Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 22. SEPTEMBER 2002 222. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Algengt að ganga þurfi eftir svörum ráðuneyta og stofnana 10 Hnífjafnt eftir harða kosningabaráttu 12 Æfingar auka öryggi 20 Þegar ein sál frelsar aðra „Mér leið eins og hér ætti ég heima. Því mun ég aldrei gleyma,“ segir bandaríski kvikmyndaleikarinn Keith Carradine um reynsluna af því að leika á Íslandi annað aðalhlutverkanna í nýrri bíómynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar, Fálkum, sem frumsýnd verður nk. föstu- dag. Árni Þórarinsson ræðir við Carradine um per- sónuna, sem hann leikur, einfara með óljósa fortíð, um gerð myndarinnar, starf hans fyrir heimsþekkta leik- stjóra á borð við Ridley Scott og Robert Altman, Carradine-fjölskylduna og margt fleira, og Sæbjörn Valdimarsson skrifar um ættir og uppruna./10 ferðalögAlpaganga bílarDaewoo Matiz börnDagblöð fyrir börnbíóThe Bourne Identity Smalað í Stafnsrétt Árviss ævintýri gangnamanna Í göngum og réttum leysist úr læð- ingi einhver frumkraftur Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 22. september 2002 B GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, notaði í gær tækifær- ið á lokadegi kosningabaráttunnar í Þýskalandi til að ítreka andstöðu sína við hugsanlega herför Banda- ríkjastjórnar gegn Írak. „Við segj- um hreint út: Mið-Austurlönd – Írak þar með talið – þarfnast frið- ar, ekki nýs stríðs,“ sagði Schröd- er í ræðu í Rostock. Á meðan var kanslaraefni kosn- ingabandalags kristilegu flokk- anna CDU/CSU, Edmund Stoiber, að opna hina frægu október- bjórhátíð í München í Bæjaralandi. Karin, eiginkona Stoibers, var með í för eins og sjá má á stærri myndinni. Hart hefur verið sótt að Schröd- er undanfarna daga vegna um- mæla sem höfð voru eftir dóms- málaráðherra hans, Herta Däubler-Gmelin, en þar var George W. Bush Bandaríkja- forseta líkt við Adolf Hitler. Däubler-Gmelin neitar því að hafa látið meint ummæli falla og segir að rangt hafi verið eftir sér haft. Schröder sendi Bush afsök- unarbeiðni á föstudag en ljóst er þó að frost er komið í samskipti ríkjanna tveggja. „Ég myndi segja að samband okkar og Þýskalands hafi oft verið betra. Hlutir hafa verið sagðir sem engan veginn er hægt að sætta sig við. Ummæli dómsmálaráðherrans, jafnvel þó að hún hafi ekki sagt nema helm- inginn af því sem eftir henni er haft, eru óviðunandi,“ sagði Condoleeszza Rice, þjóðarörygg- isráðgjafi Bush, í samtali við þýska útgáfu Financial Times í gær. Reuters  Hnífjafnt/12–13 Enginn bilbug- ur á Schröder ÍRAKAR hyggjast ekki sætta sig við neinar frekari ályktanir af hálfu ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem hugsanlega myndu setja frekari skil- yrði um afvopnun þeirra. Frá þessu var greint í íraska ríkisútvarpinu í gær en Saddam Hussein Íraksfor- seti hafði áður átt fund með sínum helstu ráðgjöfum. „Bandarískir embættismenn reyna nú, ef marka má fréttaflutn- ing, að fá nýja og vonda ályktun sam- þykkta í öryggisráðinu. Írak lýsir því hér með yfir að það muni ekki sætta sig við neitt slíkt,“ sagði í yfirlýsingu sem lesin var í íraska útvarpinu í gær. Þá var haft eftir íröskum emb- ættismanni að stjórnvöld í Bagdad hygðust ekki starfa eftir ályktunum sem gengju þvert á það samkomulag sem embættismaðurinn sagði að hefði verið gert við Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ. Ekki er hins vegar um það að ræða að samþykki Íraka sé forsenda þess að hægt sé að framfylgja hverri þeirri ályktun, sem öryggisráðið kann að gera. Bush ræddi við Pútín Naji Sabri, utanríkisráðherra Íraks, hafði tilkynnt Annan á mánu- dag að Írakar féllust á að vopnaeft- irliðsnefnd samtakanna hæfi aftur störf í landinu. Bandaríkjastjórn hef- ur hins vegar haldið áfram að þrýsta á um að öryggisráðið samþykkti nýja og harðorða ályktun sem ekki aðeins skikkaði Íraka til að leyfa aftur vopnaeftirlit í