Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.2002, Blaðsíða 2
ingur við þá sem skulda vegna húsnæðiskaupa. Réttur til vaxtabóta stofnast á því ári þegar íbúð eða eignarhluti er keyptur eða bygging er hafin. Vaxtabætur ákvarðast samkvæmt upplýsingum á skattframtali og til SKATTSEÐILL 2002 barstlandsmönnum í síðustuviku. Hjá stærstum hlutaíbúðaeigenda var þar að finna uppgjör vaxtabóta. Margir fengu glaðning í formi greiddra vaxtabóta, en hjá öðrum runnu vaxtabætur til skuldajöfnunar á móti ógreiddum opinberum gjöld- um. Í ár er í þriðja skipti skulda- jafnað á móti gjaldföllnum afborg- unum og vöxtum af lánum Íbúðalánasjóðs, en Íbúðalánasjóð- ur í 14. sæti á eftir ýmsum op- inberum gjöldum sem ganga fyrir við skuldajöfnun vaxtabóta. Hjá hverjum var skuldajafnað? Vegna þess tíma sem það tekur að ganga frá álagningaseðlum verður Íbúðalánasjóður að senda Ríkisbókhaldi upplýsingar um ógreiddar gjaldfallnar afborganir af lánum með nokkrum fyrirvara. Við skuldajöfnunina er miðað gjaldfallnar afborganir með gjald- daga 15. júní og eldri sem ekki höfðu verið greiddar 5. júlí. Því var skuldajafnað hjá þeim hópi sem greitt hefur gjaldfallnar af- borganir eftir 5. júlí. Sú skulda- jöfnun verður endurgreidd í þess- ari viku. Hvað eru vaxtabætur? Þar sem verið er að fjalla um skuldajöfnun vaxtabóta er ekki úr vegi að gera grein fyrir ýmsu er snertir vaxtabætur. Vaxtabætur eru opinber stuðn- að fá vaxtabætur þarf að gera sundurliðaða grein fyrir lánum og vaxtagjöldum vegna íbúðakaupa. Þeir sem eru heimilisfastir hér á landi og kaupa eða byggja hús- næði til eigin nota, eiga rétt á vaxtabótum vegna vaxtagjalda af þeim lánum sem íbúðaröfluninni tengjast. Sama á við um þá sem kaupa búseturétt með almennu láni. Þá falla vaxtagjöld lána Íbúða- lánasjóðs vegna verulegra end- urbóta á íbúðarhúsnæði og lána vegna greiðsluerfiðleika, þ.e. lán sem sannanlega eru tekin til greiðslu á lánum sem notuð voru til öflunar íbúðarhúsnæðis, undir vaxtagjöld sem tekið er tillit til við ákvörðun vaxtabóta. Vaxtagjöld vegna lána til skemmri tíma en tveggja ára mynda stofn til vaxtabóta en ein- ungis á næstu fjórum árum (tekju- árum) talið frá og með kaupári og er þá miðað við dagsetningu kaup- samnings, eða á næstu sjö árum talið frá og með því ári þegar bygging er hafin eða til og með því ári sem húsnæðið er tekið til íbúðar ef það er síðar. Vaxtagjöld vegna fasteignaveð- skulda og skulda með sjálfskuld- arábyrgð við lánastofnanir sem upphaflega voru til tveggja ára eða lengri tíma eru ekki háð þess- um tímamörkum. Hvað teljast vaxtagjöld? Vaxtagjöld teljast gjaldfallnir vextir og gjaldfallnar verðbætur á afborganir og vexti. Einnig afföll af verðbréfum, víxlum og öðrum skuldaviðurkenningum. Afföllin reiknast hlutfallslega miðað við af- borganir á lánstíma. Afföll vegna sölu húsbréfa teljast eingöngu til vaxtagjalda þegar seljandi þeirra er jafnframt skuldari fast- eignaveðbréfs. Þá telst lántöku- kostnaður til vaxtagjalda. Útreikningur vaxtabóta Vaxtagjöldin mynda stofn til útreiknings vaxtabóta eftir ákveðnum reglum sem er að finna í leiðbeiningum með skattframtali ár hvert. Vaxtagjöld til útreikn- ings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af eftirtöldum þremur liðum: a) Vaxtagjöld vegna íbúðakaupa samkvæmt skattframtali b) 7% af eftirstöðvum skulda vegna íbúðakaupa á skattframtali. c) Hámark vaxtagjalda. Hámark hjá einhleypingi er 456.112 kr., hjá einstæðu foreldri 598.778 kr. og hjá hjónum, sambúðarfólki eða pari í staðfestri samvist 598.778 kr. Frá vaxtagjöldum samkvæmt framansögðu dragast 6% af tekju- stofni (hjá hjónum, sambúðarfólki eða pari í staðfestri samvist er miðað við samanlagðan tekjustofn beggja). Mismunur er vaxtabætur sem skerðast hlutfallslega fari eignir að frádregnum skuldum fram úr ákveðinni fjárhæð. Sú fjárhæð er kr. 3.430.678 hjá einhleypingi eða einstæðu foreldri. Vaxtabæturnar skerðast