Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 37 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ✝ Jensína Guð-laugsdóttir fæddist á bænum Steinstúni í Norður- firði í Árneshreppi 1. mars 1908. Hún lést á elliheimilinu Grund 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Jónsson bóndi, fædd- ur í Norðurfirði 2. desember 1865, d. 7. ágúst 1921, og kona hans Ingibjörg Jó- hannsdóttir húsmóð- ir, fædd á Kambi 19. febrúar 1865, d. 21. júní 1967. Eft- irlifandi bræður Jensínu eru Jó- hann Vilhjálmur, f. 6. júní 1906, og Jón, f. 15. ágúst 1909. Önnur systk- ini hennar voru: Guðlaug Þorgerð- ur, f. 20. janúar 1889, d. 7. nóv- ember 1976, Ólafur Andrés, f. 16. janúar 1891, d. 25. janúar 1891, Jónína, f. 18. maí 1892, d. 26. mars 1907, Karólína Vilhelmína, f. 25. júlí 1893, d. 24. apríl 1894, Guð- ríður, f. 8. febrúar 1895, d. 12. des- ember 1989, Guðrún Sigþrúður, f. 30. september 1897, d. 14. júní Kristni Þorgilssyni, f. 27. apríl 1940. Þau slitu samvistir. Þau eiga fjórar dætur: 1. Jenný Elva, f. 1969, gift Hermanni Birni Þor- steinssyni. Þau eiga synina Þor- stein Ými og Patrek Darra. 2. Guð- rún Olga, f. 1972, maki Benedikt Vagn Gunnarsson, þau eiga dótt- urina Evu Rut en áður á Olga son- inn Sigurð Erling Pétursson. 3. Berghildur, f. 1978, maki Helgi Hjartarson. Þau eiga synina Hjört Ísak og Ívar Breka. 4. Hrafnhildur, f. 1979. Jensína ólst upp hjá foreldrum sínum á Steinstúni. Hún fór ung að vinna fyrir sér, oftast í heimilis- hjálp, fyrst í sveitinni en svo á Ísa- firði og í Reykjavík. Á síldarárun- um vann hún í síld í Djúpavík. Hún var alltaf mjög tengd heimilinu á Steinstúni og dvaldi þar oft og vann ýmis störf innan sveitarinnar. Árið 1952 giftist hún Bjarna Jóns- syni, bónda í Dalsmynni á Kjalar- nesi, og bjuggu þau þar til ársins 1962 en fluttu þá til Reykjavíkur. Æ síðan bjó Jensína í Drápuhlíð 30 en bjó á elliheimilinu Grund síð- ustu fjóra mánuðina sem hún lifði. Jensína var alla tíð unnandi gömlu dansanna og stundaði þá reglulega alla ævi. Útför Jensínu fer fram frá Foss- vogskapellu á morgun, mánudag- inn 29. júlí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1915, og Gísli, f. 3. febrúar 1899, d. 27. janúar 1991. Jensína giftist Bjarna Jónssyni bónda í Dalsmynni á Kjalarnesi, f. 27. nóv- ember 1892, d. 16. júlí 1985. Bjarni átti tíu börn. Sonur Jensínu er: Hilmar Hjartarson pípulagningameistari, f. 14. apríl 1940. Faðir hans var Hjörtur Bjarnason, f. 24. des- ember 1913 í Stapadal í Arnarfirði, d. 26. jan- úar 1998. Eiginkona Hilmars er Sigríður Sigurðardóttir, f. 3. jan- úar 1945. Þau eiga þrjú börn. Þau eru: 1. Linda Björk, f. 1966, gift Jóni Þórðarsyni. Þau eiga dæturn- ar Nótt og Emblu. 2. Harpa Rut, f. 1970, í sambúð með Adam Eliasen. 3. Hjörtur, f. 1978. Dóttir Jensínu er Sigríður Fjóla Matthíasdóttir verslunarstjóri, f. 2. janúar 1947. Faðir hennar var Matthías Laxdal Björnsson, f. 7. nóvember 1919 á Felli í Árneshreppi, d. 31. mars 2002. Sigríður Fjóla giftist Árna Við hjónin vorum stödd í okkar fagra þjóðgarði Skaftafelli þar sem tilkomumiklir skriðjöklarnir streyma fram með sínum óstöðvandi fjölbreytileika eins og líf okkar mannanna, er tilkynningin um and- lát tengdamóður minnar barst okk- ur. Jensína, eða Jenný eins og hún var oftast kölluð, var fædd á Steinstúni í Árneshreppi. Þar sleit hún barns- skónum og vann ýmis störf í sveit- inni fram eftir árum. Hún var víða ráðskona, m.a. á Eyri við Ingólfs- fjörð, í Finnbogastaðaskóla og á verslunarstaðnum Kúvíkum. Einnig var hún í síld á Djúpavík þegar um- svifin voru þar hvað mest. Hún