Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 49 ✝ Arnfríður Vil-hjálmsdóttir fæddist í Miðhúsum í Grindavík 12. ágúst 1906. Hún lést á dval- arheimili aldraðra í Sóltúni í Reykjavík 26. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Vil- hjálmur Jónsson á Strandarhöfði, Land- eyjum, f. 1866, og Agnes Jónsdóttir, Hafliðasonar á Þór- kötlustöðum í Grindavík, f. 1876, síðar kennd við Ísólfsskála. Arn- fríður var fjórða í röð sex alsystk- ina. Hún átti sex hálfsystkini sam- mæðra og fjögur samfeðra. Alsystkini voru Jóhanna, þá kom drengur sem dó við fæðingu, Magnúsína Sigurbjörg, Arnfríð- ur, Jón Valgeir og Lilja. Sam- mæðra voru Valgerður Guðrún, Sólrún, Sigrún Rakel, Jón, Guð- munda og Ísólfur. Samfeðra voru Guðjón, Reginbaldur, Kristinn og Jóhanna. Fyrri eiginmaður Arnfríðar var Guðmundur Jóhannesson, f. 20. maí 1907, d. 20. septemer 1973, og áttu þau saman dótturina Önnu Guðrúnu, f. 16. júlí 1932. Hún á sex börn, sextán barnabörn og tvö barnabarnabörn. Eftirlifandi eig- inmaður Arnfríðar er Helgi Pálsson, f. 29. desember 1912, frá Vestmannaeyj- um. Saman eiga þau tvo syni: 1) Björgvin Val, f. 28. júlí 1941. Hann á tvjö börn, tvö fósturbörn og fimm barnabörn. 2) Sæv- ar, f. 14. september 1946. Hann á fimm börn og átta barna- börn. Fyrir átti Helgi eina dóttur, Sjöfn. Arnfríður og Guð- mundur bjuggu í Reykjavík þau þrjú ár sem sambúð þeirra stóð, en næstu árin á eftir sá hún um sig og litlu dóttur sína með vinnu- mennsku víða um land, og auk þess fyrrverandi tengdamóður sína fyrsta árið. (Sex ára var Önnu komið fyrir hjá ömmu sinni á Ís- ólfsskála og var síðan alin þar upp.) Um 1940 settist svo Arnfríður að í Reykjavík ásamt Helga manni sínum, þar sem hún stundaði ýmis verkamannastörf auk húsmóður- starfsins. Hún hafði fulla heilsu og starfsþrek og annaðist heimili sitt til ársins 1999 er hún missti sjón- ina að hluta. Útför Arnfríðar fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Elsku amma. Við kveðjum þig nú með söknuði og þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa kynnst þér og mann- bætandi lífsskoðunum þínum. Fyrsta minning mín er þegar þú og Helgi komuð í heimsókn til okkar í Hreiðurborg. Hvað við systkinin hlökkuðum alltaf til þegar þið kom- uð, ævinlega með eitthvað gott til að stinga að okkur. Og hvað mér fannst ég „forfröm- uð“ eftir að hafa heimsótt þig í fyrsta sinn, sem var líka mín fyrsta ferð til Reykjavíkur. Oft hef ég hugsað til þinna lífs- gilda og reynt að læra af þeim. Þú varst alltaf hlédræg og lítillát, en um leið stórhuga og órög að takast á við verkefnin. Hörkudugleg, ósérhlífin og kvartaðir aldrei. Gekkst í öll verk af miklum krafti og afkastaðir svo miklu eins og glæsilegt heimili þitt bar vott um og garðurinn sem alltaf var þitt stolt. Um þetta allt hugsaðir þú komin langt á tíræðisaldur þang- að til fór að halla undan fæti fyrir um þremur árum. Svo sannarlega hefur þú fengið að kynnast lífsbaráttunni á langri og strangri starfsævi. Þú vildir líka að við systkinin í Hreiðurborg lærðum vel til verka. Fyrir þér var vand- virkni og samviskusemi eitt það mik- ilvægasta sem maður gat lært. Ég man hvað þú lagðir mikla áherslu á að skúra vel út í hornin og ganga vel frá öllum endum við saumaskapinn, þannig að lítill munur væri á rétt- unni og röngunni. Þetta gat nú stundum tekið á taugarnar, sérstak- lega þegar þú krafðist þess að ég rekti allt upp sem þér þótti ekki nógu vel gert. Amma sagði alltaf að síðar myndi ég þakka fyrir þessa afskiptasemi og að annaðhvort gerði maður hlutina vel eða sleppti því að taka þá að sér. Ekki hvarflaði að manni að kvarta eða vorkenna sér í návist ömmu, yfir einhverjum smámunum. Samt man ég fáa sem var betra að leita til og alltaf fannst mér gott að