Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Vátryggingafélags Íslands, VÍS, tilkynnti formlega í gær að Finn- ur Ingólfsson seðlabankastjóri hefði verið ráðinn forstjóri VÍS í stað Axels Gíslasonar. Gengið var í gær frá ráðn- ingarsamningi við Finn, sem átti jafn- framt fund með starfsmönnum fé- lagsins í höfuðstöðvum þess við Ármúla í Reykjavík. Finnur sagði við Morgunblaðið að ráðningin legðist vel í sig, hann væri fullur tilhlökkunar og eftirvæntingar, en hann tekur til starfa hjá VÍS 1. nóvember nk. Hann hefur komist að samkomulagi við stjórn félagsins um að fá að gegna áfram formennsku í viðræðunefnd stjórnvalda í stóriðjumálum en hann segir sig nú þegar úr stjórn Fjár- málaeftirlitsins. Í tilkynningu sem stjórnarformað- ur VÍS, Þórólfur Gíslason, sendi frá sér í gær kemur m.a. fram að full samstaða hafi verið innan stjórnar- innar um ráðningu Finns. Í tilkynn- ingunni segir ennfremur: „Finnur Ingólfsson hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfun undan- farin ár. Hann var m.a. iðnaðar- og viðskiptaráðherra um árabil og hefur nú síðast verið bankastjóri Seðla- banka Íslands í tæplega 3 ár. Stjórn VÍS væntir mikils af Finni og býður hann velkominn til starfa á nýjum vettvangi. Jafnframt eru Axel Gísla- syni færðar þakkir fyrir mikið og far- sælt starf í þágu félagsins. Finnur Ingólfsson er fæddur 1954. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1984 og hóf starfs- feril sinn sem framkvæmdastjóri iðn- fyrirtækja 1975–1978. Hann var að- stoðarmaður sjávarútvegsráðherra og síðar aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1983– 1991. Hann var alþingismaður Reyk- víkinga 1991–1999. Auk þessa hefur hann setið í stjórnum margra fyrir- tækja og stofnana á undanförnum ár- um. Finnur var iðnaðar- og viðskipta- ráðherra frá 1995 til loka árs 1999. Þá sagði hann skilið við stjórnmálin og var skipaður bankastjóri Seðlabanka Íslands frá 1. janúar 2000.“ Áfram formaður álviðræðu- nefndar Finnur Ingólfsson sagði við Morg- unblaðið að nýja starfið legðist vel í sig. „Það er bæði tilhlökkun og ákveðin eftirvænting að takast á við nýtt starf. Hér er um að ræða mjög traust og öfl- ugt fyrirtæki á okkar tryggingamark- aði. Ég hef átt fund með starfsfólkinu og líst ljómandi vel á það. Ég tek ekki við starfinu með formlegum hætti fyrr en 1. nóvember en hætti í Seðla- bankanum um næstu mánaðamót. Ég tel ekki eðlilegt að ég verði þar lengur starfandi vegna þess að VÍS er á fjár- málamarkaðnum. Ég mun ekki koma að neinum ákvörðunum í bankanum frá og með deginum í dag en mun nýta tímann í mánuðinum til að taka saman mitt dót og ganga frá mínum málum,“ sagði Finnur. Hann hefur síðustu mánuði farið fyrir nefnd sem iðnaðarráðherra skipaði vegna viðræðna við Alcoa um byggingu álvers í Reyðarfirði. Hann sagðist aðspurður hafa gengið frá því við stjórn VÍS að fá að halda áfram því starfi. Það væri m.a. ástæðan fyrir því að hann hæfi ekki störf hjá félag- inu fyrr en 1. nóvember. „Ég vil koma því máli vel áleiðis á næstu dögum og vikum og ætla að nota tímann til þess. Ég mun svo sinna því nefndarstarfi eins lengi og þarf,“ sagði Finnur. Hann sagði að á fundi með stjórn- arformanni og öðrum stjórnarmönn- um VÍS í gær hefði komið skýrt fram að ekki væru uppi áform um að breyta þeirri meginstefnu félagsins að efla það og treysta á hlutabréfamarkaðn- um. Finnur hefur átt sæti í stjórn Fjár- málaeftirlitsins en hann sagðist hætta þar nú þegar eðli málsins samkvæmt. Það samrýmdist ekki nýju starfi hjá VÍS. Finnur sagðist reyndar ekki hafa átt tök á því að sitja stjórnar- fundi hjá stofnuninni síðustu mánuði. Aðspurður hvernig forstjórastarfið hjá VÍS hefði komið til sagði Finnur að það hefði verið leitað til sín þegar það lá fyrir að Axel Gíslason myndi hætta. „Fyrst var minnst á þetta við mig en síðan var leitað til mín með form- legum hætti eftir að ný stjórn hafði verið kjörin hjá fyrirtækinu síðastlið- inn föstudag. Ég tók mér skamman tíma til umhugsunar og gaf ákveðið svar um helgina. Ég þurfti í sjálfu sér ekki langan tíma. Mér fannst bæði ögrandi og skemmtilegt að takast á við nýtt verkefni.