Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIÐBORGIN verður aldrei aftur sá verslunarkjarni sem hún var, heldur gegnir hún nú hlutverki mannlífsmið- stöðvar. Þetta kom m.a. fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á aðalfundi Þróunarfélags mið- borgarinnar á þriðjudag. Kaupmenn við Laugaveg segjast gáttaðir á ummælum borgarstjóra og söfnuðu í gær undirskriftum vegna um- mælanna og þeirrar stefnu sem þeir telja að þau marki í þróun miðborgarinnar. Framkvæmdastjóri Þróunar- félagsins, Einar Örn Stefáns- son, segir að Laugavegurinn og Skólavörðustígur verði áfram verslunargötur sem þurfi að efla. Kvosin hafi hins vegar fengið nýtt hlutverk þótt enn séu þar nokkrar sterkar verslanir. Verslun hrakin úr miðbænum „Það eru allir gáttaðir á ummælunum og hvert hún er að fara með þeim,“ sagði Jón Sigurjónsson, eigandi versl- unarinnar Jóns og Óskars við Laugaveg, sem ásamt fleiri verslunareigendum í mið- bænum stóð fyrir undir- skriftasöfnun í gær. „Þetta er kannski stefna R-listans, að gera miðborgina okkar að því sem borgarstjóri kallaði mannlífsmiðstöð. Við teljum nú að það hljóti að vera gott að hafa verslanir þar sem mannlíf er, en hún er í raun að hrekja alla verslun í burtu með þessari hugmynd sinni.“ Verslunarfólk á Laugavegi mótmælti ummælum borgar- stjóra með söfnun undir- skrifta í gær og hvatti borg- aryfirvöld til að stöðva undanhaldið og hefja nú þeg- ar öflugt uppbyggingarstarf í miðborg Reykjavíkur. Í þeim texta sem verslunarfólk skrif- aði undir segir að kaupmenn við Laugaveg lýsi undrun sinni á ummælum borgar- stjórans. „Ummælin lýsa ótrúlegri skammsýni á mik- ilvægi verslunar við uppbygg- ingu miðborgarinnar og fjöl- breyttara mannlífs í borginni.“ Þá segir að um- mælin séu ekki líkleg til að hvetja kaupmenn né aðra fjárfesta til þess að taka þátt í uppbyggingu miðborgarinn- ar. „Þau lýsa dæmalausum doða og dugleysi sem því miður hefur ríkt um málefni miðborgar Reykjavíkur alltof lengi.“ Fulltrúar fimmtán verslana við Laugaveg skrifuðu undir listann í gær. Gunnar Guð- jónsson hjá Gleraugnamið- stöðinni segir það sýna að fjölda kaupmanna hafi brugð- ið við ummæli borgarstjóra. „Þetta er almenn skoðun kaupmanna. Listinn styður okkur í því.“ Ummælin eiga við Kvosina „Þessi orð borgarstjóra eiga við Kvosina og auðvitað er það rétt sem hún segir að miðborgin dragi að sér fólk vegna ýmislegrar annarrar starfsemi en verslunar,“ sagði Einar Örn. „Fólk upp- lifir borgarkjarna á ýmsan hátt og nýtur hans vegna mannlífs og sögu. Það má segja að Kvosin verði ekki sami verslunarkjarni að nýju og hún var, en Laugavegur- inn og Skólavörðustígurinn munu halda sínum sessi sem aðalverslunarsvæði miðborg- arinnar. Verslunin er og verður ríkur þáttur í mið- borgarlífinu, hún er það sem dregur fólk að í öllum mið- borgum, líka hér á landi. Auð- vitað spilar þetta allt saman; verslun, sögulegar bygging- ar, söfn, veitingahús og stjórnsýsla. En fyrst og fremst kannski mannlífið sjálft.“ Einar Örn segir að sama þróun hafi átt sér stað í borg- um víða um heim. „Verslun- arhættir eru að breytast og mannlífið breytist með. En það verður alltaf verslun í miðborgum, hún er stór hluti þess aðdráttarafls sem þær hafa.