Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is HÖNNUN LIST AÐALFUNDUR Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga var haldinn á Hótel Selfossi 30. og 31 ágúst. Val- týr Valtýsson var endurkjörinn for- maður samtakanna en nokkurs titr- ings gætti á fundinum þegar nýir fulltrúar eftir sveitarstjórnarkosn- ingar og sameiningarferli sveitarfé- laga leituðu jafnvægis milli svæða og stjórnmálauppruna manna við skipan í stjórn og starfsnefndir samtakanna. Til fundarins voru boðnir fulltrú- ar samtaka sveitarfélaga á Suður- nesjum og frá Hornafirði sem er í takt við áhrif nýrrar kjördæma- breytingar á samstarf sveitarfélaga innan nýs kjördæmis. Mikill einhugur ríkti á fundinum og góð samstaða við afgreiðslu ályktana fundarins. Efling menningar og menntunar Fjöldi ályktana var afgreiddur á aðalfundinum. Frá mennta- og menningarmálanefnd var afgreidd ályktun þar sem fagnað er stórhuga áformum um uppbyggingu Íþrótta- og ólympíumiðstöðvar á Laugar- vatni og skorað er á menntamála- ráðherra að varðveita sögufrægar skólabyggingar. Fundurinn sam- þykkti að taka þátt í viðræðum við ríkisvaldið um uppbyggingu mið- stöðvarinnar. Fundurinn beindi því til stjórnar SASS að skipa þriggja manna sam- starfsnefnd sem marki skýra stefnu um frekari uppbyggingu háskóla- náms á Suðurlandi. Nefndin taki upp viðræður við menntamálaráð- herra um framtíð háskólanáms í samvinnu við Fræðslunet Suður- lands. Aðalfundurinn samþykkti að sveitarfélög á Suðurlandi tækju þátt í verkefni um uppbyggingu Menn- ingarsalar Suðurlands á Selfossi sem nemur 10 milljónum, að því gefnu að önnur fjármögnun sé tryggð. Salur þessi sem staðið hefur fokheldur í um tvo áratugi hefur verið sérhannaður fyrir tónlistar- flutning, leiklist og ráðstefnur. Unn- ið er að undirbúningi framkvæmda við innréttingu og frágang hans. Þá skoraði fundurinn á mennta- málaráðherra að ganga nú þegar frá samningi um byggingu íþróttahúss við Fjölbrautaskóla Suðurlands og bent á að þar séu nemendur liðlega 800. Stór verkefni í samgöngumálum Fundurinn lagði áherslu á fjölda verkefna í samgöngumálum. Skorað var á þingmenn að beita sér fyrir auknu fjármagni til tengivega og bent á mikilvægi þeirra í vegakerfi Sunnlendinga. Skorað er á þing- menn og Vegagerðina að taka upp meira samstarf við sveitarstjórnir um forgangsröðun verkefna í vega- málum landshlutans. Þá var skorað á stjórn SASS að boða til sérstaks aukafundar um samgöngumál á Suðurlandi með sveitarstjórnum, þingmönnum, Vegagerð og ráð- herra með það að markmiði að fund- urinn samþykki samræmda vega- áætlun fyrir Suðurland. Fagnað var framkvæmdum við að fækka einbreiðum brúm en stærsta verkefnið þar er endurnýjun Þjórs- árbrúar. Þá er lögð áhersla á að hvergi verði hvikað frá áformum um Suðurstrandarveg. Skorað er á yf- irvöld að byggja upp Gjábakkaveg milli Þingvalla og Laugarvatns. Enn eitt árið var samþykkt ályktun um lýsingu Suðurlandsvegar um Hellis- heiði og Þrengsli. Eru yfirvöld sam- göngumála hvött til að hraða breikkun á veginum og skorað á þau að lýsa veginn einnig. Þá telur fundurinn brýnt að hafist verði handa við byggingu brúar á Hvítá til að tengja betur sveitar- félög í uppsveitum Árnessýslu. Loks er skorað á þingmenn og rík- isstjórn að efla framkvæmdir við hélendisvegi. Atvinnumálin eflist Í atvinnumálum er ríkisvaldið hvatt til þess að koma að samningi við Hestamiðstöð Suðurlands ehf. um uppbyggingu á Rangárbökkum. Skorað er á Landsímann að hraða uppbyggingu gagnaflutningskerfi og ADSL-tenginga um allt land. Einnig er lögð áhersla á uppbygg- ingu GSM-farsímakerfisins svo það nái að þjóna sem öryggisþáttur. Skorað er á þingmenn og ríkis- stjórn að beita sér fyrir lækkun flutningskostnaðar á landsbyggð- inni. Þá er í atvinnumálum skorað á Alþingi og ríkisstjórn að