Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nú samvist þinni ég sviptur er – ég sé þig aldrei meir! Ástvinirnir, sem ann ég hér, svo allir fara þeir. Ég felldi tár – en hví ég græt? Því heimskingi ég er! Þín minning hún er sæl og sæt og sömu leið ég fer. Já sömu leið! En hvert fer þú? Þig hylja sé ég gröf – Þar mun ég eitt sinn eiga bú of ævi svifinn höf. En er þín sála sigri kætt og sæla búin þér? Ég veit það ekki – sofðu sætt! En sömu leið ég fer. (Kristján Jónsson fjallaskáld.) Mig dreymdi þrjá hringa og einn brotnaði. Tilviljun? Það er örugglega engu líkara en að ég sé að vitna í fornsögurnar en þeir sem til þekkja átta sig eflaust á merkingunni ef hún þá er einhver. Það verður hver og einn að dæma um fyrir sig. En hvað um það. Ég er ennþá að átta mig á því að Pálmi sé farinn í burtu og komi ekki aftur. Það er sárt að hugsa til þess að fá aldrei aftur að sjá hann og gera eitthvað sniðugt með honum. Eitthvað huggulegt. Þótt við værum að mörgu leyti ólíkir var samt margt líkt með okkur og PÁLMI ÞÓRISSON ✝ Pálmi Þórissonfæddist á Akra- nesi 19. febrúar 1979. Hann lést af slysförum 2. ágúst síðastliðinn og var hans minnst í Bú- staðakirkju 23. ágúst. þess vegna kannski var svo mikil snilld að um- gangast Pálma. Það sem huggar mig í dag, auk allra minn- inganna um hann, er það að ég trúi því að það sem við köllum dauða sé ekki enda- stöðin heldur áfangi á langri vegferð. Sumir fara snemma, aðrir ekki. Of snemma virð- ist manni sem margir fari héðan, en þessa hluti er mannlegum mætti svo sem varla ætlað að skilja. Þetta hlýtur allt að skýrast einhvern tímann. „Þú leitar að leyndardómi dauð- ans. En hvernig ættir þú að finna hann, ef þú leitar hans ekki í æða- slögum lífsins?“ (Spámaðurinn.) Það er einhvern veginn svona sem mig langar að minnast Pálma. Lífs- krafturinn sem einkenndi hann var slíkur að í hugum þeirra sem þekktu Pálma verður hann örugglega alltaf lifandi þrátt fyrir allt. En það er svo sem ekki alltaf auð- velt að vera jákvæður og sorgin yfir að Pálmi sé farinn er meiri en orð fá lýst. En það vill til að ég á auðvelt með að sjá það fyrir mér þegar hann steig upp úr ánni og gekk upp gylltan boga til himins þar sem tveir kunn- uglegir ungir menn tóku á móti hon- um og vísuðu veginn inn í ljósið. Það mætti segja mér að þá hafi orðið miklir fagnaðarfundir, því ég veit mjög vel hversu sárt hann saknaði þeirra. Pálmi tók sér margt fyrir hendur og stóð sig alltaf með prýði. Núna er huggun í því hversu drífandi hann var alltaf í að gera það sem hann langaði til, í stað þess að fresta því, enda vissi hann af fenginni reynslu að oft getur þetta líf endað ansi fljótt eins og núna hefur enn einu sinni sannast svo óþyrmilega. Pálmi átti marga vini og kom sér alls staðar vel eins og sannaðist í minningarathöfninni um hann hinn 23. ágúst síðastliðinn. Þar var margt um manninn eins og búist var við. Hann átti góða að og gerði sér full- komlega grein fyrir því. Það var til dæmis ekkert lítið sem hann leit alltaf upp til Dagsa stóra bróður og þegar Vigdís eignaðist Sigrúnu Aminu bræddi hún hjarta hans um leið og var alla tíð í uppá- haldi hjá honum. Það var líka gagn- kvæmt, Pálmi var og verður uppá- haldsfrændi hennar. Samskipti hans við foreldra sína voru alltaf til fyr- irmyndar og missir þeirra og ætt- ingjanna allra er meiri en orð fá lýst. Við áföll sem við félagarnir tók- umst á við í sameiningu þróaðist vin- áttan á hátt sem sennilega hefði ann- ars ekki orðið. Við vorum sammála um að allt sem máli skipti væri fjöl- skylda manns og vinir og allt annað væri í öðru sæti. Böndin á milli okkar voru sterk, og það eru bönd sem ekk- ert fær slitið. Þótt við höfum stundum verið ósammála og jafnvel ósáttir og reiðir hvor við annan sé ég það kannski best núna hversu heppinn ég var að eiga Pálma fyrir vin því þegar ég þurfti á að halda var hann til staðar og það er eitthvað sem ég man alla mína daga. Það tók líka sjaldnast langan tíma að sættast á ný. En þessi orð verða ekki miklu fleiri. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina sem nú eiga um svo sárt að binda. Vertu sæll, Pálmi minn. Mér þykir leitt að þú skyldir ekki sjá litla drenginn minn í eigin persónu en ég er viss um að þú lítur eftir honum fyrir mig um leið og þú fylgist með og verndar þína nánustu, sem þú elskaðir svo mikið. Ég mun alltaf sakna þín en við sjáumst síðar. Takk fyrir allt. Þinn vinur, Bjarki. Mig langar í fáein- um orðum að minnast Siggu frænku minnar sem lést 18. júlí síð- astliðinn og var jörðuð í kyrrþey í Kotstrandarkirkjugarði 27. júlí. „Vort líf, sem svo stutt og stop- ult er, það stefnir á æðri leiðir“, stendur í sálminum góða eftir Ein- ar Ben. Já, lífshlaup okkar manna er misjafnt, og ekki fá allir sömu hluti í vöggugjöf. Við sem heilbrigð erum eða teljum okkur vera það skiljum ekki alltaf líðan annarra og getum ekki sett okkur í sömu spor. Það að leysa upp heimili og sjá á SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR ✝ Sigríður Einars-dóttir fæddist á Egilsstöðum í Flóa 25. febrúar 1914. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 18. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 27. júlí. eftir börnum sínum hefur eflaust verið henni þung spor, þó til góðra hafi verið, en í þá daga voru engin önnur úrræði, þó ekki sé lengra síðan. Ég ætla ekki að rekja sögu hennar, enda kynnumst við ekki fyrr en ég flyt hingað til Hveragerðis 1970, þá var hún komin hér á Dvalarheimilið Ás, og naut góðrar um- önnunar. Hér fékk hún að vinna við ýmis störf, í gróðurhúsum, sláturgerð, berjatínslu og margt fleira. Hér leið henni vel og hér átti hún marga góða daga og margir voru henni góðir, þökk sé þeim öllum fyrir það. Sigga frænka fylgdist vel með og vissi margt, við vorum oft hissa hvar hún hafði frétt hlutina. Minnið var svo gott að furðu sætti. Með dætrum mínum fylgdist hún vel, spurði hvort þær væru komnar með giftingarhringinn og hvort maðurinn væri myndarlegur og góður við þær. „Eru þær ekki allt of ungar til að fara að binda sig strax?“ „Ansi ert þú í fallegri peysu sagði hún oft.“ Þannig hafði hún auga fyrir því sem aðrir voru í, þó svo hún nyti þess ekki sjálf að klæðast upp. Ég var svo lánsöm að geta setið hjá henni síðustu dagana og finna hvað henni þótti vænt um það, þó ekki væri talað mikið. Hún vissi að hverju stefndi, sagðist vera tilbúin og bað um hvít föt og blóm á borðið. Þannig var það og ég veit að hún hefur fengið góða heim- komu. Ég þakka öllum fyrir góða umönnun og hlýju í hennar garð og ég veit að margir sakna og minnast Siggu í Dalakofanum. Guð blessi minningu þína, frænka mín, og Guð styrki börnin þín, ættingja og vini. Friðarins Guð, hið hæsta hugsjón mín, höndunum lyfti ég í bæn til þín. Kraftarins faðir, kraftaverkið gjörðu: Gefðu mér dýrðar þinnar sólarsýn, sigrandi mætti gæddu ljóðin mín, sendu mér kraft að syngja frið á jörðu. (Guðmundur Gunnarsson.) Hvíl í friði. Kristín R. Sigurþórsdóttir. -           ) 8(       23 $ =>  1          0    )      "  # $//& )2 1&  "#   .   ;??1 $%# $ 1   2   %2  1 +   1   .   & 1 6/? /3.&  . 1  .&'  ( 1      (  ) ",@ ) ) 8(   .  " $5 2$#2 A  1        $    !           " !  # $&/& +     2  -,   $3&& 4        .  #     #   "    567   8    # )2.2   2 $& 9 2 " $5  &$  %# '                 , ,     % 2 AA                      "  #  )2.22 9&  & ( 1 ,     ,& ( /2 )2.2 )1 )2.2& $ 12 ( /1   9&  2 )2.2&      )2.22 )2.2& 1   &$ #..2%# ' 9  :   :  ,    ,      ) +  ,!-  3 4$    " % 2 B +  1'  ( :      #      .  1  #(    ; # 1   &1 ( $4  %#   $ %#  %  %#  &$ %  %  %# ' -               , 9 ; 8      .       ; #       <      1 :1  4 + 3   ,' C % D& ; E& C % D& %& $ )' ,' ..  F  ..  + 3 9 ,& ( $ 7 ' ,'  G2   &  G2     ,& )2 ' ,& (   &$ %  %# ' 9  :  (      ,           ,                   ( ) H  I,;  12 % 2 AJ #' .   : (         !     ..5   9  K    7 K &  K &  K    4 K     K    $ %#  #..2%#  &$  $#..2%# ' ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.