“ Þórólfur Gíslason, stjórnarformað- ur VÍS, sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki hafa átt frumkvæði að því að ráða Finn. Nafn hans hefði ein- faldlega komið fljótt upp í umræðum milli eigenda og stjórnar VÍS þegar hugað var að eftirmanni Axels Gísla- sonar. Aðspurður hvað hefði ráðið mestu um það að Finnur var ráðinn sagðist Þórólfur aðeins geta svarað því fyrir sig persónulega. „Ég lagði það til grundvallar að þarna værum við að fá kraftmikinn einstakling með víðtæka reynslu á sviði íslensks viðskipta- og þjóðlífs. Það réð úrslitum í mínum huga. Finn- ur hefur marga kosti til að bera. Hann er kraftmikill og duglegur, áræðinn en athugull. Ég hef trú á að Finnur geti orðið sterkur leiðtogi fyrir þessu öfluga fyrirtæki og gert það enn öfl- ugra í framtíðinni í góðu samstarfi við starfsfólk fyrirtækisins, sem er mjög hæft og gott. Við bindum miklar vonir við störf Finns,“ sagði Þórólfur. Finnur Ingólfsson tekur við starfi forstjóra VÍS 1. nóvember nk. „Tilhlökkun og eftirvænting að takast á við nýtt starf“ Morgunblaðið/Þorkell Finnur Ingólfsson átti fund með starfsmönnum VÍS í gær og hitti þá m.a. að máli Sigurbjörn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra Lífís, og Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóra fjármálasviðs. BOGI Pálsson, forstjóri P. Samúelssonar, sagði sig í gær úr stjórn Vátryggingafélags Íslands, VÍS, eftir að búið var að ganga frá ráðningu Finns Ingólfssonar seðlabankastjóra í starf for- stjóra félagsins. Þórólfur Gíslason, stjórnarfor- maður VÍS, staðfesti þetta í samtali við Morg- unblaðið en Bogi var kjörinn nýr í stjórnina á hluthafafundi VÍS sl. föstudag ásamt Þórólfi, Ólafi Ólafssyni, forstjóra Samskipa, Guðsteini Einarssyni, kaupfélagsstjóra í Borgarnesi, og Ei- ríki Tómassyni, forstjóra Þorbjarnar Fiskaness. Var Bogi því í stjórninni í tæpa fjóra daga. Aðspurður hvaða ástæður fyrir afsögninni Bogi hefði gefið upp vildi Þórólfur ekki greina frá því. Hann hefði tekið við bréfi frá Boga skömmu eftir hádegi í gær og gert stjórnarmönnum grein fyrir efni þess. Ítrekaði Þórólfur að stjórnin hefði ein- róma samþykkt ráðningu Finns kvöldið áður og Bogi verið þar á meðal. ,,Á skjön við það sem ég tel vera verkefni stjórna“ Bogi Pálsson sagði við Morgunblaðið að að- ferðafræðin við ráðningu nýs forstjóra hefði ráðið mestu um þá ákvörðun sína að segja sig úr stjórn- inni. Bogi sagðist engra hagsmuna hafa að gæta, hvorki hann né P. Samúelsson eða aðrir sér tengdir ættu hlut í VÍS, en til sín hefði verið leitað ,,til að taka þátt í ákveðnum breytingum hjá fé- laginu“. Hann lagði áherslu á að afsögn sinni væri ekki beint persónulega að einum né neinum og í henni fælist ekki vantraust á nýjan forstjóra, Finn Ing- ólfsson. ,,Þegar ég tek að mér stjórnarsetu í félögum legg ég ríka áherslu á að raunverulega sé verið að leita eftir reynslu og þekkingu við ákvarðanatöku sem eðlilegt er að stjórnin taki. Mér þótti ljóst að ráðning nýs forstjóra hefði verið undirbúin með þeim hætti að verkefni stjórnarinnar var ekki það sem ég átti von á. Vel getur verið að þeir hafi ver- ið búnir að undirbúa þetta sem voru áður í stjórn- inni, ég þekki það ekki, en þetta fór að minnsta kosti á skjön við það sem ég tel vera í verkahring stjórna svona félaga. Ég taldi því rétt að leiðir skildu,“ sagði Bogi. – Líturðu þá svo á að ráðning Finns Ingólfs- sonar hafi þegar verið ákveðin þegar þú tókst sæti í stjórninni á föstudag? ,,Ég vil ekki segja að hún hafi verið frágengin en hún var mjög vel undirbúin án þess að mér hafi verið gert það ljóst þegar ég gekk í stjórnina.