Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 29. SEPTEMBER 2002 228. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sunnudagur 29. september 2002 Morgunblaðið/ Landið sem hverfur Fyrirhugað virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkj- unar hefur að mestu verið utan alfaraleiðar. Ragnar Axelsson lagði land undir fót og tók myndir af landslagi sem hverfur verði Háls- lón að veruleika. / 9 y p y ennfrekar. Prentsmið Morgunblaðsin B Hér gæti ég hugsað mér að búa! 18 10 Barátta um völd að baki átökum Drauma- liðið vakið af værum blundi 20 BANDARÍSKA forsetaembættið hefur samið drög að ályktun sem leggja á fyrir Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), og kveður ályktunin á um að Írakar skuli veita vopnaeftirlits- mönnum SÞ óheftan aðgang að öll- um stöðum en sæta árás ella, að því er The New York Times greindi frá í gær. Þá segir í drögunum að Írakar fái viku til að verða við ákvæðum álykt- unarinnar og gera SÞ nákvæma grein fyrir öllum áætlunum sínum um smíði gereyðingarvopna. Þá fá Írakar 23 daga til viðbótar til að veita aðgang að öllum þeim stöðum er málið varða og leggja fram skjöl til stuðnings yfirlýsingum sínum, að því er blaðið hefur eftir bandarískum embættismanni. Þá segir blaðið að ályktunin kveði á um að vopnaeftirlitið verði útvíkk- að frá meintum vopnasmiðjum til húsa Saddams Husseins forseta og heimili beitingu vopnavalds ef Írak- ar reyni að hindra eftirlitið. Banda- rískir og breskir embættismenn munu kynna meginþætti draganna fyrir Frökkum, Rússum og Kínverj- um, en þessar fimm þjóðir eiga fasta- fulltrúa í öryggisráði SÞ, og hafa þar neitunarvald. Samkvæmt drögunum munu þessi fimm ríki hafa rétt til að senda full- trúa sína til Íraks með eftirlitsmönn- unum. Verði írösk stjórnvöld ekki við kröfum eftirlitsmannanna má telja réttmætt að beita „öllum nauð- synlegum aðferðum til að tryggja frið og öryggi á alþjóðavettvangi“, þ. á m. að grípa til hernaðarað- gerða, segir í niðurlagi ályktunarinn- ar. „Ef við komumst að því að eitt- hvað í þeim gögnum sem þeir láta okkur í té er ekki sannleikanum sam- kvæmt, þá munum við taka í gikk- inn,“ sagði bandarískur embættis- maður við The New York Times. „Ef þeir tefja, hindra eða ljúga til um eitthvað sem þeir hafa lagt fram þá mun það kalla á aðgerðir.“ Embættismenn, sem er kunnugt um innihald ályktunarinnar, tjáðu blaðinu að í drögunum segði að Írak- ar hefðu þegar gerst sekir um „um- fangsmikil brot“ á fyrri ályktunum SÞ um afvopnun, þar sem Írakar væru að koma sér upp gereyðingar- vopnum og hefðu reynt að hindra störf vopnaeftirlitsmanna. Bandarískur embættismaður tjáði blaðinu að Bandaríkjastjórn vænti þess að nýja ályktunin myndi í raun koma í staðinn fyrir allar fyrri álykt- anir SÞ um Írak síðan 1991. „Fyrri ályktanir skipta ekki lengur máli,“ sagði embættismaðurinn. „Í þessari er allt sem við þurfum að fá frá Írök- um.“ Írakar fá sjö daga frest Washington. AFP. Bandaríkjamenn tilbúnir með drög að ályktun er lögð verður fyrir SÞ PALESTÍNSK stúlka situr á öxl móður sinnar og heldur á helgiriti múslima, Kóraninum, í annarri hendinni og múrsteini í hinni. Móðirin er meðlimur í Hamas- samtökunum og tók þátt í mót- mælaaðgerðum í Yarmouk- flóttamannabúðunum skammt frá Damaskus í Sýrlandi í gær. Þá minntust Palestínumenn þess að tvö ár voru liðin frá því að upp- reisn þeirra gegn hernámi Ísraela á palestínskum svæðum hófst. Í Gazaborg komu um 20 þúsund Palestínumenn saman, og í Ram- allah á Vesturbakkanum hvatti Yasser Arafat Palestínuleiðtogi þjóð