hlusta á ótrúlega raunsætt viðhorf hennar til lífsins. Undir hrjúfu yfirborðinu sló stórt og hlýtt hjarta. Elsku amma, þú varst alltaf svo glæsileg kona, teinrétt og virðuleg. Aldrei fórstu út nema með varalit og hatt. Mikið þótti þér gaman að ferðast um landið og oft þegar ég kom í bæ- inn baðstu mig að fara með þig í bíl- túr. Skoða ný hverfi í borginni eða bara skreppa í heimsókn eða á kaffi- hús. Stundum fórum við til Grinda- víkur. En í lokin var amma orðin þreytt og tilbúin að kveðja. Það var erfitt fyrir þessa stoltu konu, sem alltaf vildi bjarga sér sjálf, að vera upp á aðra komin. Hvíl þú í friði, elskulega amma mín, blessuð sé minning þín. Herdís K. Brynjólfsdóttir. Mig langar til að minnast ömmu minnar í fáum orðum. Ég veit hún hefði ekki viljað neitt málskrúð um sig. En amma var svo stórbrotin kona að það er ekki hægt annað en minnast hennar. Alltaf teinrétt, vel til höfð, vel greidd og snyrtileg. Alltaf allt í röð og reglu. Þannig var amma, hún var fyrst og fremst húsmóðir og leit það hlutverk alvarlegum augum. Hvort sem var úti eða inni þá var alltaf allt vel um gengið. Alla sína ævi vann amma mjög mikið, hún var ein af þessum konum sem aldrei féll verk úr hendi. Einstæð móðir vann hún fyrir sér og dóttur sinni, sem og fyrr- verandi tengdamóður með verka- mannavinnu hér og þar. Auk þess að sjá um heimili og vinnu saumaði hún út. Þær eru óteljandi myndirnar og púðarnir, klukkustrengirnir og dúk- arnir sem hún saumaði út í á sinni löngu ævi. Amma verður að teljast til hepp- inna einstaklinga, því í 93 ár hafði hún góða heilsu og fullt minni, gat séð um sig og sína og hún þurfti ekki að upplifa andlát nokkurs einasta af- komanda síns, sem hlýtur að vera sjaldgæft og mikil gæfa því hvaða auður er meiri en að eignast afkom- endur og njóta þeirra. Svo var það að hún fór út að moka snjó af stéttinni fyrir framan húsið og við áreynsluna missti hún sjónina að hluta og þá allt í einu varð amma mín gömul kona, sem ekkert fannst hún geta gert. Það var erfitt fyrir þessa stoltu konu sem alltaf hafði gert allt sjálf að játa sig sigraða, hún átti erfitt með að biðja fólk um greiða og kunni illa að tjá hvað hún var ánægð með það sem gert var fyr- ir hana. Það var helst að hún reyndi að gjalda líku líkt og þá með ein- hverjum smágjöfum. En það kom líka bros í munnvikin og viðurkenn- ingarglampi í augun ef eitthvað var gert sem þurfti að gera, en hún fékk sig ekki til að biðja um. Það var alltaf gott að koma til ömmu, hún hafði ákveðnar skoðanir og lét þær í ljós, hún hafði ráð undir rifi hverju og gat alltaf sagt eitthvað sem átti við hverju sinni. Ekkert gladdi hana meira en að einhver hefði áhuga á því sama og hún hafði gert eða hafði lík áhugamál og hún og oft komst hún á flug í endurminn- ingunum. Hún talaði alltaf fallega um náungann og fylgdist með öllum sínum afkomendum, ættingjum og vinum. Allt til dauðadags var hún með allt á hreinu sem var að gerast hjá þeim sem umgengust hana, minni hennar var óskert og líkaminn furðu sterkur. En 96 ár er hár aldur og amma var orðin þreytt, það voru ýmsir kvillar farnir að hrjá hana og í raun var hún farin að óska þess að fá að fara á vit feðra sinna, en þar var hún sannfærð um að væri björt og góð vist. Þó svo dauðinn sé alltaf svolítið sár, þá verður maður að gleðjast yfir því að fólk sem er orðið satt ævidaga skuli fá að yfirgefa þessa jarðvist og losna við þjáningar sínar. Elsku amma mín, ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta þín svona lengi, ég veit að þér líður vel núna. Guð blessi minningu þína. Hulda. Arnfríður amma í Hólmgarði er gengin á vit skaparans. Þótt amma hafi heitið Arnfríður kallaði ég hana aldrei annað en Fríðu ömmu frá barnsaldri. Einhverju sinni þótti