“ – Nú talar stjórnarformaðurinn um að einhug- ur hafi ríkt í stjórn félagsins um ráðninguna og þú hafir þannig staðið að henni. ,,Það má ljóst vera, eins og fjölmiðlar áttuðu sig á sem biðu eftir niðurstöðu stjórnarfundar í gær [á mánudag] að fundurinn var lengri en til stóð. Fram kemur í fundargerð að um annað hafi ekki verið rætt. Hafi verið einhugur um málið þá hefur varla þurft að ræða það í tvo og hálfan tíma.“ – Greiddirðu atkvæði með ráðningunni? ,,Þó að ég hafi ritað undir fundargerðina gerði ég það til að staðfesta setu mína á fundinum. Ég greindi meirihluta stjórnar frá þeirri ákvörðun að ég ætlaði ekki að standa á móti þessu. Ef menn teldu að þetta væri rétt aðferðafræði þá yrði það bara svo að vera. Ég hef engra hagsmuna að gæta, hvorki viðskiptalegra eða fjárhagslegra, og taldi það ekki mitt að standa gegn ráðningunni. Ég taldi hins vegar rétt að víkja úr stjórninni.“ – Valda þessi málalok þér vonbrigðum? ,,Já, miklum vonbrigðum, enda hefði ég ekki sagt mig frá stjórninni ef ég hefði verið ánægður með gang mála. Ég er fyrst og fremst að benda á að skilningur minn á verkefni og hlutverki stjórna er greinilega annars eðlis en þeirra sem sitja í stjórn VÍS.“ Bogi Pálsson sagði sig úr stjórn VÍS í gær Gagnrýnir aðferðafræði við ráðningu nýs forstjóra JOHN Sergeant, pólitískur rit- stjóri ITV sjónvarpsstöðvarinn- ar á Bretlandi, er á meðal frum- mælenda á ráðstefnu um fjölmiðla og fjölmiðlun sem Fjöl- miðlasambandið stendur fyrir en ráðstefnan verður haldin í Salnum í Kópavogi á laugardag- inn. Georg Páll Skúlason, formað- ur Fjölmiðlasambandsins, segir að Sergeant muni fjalla um sam- bandið á milli fjölmiðla og stjórnmálamanna, en titill er- indis Sergeant er: Hver er að nota hvern? „Hvatinn að því að við ákváðum að taka þetta efni fyrir er sá að menn hafa tekið eftir því hversu klókir sumir stjórn- málmenn eru í því að nýta sér fjölmiðla og virðast gera það þannig að þeir stjórni því hve- nær þeir komi fram og hvenær ekki og jafnvel með hvaða hætti þeir koma fram. Við leituðum út fyrir landsteinana vegna þess að við töldum markaðinn hér vera svo lítinn að það væri vart hægt að finna mann sem myndi þora að tjá sig um málefnið að gagni.“ Auk Sergeants mun Páll Þór- hallsson fjalla um hvort blaða- menn sjálfir séu orðnir frétta- matur, m.a. vegna þess að þeir komi inn á viðkvæm málefni sem beini kastljósinu að þeim sjálfum. Rene Van Tilburg, varaforseti Network Internatio- nal, mun ræða um stéttlaust fjölmiðlasamfélag. Kristinn Hrafnsson, fréttamaður, mun fjalla um hvernig fréttir hafa breyst á undanförnum áratug- um. Þá mun Árni Matthíasson á Morgunblaðinu velta því upp hvað hafi tekist og hvað ekki varðandi netið. Ráðstefna um fjöl- miðlun og fjölmiðla SAMÞYKKT var samhljóða í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær að vísa samningi við Íslensku menntasamtökin um rekstur Áslandsskóla til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar næstkom- andi þriðjudag. Að sögn Lúð- víks Geirssonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, óskuðu bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins jafnframt eftir því að málið yrði sent til kynningar í fræðsluráði og sagði hann að það yrði vænt- anlega gert fyrir fund fræðslu- ráðs næstkomandi mánudag. Að sögn Lúðvíks voru engar bókanir lagðar fram á fundi bæjarráðs vegna málsins og lýstu sjálfstæðismenn því yfir að afstaða þeirra til samnings- ins og málsins kæmi fram á fundinum eftir viku. ,,Þetta er allt í góðum farvegi og góðum anda,“ sagði Lúðvík. Samkomulagi um Áslands- skóla vísað til bæjarstjórnar FORSETI utanríkismálastofn- unar Kína, Mei Zhaorong, verð- ur á Íslandi 25.–28. september á vegum utanríkisráðuneytisins. Hann mun m.a. hitta forseta Ís- lands, formann utanríkismála- nefndar Alþingis og fulltrúa ut- anríkisráðuneytisins. Þá mun forsetinn taka þátt í hringborðs- umræðum í Háskóla Íslands. Forseti utan- ríkismála- stofnunar Kína á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.