Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 1
73. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. JÚLÍ 2002 SADHÚAR, þ.e. heilagir menn meðal hindúa á Indlandi, sitja við varðstöð hermanna í Jammu, vetrarhöfuðborg indverska sam- bandsríkisins Jammu og Kasmír. Þúsundir hindúa söfnuðust saman í borginni í gær til að hefja ár- lega pílagrímsferð að helgum helli, Amarnath, þar sem guðinn Shiva er sagður búa. Reuters Helgir menn í Jammu SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, var fullkunnugt um þau ódæðisverk sem her og lög- regla Serba frömdu í Kosovo á árun- um 1998–99. Fékk hann daglega fregnir af aðgerðum serbnesku ör- yggissveitanna gegn albönskum íbú- um Kosovo en þær urðu til þess að Atlantshafsbandalagið (NATO) hóf loftárásir á Júgóslavíu í mars 1999. Þetta sagði Rade Markovic, fyrr- verandi yfirmaður öryggismála í stjórn Milosevics, fyrir alþjóðastríðs- glæpadómstólnum í Haag í gær en þar er nú réttað yfir Milosevic. Milosevic er ákærður fyrir þjóðar- morð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð. „Vlajko Stojiljkovic [fyrr- verandi innanríkisráðherra Júgóslav- íu] var skylt að greina Slobodan Mil- osevic daglega frá aðgerðum sem fóru fram á vegum innanríkisráðuneytis- ins,“ sagði Markovic en hann er eitt af höfuðvitnum saksóknara. Er Marko- vic fyrsta vitnið úr innsta valdakjarna Milosevics sem vitnar um að forsetinn hafi sjálfur haft yfirumsjón með of- sóknum á hendur Kosovo-Albönum. Milosevic veill fyrir hjarta Fyrr í gær hafði Richard May, yf- irdómari hjá stríðsglæpadómstóln- um, sagt að læknisskoðun hefði leitt í ljós að Milosevic væri veill fyrir hjarta. Sagði May að Milosevic þyrfti nauðsynlega á hvíld að halda og hvatti hann til að leita aðstoðar lögmanns við vörnina til að draga úr álaginu. Milosevic neitaði í gær að verða við tilmælunum og sagðist ekki hafa í hyggju að útnefna lögmann vegna málarekstrar fyrir ólöglegum dómi. Milosevic vissi um ódæðin Haag. AFP. Maður úr innsta hring ber vitni KONUR úr röð- um pakistanskrar lögreglusveitar, sem ætlað er að berjast gegn flugræningjum og hermd- arverkamönnum, æfa bardagalist sína í búðum ná- lægt Karachi. Alls luku 59 manns tíu vikna strangri þjálfun í vikunni, þar af voru níu konur. Verður fólkið haft til taks á helstu flugvöllum og sumir verða um borð í vélum ríkisflugfélags landsins. Bar- daga- listin æfð Reuters BANDARÍKJAMENN lögðu í gær fram tillögur um róttækar breytingar á reglum um heimsviðskipti og miða þær að því að beinir og óbeinir styrkir til landbúnaðar verði lækkaðir í áföngum til að lögmál markaðarins fái að njóta sín. Talsmenn fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins tóku að sögn AFP-fréttastofunn- ar fremur dræmt í hugmyndirnar í gær og bentu á að þær virtust ekki samræmast bandarískum lögum frá því í maí um stórhækkun á niður- greiðslum til bandarískra bænda á næstu tíu árum. Embættismenn í Washington segja að komi nýju tillögurnar til framkvæmda muni niðurgreiðslurnar minnka á heimsvísu um á að giska 100 milljarða dollara á ári eða rúmlega 8.500 milljarða króna. Verður smám saman dregið úr greiðslunum og tak- markið