unni sveit sinni alla tíð og það gladdi hana ávallt að heyra fréttir þaðan, eins og oft er að finna hjá burtfluttum Ár- neshreppsbúum. Þaðan átti hún margar skemmtilegar minningar sem hún rifjaði oft á tíðum upp með okkur fjölskyldunni, jafnvel fór með ljóð og söng fyrir okkur leikdansa sem mikið voru iðkaðir í sveitinni á þeim árum. Þegar ég kynntist tengdamóður minni var hún nýflutt til Reykjavík- ur eftir að hún og eiginmaður hennar Bjarni Jónsson brugðu búi í Dals- mynni á Kjalarnesi. Hún tók mér af- skaplega vel enda sá hún fram á að draumurinn um að sonurinn væri að ganga út væri að rætast. Jenný var lífsglöð kona og stutt í hláturinn þrátt fyrir að hafa steytt á ýmsum skerjum í gegnum lífið. Í Dalsmynni eignaðist hún fastan samastað með dóttur sína Sigríði, er hún giftist Bjarna 1952. Sama ár flutti sonurinn Hilmar til þeirra en hann hafði alist upp hjá ömmu sinni Ingibjörgu, Gísla móðurbróður og konu hans Gíslínu á Steinstúni fram að þeim tíma. Í Dalsmynni var myndarbú á þessum árum með mik- inn bústofn. Bjarni var traustur maður og ákveðinn og rak sitt bú af miklum dugnaði. Það var ekki auð- velt að verða bóndakona á heimili þar sem tíu börn makans höfðu alist upp. Heimilið var oft mannmargt sem krafðist mikillar vinnu húsmóð- ur. Stundum fékk ég Jensínu til að segja frá þessum árum. Það var ekki létt fyrir hana þar sem þessi tími hafði verið geymdur djúpt inni í sál- arfylgsnum, þá spruttu stundum fram tár á hvarma. Auðvitað minnt- ist hún líka gleðistunda, en óneitan- lega var þetta erfiður tími. Eftir að Jenný og Bjarni fluttu til Reykjavíkur fór hún að vinna við húshjálp og vann fyrir sömu fjöl- skyldurnar árum saman eða fram yf- ir áttræðisaldur hjá þeim sem hún var lengst hjá. Hún hafði alltaf mikla ánægju af vinnu sinni og talaði um konurnar sem hún vann fyrir sem konurnar sínar, sem urðu líka vin- konur hennar. Aðaláhugamál Jennýjar var að dansa gömlu dans- ana í danshúsum borgarinnar. Það veitti henni mikla lífsfyllingu. Ást hennar á börnum sínum og síðar barnabörnum var einlæg. Hún trúði alltaf á það góða í þeim öllum og gaf þeim alla sína ást og umhyggju. Hún var dugleg að halda fjölskyldunni saman með kaffiboðum og aldrei mátti bregða út af þeirri reglu. Allt fram á þetta ár mundi hún afmæl- isdaga barnabarna og barnabarna- barna sinna og kom í afmæli eða hringdi til þeirra sem bjuggu úti á landi. Eitt af helstu persónueinkennum Jensínu var áhersla hennar á að vera sjálfstæð. Hún vildi helst enga þjón- ustu þiggja af nokkrum aðila, vildi ekki skulda neinum neitt og vildi sjá um sig sjálf að öllu leyti. Þetta varð til þess að fram að 94 ára aldri þáði hún ekki hjálp frá opinberum aðilum við þrif eða annað þrátt fyrir að vera orðin blind. Læknastéttin átti ekki upp á pallborðið hjá henni og varð það þess eflaust valdandi að hún tap- aði sjóninni smám saman. Hennar ákvörðunum varð ekki breytt frekar en gangi himintunglanna. Á seinni árum var Björgvin Guð- mundsson sambýlismaður Jennýjar og varð það til þess að hún gat leng- ur dvalið heima en ella. Við tengda- móðir mín vorum mjög nánar, það mátti helst ekki breyta út af föstum heimsóknardögum, sérstaklega síð- ustu árin. Þá var margt rætt yfir kaffibolla eða skroppið á kaffihús. Einnig á ég margar minningar sem ég geymi frá stundum okkar saman. Hvíl þú í friði. Þín tengdatóttir Sigríður. Þegar við minnumst ömmu koma fyrst upp í hugann allar þær góðu stundir sem við höfum átt með henni við eldhúsborðið í kjallaraíbúðinni hennar í Drápuhlíðinni. Þar höfum við oft setið og drukkið kaffi og rætt um lífið og