Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 11 FJÖLDI þeirra sem er á biðlista eftir heyrnartækjum hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, HTÍ, hef- ur minnkað um helming frá sama tíma í fyrra og eru nú um 775 manns á listanum. Biðtíminn hefur einnig styst um helming á sama tíma og er nú verið að afgreiða fólk sem flest hefur beðið frá því í nóv- ember á síðasta ári. Þá hefur sala heyrnartækja stóraukist milli ára. „Þetta með biðtímann er auðvit- að ekki nógu gott en vonir standa til, ef fjárveitingar verða fyrir hendi í tækjakaup, að unnt verði á næsta ári að stytta biðtímann niður í þrjá til fjóra mánuði sem er við- unandi miðað við að tæki eru öll pöntuð frá Danmörku,“ segir Sig- ríður Snæbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heyrnar- og tal- meinastöðvar Íslands. Í kjölfar endurskipulagningar á starfsemi HTÍ, sem stendur enn yfir, hefur sala heyrnartækja stór- aukist það sem af er árinu, eða um 219% frá því í fyrra. Eftir fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur sala heyrnartækja aukist um 219% mið- að við sama tíma í fyrra. Í ár er búið að selja 1.764 tæki miðað við 806 eftir fyrstu sjö mánuðina 2001 en allt síðasta ár voru seld 1.720 tæki. „Starfsfólkið hefur lagt sig fram við að auka afköst og bæta þjón- ustu stöðvarinnar og er árangurinn þegar kominn í ljós. Á árinu hefur starfsemin aukist verulega en hins vegar eru starfsmenn ívið færri og orðið brýnt að fjölga þeim,“ segir Sigríður en fyrstu sjö mánuðina fjölgaði komum til læknis um 19%, heyrnarmælingar jukust um 23% og gerð hlustarmóta jókst um 8% milli ára. Heyrnarskert börn kölluð inn Að sögn Sigríðar er margt fleira á döfinni hjá HTÍ. Eru nú að hefj- ast í fyrsta sinn kerfisbundnar inn- kallanir allra heyrnarskertra barna á forskóla- og grunnskólaaldri þar sem boðið er upp á heyrnarmæl- ingar, stillingar á tækjum, fræðslu fyrir foreldra og fleira. Þetta mun verða árlegur viðburður. Af öðrum nýjungum í starfsemi stöðvarinnar má nefna að út er kominn bæklingur með ítarlegum ráðleggingum um notkun heyrnar- tækja. Bæklingurinn er bæði ætl- aður notendum heyrnartækja og starfsfólki sem hjálpar og leiðbein- ir við notkun þeirra. Útgefandi er danska fyrirtækið Widex, sem framleiðir heyrnartæki, en um ís- lenska þýðingu sá starfsfólk HTÍ. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands Styttri bið eftir heyrnartækjum og fleiri tæki seljast UMTALSVERÐUR bati er í ám á vestanverðu Norðurlandi eins og víðast hvar á landinu. Þannig var Víðidalsá komin með rétt um 800 laxa í gær að sögn Ragnars bónda á Bakka, formanns veiðifélags Víðidalsár og Fitjár, og Miðfjarð- ará komst yfir 700 laxa um mán- aðamótin. Aðeins rúmlega 400 lax- ar veiddust í henni í fyrra og rúmir 500 í Víðidalsá, þannig að hér er veruleg uppsveifla á ferð- inni. Ragnar á Bakka sagði aflann mest vænan smálax, en gott slang- ur væri einnig af tveggja ára hrygnum. Minna væri hins vegar um stóru hængatröllin sem yfir- leitt prýða aflann í Víðidalsá. Hjá leigutaka Miðfjarðarár, fyrirtæk- inu Lax-á, fengust þær upplýsing- ar að veiði væri enn góð, t.d. hefðu 18 laxar veiðst á sunnudaginn og 19 á laugardaginn. Mikið vatn er í ánum og skilyrði góð í sjatnandi vatni. Lax er enn að ganga. Þetta er að því leyti umtalsverður bati í Miðfjarðará, að síðsumars hefur enginn maðkur verið settur í ána og það vantar því stórveiðina sem fylgir maðkahollinu. Ekki er ólík- legt að milli 900 og 1.000 laxar væru komnir úr ánni ef maðkur væri enn leyfður en fluguveiðin þykir dreifa veiðiskapnum meira. Fínt sumar í Hítará Í vikubyrjun voru komnir 389 laxar af aðalsvæði Hítarár