Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 27 OPINBERRI heimsóknKay K. Fukushima, al-þjóðaforseta Lionshreyf-ingarinnar, til Íslands lauk í gær. 1,4 milljónir manna og kvenna um allan heim starfa innan hreyfingarinnar og miðað við höfða- tölu eiga Íslendingar heimsmet í þátttöku í Lions, en 2.400 manns, eða 0,9% þjóðarinnar starfa með Lions. Hreyfingin starfar í 188 löndum og eru klúbbarnir alls um 44.800. Lionshreyfingin var stofnuð árið 1917 af viðskiptamanninum Melvin Jones í Chicago. Átta árum síðar var blásið til ráðstefnu þar sem Helen Keller, sem var bæði blind og heyrn- arlaus, spurði hvort félagar í Lions- hreyfingunni vildu taka upp hags- munabaráttu fyrir blinda. Upp frá því hefur aðstoð við blinda verið aðal- áherslan í samfélagsþjónustu hreyf- ingarinnar. Fukushima kom hingað beint frá Kína þar sem hann hitti Jiang Zem- in, forseta Kína. „Í júlí 1997 vorum við beðin um að hefja átak fyrir blinda og sjónskerta í Kína, útvega tæki og aðstöðu fyrir augnskoðun og skurðaðgerðir vegna gláku. Þá tók- um við að okkur að þjálfa augnlækna og betrumbæta aðstöðu þeirra,“ seg- ir Fukushima. Sérstakur sjóður á vegum Lionshreyfingarinnar hafi gefið 15,3 milljónir Bandaríkjadala til verkefnisins og kínversk stjórn- völd 160 milljónir. „Okkar takmark var að gera 1,75 milljónir glákuað- gerða á fimm árum. Þá voru um 13 milljónir Kínverja blindar og var hægt að gefa 9 milljónum þeirra sjónina aftur með skurðaðgerð. Á þessum fimm árum gerðum við 2,1 milljón glákuaðgerða. Ástæða þessa góða árangurs er sú að við komum á fót hópi 250 kínverskra augnlækna og útveguðum þeim aðstöðu þannig að þeir fóru einnig að gera aðgerðir.“ Ópólitísk og tengjast ekki ákveðinni trú Fukushima segir að einnig hafi verið lögð áhersla á forvarnir, að koma í veg fyrir blindu. „Við skrif- uðum fullt af bókum fyrir leik- og grunnskóla og sögðum börnunum hvernig þau ættu að vernda augun sín, t.d. varðandi hreinlæti. Við kom- um þessum upplýsingum einnig á framfæri við almenning í Kína. Þannig kynntist kínverskur almenn- ingur starfi Lionshreyfingarinnar. Í byrjun síðasta árs var Lions meira að segja auglýst á Torgi hins himn- eska friðar. Þetta var alveg óþekkt því áður hafði frjálsum félagasam- tökum aldrei verið hleypt inn í Kína.“ Fukushima segir margar ástæður vera fyrir því að Lionshreyfingin hafi fyrst frjálsra félagasamtaka ver- ið leyft að starfa í Kína. Hann nefnir að Kínverjar hafi þurft aðstoð við þjónustu við blinda og Lionsklúbbar hafi starfað í Hong Kong, sem nú er orðinn hluti af Kína. Þá telur Fuk- ushima að það hafi skipt miklu máli að Lionshreyfingin er algjörlega ópólitísk og tengist ekki ákveðinni trú. „Ég held að það sé einnig ástæða þess að okkur var boðið til Kína, við erum ekki ógn. Það sem Kínverjar gera í stjórnmálum hefur ekkert að gera með okkar starf.“ Á næstu fimm árum mun Lions- hreyfingin fara í kínversku sveitirn- ar, koma á fót heilsugæslustöðvum og fræða starfsfólk þar um forvarnir og verndun augna. „Til þessa höfum við aðallega verið í stærri borgum í Kína. Við munum reyna að tvöfalda fjölda þjálfaðra augnlækna og fá fleiri til starfa á heilsugæslustöðvum. Við ætlum að reyna að gera Tíbet að glákufríu svæði, við gátum gert það í Brasilíu í fyrra með hjálp lækna.“ Hefur Lionshreyfingin skuldbundið sig til að leggja 15,8 milljónir Banda- ríkjadala til verkefnisins á næstu fimm árum og kínversk stjórnvöld munu leggja rúmlega 200 milljónir dala til þess. Í maí á þessu ári voru fyrstu Lionsklúbbarnir stofnaðir í Kína með samþykki kínverskra yfirvalda og héraðstjórna á hverjum stað. „Fyrsti klúbburinn byrjaði með 50 félaga og hinn með 40 félaga. Nú eru 180 félagar í þeim fyrri og 80 í hinum. Þetta er mjög góður árangur. Milli- stéttin í Kína fer sífellt stækkandi, fólk sem er vel menntað og vill gefa af sér til samfélagsins.“ Vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins Aðspurður hvernig fólk starfi inn- an Lionshreyfingarinnar segir Fuk- ushima það vera menn og konur sem vilja leggja sitt af mörkum til sam- félagsins í gegnum samfélagsþjón- ustu. „Starfið tengist ekki eingöngu blindu, það getur verið allt frá því að hjálpa einstæðum foreldrum, starfa við forvarnir gegn eiturlyfjum, búa til leikvöll fyrir börn eða aðstoð í náttúruhamförum.“ Lionsfélagar hafi tíma og fjármuni aflögu til að hjálpa til í samfélaginu. „Allir halda að það kosti svo mikið að vera í Lionsklúbbi, en er það alls ekki rétt. Það kostar mjög lítið. Kostnaðurinn fer eftir því hversu mikinn þátt við- komandi tekur í starfinu.“ Aðspurður hvað menn fái sjálfir út úr því að starfa í Lionsklúbbi segist Fukushima einungis geta svarað fyr- ir sig. „Ég hef verið félagi í 37 ár. Þegar ég byrjaði var ég mjög feim- inn, en vegna þátttöku minnar í hreyfingunni hefur það breyst. Nú sit ég hér sem alþjóðaforseti. Í Lionshreyfingunni þróast maður sem einstaklingur, öðlast samskipta- færni, þróar skipulagshæfileika og vinnur teymisvinnu. Menn geta farið í háskóla, en í félaginu eru menn sjálfboðaliðar og þeir geta gert mis- tök án þess að fá gagnrýni, þeir geta þróast og orðið sterkir og þroskaðri einstaklingar. Ég hef margsinnis séð að fólk sem var feimið og átti erfitt með ýmislegt hafi þroskast mikið með þátttöku sinni í hreyfingunni.“ Fukushima segir að alþjóðafor- setar Lionshreyfingarinnar starfi í eitt ár en hann var kosinn forseti hinn 12. júlí síðastliðinn. Þeir séu fulltrúi hreyfingarinnar út á við. Hann hitti t.d. forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, í gær þar sem þeir ræddu m.a. þau verkefni sem Lionsfélagar á Íslandi hafa beitt sér fyrir. Þá hefur hann kynnt sér starf íslenskra Lionsfélaga hér á landi, m.a. heimsótt sjúkrahús og aðrar stofnanir sem Lionshreyfingin hefur stutt. Var í fangabúðum í Bandaríkj- unum eftir seinna stríð Fukushima er af þriðju kynslóð japanskættaðra Bandaríkjamanna. Árið 1940 var fjölskylda hans numin á brott frá sveitabýlinu og flutt í fangabúðir uppi í fjöllunum eftir árás Japana á Pearl Harbour. Þá var Fukushima þriggja ára gamall en fjölskyldan dvaldi í fangabúðunum til ársins 1945. Hann segir að fjöl- skyldan hafi búið í bragga, í herbergi sem var 48 fermetrar að stærð. Fjöl- margir fangar hafi verið í fangabúð- unum, en eftir stríðið hafi allir Jap- anir búsettir í Bandaríkjunum verið sendir í fangabúðir, víðs vegar um landið. Kona hans, Denise, fæddist í slíkum fangabúðum. Faðir hans var látinn vinna verka- mannavinnu, allir fangarnir átu sam- an og var útgöngubann eftir ákveð- inn tíma. Segist hann muna eftir gaddavír í kringum búðirnar, her- mönnum með riffla og að einstaka sinnum hafi skriðdrekar komið inn í búðirnar. „Eftir seinna stríð, eftir að við komumst aftur heim leit fólk öðru vísi á mann og þá leið manni illa. Ég vissi að ég tilheyrði minnihlutahópi en smám saman hvarf þó þessi til- finning. Ég var ungur og gat leikið mér í fangabúðunum, en það var óhugnanlegt að hafa hermenn í kringum sig með rifla.“ Fukushima segir að þessi lífsreynsla hafi örugg- lega hjálpað honum í starfi innan Lionshreyfingarinnar. „Já, svo sann- arlega, mér finnst ég skuldbundinn til að gefa af mér til samfélagins og ég skil betur þýðingu þess að geta um frjálst höfuð strokið.“ Alþjóðaforseti Lions í opinberri heimsókn á Íslandi Fyrst frjálsra félagasamtaka til að starfa í Kína Lionshreyfingin hefur nýlega framlengt til 5 ára samstarfssamning við Kínverja um hjálp við blinda og sjónskerta. 2,1 milljón Kínverja hef- ur fengið sjónina aftur eftir augnaðgerð á veg- um hreyfingarinnar. Segir alþjóðaforseti hennar að Lionshreyf- ingin sé fyrstu frjálsu félagasamtökin sem fái að starfa innan Kína. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kay K. Fukushima dvaldi í rúm fjögur ár í fangabúðum sem barn, en eftir árás Japana á Pearl Harbour voru allir Japanir í Bandaríkjunum handteknir og fluttir í fangabúðir. Hann segir að sú lífsreynsla hafi komið honum til góða innan Lionshreyfingarinnar. nna komist inn á markaði. Ef dregið úr þessum hindrunum skiptir það máli varðandi alla efnahagsþróun í rríkjunum. Samstaða virðist vera að milli þjóða heims um að minnka þess- kaðshindranir.