auka fram- lög til Byggðastofnunar svo hún geti af meira afli stutt við at- vinnuþróunarfélög, sem sinna at- vinnuráðgjöf á landsbyggðinni. Loks er í ályktunum um atvinnu- mál hvatning til samgönguráðherra að flytja æfinga- og kennsluflug á Selfossflugvöll og lýst stuðningi við fram komna hugmynd þess efnis. Í umhverfis og heilbrigðismálum er því fagnað að loks skuli hafa birst skýrsla starfshóps um salmonella og campylobacter í dýrum og umhverfi á Suðurlandi en jafnframt harmað hvað það hafi tekið langan tíma. Lögð er áhersla á að stuðningur rík- isins við fráveituframkvæmdir haldi áfram hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Fundurinn fagnar þeim áfanga sem fyrir liggur varðandi viðbygg- ingu við Sjúkrahús Suðurlands og lögð áhersla á aðbúnað í anda nú- tíma krafna. Þjóðlendur, löggæsla og verkaskipting Aðalfundurinn hvatti sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu til að íhuga vandlega hvort ákveðin ágreiningsmál um mörk þjóðlendna verði tekin upp hjá almennum dóm- stólum. Tómlæti hvað þetta varðar geti haft ríkt fordæmisgildi. Fund- urinn hvetur ríkisvaldið til að beita áhrifum sínum í þá átt að óbyggða- nefnd kalli ekki fram frekari kröfu- lýsingu um þjóðlendumörk frá hendi ríkisins í öðrum landshlutum á meðan niðurstaða dómstóla liggur ekki fyrir. Aðalfundurinn krefst þess í álykt- un að ríkisvaldið hækki verulega fjárveitingar til löggæslu á Suður- landi svo lögreglan nái að sinna lög- boðnum skyldum. Í greinargerð er m.a. bent á að íbúatalan á Suður- landi tvöfaldist á venjulegum sum- ardegi og þrefaldist jafnvel á anna- sömustu ferðahelgum. Verkaskipting ríkis og sveitarfé- laga var tekin til umfjöllunar og bent á nauðsyn þess að saman fari framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð. Því sé mikilvægt að ríkið yfirtaki sem fyrst allan kostnað af byggingu framhaldsskóla, heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Í stjórn samtakanna voru kjörnir: Valtýr Valtýsson, Rangárþingi ytra, formaður og Torfi Áskelsson, Ár- borg, varaformaður. Aðrir í stjórn: Þorsteinn Hjartarson, Hveragerði, Sigurður Bjarnason, Sveitarfé- laginu Ölfusi, Sveinn Pálsson, Mýr- dalshreppi, Sveinn Sæland, Blá- skógabyggð, Ragnheiður Hergeirsdóttir, Árborg, Þorvaldur Guðmundsson, Árborg, og Ágúst Ingi Ólafsson, Rangárþingi eystra. Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hótel Selfossi 30. og 31. ágúst Mikil áhersla lögð á þróun og uppbygg- ingu á Suðurlandi Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá aðalfundi SASS sem haldinn var á Hótel Selfossi. Valtýr Valtýsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, er í ræðustól. „SVEITARFÉLÖGIN hafa staðið sig miklu betur en rík- ið gerði í málefnum grunnskólans. Það er annað ástand og betra í grunnskólunum núna, þar ríkir friður og ró,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Samtaka ís- lenskra sveitarfélaga, meðal annars er hann ávarpaði að- alfund Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga laugardaginn 31. ágúst. Nefndi hann grunnskólann sem vel heppnað verkefni sem sveitarfélögin hefðu tekið við frá ríkinu. Í ávarpi sínu gagnrýndi hann ríkisvaldið fyrir seinagang og að draga lappirnar í framkvæmd ýmissa mála sem gengið hefði verið frá. Nefndi hann í því sambandi seinagang í fram- kvæmd yfirlýsingar frá 29. desember á síðasta ári sem undirrituð var af fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Sagði hann embættismenn gjarnan tefja fyrir framkvæmd mála væru þeir ekki sammála. Dæmi um þetta væru mál- efni húsaleigubóta og fasteignaskatts sem kostað hefðu ótal fundi. Vilhjálmur sagði að gera mætti miklu betur í samskiptum ríkis og sveitarfélaga en verið hefði. Hann kynnti í ávarpi sínu helstu áherslur sambandsins á landsþingi þess á Akureyri