Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALVEG frá því að ég byrjaði að spila á hljóðfæri og fylgjast með tónlist, hefur mig alltaf langað að upplifa að fara í alvöru tónleikaferð um heim- inn. Það var því kærkomið tækifæri að vera beðinn um að vera hjálp- arhækja Quarashi á ferðalagi þeirra um Ameríku, Kanada, Japan og Ástr- alíu í sumar. Ferðin var lengi í fæð- ingu, enda í mörg horn að líta, og mannskapurinn réð sér vart fyrir spennu þegar líða tók að ferðinni. Það var svo um miðjan maí sem við lögðum loks af stað í ferðalagið sem átti eftir að verða algjört ævintýri þegar upp var staðið. Þvers og kruss um Ameríku Förinni var fyrst heitið til New York en þar átti að slá upp bæki- stöðvum fyrir fyrstu tónleikarispuna. Á flugvellinum tók á móti okkur Sven nokkur Adams, hálfur Svíi og hálfur Ameríkani, og reyndist hann vera framkvæmdastjóri tónleikaferðalags- ins. Næsta mánuðinn var planið að halda fyrir í New York á virkum dög- um en spila á útvarpshátíðum hingað og þangað um Ameríku um helgar. Það var ekki laust við það að maður fengi í magann þegar okkur barst listi yfir hljómsveitirnar sem við átt- um að spila með: Incubus, System Of A Down, Green Day, Blink 182, Em- inem og ég veit ekki hvað og hvað! Fyrstu helgina héldum við til Pitts- burgh, þaðan til Chicago og loks til St. Louis áður en við héldum aftur til New York. Við vissum ekkert við hverju við ættum að búast en þegar á hólminn var komið var dágóður slatti af fólki (sjálfsagt í kringum 5 þúsund manns) sem kom að kíkja á íslensku guttana. Á virku dögunum í New York var síðan hitt og þetta á dag- skránni. Viðtöl fyrir suma, NBA- leikir fyrir aðra; sem sagt ýmislegt gert til að drepa tímann. Við tókum upp eitt stykki sjónvarpsþátt (Carson Daily) á sjónvarpsstöðinni NBC og var rapparinn Mos Def gestur þátt- arins ásamt okkur. Önnur helgin var ekki síður spenn- andi en sú fyrri. Til stóð að spila í Minneapolis á föstudegi, og fljúga þaðan til Washington og spila á 60 þúsund manna hátíð þar ásamt Em- inem. Það er, held ég, mesta upplifun sem ég hef orðið fyrir, að spila fyrir framan hátt í 40 þúsund manns. Því miður fór allt úr böndunum þegar Eminem spilaði og þurfti að flytja eitthvað í kringum 20 manns á spít- ala. Eftir að útvarpstónleikatörninni lauk fengum við svo u.þ.b. vikufrí í Los Angeles. Þaðan flugum við til Boise í Idaho fylki þar sem Warped- hátíðin átti að byrja daginn eftir. Warped-hátíðin er þekkt fyrir að vera eitthvert erfiðasta tónleika- ferðalag sem hægt er að leggja upp í. Það er ekki bara það að dagskráin sé þétt (41 tónleikar á 50 dögum) heldur er hitinn yfirleitt milli 30 og 40 gráð- ur á þessum tíma. Allt að gerast Á Warped mátti finna skemmti- legan þverskurð tónlistarstefna. Uppistaðan var pönkbönd (N.O.F.X., Bad Religion, The Casualties), harð- kjarnasveitir prýddu líka dagskrána (Death By Stereo, Thursday, Boy Sets Fire), þungarokkið var þá á sín- um stað (Everytime I Die, Switched, Throwdown) og blessað reggíið var meira að segja mætt (Morgan Her- itage). Þá mátti sjá þarna furðu- fuglapopp (Andrew WK) og rapp- rokk (Quarashi, 3rd Strike) svo eitthvað sé nefnt. Einnig voru lista- menn á mótorhjólum, hjólabrettum og BMX-hjólum að sýna listir sínar. Á flugvellinum tók bílstjóri sumars- ins á móti okkur með rútuna sem við áttum að búa í næstu tvo mánuði. Í rútunni voru 12 kojur, setustofa með gervihnattasjónvarpi, DVD-spilara og leikjatölvum, og lítið eldhús með setustofu. Við vorum búnir að skratt- ast á milli hótela og flugvalla í mánuð og þess vegna vel spenntir yfir því að eiga loksins einhvers konar heimili. Bílstjórinn okkar reyndist gamall í hettunni, búinn að keyra fyrir New Kids On The Block og var áður plötu- snúður hjá Vanilla Ice! Ekki sem verst og alls ekki sem best heldur! Dagarnir hjá okkur tóku fljótlega á sig netta rútínu. Maður vaknaði upp úr níuleytinu, tók rölt og skoðaði svæðið, fékk sér morgunmat og upp úr hálfellefu fengum við að vita hve- nær við ættum að spila. Það gat verið allt frá hádegi til níu að kvöldi. Hvernig svo sem það nú var, naut maður dagsins til hins ýtrasta. Kíkti á bönd, spjallaði við tónleikagesti, fylgdist með hjólabrettagaurum eða fór að veiða! Nóg um að vera. Það var svo um miðjan ágúst sem Warped- hátíðin tók enda. Þá var búið að fara þvert og endilangt um Ameríku og spila í helstu borgum hvers