skv. fréttum frá SVFR, efri svæðin hafa gefið 40 til 50 laxa til við- bótar. Veitt er nokkuð fram í sept- ember þannig að talan mun hækka enn. Mikill lax er í ánni og enn sjást nýrenningar. Fréttir úr ýmsum áttum Um 200 fiskar eru komnir úr Korpu og veiði er góð um þessar mundir, þannig gaf mánudagurinn 9 laxa og sunnudagurinn 7 stykki. Svalbarðsá í Þistilfirði er komin með yfir 200 laxa og sex daga holl var að ljúka veiðum með tæpa 40 laxa. Síðasta holl í Hrútafjarðará var með 14 laxa og áin er komin yfir lokatölu síðasta árs, eða um 150 laxa. Fjórir laxar veiddust á svæðum 1 og 2 í Stóru-Laxá áður en flóðið brast á um helgina og í gærmorg- un veiddust 5 laxar og nokkrir sluppu á svæði 4 er vatnið var loks farið að sjatna aftur. Svæði 4 var þá komið með 65 laxa, svæði 3 var með 18 laxa á sunnudagskvöld og svæði 1 og 2 46 laxa. Þetta er nær allt smálax, en menn voru þó að setja í en missa tröll á efsta svæð- inu í gærmorgun, bæði í Hunda- stapa og Hólmahyl. Gljúfurá í Borgarfirði var komin með 123 laxa í gærmorgun. Þar er mikið óselt og þeir sem skreppa koma sælir og glaðir að hvíldri á með löxum í flestum hyljum. Sjö laxar veiddust í síðasta holli í Reykjadalsá í Borgarfirði og ein- hverjir tugir laxa eru komnir þar á þurrt. Áin tekur jafnan við sér í september. Norðurá í vetrarhvíld Um þessar mundir er árnefnd Norðurár að taka síðustu köstin á þessari vertíð og ganga frá eftir magnað veiðisumar. Síðustu tölur eru 2.278 laxar og viðbúið er að nokkrir bætist við. Síðasta sumar veiddust 1.373 laxar í ánni, um- skiptin eru því ævintýri líkust. Smáleiðrétting Í veiðipistli í gær var Einar Sig- fússon sagður annar leigutaka Haffjarðarár. Rétt er, að hann er annar eigenda árinnar. Friðrik Friðriksson með 14,5 punda lax úr Skarðsstrengjum í Stóru- Laxá, svæði 1–2, þann stærsta af svæðinu í sumar, veiddur á spón. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Haust- veiðin byrjar vel HÓPUR fólks kom saman á Aust- urvelli í hádeginu í gær til mót- mælastöðu gegn Kárahnjúkavirkj- un og gerð uppistöðulóns við Þjórsárver. Guðmundur Páll Ólafs- son náttúrufræðingur telur að um 50 manns hafi þarna verið saman- komnir en hann flutti tölu á fund- inum. „Ég hvatti fólk til samstöðu gegn þessum geigvænlegu nátt- úruspjöllum og fráleitu framtíð- arsýn fyrir börnin okkar, að eyði- leggja þennan grunn sem þarna er fyrir atvinnustarfsemi.“ Guðmundur Páll segir að sér finn- ist það skjóta skökku við að íslensk sendinefnd sé í Jóhannesarborg að ræða sjálfbæra þróun „á sama tíma og við erum að vinna gegn sjálf- bærri þróun á hálendi Íslands. Við erum að framleiða svarta orku með þessum virkjunum, því lónin fyllast og landið verður ónýtt á eftir“. Bæt- ir hann við að náttúra Íslands sé höfuðstóll sjálfbærrar þróunar, ef hún sé eyðilögð verði færri tækifæri fyrir komandi kynslóðir. Guðmundur Páll segir að mót- mælunum verði framhaldið út vik- una. Í dag mun Þorsteinn Sig- urlaugsson hagfræðingur halda tölu og Einar Ó. Þorleifsson nátt- úrufræðingur á fimmtudag. Morgunblaðið/Kristinn Mótmælastaða gegn fram- kvæmdum á hálendinu HUGMYNDIR eru uppi í tengslum við umræður um fjárhagsvanda Landspítala – háskólasjúkrahúss og vaxandi þörf á hjúkrunarrými fyrir aldraðra að nýta Vífilsstaði í þessu skyni til skemmri tíma litið. ,,Vífilsstaðir hafa til skamms tíma verið notaðir sem sjúkrahús og það stendur núna autt. Menn eru að velta því fyrir sér hvort hægt er að taka það í notkun fyrir hjúkrunarrými. Þó að þar sé kannski ekki fyrirmyndarað- staða, því það yrði ekki byggt svona hús í dag, þá getur þarna verið um úr- ræði að ræða sem vert er að nýta þar til annað gefst,“ segir Jónína Bjart- marz, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis. Langtímamarkmið að gera öldruðum kleift að vera heima ,,Á sama tíma eru menn einnig að tala um að samkvæmt heilbrigðis- áætlun, sem nýbúið er að samþykkja á Alþingi, þá er langtímamarkið að ráðast í hvers konar ráðstafanir sem geta tryggt gömlu fólki að vera lengur heima hjá sér, með því að efla heimahjúkrun og aðra þjónustu heima fyrir,“ segir Jónína. Þessar hugmyndir voru til umræðu á fundi heilbrigðisnefndar sl. föstudag. Vífilsstaðir hugsanlega sem hjúkrunar- rými aldraðra FÆREYINGAR tóku nýtt varðskip, Brimil, í notkun fyrir tæpum tveimur árum og segir skipstjórinn, Jan Kristoffersen, að skipið hafi reynst mjög vel. Þó hefur jafnvægiskerfið ekki virkað jafn vel og vonast var til. „Það hefur breytt miklu að fá þetta stóra skip. Okkur finnst við betur í stakk búin nú til að útfæra þau verkefni sem okkur eru falin og er fiskveiðieftirlit innan fær- eysku landhelginnar öfl- ugra,“ segir Kristoffersen. Skipið er einnig kallað út í ýmis björgunarverkefni auk þess sem það er skólaskip. Landhelgisgæslan í Færeyjum á annað varðskip, Tjald, sem er 44,5 metra langt og var byggt árið 1976 og 13 metra langan bát sem heitir Spogvin, en hann er einungis notaður uppi við ströndina. Þá hefur færeyska landhelgisgæslan aðgang að tveimur þyrlum. Brimil kom til Færeyja í október árið 2000 en það var smíðað í Myklebust í Gursken í Noregi. Skipið er 1.503 brúttótonn, 450 nettótonn, 63,6 metra langt og 12,6 metra breitt. Kostaði það 97 danskar milljónir eða um milljarð íslenskra króna. 24 menn eru í áhöfn skipsins, 12 hverju sinni og eru vaktaskipti á tveggja vikna fresti. Getur skipið náð allt að 17–18 hnút- um. Þær upplýsingar fengust hjá fær- eysku landhelgisgæslunni að borið hefði á vandamálum með hliðarjafn- vægi í skipinu. Skipið er búið mjög þróuðu tölvustýrðu jafnvægiskerfi sem dælir sjó inn og út úr skipinu eft- ir þörfum hverju sinni. Framleiðandi kerfisins frá Þýskalandi hefur komið tvisvar til Færeyja til að reyna að laga kerfið og eru Færeyingar bjartsýnir á að það muni ganga eftir. Davíð Oddsson forsætisráðherra sigldi með skipinu þegar hann var í opinberri heimsókn í Færeyjum á dögunum. „Þetta er mjög fallegt skip og öflugt og geta þeir verið ánæðir með það. Við erum með svo- lítið gömul varðskip sjálf sem við þurfum að gera bragarbót á. Það er athygl- isvert að Færeyingar eru með færri menn í áhöfn en við erum vanir að vera. Með 10–12 manna áhöfn þegar við erum með nærri 20 manna áhöfn,“ segir for- sætisráðherra. Davíð segir að Íslending- ar hafi gert ráð fyrir að kaupa stærra varðskip. Brimil sé á stærð við þau varðskip sem nú sigla um ís- lensku landhelgina. „Þau eru hins vegar orðin gömul og við þurfum á því að halda að fá nýtt skip. Það er í athugun en það má ekki spenna það upp úr öllu valdi peninga- lega. Þetta skip mun hafa kostað í kringum einn milljarð íslenskra króna, en nýjustu áætlanir um varð- skip eru komnar nálægt 3–3,5 millj- örðum íslenskra króna sem er millj- arði meira en við gerðum ráð fyrir í upphafi. Við höfum því aðeins hægt á því máli og skoðað það á nýjan leik.“ Aðspurður hvenær verði tekin ákvörðun um að kaupa nýtt varðskip segist Davíð vona að það verði fljót- lega. „Dómsmálaráðherra mun vænt- anlega gera tillögu um það til ríkis- stjórnar áður en langt um líður,“ segir ráðherra. Færeyingar ánægðir með varðskipið Brimil Hefur breytt miklu að fá þetta stóra skip Varðskipið Brimil við höfn á Vogum á Suðurey. Bor- ið hefur á vandamálum með jafnvægiskerfi skipsins. Morgunblaðið/Nína Björk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.