uns þær falla niður við 60% hærri eignamörk eða kr. 5.489.085. Hjá hjónum, sambúðarfólki eða pari í staðfestri samvist taka vaxtabæturnar að skerðast við eignamörk að fjárhæð kr. 5.686.940 uns þær falla niður við 60% hærri mörk eða kr. 9.099.104. Hámark vaxtabóta fyrir ein- hleyping er kr. 156.290, fyrir ein- stætt foreldri kr. 201.000 og fyrir hjón, sambúðarfólk eða par í stað- festri samvist kr. 258.459. Vaxtabætur og skuldajöfnun Markaðurinn eftir Hall Magnússon, yfirmann gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is Morgunblaðið/Kristinn 2 C ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir V IÐ Bergstaðastræti 17 stendur fallegt blátt timb- urhús. Þar búa á efri hæð og risi hjónin Kári Hall- dór Þórsson leikstjóri og Jenný Guð- mundsdóttir myndlistarkona. Þau keyptu hæðina og risið árið 1983 en þá var risið óeinangrað og rétt mann- gengt. Þar afleiðandi nýttist það ekki sem skyldi. „Það var alltaf ætlun okkar að stækka risið. Hæðin sjálf er aðeins rúmir sextíu fermetrar og það var þröngt fyrir okkur og þrjú börn. Við létum okkur þó hafa það í sjö ár. Elsti sonur okkar þurfti að þola það að deila herbergi með systrum sínum fram á sextán ára aldur en það held ég að sé afar sjaldgæft á íslensku heimili nútímans,“ segir Kári. „Risið sjálft var rétt manngengt undir mæni og við gátum ekkert notað það af ráði, það nýtist helst sem geymslu- pláss og leiksvæði fyrir elsta son okkar,“ heldur hann áfram. Fleiri en ein fjölskylda í sextíu fermetra húsnæði „Húsið er byggt í áföngum og er fyrsti hluti þess byggður um 1902. Að öllum líkindum hefur kjallarinn og fyrsta hæðin verið byggt fyrst, síðan hefur verið bætt ofan á efri hæð og lágu risi. Í lok fyrri heims- styrjaldarinnar var svo byggt við húsið á hliðinni og þar bætt við stiga,“ heldur hann áfram „Það er greinilegt að hér hafa búið margar fjölskyldur í gegnum tíðina, einhvers staðar heyrði ég að í þessu húsi hefði verið fyrsta vatnsklósettið í hverfinu. Við vitum að fleiri en ein fjölskylda lét sér sér nægja þessa sextíu fermetra hæð sem við bjugg- um í upphaflega. Þegar við fluttum hingað árið 1983 var greinilegt að hér höfðu verið tvö eldhús,“ segir Kári. Bárujárn frá upphafi aldarinnar „Það var svo árið 1990 að við fórum út í þær framkvæmdir að hækka hjá okkur risið, á sama tíma og í samráði við hina íbúa hússins var húsið allt tekið í gegn að utan. Það var löngu orðið tímabært því að járnið utan á húsinu var orðið mjög illa farið og þegar farið var að rífa utan af húsinu var greinilegt að sumstaðar var bárujárn frá upphafi aldarinnar þar sem naglarnir voru handgerðir,“ seg- ir Kári. „Húsið var allt einangrað að utan og skipt var um alla glugga og svo var að sjálfsögðu sett nýtt bárujárn á allt húsið. Við komum okkur saman um að hafa bárujárnið blátt á litinn en það hafði áður verið gult,“ heldur hann áfram. Birtan skiptir sköpum „Við létum Sigurð Björgúlfsson arkitekt teikna fyrir okkur risið. Það sem við í raun og veru gerðum var að lyfta þakinu, við tvöfölduðum hæðina undir mæni en hún hvílir enn á sömu útveggjum. Risið var hækkað um tvo metra undir mæni og í dag er íbúðin um hundrað og fimmtán fermetrar. Í risinu eru hjónaherbergi, barnaher- bergi, stofa og lítið baðherbergi,“ segir Kári. „Birtan hérna á neðri hæðinni er afar góð og skemmtileg. Okkur var mikið í mun að birtan í risinu fengi að njóta sín. Við létum því setja þrí- hyrnings glugga fyrir ofan kvistinn, bæði að framan og aftan, við létum líka bæta við litlum þríhyrndum gluggum í hliðarnar þannig að það er mikið gler í kvistinum,“ heldur hann áfram. „Það voru upphaflega litlir tígulaga gluggar á sitthvorum gafli hússins og við ákváðum að halda þeim,“ segir Kári. „Þar sem rýmið í risinu skiptist í nokkur herbergi brugðum við á það ráð láta sérsmíða fyrir okkur hurðar með gleri í. Inn í glerið setjum við síðan japanskan pappír sem hleypir birtunni í gegn. Birtan