tilveruna við ömmu sem skildi okkur betur en flestir aðrir. Ömmu fannst einna skemmtilegast að ræða ástamálin og því sögðum við henni oft leyndarmál sem við sögð- um engum öðrum. Amma skildi mál sem tengdust samskiptum kynjanna mjög vel og það var alltaf mest gam- an að koma til ömmu þegar maður hafði frá einhverju spennandi að segja á því sviði. Hún gat líka oft glatt okkur með sögum af sjálfri sér frá sínum ungdómsárum sem voru alls ekki ólíkar því sem við vorum að upplifa áratugum síðar. Þannig lærðum við að þótt tíminn hafi liðið og við byggjum í borg en amma hefði búið í sveit þá eru sumir hlutir eins og þeir séu settir í mót og lúti alltaf sömu lögmálum, hvar og hvenær sem er. Einhvern veginn var amma ekkert sérstaklega ömmuleg amma. Hún ræddi málin við okkur á jafnréttis- grundvelli en var lítið að reyna að ala okkur upp eða segja okkur hvernig við ættum að lifa lífinu. Enda fannst henni við, afkomendur hennar, hið æðsta kyn sem uppi hefur verið á þessari jörð og því vart hægt að gera okkur að betri mönnum. Það var aldrei neitt okkur að kenna og hún trúði engu slæmu upp á okkur. Það er gott að eiga dygga stuðningsmenn og í ömmu áttum við einn óbrigðulan sem gott var að leita til þegar maður missteig sig á einhvern hátt. Amma hafði svo sannarlega lifað tímana tvenna. Hún fæddist í lítilli afskekktri sveit norður á Ströndum þar sem ungt fólk bjó sjálft til sína leiki og tók þátt í lífi og starfi á heim- ilinu um leið og það hafði getu til. Amma fékk glampa í augun þegar hún talaði um barnæsku sína á Steinstúni og hversu gaman það var að alast upp í stórum systkinahópi. Á lífsævi sinni fékk amma vikulanga skólagöngu. Þar sem hún var kven- kyns var ekki talið að hún þyrfti að vera við nám því hún kunni þegar að lesa þegar hún fyrst hitti kennara. Hins vegar kunni hún utanað byrjun þeirra bóka sem til voru á heimilinu þegar hún var ung og við barnabörn- in höfðum gaman af að hlusta á hana þylja upp úr bókunum sem hún hafði lært utanað fyrir meira en hálfri öld. Amma vann við húshjálp frá því hún fór ung að vinna fyrir sér. Hún var stolt af starfi sínu og lagði upp úr því að vinna verkin sín vel. Hún hafði miklar skoðanir á því hvernig ætti að þrífa almennilega og fannst nútíma- aðferðir með tækjum og tólum aldrei geta komið í staðinn fyrir það að leggjast á hnén til að ná almennilega út í horn í skúringum. Enda var hún vinsæl og vann fyrir sama fólkið í áratugi. Það var sama hvaðan amma var að koma eða hvert hún var að fara, hún vildi alltaf líta vel út. Amma var mikil glingurkona og var oftast puntuð með eyrnalokka, armbönd og varalit og helst í fínum kjólum. Fram á tí- ræðisaldur lét amma reglulega lita á sér hárið og fannst það vera skylda kvenna að vera tilhafðar. Þess vegna fórum við oft í skárri föt, helst pils og litríkar flíkur, þegar heimsókn til ömmu var á döfinni því það gladdi hana meira að sjá okkur vel til fara. Það hefur gefið okkur mikið að eiga ömmu sem vinkonu. Það er merkilegt að eiga ömmu sem fæddist fyrir tæpum hundrað árum og hefur getað deilt með okkur reynslu sinni frá tímum sem eru svo ólíkir þeim nútíma sem við lifum, að stundum mætti halda þeir tilheyri öðrum heimi. Samt áttum við svo margt sameiginlegt með ömmu sem við gát- um spjallað um. Við þökkum ömmu fyrir góðar stundir í eldhúsinu henn- ar og annars staðar. Megi hún hvíla í friði. Linda, Harpa og Hjörtur Hilmarsbörn. Líður dagur lífs að kvöldi lokast brá sætt er víst að sofna þá, vakna svo í veröld nýrri vinum kærum hjá, eftir dauðans dá. (Ingvar Agnarsson.) Þegar ég sest nú niður í þeim