtoga um þróunaraðstoð hafinn í Mexíkó KVIÐDÓMUR í Lögmannsrétti í Noregi komst í gær að þeirri nið- urstöðu að hjónin Per og Veron- ica Orderud væru sek um að hafa vorið 1999 myrt aldraða foreldra Pers, sem og systur hans, að yf- irlögðu ráði. Þá voru Kristin Kirkemo Haukeland, hálfsystir Veronicu, og fjórði sakborningur- inn, Lars Grønnerød, líka fundin sek um þátttöku í skipulagningu og framkvæmd morðanna. Um er að ræða eitt umtal- aðasta dómsmál í norskri sögu en hjónin Kristian og Maria Orde- rud voru myrt ásamt dóttur sinni, Anne Orderud Paust, 22. maí 1999 á Orderud-býlinu rétt fyrir utan Ósló. Per og Veronica Orderud voru ekki viðstödd þegar niðurstaða kviðdómsins var lesin upp í Lille- strøm í gær, að því er fram kom í netútgáfu Aftenposten. Dómarar í Lögmannsréttinum, sem er eins konar áfrýjunardómstóll, eiga nú eftir að ákveða refsingu fjór- menninganna en talið er að hún verði hörð. Sakfellt í Orderud- málinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.