hérna uppi í risi flæðir þar af leiðandi vel í gegn og stækkar rýmið til muna,“ segir Kári. Gamalt handverk endurlífgað „Risið er allt innréttað í glærlökk- uðum krossvið. Ég sérhannaði lista sem ég geirskar og setti þá saman í munstur og lakkað yfir. Það gerir það að verkum að við þurfum aldrei að mála. Þetta var gert í gamla daga þegar erfitt var að fá annan við en krossvið, þá voru oft lagðir listar yfir samskeytin og myndað með þeim munstur. Þetta kemur mjög skemmtilega út og gerir risið afar hlýlegt,“ segir Kári. „Það verður að segjast að þetta var tímafrekt og mesta vinnan fór í þetta handverk. Ég fékk engan smið til þess að vinna þetta þannig að ég varð að kaupa mér geirskurðarhníf og fikra mig áfram. Þó að þetta hafi tekið allan þennan tíma og verið mik- ið vandvirknisverk var það þess virði þar sem þetta gefur risinu alveg ein- stakt yfirbragð,“ segir Kári að lok- um. Hækkuðu risið um helming Þessi tígulaga gluggi var á upphaflega risinu. Morgunblaðið/Arnaldur Þríhyrndum gluggum var bætt utan á hina hefðbundnu glugga til þess að auka birtu. Við Bergstaðastræti 17 búa hjónin Kári Halldór Þórs- son leikstjóri og Jenný Guðmundsdóttir myndlistar- kona. Fyrir tólf árum hækkuðu þau risið hjá sér um helming. Perla Torfadóttir ræddi við Kára Halldór. Efnisyfirlit Austurbær .................................. 43 Ás .......................................... 42—43 Ásbyrgi ........................................ 27 Bakki .............................................. 12 Berg ................................................ 11 Bifröst ............................................. 3 Borgir ............................................ 17 Brynjólfur Jónsson .................. 45 Búmenn ........................................ 25 Eign.is .......................................... 32 Eignaborg .................................... 35 Eignamiðlun .......................... 12—13 Eignaval ........................................ 21 Fasteign.is .................................. 33 Fasteignamarkaðurinn ............. 18 Fasteignamiðlunin .................... 38 Fasteignamiðstöðin .................. 35 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 46 Fasteignasala Íslands .............. 35 Fasteignastofan ........................ 23 Fasteignaþing ............................. 39 Fjárfesting .................................. 22 Fold ............................................... 48 Foss ............................................... 22 Frón ................................................. 7 Garðatorg ..................................... 16 Garður ............................................. 5 Gimli ................................................ 6 Híbýli ............................................ 37 Híbýli og skip .............................. 27 Holt ......................................... 14—15 Hóll ............................................... 47 Hraunhamar ........................ 30—31 Húsakaup ....................................... 4 Húsavík ........................................... 7 Húsið ............................................. 19 Húsin í bænum ............................ 41 Höfði ................................................ 9 Höfði Hafnarfirði .......................... 8 Íslenskir aðalverktakar ........... 29 Kjöreign ....................................... 20 Laufás .......................................... 28 Lundur ................................. 24—25 Lyngvík ........................................ 44 Miðborg ......................................... 10 Óðal ................................................. 8 Skeifan ......................................... 34 Smárinn ........................................ 19 Valhöll .................................. 36—37 Þingholt ....................................... 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.