til- gangi að festa á blað nokkur minn- ingarorð um Jensínu Guðlaugsdótt- ur frá Steinstúni, föðursystur mína, veit ég varla hvar skal byrja og hvar skal nema staðar. Allt frá því að ég man fyrst eftir mér á æskuheimilinu Steinstúni kemur Jenna, eins og hún var jafnan kölluð, inn í minninguna. Hvernig gæti svo sem annað verið svo ná- tengd sem hún var Steinstúnsheim- ilinu. Ég mun þó ekki rekja ætt hennar né æviferil hér. Það gera aðr- ir. Fyrst mun hún hafa farið að heim- an 18 ára að aldri. Af aðdraganda til þess sagði hún mér eitt sinn. Það at- vikaðist þannig að skipstjórinn á strandferðaskipinu Esju hafði séð þessa dökkhærðu, fríðu og tápmiklu stúlku er skipið kom á Norðurfjörð og gerði henni boð með afgreiðslu- manninum hvort hún vildi koma suð- ur og gerast starfsstúlka á heimili sínu í Reykjavík. Hún tók þessu boði og var í „vist“, eins og það var kallað, hjá fjölskyldu Ásgeirs Sigurðssonar skipstjóra í nokkur ár. Alla tíð síðan bar hún hlýjan hug til þessarar fjöl- skyldu. Húshjálp varð síðar hennar starf þegar hún vann utan síns heim- ilis og árum saman var hún hjá sömu fjölskyldunum og eignaðist vináttu þeirra enda var hún sérlega vand- virk og ekki spillti góða skapið og kátínan. En taugin var römm og Jenna kom aftur heim í sveitina sína og var hún og börn hennar viðloð- andi Steinstúnsheimilið fram undir fertugt. Þeirra tíma er gott að minn- ast. Á þessum árum var hún m.a. matráðskona í skólanum á Finn- bogastöðum á vetrum og vann á síld- arstöðinni á Eyri við Ingólfsfjörð. Jenna bar alla tíð mikinn kærleik til skyldmenna sinna og þráði samvistir við þau. Ég vil í þessu sambandi nefna þann kjark og áræði sem hún sýndi þegar hún kom, flestum að óvörum, um langan veg á niðjamót Steinstúnsættarinnar árið 1997, þá komin fast að níræðu. Þegar ég sem unglingur fór að fara að heiman var það sjálfsagður hlutur að fara í heimsóknir til Jennu, frænku minnar, hvort sem hún var á Ísafirði, Reykjavík eða bjó í Dals- mynni á Kjalarnesi, enda var það eitt af boðorðunum sem ég hafði með- ferðis að heiman. En hversu vel sem ég reyndi að rækja þessar heimsókn- ir hafði Jenna það jafnan á orði að ég ætti að koma oftar. Ekki var heldur að spyrja að viðmótinu. Þessi ynd- islega kona tók alltaf á móti gestum sínum með sama gleðibrosinu og léttri lund sinni. Jafnframt sinni ljúfu skapgerð hafði Jenna til að bera mikla skapfestu og tók sínar ákvarðanir á eigin forsendum, ef því var að skipta, og fylgdi þeim fram. Jenna var mjög félagslynd og hafði gaman af tónlist. Hún hafði yndi af að dansa og sótti dansleiki svo lengi sem heilsan leyfði og ekki lét hún sig vanta á samkomur sem haldnar voru af Félagi Árneshrepps- búa. Það var hennar félag. En fyrst og síðast var það móðurhlutverkið sem hún bar fyrir brjósti. Það voru börnin hennar og fjölskyldur þeirra sem áttu hug hennar allan. Síðustu misserin voru henni Jennu þung í skauti. Ellin sótti að og hún hafði misst sjónina. Átti hún af þeim sökum erfitt með að annast heimilisstörfin. Hún stóð þó meðan stætt var. Hún dvaldist á Elliheim- ilinu Grund síðustu mánuðina. Þegar við hjónin heimsóttum hana stuttu eftir að hún kom á Grund var aug- ljóst að henni var brugðið. Hinn geislandi kraftur var horfinn. Þegar rifjaðir voru upp atburðir frá göml- um dögum færðist bros yfir andlit hennar. Að leiðarlokum þakka ég og fjöl- skylda mín Jennu, frænku minni, samfylgdina og þá vinsemd sem hún sýndi okkur alla tíð. Blessuð sé minning Jensínu Guð- laugsdóttur. Guðlaugur Gíslason. JENSÍNA GUÐLAUGSDÓTTIR ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.