“ Þróunarfélag miðborg- arinnar er hagsmunasamtök atvinnurekenda og íbúa í mið- borg Reykjavíkur. Hlutverk félagsins er að efla miðborg Reykjavíkur sem miðstöð stjórnsýslu, menningarlífs, verslunar og þjónustu. Ummæli borgarstjóra um framtíð miðborgarinnar falla í grýttan jarðveg hjá kaupmönnum Mannlífsmiðstöð í stað verslunar? Miðborg Morgunblaðið/Ásdís Verslun á Laugavegi og Skólavörðustíg mun halda sínu, segir framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar. VIÐ sali, garða og steina kenna leikskólar á höf- uðborgarsvæðinu sig meðal annars, en það hefur þó ekki endilega eitthvað að gera með þá líflegu starf- semi sem fram fer utan dyra sem innan, árið um kring. Leikskólarnir eiga það þó flestir, ef ekki allir sameiginlegt, að und- anfarna daga hafa börnin unað sér við páskaföndur og ýmislegt skemmtilegt hefur orðið til í smáum höndum þeirra. Guli liturinn hefur verið áberandi, hvort sem er á pappír, fjöðrum eða fagurlega málaður á steina, skeljar og fleira sem börnin hafa fundið í náttúrunni. Í leikskólanum Fífusölum í Kópavogi, sem opnaður var fyrir nokkrum mán- uðum, hefur 101 barn sem þar dvelst tekið þátt í páskaföndrinu af lífi og sál. Á Álfasteini í Hafnarfirði hafa börnin á deildunum fjórum haft margt fyrir stafni og mikið verið klippt, límt og málað. Börnin á Leikgarði eiga það meðal annars sameiginlegt að for- eldrar þeirra eru við nám í Háskóla Íslands. Meðan mamma og pabbi undirbúa sig fyrir prófin sem fara í hönd og fletta skruddum í Þjóðarbókhlöðunni syngja börnin, lesa ævintýri og föndra handa þeim skraut fyrir páskana. Páskaungar og páskaegg fylgdu því börnunum heim af leikskólum í gær þegar páskafríið hófst og þegar þau mæta á nýjan leik er tímabært að fara að hlakka til sumarsins og útivist- arinnar sem því fylgir á öll- um leikskólum. Páskarnir fara í hönd Höfuðborgarsvæðið Morgunblaðið/Kristinn Einbeitingin skín úr augum þessarar litlu hnátu sem er á leikskólanum Álfasteini í Hafn- arfirði og eggið tekur smám saman á sig rétta mynd. Morgunblaðið/Kristinn Hekla og Arna mála steina gula í leikskólanum Fífusölum. Síðan voru steinarnir faldir í garðinum og börnin söfnuðu þeim saman í páskakörfuna. Morgunblaðið/Þorkell Þessir strákar á Leikgarði voru að mála egg og klippa páskaskraut fyrir mömmu og pabba. TILLAGA að breyttu deili- skipulagi fyrir svokallaðan Rafha-reit við Lækjargötu í Hafnarfirði var samþykkt í skipulags- og umferðarnefnd Hafnarfjarðar á þriðjudag. Þá var einnig samþykkt til- laga bæjarskipulags um breytingu á aðalskipulagi bæjarins sem felur í sér að landnotkun fyrir Rafha-reit verði breytt úr þjónustu- og iðnaðarsvæði í íbúðarsvæði. Fyrirhugað er að reisa fjór- ar fimm hæða blokkir á reitnum. Rafha-reitur afmarkast af Lækjargötu, Hringbraut og Öldugötu. Íbúar hafa mótmælt með undirskriftum Gunnar Svavarsson og Trausti Baldursson óskuðu að bókað yrði að þeir höfn- uðu breytingu á deiliskipu- lagi eins og hún lá fyrir. „Íbúar á svæðinu hafa form- lega mótmælt með undir- skriftum þeim tillögum sem nú eru sýndar. Telja íbúar umfang bygginganna of mik- ið, hvað varðar hæð og íbúa- fjölda. Undirritaðir telja einnig að gera eigi deili- skipulag fyrir skipulagsreit- inn 41 Lækjargata – Hamar enda er hann á áætlun nefndarinnar í ár. Mikilvægi þess að hefja þegar deili- skipulagsvinnu á öllum reitnum m.a. vegna fyrir- hugaðrar stækkunar Flens- borgarskóla vegur mun meira í stað þess að skipu- leggja smáreiti líkt og alltof oft hefur verið gert í flýti- meðferð á kjörtímabilinu.“ Hafdís Hafliðadóttir, skipulagsstjóri Hafnarfjarð- arbæjar, segir að nú verði tillögurnar lagðar fyrir bæj- arráð og bæjarstjórn og þegar þær hafi verið af- greiddar þar fari þær í gegnum lögbundið auglýs- ingar- og kynningarferli. Þá hefur almenningur tækifæri til að gera athugasemdir við tillögurnar áður en deili- skipulag reitsins er endan- lega samþykkt. Tillaga að deili- skipulagi Rafha- reits samþykkt Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.