Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 15. SEPTEMBER 2002 216. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Ólafur K. Magn- ússon var ljósmynd- ari Morg- unblaðsins í nær hálfa öld, frá 1947 til 1996. Hann var fyrsti Íslend- ingurinn sem nam blaða- ljósmyndun og helgaði sig starfinu óskiptur. Framan af var hann eini fastráðni ljósmynd- arinn á íslensku dagblaði og í fimm áratugi var hann að skrá samtíma sinn og viðburði þjóð- lífsins. Ólafur var afar snjall ljósmyndari, eins og kynnast má í viðamiklu ljósmyndasafni h h f ú ið t Ljósmyndari þjóðarinnar ferðalögDraugahótel bílarÖflugur Porsche börnBarnaútvarp bíóMynd um Evu Cassidy? Hvítir reitir og svartir Það stendur yfir skákstríð ... það gleymist að skákin er hin eina sanna þjóðaríþrótt Íslendinga Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 15. september 2002 B Baráttan um vatnið 10 Skoðanamótunin eins og kvikasilfur 14 Fáar hindranir sjáanlegar í veginum 16 YFIRVÖLD í Pakistan staðfestu í gær að þau væru með í haldi um tug útlendinga sem handteknir voru í víðtækum lögregluaðgerðum í Karachi í vikunni. Þar á meðal væru tveir menn sem grunaðir væru um að vera í forystusveit al-Qaeda hryðju- verkasamtakanna. Bandarísk stjórnvöld fullyrða að annar þeirra sé Ramzi Binalshibh, sem talinn er hafa verið lykil- maður við undirbúning flug- ránsárásanna í Bandaríkjunum 11. september í fyrra. Í tilkynningu frá pakist- önskum stjórnvöldum segir, að í áhlaupum leyniþjónustumanna sl. mánudagskvöld og á miðvikudagsmorgun hafi um tugur útlendinga verið handtekinn. Til skotbardaga kom við hand- tökurnar og fengu tveir hinna grunuðu banvæn skotsár. „Tveir hinna handteknu eru grunaðir um að vera háttsettir al-Qaeda-liðar og er verið að ganga úr skugga um hverjir þeir séu,“ segir í til- kynningunni. Moinuddin Haider, upplýsingamálaráðherra Pakistans, vildi ekki staðfesta að Binalshibh væri meðal hinna handteknu. En þegar fréttamenn gengu á hann og vitnuðu til fullyrðinga í fjölmiðlum vestanhafs að Binalshibh væri í haldi, svaraði hann: „Augljóslega, ef þeir hafa þessar upplýsingar ættu þær að vera réttar.“ Bandarískir stjórnarerindrek- ar í Washington sögðu að Binalshibh hefði verið tekinn höndum í sameiginlegri aðgerð bandarískra og pakistanskra leyniþjónustumanna. Pervez Musharraf, forseti Pakistans sem er nú staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York, tjáði CNN-sjónvarpsstöðinni á föstudag að einn Egypti, einn Sádi og átta Jemenar hefðu verið handteknir í aðgerðunum. John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, átti í gær fund í Kaupmannahöfn með starfs- systkinum sínum frá Evrópusambandslöndunum. Lýstu ráðherrarnir samstöðu allra landanna í bar- áttunni gegn hryðjuverkum og bjartsýni á að takast myndi innan skamms að gera samninga milli Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna um gagnkvæma aðstoð í dómsmálum og framsal á sakamönnum. Þjóðverjar vilja fá Binalshibh framseldan Otto Schily, innanríkisráðherra Þýzkalands, sagði að þýzk stjórnvöld myndu fara fram á framsal Binalshibhs, þar sem hann var meðleigjandi flug- ræningjans Mohammeds Atta í Hamborg. Þeir tveir eru taldir hafa verið aðalskipuleggjendur flug- ránsárásanna 11. september í fyrra og að hafa stýrt hópi al-Qaeda-liða í Þýzkalandi. Þýzki ríkissaksókn- arinn Kay Nehm hefur sagt að til hafi staðið að Binalshibh flygdi fjórðu þotunni sem rænt var. Tveir lykilmenn al- Qaeda í haldi í Pakistan Karachi. AP. Moinuddin Haider Bandaríkin Botnfisk- veiðar bannaðar Portland. AP. Fiskveiðistjórnunarráð ríkj- anna á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna hefur ákveðið að banna botnfiskveiðar á næsta fiskveiðiári á stærstum hluta miðanna innan 200 sjó- mílna lögsögunnar allt frá landamærunum að Kanada suður til Mexíkó. Er ráðið með þessu að bregðast við hruni í nytja- stofnum botnfisktegunda á miðunum. Er bannið undan- fari nýs fiskveiðistjórnunar- kerfis, sem byggist á hömlum á því á hve miklu dýpi veiðar eru leyfðar frekar en afla- marki. Frá því í júní sl. hefur neyðarbann verið í gildi við botnfiskveiðum á sömu mið- um. Eru þessar fréttir mikið áfall fyrir alla útgerð frá vest- urströnd Bandaríkjanna, en hún skilaði um einum millj- arði Bandaríkjadala, um 90 milljörðum króna, inn í hag- kerfið í fyrra. SJÁLFBOÐALIÐAR og björgunarsveitarmenn að björgunarstörfum í bænum El Porvenir um 170 km vestur af Gvatemalaborg þar sem jarð- skriða gróf á föstudag um 30 hús í aur. Að minnsta kosti 14 fórust og nokk- urra var saknað, að því er almannavarnayfirvöld í Gvatemala greindu frá. AP Aurskriða grefur bæ í Gvatemala Í SÍÐUSTU skoðanakönnununum fyrir þingkosningarnar sem fram fara í Svíþjóð í dag benti flest til þess að Göran Persson forsætisráð- herra og Jafnað- armannflokkur hans myndu halda sínu. Niðurstöður fjögurra skoð- anakannana voru birtar í gær og sýndu þær allar jafnaðarmenn og bandalagsflokka þeirra á vinstrivængnum, Vinstri- flokkinn og Græningja, samtals með lítils háttar forskot á keppi- nautana, stjórnarandstöðuflokkana hægra megin við miðju. Mældist fylgið við vinstriflokkana á bilinu 50,8 og 51,8 prósentustig, en við borgaraflokkana á bilinu 46,1 til 47,5%. Jafnaðarmannaflokkurinn sjálfur mælist með um 37% fylgi, sem er það minnsta í 80 ára sögu hans þótt hann haldi þar með stöðu sinni sem stærsti flokkurinn á þingi. Flestir stjórnmálaskýrendur í Svíþjóð spá því að niðurstaðan verði sú að framhald verði á því fyr- irkomulagi sem verið hefur á lands- stjórninni síðasta kjörtímabil, þar sem jafnaðarmenn mynda minni- hlutastjórn studda af þingmönnum róttæku vinstriflokkanna. Persson spáð sigri Stokkhólmi. AFP. Göran Persson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.