Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ V ið Íslendingar erum afskaplega stolt þjóð. Og af þeim sökum erum við afar stolt af öllum Íslend- ingum, ekki síst þeim sem verða frægir í útlöndum. Við erum t.d. afskaplega stolt af henni Björk, svo dæmi sé tekið; hún væri jú varla svona góð væri hún ekki ís- lensk. Við erum sömuleiðis stolt af landsliðinu okkar í knatt- spyrnu, svo annað dæmi sé tekið, sérstaklega…og jú kannski að- allega þegar því gengur vel. Og jafnframt erum við óskaplega stolt af leikaranum Ingvari Sig- urðssyni, sem leikur með sjálfum Harrison Ford í bandarísku kvikmyndinni K-19. Við erum þó ekki bara stolt af Íslendingum sem hafa slitið barnsskónum hér á landi heldur erum við líka afar fundvís á ís- lenskættaða einstaklinga sem gera það gott í útlöndum, og erum auðvitað stolt af þeim. Skiptir þá engu hvort þeir hafi stigið á íslenska jörð eða mæla á íslenska tungu. Þannig heyrir maður af og til af frægð og frama einstaklinga af íslenskum ættum á erlendri grundu; þeir hafa leik- ið í leikritum, sungið á sviði, spil- að í frægum hljómsveitum, þjón- að frægu fólki, séð frægt fólk, fengið föt frá frægu fólki og jú orðið þingmenn, dómarar og eig- inlega hvaðeina sem nöfnum tjá- ir að nefna. Og öll erum við af- skaplega stolt að sjálfsögðu. Og þegar þeir koma til Íslands, tök- um við á móti þeim, eins og vera ber, með kostum og kynjum. Og áfram heldur sagan um hina frægu Íslendinga á erlendri grundu. Hinn íslenski háhyrn- ingur Keikó er einn þeirra sem við Íslendingar höfum fylgst með af athygli. Keikó ólst, eins og sannir Íslendingar ættu að muna, upp við Íslandsstrendur, allt þar til hann var fangaður úti af Eskifirði haustið 1979. Eftir það hófst hin þyrnum stráða leið til frægðar; fyrst í sædýrasafn- inu í Hafnarfirði, þar sem ein- hverjir kunna kannski að muna eftir honum, (en þá var hann bara smástirni), síðan í sæ- dýrasafninu í Ontario í Kanada og enn síðar í skemmtigarðinum Reino Adventura í Mexíkóborg. Heimsfrægur varð hann hins vegar ekki fyrr en hann fékk að- alhlutverkið í myndinni Free Willy sem Warner Bros. fram- leiddi. Upp frá því varð hinn ís- lenski Keikó heimilisvinur millj- óna barna víða um heim. En til að gera langa sögu stutta varð Keikó leiður á frægð- inni og langaði heim…eða rétt- ara sagt: aðdáendum hans fannst illa búið að háhyrningnum, þeir stofnuðu um hann samtökin Free Willy Keiko með fjögurra millj- óna dollara stofnframlagi, og áttu sér þann draum heitastan að koma honum aftur til sinna fyrri heimkynna; Íslandsstranda. Því markmiði var þó ekki náð án umræðna, átaka og mikilla fjármuna. Hér heima hlaut hugs- anleg heimkoma Keikós mikla opinbera umfjöllun. Embætt- ismenn og dýralæknar tjáðu sig um málið sem og virtir lögfræð- ingar, fjölmiðlungar og sveit- arstjórnarmenn (sem rifust um að fá háhyrninginn til síns lands- hluta). Hámarki náði umræðan sennilega þegar hún rataði inn á hið háa Alþingi. Þar tókust sam- herjar í pólitík á um það hvort rétt væri að hleypa háhyrn- ingnum inn fyrir íslenska land- helgi, ekki síst í ljósi þess að meirihluti var að myndast fyrir því að hefja hvalveiðar að nýju. Stóri dómur var hins vegar kveð- inn upp fyrri part ársins 1998; stjórnvöld gáfu grænt ljós, og ekkert stóð í vegi fyrir því að Keikó kæmi til Íslands. Og Keikó kom, frá því var greint í ítarlegum fréttaskýr- ingum í heimspressunni, og hon- um var valinn