landinu, heldur skyld- aði þá til afvopnunar og til þess að virða mannréttindi í landinu, heita að láta af stuðningi við alþjóðlega hryðjuverkamenn o.s.frv. George W. Bush Bandaríkjafor- seti reyndi að fá Rússa, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, á sitt band á föstudag og ræddi þá m.a. við Vladímír Pútín, forseta Rússlands í síma. Engin niðurstaða var komin í þær viðræður en Rússar hafa áður sagt að óþarfi væri að samþykkja nýja ályktun í öryggisráðinu úr því að Írakar hefðu fallist á vopnaeftirlit. Er það hins vegar mat Banda- ríkjastjórnar að Írakar hafi með til- kynningu sinni, um að vopnaeftirlit yrði leyft á ný, aðeins ætlað að skapa klofning í öryggisráðinu. Um póli- tíska leikfléttu væri að ræða af hálfu Íraka – ekki yrði um það að ræða frekar en venjulega að Írakar stæðu við gefin loforð. Írakar sætta sig ekki við frekari skilyrði Bagdad. AFP, AP. FLEST benti í gær til að þjóðern- issinninn Vladímír Meciar hefði unn- ið sigur í þingkosningum sem haldn- ar voru um helgina í Slóvakíu. Ekki var þó talið líklegt að Meciar hefði tryggt sér næg atkvæði til að geta myndað ríkisstjórn en margir hinna flokkanna hafa útilokað stjórnar- samstarf með flokki hans, HZDS. Meciar var forsætisráðherra Slóv- akíu á árunum 1994-98. Hann þótti afar umdeildur, bæði heima og heim- an, og hafa stjórnmálaskýrendur sagt að ólíklegt sé að Slóvakíu yrði boðin aðild að Atlantshafsbandalag- inu eða Evrópusambandinu á meðan Meciar væri við völd. Kjörstaðir lokuðu á hádegi að ísl. tíma og bentu útgönguspár til þess að HZDS hefði tryggt sér 18% at- kvæða á meðan miðhægriflokkur Mikulas Dzurindas forsætisráðherra virtist ætla að fá 16,5%, sem er meira en spáð hafði verið. Smer-flokkur Roberts Fico virtist hins vegar ekki ætla að fá nema 13,4% en því hafði verið spáð að Fico myndi fara fyrir næstu samsteypustjórn í landinu. Kosið í Slóvakíu Meciar fékk flest atkvæði Bratislava. AFP, AP. ÞAÐ gerist ekki svo sjaldan að hinir allra mestu snillingar í knattspyrnunni séu sagðir þyngdar sinnar virði í gulli. Þetta verður að vísu ekki sagt um Norðmanninn Kenneth Kristensen en hann er þó sann- arlega þyngdar sinni virði – í rækju! Frá því er sagt í norskum fjöl- miðlum að þriðjudeildarfélagið Vindbjart hafi samþykkt að selja Kristensen, sem er 23 ára gamall, til keppinautanna í Flo- ey, sem einnig spila í þriðju deildinni norsku. Mun Kristen- sen byrja að spila fyrir Floey um leið og þeir hafa reitt af hendi u.þ.b. 75 kg af ferskri rækju til forráðamanna Vindbjart. „Kenneth langaði mikið til að spila fyrir Floey og við vildum ekki standa í vegi hans,“ segir Vidar Ulstein, forseti Vindbjart. „Hann er hins vegar samnings- bundinn okkur þannig að við vildum fá greiðslu fyrir hann.“ Var ráðgert að ákveða endan- legt „kaupverð“ leikmannsins fyrir innbyrðis leik liðanna í gær en þá átti að vigta Kristensen, sem skoraði 14 mörk fyrir Vind- bjart á síðustu leiktíð. Þyngdar sinnar virði í rækju Ósló. AFP. ÓTTAST er að allt að eitt hundrað manns hafi farist þegar skriða féll á lítið þorp í Kákasus-lýðveldinu Norður-Ossetíu í suðurhluta Rúss- lands í gær. Þekktur rússneskur kvikmyndaleikari er meðal þeirra sem er saknað en upptökur höfðu staðið yfir á nýrri bíómynd í þorpinu þegar atburðurinn átti sér stað. Um var að ræða blöndu aur- og snjóskriðu en um tíu íbúðarhús í þorpinu Karmadon fóru alveg á kaf. Þá féll skriðan einnig á aðalþjóðveg- inn, sem liggur til Karmadons, sem hamlaði björgunarstarfi. Notast var við björgunarþyrlur í gær og þá höfðu hjálparsveitir verið sendar á staðinn úr nærliggjandi lýðveldum, Kabardino-Balkaria og Karachaj- evo-Tsjerkessía. Fulltrúar STV-kvikmyndafyrir- tækisins sögðu að 29 manns hefðu verið á þeirra vegum í þorpinu, þar á meðal Sergej Bodrov yngri en hann er þekktur leikari í Rússlandi. Óttast um líf 100 manna Moskvu. AFP, AP. Norður-Ossetía ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.