sína til að halda uppreisninni áfram, þriðja árið. Ísrelar hafa setið um skrifstofur Arafats í tíu daga, en hann talaði til mannfjöld- ans í Gaza í gegnum farsíma og sagði Palestínumenn aldrei gefast upp. Undanfarin tvö ár hafa 1.850 Palestínumenn og um 600 Ísraelar fallið í átökum og tilræðum. Reuters Uppreisn í tvö ár LEIÐTOGAR Vestur-Afríkuríkja vonast til að geta sent um þrjú til fjögur þúsund manna lið, er nyti aðstoðar Frakka og ef til vill Bandaríkjamanna, til að binda enda á uppreisn hermanna á Fíla- beinsströndinni, að því er forseti Senegal, Abdoulaye Wade, tjáði franska blaðinu Le Parisien í gær. Wade er forseti Efnahagssamtaka Vestur-Afríkuríkja er munu halda fund í dag um stöðu mála á Fíla- beinsströndinni. Sagði Wade að Frakkar myndu veita aðstoð við skipulagningu og Bandaríkjamenn ef til vill aðstoða við flutninga. Öll aðildarríki Efna- hagssamtakanna hefðu þegar skuldbundið sig til að leggja fram nokkur hundruð hermenn hvert. Mun það lið taka við af frönskum og bandarískum hermönnum sem nú eru á Fílabeinsströndinni. Til- gangurinn væri að koma í veg fyr- ir átök og stuðla að viðræðum upp- reisnarmanna og stjórnvalda. Uppreisnin hófst 19. september sl., og halda hermennirnir, er hana gerðu, enn nokkrum bæjum í land- inu. Þeir voru brotnir á bak aftur í höfuðstaðnum, Abidjan, af her- sveitum hliðhollum ríkisstjórn Laurents Gbagbos forseta. Tæp- lega 300 manns féllu, og annar eins fjöldi særðist, í átökunum. Sagðir vel skipulagðir og hjálpsamir Uppreisnarmennirnir eru sagðir vel skipulagðir og segja talsmenn þeirra að „hreyfingin“ eigi sér enga pólitíska bakhjarla. Maður sem kom til nágrannaríkisins Mali á miðvikudaginn, eftir að hafa far- ið um norðurhluta Fílabeins- strandarinnar, sem er að mestu á valdi uppreisnarmanna, sagði að þeir hefðu veitt rútu fylgd til landamæranna þegar þeir hefðu séð að flestir um borð voru börn. Þeir hefðu bætt bensíni á bílinn og ekki „snert hár á höfði nokkurs um borð“. Franskur læknir sem verið hafði í borginni Bouake sagði að upp- reisnarmennirnir kæmu vel fram við landsmenn. „Þeir eru kurteisir ... fara hús úr húsi og sjá um að heimilisfólk hafi vatn og stundum gefa þeir fátækum dálítið af pen- ingum og hrísgrjónum,“ sagði franski læknirinn. Þetta kynnu íbúarnir vel að meta, en þeim væri eiginlegt að vera í nöp við her- menn. Flestir erlendir ríkisborg- arar hafa yfirgefið Fílabeins- ströndina, sem var áður frönsk nýlenda. Fílabeinsströndin Vilja stuðla að við- ræðum París. AFP. MARTU, um 2.000 manna þjóð- flokki frumbyggja í Ástralíu, hef- ur nú með dómsúrskurði verið út- hlutað til eignar landssvæði í vesturhluta landsins og er það nokkru stærra en Ísland, um 136 þúsund ferkílómetrar. Martu- menn tala alls 12 sjálfstæð tungu- mál. Þeir hafa haldið upprunaleg- um lífsháttum sínum, veiða og safna villtum jurtum til matar. Bretar fengu að stunda tilraun- ir með langdræga eldflaug á eyði- merkursvæðum Martu-manna á sjötta áratugnum og voru íbúarnir þá reknir á brott en fengu að snúa aftur upp úr 1980. Frumbyggjar eru alls um 400.000 af tæpum 20 milljónum Ástrala. Fyrir sjö árum lögðu Martu-menn fram kröfu um að fá staðfest eignarhald á landi sínu. Töldust þeir hafa sannað að þeir ættu hefðarrétt á landinu og hefðu nýtt það frá því að V-Ástralía var gerð að breskri nýlendu árið 1829. Þeir fá nú einkarétt á að nýta landið að öðru leyti en því að rétt- indi til námuvinnslu verða áfram á hendi v-ástralskra stjórnvalda. Martu-menn eiga nú land sitt Sydney. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.