staður, til að byrja með í sérútbúinni kví í Vest- mannaeyjum, þ.e. þangað til hann fengi að leika lausum hala úti í hinni villtu náttúru. Í Eyjum ríkti hátíðarstemmning, fyrstu vikurnar að minnsta kosti, bær- inn lagði út í nokkurra milljóna króna kostnað, m.a. vegna dýpk- unar á Klettsvík, og ferjunni Herjólfi var siglt hægar til að styggja ekki hinn endurheimta Keikó. Keikó-peysur og teppi voru prjónuð og háhyrningurinn fékk reglulega heimsókn frá feg- urðardísum, ráðherrum og öðr- um góðum gestum. Frægðin hafði þó sínar dökku hliðar, eins og oft vill verða, og Keikó fékk að kenna á þeim. Talsmenn háhyrningsins fengu til að mynda hótunarbréf um að Keikó yrði drepinn og fullyrð- ingar birtust í erlendum fjöl- miðlum um að honum liði illa. (Þeim fullyrðingum var að sjálf- sögðu vísað jafnharðan á bug af talsmönnum Keikós.) En í októ- ber sama ár og Keikó kom heim, kom sennilega versta fréttin, fyrir Keikó, því þá var birt skoð- anakönnun Gallup sem sýndi að stuðningur Íslendinga við hval- veiðar hefði aukist frá árinu á undan. Ríflega 80% landsmanna voru fylgjandi hvalveiðum við Ís- land. En hvað um það. Keikó og hans menn létu þessar dökku hliðar tilverunnar ekki aftra sér, að minnsta kosti ekki opin- berlega, og fjölmiðar voru iðnir við að greina okkur, hinum Ís- lendingunum, frá því hve dugleg- ur Keikó væri að borða, kafa, leika sér og „tala“ við rækjur og önnur sjávardýr í næsta ná- grenni við kvína. Allt stefndi þó í eina átt, eins og áður sagði, að sleppa Keikó lausum. Eftir margra mánaða þrot- lausa og rándýra þjálfun og und- irbúning kom að því að sleppa Keikó lausum. En hvað gerist? Hann fer til frænda vorra í Nor- egi. Þar heillar hann börn og fjölskyldur þeirra í Skálavík- urfirði. En gleymir einu. Nor- egur er eina landið sem stundar hvalveiðar í atvinnuskyni. Við munum hins vegar seint þora að leggja út í þann „bisness“ þrátt fyrir vilja meirihlutans. Ég segi því: farvel, minn vinur; farvel!! Farvel, Keikó! „Í Eyjum ríkti hátíðarstemmning, fyrstu vikurnar að minnsta kosti, bærinn lagði út í nokkurra milljóna króna kostnað m.a. vegna dýpkunar á Klettsvík…“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÞAÐ var haft eftir Halldóri Blöndal, 1.þingmanni Norður- lands eystra og forseta Alþingis, í útvarps- fréttum 27.ágúst, að „ef landið yrði eitt kjör- dæmi þá væri Alþingi í bókstaflegri merkingu orðið að borgarstjórn Reykjavíkur“. Þessi sjónarmið Halldórs eru afar sér- kennileg fyrir margra hluta sakir og þarfnast nánari skoðunar. Fjöl- margar spurningar vakna. Er það álit þessa for- ystumanns Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi, að þingmenn lands- byggðarkjördæma, sem nú eru 33 talsins og verða 30 eftir næstu kosn- ingar, færu sjálfkrafa halloka fyrir þingmönnum búsettum í Reykjavík og suðvesturhornsins, komi til þess að landið verði eitt kjördæmi og þingmenn verði þar af leiðandi þing- menn þjóðarinnar allrar, en ekki ein- stakra kjördæma? Hvers vegna ætti það að gerast? Er það ef til vill mat hans að þeir einstaklingar í hópi þingmanna sem hafi búsetu á lands- byggðinni týni tölunni verði slíkar breytingar að raunveruleika? Er andinn sá í Sjálfstæðisflokknum? Eða hefur hann af því áhyggjur, að þingmenn sem eiga búsetu á lands- byggðinni verði fremur eftir slíkar breytingar á kjördæmaskipan en fyrir þær, kveðnir í kútinn af meint- um þröngum sérhagsmunum reyk- vískra