mér nafnið hennar undarlegt en ákvað að nafnið Fríða þýddi einfald- lega falleg – og það var hún amma, falleg kona að innan sem utan. Fríða amma var amma eins og þær eiga að vera, virðuleg eldri kona og afbragðs húsmóðir alla tíð. Þegar ég var barn fór faðir minn stundum með mig í heimsókn til hennar. Þess- ar heimsóknir standa mér enn í fersku minni, sérlega fyrir þær sakir að þar var alltaf til eitthvað spenn- andi að borða. Iðulega voru þar margar gerðir smurbrauðs og sæt- metis til ánægju fyrir gesti. Um páska og jól hafði hún enn meira góðgæti á boðstólum, sérstaklega á þeim árum sem hún vann í sælgæt- isverksmiðjunni Amor. Elsku amma, ég kveð þig með trega og söknuði. Minningin um þig mun lifa með mér alla tíð. Megi skap- arinn veita afa mínum, börnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um styrk til þess að takast á við lífið án þín. Ég sendi ættingjum innileg- ustu samúðarkveðjur. Lengi heilluðu hugann heiðríkir dagar, alstirnd kvöld, líf þeirra, ljóð og sögur, sem lifðu á horfinni öld. Kynslóðir koma og fara, köllun þeirra er mikil og glæst. bak við móðuna miklu rís andi hæst. (Davíð Stef.) Stefán Helgi Valsson. Elsku langamma og langa- langamma. Nú er svo komið að þú hefur kvatt þennan heim og heldur áfram í þann næsta. Það gleður okkur mjög að þú skul- ir hafa lifað að sjá litlu prinsessuna okkar, hana Rakel Rós, og að okkur skyldi takast að koma saman til að mynda ættliðina fimm. Ég hafði af- skaplega gaman af því að heimsækja þig og reyndi alltaf að koma vikulega til þín á meðan ég bjó í Reykjavík og eins töluðum við oft lengi saman í síma. Þú varst ákaflega stolt kona og dáðist ég alltaf að því hversu hrein- skilin og minnug þú varst og alltaf svo hraust og hress enda eru ekki margir sem búa heima hjá sér og sjá um sig sjálfir framyfir níræðisaldur- inn. Við höfðum alltaf dálæti á sögun- um þínum og höfðum gaman af því að heyra hvað tímarnir hafa nú breyst mikið á þinni löngu lífsævi. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku langamma, þú munt ávallt lifa í huga okkar og hjarta. Alda Pétursdóttir, Hákon Sigurðsson og Rakel Rós Hákonardóttir. ARNFRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR Útför ástkærs föður okkar, tengaföður og afa, EINARS KRISTINS EINARSSONAR frá Laugum, Hrunamannahreppi, fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 7. des- ember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, REYNIR ÁRMANNSSON, 1922—2002, er látinn. Ásta Reynisdóttir, Bergþóra Reynisdóttir, Ármann Reynisson, Halldór Reynisson, Sigrún Reynisdóttir. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR KRISTINS HALLGRÍMSSONAR frá Háreksstöðum, Norðurárdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði. Þuríður Sigurjónsdóttir og fjölskylda. Elskulegur faðir okkar, KRISTINN MORTHENS, Fjallakofanum í Kjós, andaðist á Landspítalanum Fossvogi miðviku- daginn 4. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hins látna. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LILJA MATTHILDUR FRANSDÓTTIR frá Króki, verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 7. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í Kálfholtskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Ingólfur Guðmundsson frá Króki, Hólmfríður Rannveig, Ólafur Sigfússon, Ingólfur Magnússon, Þorbjörg Fjóla Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi og frændi, BRAGI ÁSGEIRSSON AUSTFJÖRÐ bifvélavirkjameistari, Aðalstræti 21, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 9. desember kl. 14.00. Ólöf Halblaub, Ásgeir Vilhelm Bragason, Sólveig Bragadóttir, Kristín Ásgeirsdóttir, Kolbeinn Pétursson, tengdabörn, barnabörn og frændsystkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.