“ sagði auðvelt að færa rök fyrir því að árangur hefði orðið af Ríó-ráðstefn- em haldin var fyrir 10 árum. „Ég er m að Jóhannesarfundurinn og fram- daskjalið, sem verður samþykkt á hon- kki síður eftir að hafa áhrif og jafnvel n Ríó-fundurinn. Hér ríkti mikil sam- um lokaniðurstöðuna. Það er hugur í m að fylgja því eftir sem þar kom Ég tel að skjalið hafi mikla þýðingu róunarríkin því að mikil umræða hefur m leiðir til að minnka fátækt og sækja sviði sjálfbærrar þróunar.“ Siv sagði að í framkvæmdaskjalinu væri ekki að finna bein loforð af hendi iðnríkjanna um að auka framlög til þróunaraðstoðar, en þar væri hins vegar fjallað um margvísleg sameiginleg verkefni sem væru mörg hver hluti af þróunaraðstoð við þessi ríki. „Það hefur hins vegar verið áberandi að margir leiðtogar hafa í ræðum á fundinum gef- ið yfirlýsingar um stóraukin framlög til þróun- armála og það er mikilvægt.“ Auka þarf þekkingu á sjálfbærri þróun Fundurinn í Jóhannesarborg bar yfirskrift- ina, sjálfbær þróun. Siv sagðist gera sér grein fyrir að auka þyrfti verulega þekkingu manna á þessu hugtaki. „Þetta hugtak lýtur að því að við hegðum okkur þannig í alþjóðasamfélaginu og heima fyrir, að við göngum ekki á nátt- úruauðlindirnar og að næstu kynslóðir geti bú- ið við svipuð eða betri lífsskilyrði og við búum við í dag. Sjálfbær þróun lýtur ekki bara að umhverf- ismálum heldur líka að efnahagsmálum og fé- lagsmálum. Þetta eru þrjár stoðir sem þurfa að vinna saman þannig að við getum sótt fram efnahagslega og félagslega án þess að ganga á umhverfið. Á fundinum hefur verið rætt um að það þurfi að auka þekkingu okkar og komandi kynslóða á þessari hugmyndafræði.“ Siv sagði að það væri ekki nóg að þjóðarleið- togar samþykktu yfirlýsingar og verkefni á sviði sjálfbærrar þróunar einstaklingar yrðu líka að tileinka sér þessa hugsun inni á heim- ilum sínum og alls staðar. ttur umhverfisráðherra með íslensku sendinefndinni. Frá vinstri: Siv, Magnús Jó- son, Helgi Bjarnason, Hjörleifur Guttormsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Einnig sést Kristjáni Pálssyni, Katrínu Fjeldsted, Ellý Guðmundsdóttur og Birni Dagbjartssyni. iðtogafundi SÞ um sjálfbæra þróun þarf gtakið þróun fnum á Ís- á meðal í nsku li NLFÍ í Flóa- itið í húsum á yrirtæk- n. veggja kóflóa að sé að ví að færa nir hafi r einka- é rætt um eim efn- um til að ná fram hagræðingu og meðal annars sé stefnt að samstarfi tveggja sveitarfélaga við Diskóflóa á Suður-Grænlandi. Hann bendir á að búið sé að skipa vinnuhóp þar sem sæti eiga fulltrúar sveitarfé- laganna beggja, Grænlenska sveit- arfélagasambandsins og fulltrúar úr Grænlensku heimastjórninni. Fleischer segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvar næsti árs- fundur Grænlenska sveitarstjórn- arsambandsins verði haldinn en að hann verði en að hann fari að öllum líkindum fram á Grænlandi. Hann segist vona að í kjölfar fundarins verði hægt að taka upp nánara samstarf milli íslenskra og græn- lenskra sveitarstjórna og nefnir í því sambandi að stefnt sé að því að taka upp fleiri vinabæjarsambönd milli landanna. Frá 1995 hefur náið samband verið milli Grænlenska sveitarfélagssambandsins og þess íslenska og hafa Grænlendingar komið hingað með hópa í kynn- isferðir. Þetta er hins vegar í fyrsta skiptið sem grænlenskir sveitarstjórnamenn halda ársfund sinn hér á landi. Á næstu dögum mun hópurinn meðal annars heimsækja sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, efnir til móttöku fyrir hópinn síðdegis á morgun. Á fimmtudag mun hópurinn snæða hádegisverð í Höfða í boði Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra, svo eitthvað sé nefnt. ndsins haldinn á Hótel Örk í Hveragerði mbands- áðherra r. Morgunblaðið/Árni Sæberg Um fimmtíu grænlenskir sveitarstjórnarmenn eru staddir hér á landi í tengslum við fundinn og munu þeir einnig heimsækja sveitarfélög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.