Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 6
...í allt sumar N O N N I O G M A N N I I Y D D A / sia .is / N M 0 6 8 2 1 DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BLÚNDA er ekki sama ogblúnda, þegar kannað erhvað liggur að baki gerðhennar. Sumar blúndur eru framleiddar í vélum, aðrar eru heklaðar af fimum fingrum og enn aðrar eru kniplaðar af mikilli list. Munurinn á heklaðri blúndu og knipl- aðri blúndu er sá að hekluð blúnda er búin til úr einum þræði með einu verkfæri en í kniplinu eru notaðir margir þræðir, óteljandi títuprjónar og framandi áhöld. Heimilisiðnaðarfélagið leggur metnað sinn í að viðhalda hverskonar aðferðum í handiðn og koma þannig í veg fyrir að sá hluti af menningararf- inum tapist niður. Hópur kvenna sem flestar eru í félaginu og áhugasamar um knipl, voru svo heppnar að ein þeirra er vinkona hinnar sænsku Gretu Johansson. Kona þessi hefur kniplað í fjóra áratugi og var skóla- stjóri í heimilisiðnaðarskóla í Svíþjóð til margra ára. Vegna þessa vinskap- ar og fyrir tilstilli sameiginlegs áhugamáls sóttist Greta eftir því að koma til Íslands og halda kniplinga- námskeið fyrir hópinn. Hvað er knipl? Kniplingar eru svo fíngerðar blúndur að engu er líkara en smá- vaxnir álfar hafi verið að verki. Blúnd- an er búin til á sérstöku kniplinga- bretti og hver þráður sem notaður er í verkið, er undinn upp á lítið trékefli sem kallast kniplistokkur. Greta út- skýrir hvernig farið er að: „Sá sem kniplar hefur ávallt tvenn pör af stokkum í hvorri hendi og þannig er misjöfnum þráðum víxlað á mismun- andi hátt, eftir því hvaða munstur er verið að vinna með. Í knipli er unnið með ákveðin slög: Heilslag, hálfslag og léreftsslag. Ekki má gleyma að stinga títuprjónum jafnóðum á rétta staði milli þráða í blúndunni sem verið er að knipla, því annars verður allt stopp og óhjákvæmilegt að rekja upp.“ Greta segir að oftast sé notaður mjög fínn þráður og algengastur er ljós hörþráður. Námskeiðskonurnar bæta því við að á fyrri tímum hafi ekki verið auðvelt að nálgast hör á Fróni og því séu ullarkniplingar neðan á samfellum gamalla skautbúninga æv- inlega úr handspunnu togi, sem hafi í raun verið góður kostur, því íslenski ullarþráðurinn hafi þá einstöku eig- inleika að fá silkiáferð með árunum. Þó knipl virðist mjög flókin aðferð við fyrstu sýn, segir Greta að svo sé í raun ekki, aðalatriðið sé að læra grunninn vel áður en lengra er haldið. Hún segir sum munstrin vissulega erfiðari en önnur en þó sé þetta mjög rökrétt aðferð og ekki ólík tækni í tölvufræði. Margra alda gömul aðferð Greta segir knipl eiga rætur að rekja til Ítalíu aftur til sextándu ald- ar. Hún segir það hafa þróast út frá fléttum og vefnaði. „Knipl var handverk fátæks al- þýðufólks og var einnig mikið stundað í klaustrum. Til eru listilega unnin kirkjuklæði með miklum kniplingum frá fyrri öldum. Þetta handverk þró- aðist í að verða umfangsmikill iðnaður í Evrópu. Þá voru heilu verksmiðj- urnar settar á legg þar sem fjöldi manns vann við að knipla fyrir hinn háa aðal, ýmist í fatnað, borðdúka, rúmföt eða hverskonar lín.“ Hún seg- ir að með tilkomu vélvæðingar hafi fólki smám saman fækkað sem kann að knipla. Nú sjái vélar um að fjölda- framleiða blúndur og borða. „En hefðin er sterk suður í Evrópu og enn í dag má sjá konur sitja úti á tröppum og knipla, sérstaklega á Spáni, í Hollandi og Belgíu, sem eru mikil kniplingalönd.