Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 1
227. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 28. SEPTEMBER 2002 allt að 10 franskir ferðamenn og aðrir Evrópumenn. Skip úr sjóher Seneg- als og Gambíu, önnur skip og fransk- ar herflugvélar tóku þátt í leit á slys- staðnum í gær og var búið að finna lík 41 manns þegar síðast fréttist. Hvolfdi í einu vetfangi „Við vorum að horfa á myndband í sjónvarpinu en veðrið var vont, mikil rigning og hvassviðri,“ sagði Patrick Sauverey, einn þeirra, sem komust lífs af. Sagði hann, að skipinu hefði hvolft í einni svipan og enginn tími gefist til að leita að björgunarvest- um. ÓTTAST er, að hátt í 700 manns hafi farist með senegalskri farþegaferju, sem sökk í fyrrinótt úti fyrir strönd- um Vestur-Afríku. Haft var eftir embættismönnum í Senegal, að tek- ist hefði að bjarga 60 manns en Mame Madior Boye, forsætisráð- herra Senegals, sagði í gærkvöld, að tæplega 800 manns hefðu verið með ferjunni. Skipið, sem hét Joola, var á leið frá bænum Ziguinchor í Senegal til höf- uðborgar landsins, Dakars, þegar því hvolfdi í mjög slæmu veðri. Voru 796 manns með ferjunni og þar á meðal ótiltekinn fjöldi útlendinga, líklega Boye, sem lýst hefur yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu, sagði, að nýbúið hefði verið að taka skipið aft- ur í notkun eftir meira en árslanga viðgerð en orðrómur er um, að ekki hafi allt verið felldu með vélarnar auk þess sem skipið var aðeins gert fyrir 550 farþega. Hundruð manna, ættingjar þeirra, sem voru með skipinu, söfnuðust saman í Dakar og Ziguinchor í gær og varð að kalla til lögreglu til að halda aftur af ævareiðu og grátandi fólki. Sakaði það yfirvöld um að hafa tekið ferjuna í notkun áður en lokið hefði verið við viðgerð á henni. Yfirfullri ferju hvolfdi úti fyrir Vestur-Afríku Óttast að allt að 700 manns hafi farist Dakar. AP, AFP. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, ítrekaði í gær andstöðu sína við nýja ályktun Sameinuðu þjóð- anna um Írak. Kom þetta fram í símaviðtali hans við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í gær og í viðræðum fulltrúa Bandaríkj- anna og Bretlands við aðra franska ráðamenn í París. Marc Grossman, aðstoðarráð- herra í utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna, og starfsbróðir hans breskur, Peter Ricketts, kynntu í gær frönskum ráðamönnum þá ályktun, sem Bretar og Bandaríkja- menn hafa orðið ásáttir um og er mjög harðorð. Samkvæmt heimild- um er hert mjög á vopnaeftirlitinu í Írak og þess krafist, að senda megi hermenn vopnaeftirlitsmönnunum til verndar. Þá er gert ráð fyrir, að grípa megi til hernaðaraðgerða um- svifalaust og án frekari umræðna leggi Saddam Hussein Íraksforseti einhvern stein í götu eftirlitsmann- anna. Catherine Colonna, talsmaður Frakklandsforseta, sagði, að í viðtal- inu við Bush hefði Chirac lagt áherslu á, að ályktanirnar ættu að vera tvær, ein um vopnaeftirlitið og önnur um viðbrögð þegar og ef Saddam reyndi einhver undanbrögð. „Við erum andvígir sjálfvirkri valdbeitingu,“ sagði ónefndur franskur embættismaður í gær. Ólíklegt að afstaða Rússa breytist Grossman og Ricketts fara til við- ræðna við rússneska ráðamenn í dag en ekki er líklegt, að undirtektirnar í París muni greiða götu þeirra í Moskvu. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir, að leysa megi Íraksdeiluna án nýrrar álykt- unar, og Kínastjórn segist vera sömu skoðunar og sú franska. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, sagði í gær, að engar „áreið- anlegar vísbendingar“ hefðu komið fram um þá vígvæðingu, sem Bretar og Bandaríkjamenn segðu eiga sér stað í Írak. Þá sagði Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, að árás á Írak án samþykkis SÞ gæti haft miklar og „ófyrirsjáanlegar“ afleið- ingar. Bretland, Kína, Frakkland, Rúss- land og Bandaríkin eiga fastafull- trúa í öryggisráði SÞ og hefur hvert ríkjanna neitunarvald. Bandaríkin kynna nýja Íraksályktun Chirac ítrekar andstöðu sína París. AP, AFP. YASSER Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, og um 250 ráðgjafar hans og embættismenn spáðu því í gær, að Ísraelar myndu brátt gef- ast upp á umsátrinu um eina húsið, sem uppi stendur af höfuðstöðvum palestínsku heimastjórnarinnar. Öll hin hafa Ísraelar eyðilagt. Er Ara- fat hér að virða fyrir sér skemmdir á húsinu og líst greinilega ekki á blikuna. Bandaríkjastjórn ávítaði Ísraelsstjórn óvanalega hart í gær fyrir eldflaugaárás á eftirlýstan leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar en hann slapp lífs í árásinni, sem særði 25 manns, þar af 10 börn. Sagði í orðsendingunni, að Bandaríkja- stjórn gæti ekki liðið slíkar stór- árásir í fjölmennum íbúðar- hverfum. Reuters Arafat ekki í upp- gjafarhug  Staðfesta/22 LÖGREGLAN í Washington hand- tók í gær 649 manns, sem efndu til andkapítalískra mótmæla í til- efni af ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Er hér verið að bera einn mótmæl- endanna brott en þeir voru miklu færri en búist hafði verið við. Höfðu þeir hótað að stöðva alla umferð í miðborginni en varð ekki kápan úr því klæðinu. Voru næstum allir, sem hand- teknir voru, kærðir fyrir að efna til mótmælafundar án leyfis borg- aryfirvalda, fyrir að óhlýðnast skipunum lögreglunnar eða fyrir skemmdarverk. Charles Ramsey, yfirmaður lögreglunnar í borg- inni, sagði, að nafn og númer allra yrði fært í bækur lögregl- unnar og það myndi „taka sinn tíma“. Að því búnu yrði fólkinu sleppt gegn nærri 9.000 ísl. kr. tryggingu. Af fundinum er það meðal ann- ars að frétta, að Nicholas Stern, helsti hagfræðingur Alþjóðabank- ans, fór í gær mjög hörðum orð- um um „hræsni“ velmegunarríkj- anna, sem predikuðu frjáls við- skipti í þróunarríkjum en lokuðu sínum eigin mörkuðum með öll- um ráðum. Reuters Mótmæli í WashingtonKONA nokkur í Tyrklandi leit-ar nú dauðaleit að betlara, sem hún aumkaði sig yfir og gaf eina krukku af hrísgrjónum. Það er að segja, hana minnti, að í krukkunni væru bara grjón en hún hafði að geyma allan henn- ar veraldlega auð og sparnað í gegnum árin. Nadire Karatoprak, sextug að aldri, segist hafa falið þrjá milljarða tyrkneskra lírna, um 175.000 ísl. kr., og nokkra gull- peninga í krukkunni eftir að þjófar höfðu brotist inn til hennar og stolið dálitlum pen- ingum. Aðeins nokkrum dögum síðar knúði betlarinn dyra og bað hana að gefa sér nokkur grjón. Karatoprak uppgötvaði mis- tökin nokkrum vikum síðar þegar dóttir hennar bað hana um lán. Fullrífleg ölmusa Ankara. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.