fylkis. Við enduðum á Randall’s Island í New Jersey, hentumst upp í flugvél og flugum til Tókýó en þar áttum við að spila á árlegri hátíð sem kallast Summer Sonic. Þetta er tveggja daga pakki með um 40 hljómsveitir á boð- stólum. Þar á meðal voru Guns’n’Roses (sem voru aðalnúmer hátíðarinnar), Suede, Andrew W.K., The Offspring, Weezer, Hoobastank og síðast en ekki síst finnsku ell- ismellirnir í Hanoi Rocks. Til marks um aldur þeirra má geta þess að gít- arleikarinn studdist við hækju meðan hann spilaði! Slakað á í Japan Við áttum svo nokkurra daga frí í Tókýó þannig að við höfðum smátíma til að skoða okkur um og kynnast fólkinu. Við vorum sammála um að þetta væri skemmtilegasti staðurinn hingað til og fólkið algjörir höfðingjar heim að sækja. Tónleikarnir voru á stórum hafnaboltavelli rétt fyrir utan borgina og þegar við komum á svæð- ið var fólkið byrjað að streyma inn. Við spiluðum nánast sömu lagaskrá á hátíðinni með nokkrum smávægileg- um breytingum. Það var mögnuð til- finning að sjá 25 þúsund manns hoppa í takt við tónlistina allan tím- ann og var þetta tvímælalaust mesta stemmning sem ég hef upplifað. Eftir tónleikana flugum við til Osaka en þar áttum við að spila á síðasta degi hátíðarinnar. Okkur til mikillar gleði uppgötvuðum við að múm var að spila á þessari sömu hátíð en hljóm- sveitirnar voru á hvor á sínum staðn- um báða daganna sem gerði það að verkum að því miður gátum við ekki hist. Eftir að Summer Sonic-hátíðinni lauk flugum við til Brisbane í Ástralíu en þar áttum við að spila í beinni út- sendingu í tónlistarsjónvarpi sem kallast Channel V og er sent út um alla Ástralíu. Hér vorum við í góðum höndum fyrirtækis sem heitir Sub- urban Force og sá það um allar okkar þarfir. Útsendingin gekk ekki klakk- laust fyrir sig, tölvan dó, þráðlausu hljóðnemarnir stóðu á sér og við vor- QUARASHI Á FERÐALAGI UM HEIMINN Ómar og Hössi, Quarashi-liðar, á sviðinu í Tókýó. New York – Tókýó – Reykjavík Quarashi halda heim- komutónleika í Höllinni á morgun. Gítarleikari sveitarinnar, Smári „Tarfur“ Jósepsson, segir hér frá heimsreisu sveitarinnar ásamt eigin tónleikahátíðarflandri. alltaf á föstudögum Frums. lau. 7/9 uppselt þri. 10/9 örfá sæti laus mið. 11/9 örfá sæti laus fim. 12/9 örfá sæti laus fös. 13/9 örfá sæti laus fim. 19/9 laus sæti Í Loftkastalanum kl. 20 Miðasala: 552 3000  Leikfélag framhalds- skólanna kynnir:                                                                     Mið. 11. sept. - 3. sýn. - UPPSELT Fim. 12. sept. - 4. sýn. - ÖRFÁ SÆTI Fös. 13. sept. - 5. sýn. - ÖRFÁ SÆTI Fim. 19. sept. - 6. sýn. - ÖRFÁ SÆTI Fös. 20. sept. - 7. sýn. - ÖRFÁ SÆTI Fös. 27. sept. - 8. sýn. - ÖRFÁ SÆTI Lau. 28. sept. - 9. sýn. - ÖRFÁ SÆTI Lau. 28. sept. - kl. 23. aukasýn. Lau. 5. okt - kl. 23. aukasýn. Sýningar hefjast kl. 21 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opinn frá kl. 10-16 alla virka daga miðapantanir í s. 562 9700 frá kl 10 og á femin.is Miðasala opnar 2 klst fyrir sýningar Uppselt! Oftar en ekki er uppselt þegar kemur að tónleikadögum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fáðu þér áskrift í vetur og tryggðu þér öruggt sæti á einstaka skemmtun. Áskrift að grænu röðinni kostar frá 9.265 krónum sem er ekki mikið verð fyrir fimm framúrskarandi tónleika. Með Regnbogaskírteini getur þú valið ferna, sex eða átta tónleika sem falla best að þínum smekk. Verð frá 8.950 krónum. Hringdu núna í 545 2500 eða skoðaðu sinfonia.is og tryggðu þér sæti í vetur. Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS       /  8 6$ 6$ 68 6! !- "8 #  6$ #8   !-          8  6- "$ &9  2  +   : +  ;    5     ! !-            8 8   (   !$ !-&          Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Vrede La Paqe Salam Bake Mír La Pau Pingan Fred Muka-muka Peace Paco Rahu Kapayapaan Tagalog Rauha La Paix A Paz Frieden Friður Iri'ni Lapé Shalom Béke Síocháin La Pace Solh Pokój A Paz Kiba-kiba Kagiso Amaní Santipap Barish Miers Taika Uxolo Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Tónleikar í grænu röðinni í Háskólabíói Fimmtudaginn 12. september kl. 19:30 Föstudaginn 13. september kl. 19:30 Söngleikjatónlist eftir George Gershwin og Cole Porter Hljómsveitarstjóri: David Charles Abell Einsöngvarar: Kim Criswell og George Dvorsky Tryggðu þér öruggt sæti með áskrift.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.