“ Knipl í norðri Greta segir kniplið að öllum líkind- um hafa borist frá Danmörku til Ís- lands, en hérlendis varð knipl aldrei að iðnaði líkt og á meginlandinu. Þó var þessi aðferð stunduð nokkuð hér og skreytingar á íslenska faldbún- ingnum sem og upphlutnum, voru oft kniplaðar og þá gjarnan með gull- og silfurþráðum. Kunnáttan tapaðist því aldrei alveg niður og þær konur sem kenndu knipl og voru helstu sérfræð- ingar á þessu sviði á fyrrihluta tutt- ugustu aldar voru þær Karólína Guð- mundsdóttir sem var með vefstofu í Reykjavík og Kristín í Baldursbrá. Arftaki þessara kvenna í knipli var Anna Sigurðardóttir sem lengi kenndi hið forna handverk í Heimilis- iðnaðarskólanum og hópurinn sem sat á umræddu kniplnámskeiði mynd- aðist einmitt í kringum Önnu. En Anna lést fyrir nokkrum árum og á síðastliðnu ári barst hópnum hennar loks frekari leiðsögn frá sænska sér- fræðingnum Gretu. Hún var því að koma öðru sinni til Íslands til að ausa úr viskubrunni sínum á þessu sviði. Sterkur hópur Títtnefndur hópur áhugasamra kvenna um knipl varð til fyrir 15 árum og þær kalla sig kniplhópinn. Hann fer vaxandi og í honum eru nú rúm- lega 30 konur. Meðlimir kniplhópsins leggja sig fram um að bæta stöðugt við sig í kniplfræðum og þær voru því afskaplega þakklátar að fá Gretu aft- ur til sín. Sigrún Axelsdóttir er ein af stofn- endum kniplhópsins og hún segir þær halda fund þrisvar á ári. „Þá kniplum við stundum saman æfingaverkefni eða annað. Sumar okkar eru líka að prufa sig áfram með silkiþráð og silf- urlitan vír.“ Þær eru allar sammála um að kniplið sé mjög skemmtilegt og slak- andi. Þegar þær séu sestar niður við kniplbrettið geti þær ekki hætt! Sigrún segist greina vaxandi áhuga fyrir gömlu handverki, bæði knipli og öðru. „Við fáum konur til okkar á öllum aldri sem vilja læra þetta og ég veit af hóp á Akureyri sem hefur verið að knipla. Því miður veit ég ekki til þess að karlmenn knipli á Íslandi í dag, en vel má vera að þeir hafi gert það hér áður fyrr,“ svarar Sigrún þegar hún er innt eftir því hvernig hitt kynið standi sig í þessum fræðum. Aftur á móti segist ein úr hópnum hafa farið á gullkniplinganámskeið í Noregi og þar hafi fullorðinn herramaður kennt. Hún hrósar honum í hástert og segir hann mjög færan á þessu sviði enda geri hann mikið af kniplingum á norska þjóðbúninginn. Greta bætir við að í gamla daga í Svíþjóð hafi heilu fjölskyldurnar kunnað að knipla og karlar ekki síður en konur. Eins hafi karlar notað föt með kniplingum rétt eins og konur og þá sérstaklega efri stéttir og kirkjunnar þjónar. „Í gamla daga var börnum í mínu heimalandi einnig kennt að knipla og ekki var óalgengt að börn þyrftu að ljúka ákveðnum skylduverkefnum daglega í knipli, áður en þau fengu að fara út að leika sér,“ segir hin sér- fróða kniplkona Greta Johansson að lokum og virðist ekkert hafa á móti því að slíkar uppeldisaðferðir verði teknar í gagnið svo kunnáttan flytjist örugglega milli kynslóða. Hluti af íslenskri menningararfleifð Kúnstugt knipl Mikilvægi þess að tapa ekki niður kunnáttu í gömlu handverki er mörgum hugleikið. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti nokkrar kniplandi konur sem ótrauðar halda í heiðri fornri fingralist. Morgunblaðið/Golli Greta Johansson leiðbeinir Helgu Þórarinsdóttur við kniplkúnstina. Ásta Siggadóttir handavinnukennari lét smíða fyrir sig þetta forláta kniplbretti eftir fyrirmynd brettis í eigu Karólínu. Kniplistokkarnir eru úr birki og þegar þeim er slegið saman heyrist fagur birkisöngur. Þegar verkið er komið vel á veg stendur urmull af þéttskipuðum títu- prjónum upp af rúllunni sem fíngerð blúndan er unnin á. Sígildir kniplingar á kraga. Kristina Svíadrottning á barns- aldri um 1635 í kjól sem er hlað- inn kniplingum. Framan á kjóln- um er knipl úr gullþræði. Allar líningar, hálsmál og blúnduverk fremst á ermum er kniplað. khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.