þingmanna? Er það með öðr- um orðum reynsla hans, eftir áratuga setu á þingi, að landsbyggð- arþingmenn séu slakari þingmenn, en þingmenn suðvesturhornsins? Það er vitaskuld fjarri öllu lagi, eins og þeir vita, sem fylgst hafa með störfum Alþingis í gegnum tíðina. Eða hefur Halldór Blöndal orðið þess sérstaklega var að þingmenn suðvesturhornsins hafi engan áhuga á málefnum lands og þjóðar og ein- skorði sig við málefni er lúta að þröngum sérhagsmunum Reykja- víkur og nágrannabyggðarlaga? Hafa samflokksmenn hans í Sjálf- stæðisflokknum, sem kjörnir eru á þing fyrir Reykjavík, talað í þinginu eins og þær væru á borgarstjórnar- fundi? Er það hans upplifun? Ef svo er, þá deili ég henni alls ekki með honum, því stað- reyndin er sú að þing- menn Reykjavíkur og Reykjaness úr öllum flokkum hafa þvert á móti gert sér far um að nálgast mál með víð- sýnum hætti með þjóð- arhagsmuni að leiðar- ljósi. Halldór Blöndal verður að rökstyðja fullyrðingu sína og svara þeim áleitnu spurningum sem vakna við yfirlýsingu hans. Eða er hann ef til vill að lýsa einhverri reynslu sem hann upplifir aðeins í eigin flokki, Sjálfstæðisflokknum, sem aðrir hafa ekki haft innsýn í? Og af hverju ætti eðlilegt jafnvægi hvað varðar búsetu þingmanna sér- staklega að breytast verði landið allt eitt kjördæmi? Það er mikilvægt í stóru máli eins og kjördæmamálinu, að halda um- ræðunni nærri raunveruleika, en forðast allt rugl. Hættum hólfaskiptingu Staðreyndin er sú að verði landið allt eitt kjördæmi mun vonandi draga úr þessari landfræðilegu hólfaskiptingu í pólitíkinni, þar sem afstaða þingmanna hefur um of mót- ast af búsetu þeirra. Afstaða Hall- dórs Blöndals, sem lýsir sér í and- stöðu við höfuðborgina og er hluti af sífelldri – oftast tilbúinni – tog- streitu þéttbýlis og dreifbýlis, sem alltof margir stjórnmálamenn halda á lofti, á að vera arfur liðinna tíma. Og einmitt með því að gera landið allt að einu kjördæmi mun flýta fyrir því að útrýma gömlum hlekkjum hugarfarsins, sem birtast m.a. í ófrumlegu þröngu kjördæmapoti fyrir sig og sína heima í héraði og stundum einnig þegar henta þykir, með því að leggjast í stríð við aðra landshluta. Ég sat fyrir jafnaðarmenn í kjör- dæmanefnd þeirri, sem lagði til breytingar þær á kjördæmaskipt- ingu, sem kosið verður eftir næsta vor. Samfylkingin studdi þær breyt- ingar, enda eru þær óumdeilt til bóta frá því fyrirkomulagi, sem við lýði hefur verið lítt breytt frá árinu 1959. Mest um vert er, að verulega er dregið úr misvægi atkvæða, auk þess sem kosningakerfið er einfald- ara og tryggir betur en fyrr, að þing- mannafjöldi flokka verði í fullu sam- ræmi við atkvæðamagn þeirra – og það án þess að til þurfi að koma mik- ill fjöldi jöfnunarþingsæta. Fyrir- komulagið er þó ekki gallalaust fremur en önnur mannanna verk. Augljósir kostir Þessar endurbætur á kosninga- kerfinu breyta þó ekki því grundvall- arviðhorfi okkar jafnaðarmanna um að ganga eigi alla leið og að landið allt skuli verða eitt kjördæmi. Kostir þess eru augljósir. Skulu hér nefndir örfáir: 1. Fullkominn jöfnuður næst milli kjósenda og misvægi atkvæða er ekki lengur til staðar. 2. Stjórnmálaflokkar fá þann þingmannafjölda sem atkvæði þeim greidd segja til um og ekki er þörf á jöfnunarsætum. 3. Þingmenn hafa heildarhags- muni að leiðarsljósi í störfum sínum en ekki þröng kjördæmasjónarmið. 