að þær verði ekki hærri en 5% af andvirði afurða í atvinnugreininni. Breytingin á að verða í tveimur áföngum og á sá fyrri að taka fimm ár. Fyrst á að útrýma útflutningsbót- um, innflutningstollar verða lækkaðir og þeir samræmdir milli landa og einnig dregið mjög úr öðrum stjórn- valdsaðgerðum sem brengla heil- brigða samkeppni. Í seinni áfanga kæmi til greina að afnema tollana og aðrar hömlur á milliríkjaviðskiptum með öllu. Yrðu tímamörk síðari áfangans ákveðin í væntanlegum við- ræðum aðildarríkja Heimsviðskipta- stofnunarinnar, WTO, sem mun fjalla um þessi mál á fundi sínum í Mexíkó á næsta ári. Innflutningstollar nú 62% að meðaltali í heiminum Á fundi WTO í Doha í Katar í fyrra var ákveðið að hefja viðræður um að draga úr niðurgreiðslum með það í huga að þær hyrfu með tímanum. Mörg fátæk ríki í þriðja heiminum gætu aukið verulega útflutnings- tekjur sínar ef þau slyppu við háa tolla og óbeinar innflutningshindran- ir á borð við niðurgreiðslur til inn- lendrar framleiðslu í löndum ríkra þjóða. Robert Zoellick, viðskipta- fulltrúi Bandaríkjanna, sagði í gær að innflutningstollar á landbúnaðar- afurðir þar í landi væru að jafnaði um 12% en meðaltalið í heiminum væri um 62%. Ann Veneman, landbúnaðarráðherra Bandaríkj- anna, sagði að með hugmyndunum tæki þjóðin forystu í að koma á um- bótum í heimsviðskiptum með land- búnaðarafurðir. „Gildandi reglur WTO valda ójafnvægi og þessi tillaga myndi hafa í för með sér að banda- rískir bændur stæðu jafnfætis öðrum í heiminum,“ sagði Veneman. Viðskipti með landbúnaðarafurðir Vilja afnema tolla og nið- urgreiðslur Bandaríkjamenn leggja fram tillögur hjá WTO um róttækar umbætur BÁÐAR deildir Bandaríkjaþings samþykktu í gær ný lög sem eiga að hamla gegn braski og svindli í við- skiptalífinu. Er markmiðið að vekja aftur tiltrú almennings á efnahags- lífinu sem hefur minnkað mjög í kjöl- far bókhaldsfalsana sem mörg stór- fyrirtæki hafa orðið uppvís að. Nær allir fulltrúarnir greiddu at- kvæði með lögunum. Milljónir Bandaríkjamanna hafa misst drjúg- an hluta af lífeyrissparnaði sínum vegna hruns á hlutabréfum í Enron, WorldCom og fleiri risafyrirtækjum. Ráðamenn umræddra fyrirtækja eru sumir grunaðir um að hafa mis- notað aðstöðu sína til að bjarga eigin skinni áður en gengi bréfanna féll. Er ljóst að stjórnmálamenn vilja ekki sitja undir grunsemdum um að þeir haldi hlífiskildi yfir óheiðarleg- um kaupsýslumönnum. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær þegar ætla að staðfesta lögin. Lög gegn svindli Washington. AP, AFP. ÆÐSTI embættismaður í Gíbraltar, Peter Caruana, ákvað í gær að efnt yrði til þjóðaratkvæðis um framtíð svæðisins en stjórnvöld í London vís- uðu hugmyndinni á bug. Spánverjar krefjast yfirráða á svæðinu sem þeir misstu í hendur Bretum á 18. öld. „Óhugsandi er að samið verði um fullveldi Gíbraltarbúa gegn óskum þeirra og án samráðs við þá,“ sagði Caruana. Þorri Gíbraltarbúa er and- vígur því að svæðið verði spænskt. Bretar hafa áður heitið því að bera væntanlegan samning við Spán und- ir íbúana. Þjóðar- atkvæði í Gíbraltar? Gíbraltar. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.