í lok september. Kjörorð þingsins yrðu Búseta – lífsgæði – lýðræði. En framtíð- arsýn íslenskra sveitarstjórnarmanna grundvallaðist á þessum þáttum. Á þinginu yrði farið yfir hlutverk og framtíð sveitarstjórnarstigsins með heildarstefnumótun í huga og í því efni væri lögð rík áhersla á umræður. Vilhjálmur sagði að sameining sveitarfélaga og um- ræður um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi myndu örugglega setja svip sinn á þingið ásamt því að taka þyrfti afstöðu til verkefna varðandi grunnskólann og þjónustu við fatlaða. Umræðan um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga yrði sífellt háværari, að línur væru skýrar s.s. varðandi stofnkostnað framhaldsskóla og byggingu og viðhald sjúkrastofnana. Þá þyrfti að ræða um farveg samskipta ríkis og sveitarfélaga. Einnig þyrfti á þinginu að fjalla um samskipti sveitarfélaganna við íbúana í ljósi vaxandi þjónustukrafna og takmarkaðra tekjustofna. Landsþinginu verður, að sögn Vilhjálms, skipt upp í 7 vinnunefndir og sagði hann að umræðugrunnur hefði ver- ið settur upp og yrði sendur fulltrúum. Þá yrðu lög sam- bandsins endurskoðuð í ljósi breyttrar kjördæmaskip- unar, kjörsvæði fulltrúa til stjórnar yrðu 5 eftir kjördæmum og kjörnefnd kosin 6 vikum fyrir þing. Hug- mynd væri um fjölgun í stjórn sambandsins úr 9 í 11 og markmiðið að betra samræmi yrði varðandi íbúafjölda á bak við stjórnarmenn. Gera má betur í samskiptum ríkis og sveitarfélaga BÖRN, fósturbörn og aðrir afkom- endur hjónanna Björns Jónssonar og Kristínar Ingibjargar Krist- insdóttur í Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði gáfu Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðárkróki málverk á dögunum í aldarminningu hjónanna. Málverkið er eftir Ástu Pálsdóttur listmálara og sýnir út- sýnið af Bæjarklettunum og út á Skagafjörð að Þórðarhöfða og Drangey. Stjórnendur stofnunarinnar veittu gjöfinni viðtöku og sagði Birgir Gunnarsson framkvæmda- stjóri hana koma að góðum notum við að skapa sjúklingum og vist- mönnum heimilislegt umhverfi. Hýsir stofnunin sjúkrahús, heilsu- gæslustöð og dvalarheimili aldr- aðra. Björn og Kristín voru bæði fædd árið 1902, hún 8. janúar en hann 20. desember. Björn lést 24. apríl árið 1989 og Kristín hinn 9. októ- ber árið 1991 en síðustu æviár sín voru þau á dvalarheimilinu og sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Með gjöfinni vildu systkinin frá Bæ þakka þá góðu umönnun sem þau nutu hjá stofnuninni til margra ára. Fréttaritari í 55 ár Björn í Bæ var fréttaritari Morg- unblaðsins í austanverðum Skaga- firði vel á sjötta áratug, eða frá árinu 1934 og allt til dauðadags þó að heilsan hafi ekki leyft mikil skrif síðustu tvö árin. Var hann gerður að heiðursfélaga „Okkar manna“, félags fréttaritara Morg- unblaðsins. Björn var fæddur í Bæ og tók þar við búi foreldra sinna, Jóns Konráðssonar, bónda og hrepp- stjóra, og Jófríðar Björnsdóttur húsfreyju. Kristín var fædd að Neðra-Ási í Hjaltadal, dóttir Sig- urlínu Gísladóttur húsfreyju og Kristins Erlendssonar, kennara og bónda. Björn og Kristín eignuðust sjö börn, ólu upp tvö barnabörn sem sín eigin og einn systurson Kristínar. Sex af sjö eftirlifandi börnum og fósturbörnum voru við- stödd afhendingu málverksins ásamt fleiri aðstandendum. Reynir, sem býr í Bæ, átti ekki heim- angengt en látin eru Valgarð, Jó- fríður og Jón. Málverk gefið í aldarminn- ingu Björns og Kristínar í Bæ Sauðárkrókur Ljósmynd/Þórhallur Ásmundsson Systkinin frá Bæ með málverkið af Bæjarklettunum sem þau gáfu Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Frá vinstri eru það Konráð Jónsson (Björnssonar), Haukur Björnsson, Sigurlína Björnsdóttir, María Erla Geirsdóttir (Björnssonar), Geir Björnsson og Gunnar Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.