4. Kosningarkerfið er einfalt og auðskilið. Þeir gallar sem nefndir hafa verið á því að landið verði eitt kjördæmi eru þeir helstir að þingmenn verði of fjarri kjósendum sínum, samfara minnkandi áhrifum dreifbýlisins hvað fjölda þingmanna varðar, sbr. Raunsæ eða rugluð kjördæmaumræða? Guðmundur Árni Stefánsson Kosningar Meginmarkmiðið er, segir Guðmundur Árni Stefánsson, að landið verði allt gert að einu kjördæmi. MIKIL viðbrögð hafa orðið við ákvörðun stjórnar Landspítala að loka legudeild fyrir aldraða á Landakoti. Þessi ákvörðun er frá rekstrarlegu sjónar- miði röng. Hún mun ekki spara nokkurn skapaðan hlut í heild- arrekstri spítalans. Kostnaður við sjúk- linga á dag á Landa- koti er innan við einn þriðja af því sem kostnaður er við sjúk- linga á bráðadeildum lyflækningasviðs eða skurðsviðs. Þeir sjúk- lingar sem þarfnast vistar á Landa- koti eru veikir. Eina leiðin til að sinna þeim er á legudeildum bráða- deildanna. Ekki þarf nema hluti þeirra að leggjast þar inn til þess að sá „sparnaður“ sem á að nást á Landakoti hverfi. Hugsanlega gæti heildarkostnaður spítalans orðið meiri. Hvers vegna röng ákvörðun? Spurning hlýtur því að vakna hvers vegna stjórnendur spítalans taka slíka ákvörðun. Ástæðan er röng fjármögnun, þ.e. föst fjárlög. Ríkisstjórn og Alþingi taka ákvörð- un um eina heildarupphæð sem á að renna til rekstursins. Sú upphæð hefur aldrei dugað fyr- ir kostnaði. Þessari upphæð er síðan deilt niður á hin einstöku svið. Í raun er því hér um að ræða flatan nið- urskurð á hverju ein- asta sviði. Möguleikar þeirra á samdrætti eru mjög mismunandi. Á skurðsviði kemur stór hluti sjúklinganna inn af biðlista. Það var því byrjað á að fækka inn- lögnum þeirra og bið- listar hafa lengst. Mjög erfitt er að fækka sjúk- lingum á lyflæknasviði þar sem langflestir þeirra eru lagðir inn brátt. Á öldrunarsviði koma flestir sjúklinga af biðlista og nokkr- ir koma af bráðadeildunum. Ótrufl- uð starfsemi öldrunarsviðsins er nánast forsenda þess að bráðadeild- irnar geti starfað á sæmilegan hátt, ekki síst vegna þess mikla skorts sem er á hjúkrunarrými fyrir aldr- aða. Þegar í ljós kemur um mitt ár að mikill halli er fyrirsjáanlegur fá sviðin fyrirmæli um að leggja fram tillögur um sparnað. Það er eðli fastra fjárlaga að þegar búið er ná nokkurri hagræðingu eftir venjuleg- um leiðum er eini kosturinn að fækka sjúklingum. Og þá verður enn að spyrja: Eiga sjúklingar á Íslandi engan rétt á eðlilegri þjónustu? Úrelt fjármögnun Í meira en áratug hefur verið bent á mikilvægi fjármögnunar í rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Gæði í heil- brigðisþjónustu hafa verið endur- skilgreind á þann hátt að sjúklingar fái þá þjónustu sem þeir þurfa fyrir sem minnstan tilkostnað. Dæmið er svo einfalt að til þess að geta rekið þjónustuna af nauðsynlegri hag- kvæmni þarf að vita hvernig kostn- aðurinn verður til og fjármagnið þarf síðan að fylgja sjúklingnum til þess sem veitir þjónustuna. Íslendingar hrósa sér gjarnan af því að vera fljótir að taka upp nýj- ungar á ýmsum sviðum. Faglega hefur verið vel að því staðið í heil- brigðisþjónustunni en þegar kemur að rekstrinum erum við orðin langt á eftir öllum nágrannaþjóðum okkar, sem fyrir löngu hafa hætt að nota fastar fjárveitingar en tengt þær af- köstum. Lokun á Landakoti Ólafur Örn Arnarson Heilbrigðisþjónusta Ástæðan, segir Ólafur Örn Arnarson, er röng fjármögnun. Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.