Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                    BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ um síðustu helgi fór fram próf- kjör sjálfstæðismanna í nýju Norð- vesturkjördæmi. Þar voru í framboði valinkunnir frambjóðendur og í for- ystu fóru þingmenn sem sóttust eftir endurkjöri. Eins og alþjóð veit tókst þetta prófkjör óhönduglega og fyrir prófkjörsdag komu fram ásakanir um að haft væri rangt við og var það staðfest að ekki hafi verið farið eftir prófkjörsreglum flokksins. Upphafið var á Akranesi og haft er fyrir satt að þetta svindl hafi einnig átt sér stað á Vestfjörðum og á Snæfells- nesi. Eftir prófkjörið kom í ljós að svindlið var mun stórfelldara en áður var vitað um. Gengi og gangsterar í hópi stuðningsmanna á þessum stöð- um hafi ákveðið að fara frjálslega með leikreglurnar og hafa rangt við, hvort það var með vitund eða vilja frambjóðenda læt ég ósagt. Í mínum huga hljóta frambjóðendur að vera ábyrgir fyrir athöfnum sinna stuðn- ingsmanna með einum eða öðrum hætti. Jafnvel formanni flokksins, sem ávallt hefur haft hugsjónir lýð- ræðisins í fylkingarbrjósti og er far- sæll leiðtogi þjóðarinnar, er með óbragð í munninum að þetta skyldi hafa getað gerst í Sjálfstæðisflokkn- um. Við getum aldrei leyft þessum gangsterum að eyðileggja ímynd Sjálfstæðisflokksins því þegar á allt er litið er heiður flokksins í veði en ekki stundarvinsældir einstakra manna. Ef forystumenn flokksins láta þetta svindl viðgangast, getum við þá átt von á einhverju svipuðu í skjóli flokksins í alþingis- eða sveita- stjórnarkosningum? Nei, þetta mál er dauðans alvara og engum líkar að einstakir þingmenn og þar á meðal ráðherra í þessu prófkjöri kunni ekki mun á réttu og röngu heldur með ótrúlegum yfirlýsingum lýsir sig ótvíræðan sigurvegara vitandi af svindlinu á meðan einstakir þing- menn í prófkjörinu firra sig allri ábyrgð og ætla að sitja í sínum sæt- um í skjóli svindls og enn annar sleikir sárinn. Reyndar er það áhyggjuefni hvernig þessi ágæti ráð- herra kemur sér í vandræði í einu málinu á eftir öðru, er þetta einleik- ið? Það hlýtur að valda okkur sjálf- stæðismönnum áhyggjum hversu veikur hlekkur hann er í forystusveit flokksins. Það er með ólíkindum hvernig stuðningsmenn, kjördæmaráð og síðan einstakir þingsmenn, sem tóku þátt í prófkjörinu, hafa með ógeð- felldum hætti afskræmt lýðræðið. Þetta hátterni minnir einna helst á kosningar í „lýðræðisþjóðum“ t.d í Afríku þar sem sigurvegarar verða að beita blekkingum og svikum til að hljóta kosningu. Yfirlýsingar þing- manns um að prófkjörsreglur hafi ekki verið lesnar nægilega vel eru léttvægar nánast hlægilegar og guð forði okkur frá því að hafa ólæsa eða leslata þingmenn.. Það er áhyggju- efni ef þingmenn lesa ekki leikreglur og kynna sér mál ofan í kjölinn sem þeir eru að fjalla um og starfa eftir. Hvernig er þá lagatextinn í frum- vörpum sem þeir eru að afgreiða á hinu háa Alþingi? Ábyrgð forystumanna flokksins er mikil og ég legg mitt traust á þá að þeir uppræti þessa spillingu með því að ógilda prófkjörið og koma þannig skipan á mál að verði flokknum til sóma og fyllsta ástæða til að snupra þá er hlut eiga að máli. GUÐNI ÞÓR JÓNSSON, Neðstaleiti 20, Reykjavík. Gengi og gangsterar Frá Guðna Þór Jónssyni: MIKIÐ er nú rætt um verndun rjúp- unnar gegn skotveiðimönnum. Ég vil leiða rök að því að einföld tækni- leg lausn væri við hæfi; en hún er að banna algerlega notkun haglabyssna hér á landi, en að nota þess í stað riffla. Með þessu ynnist eftirfarandi: Færri rjúpur myndu falla, vegna þess að erfiðara er að hæfa þær með riffli. Á hinn bóginn væri orðið karl- mannlegra að skjóta á sitjandi rjúpu, því það væri meiri íþrótt en áður. Vegna snarminnkaðrar þátttöku manna sem væru eingöngu að veiða sér í jólamatinn myndi einnig fækka þeim afglöpum sem yrðu úti á heið- um uppi við iðju sína. Að vísu myndi á móti aukast hættan fyrir mann- fólkið af riffilkúlum sem óvandaðir menn freistuðust til að skjóta upp í loftið á fljúgandi fugla. Reyndar yrði svo erfitt að skjóta fugla með þessu móti, að kannski yrði þá raunhæft að aflétta algerlega friðun á hvers kyns fiðurfé á heiðum uppi, sem og á rúmsjó. (Nema kannski á keldusvíninu, haferninum og haftyrðlinum blessuðum.) Von væri þá til að fleiri skotmenn gengju til liðs við skotíþróttafélögin í landinu, og tækju þar námskeið í notkun og meðferð skotvopna sem íþróttatækja. Við þetta myndi kannski hagla- byssan afsagaða hverfa úr farteski glæpamanna undirheimsins okkar; og yrði þá jafn sjaldséður fugl þar og skammbyssan. Einnig ættu grænfriðungar og dýraverndunarsinnar þá að gleðjast, af því blýmengun í náttúrunni ætti að minnka við það að höglum fækk- ar; svo og særðum fuglum. Önnur rök mín eru meira tilfinn- ingalegs eðlis: Kannski yrðu þá Íslendingar her- mannlegri þjóð ef þeir lærðu að bera aukna virðingu fyrir rifflum og skot- æfingum. Auk þess er riffillinn fegurra verkfæri fyrir augað; og gerir minni hávaðamengun; sem og minna bak- slag. (Hér er ég þó ekki að halla á út- litsfegurð myndskorinna tvíhleyptra haglabyssna af fínasta taginu.) Ég vorkenni helst þeim húsmæðr- um sem fengju þá ekki lengur sínar blýmenguðu jólarjúpur frá fjöl- skyldumeðlimi. En þá mætti lengi notast við svartfugla, villigæsir eða alifugla svosem kjúklinga eða kal- kúna í staðinn. Að ekki sé talað um innfluttar rjúpur frá Grænlandi. Hætt væri þó við að erfitt yrði að keyra í gegn slíkt allsherjarbann á Alþingi án þess að einhverjir and- stæðingarnir myndu tala um lög- regluríki! TRYGGVI V. LÍNDAL. Rjúpan og riffillinn Tryggvi V. Líndal skrifar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.