Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 67 Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvik- myndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó. Harry Potter og leyniklefinn Harry og félagar eru komnir aftur í mynd fullri af frábærum karkaterum, ótrúlegum aðstæð- um, spennu og hryllingi. Gaman, gaman! (H.L.)  ½ Háskólabíó, Sambíóin Reykjavík, Keflavík og Akureyri Possession Sannkallað konfekt fyrir auga og eyru, vönd- uð gæðamynd; skynsamleg blanda af gamni og alvöru, nútíð og fortíð. (S.V.) Háskólabíó Changing Lanes Vel leikin um afdrifaríkan dag í lífi tveggja manna. Óvanaleg spennumynd því þar er velt fyrir sér siðferði, fjölskylduböndum, heiðri og skyldum, á vitrænan hátt. (S.V.)  Laugarásbíó, Sambíóin. Das Experiment Kraftmikil og áhugaverð þýsk kvikmynd sem gerist á hálfum mánuði í fangelsi. Fínir leik- arar skapa trúverðugar persónur en hegðan þeirra varpar fram krefjandi spurninga um dýrseðlið í manninum. (H.L.)  Háskólabíó One Hour Photo Áhugaverð kvikmynd með Robin Williams í aðalhlutverki. Þar er fjallað um áhugaverð efni, einsemd, mannúð og hið ómanneskju- lega í nútímanum. (H.J.)  Smárabíó The Road to Perdition Sláandi glæpasaga frá kreppuárunum, jafn- framt einstætt augnakonfekt. Óskarsverð- launatilnefningar á færibandi en útlitið inni- haldinu yfirsterkara. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Ak. Blood Work Eastwood er full roskinn sem harðsvíraður löggunagli og kvennagull í eltingaleik við rað- morðingja. (S.V.)  ½ Háskólabíó Die Another Day Fulllöng Bond-mynd þar sem hasarinn ræður ríkjum og húmorinn er komin í hring. Ágæt- asta afþreying fyrir fólk í góðu skapi og með smekk fyrir fallegu fólki. (H.L.) ½. Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Ak. The Importance of Being Earnest Djörf og lífleg aðlögun á hinu hárbeitta gam- anleikriti Oscars Wildes. Orðaleikir og lúmsk ádeila á gildi aðalsstéttar Viktoríutímans njóta sín í lifandi leik og framsetningu, en samþjöppun veldur því að ýmislegt úr leikrit- inu tapast. (H.J.)  1/2 Regnboginn Sweet Home Alabama Witherspoon er yndisleg að vanda en það dugar ekki til. Aðstæður ekki nógu fyndnar og tilfinningafókusinn óskýr. Ágætis skemmtun þó. (H.L.)  ½ Sambíóin Rvk. og Kef. Undercover Brother Góðir grínarar hæða svarta poppmenningu áttunda áratugarins. Mörgum aulabröndur- um ofaukið en heilmikil hugsun í handritinu ogmetnaður til að gera góða grínmynd. (H.L.)  ½ Sambíóin Enough Kona fær ekki flúið geggjaðan bónda sinn. Endurtekning á eldri (og betri) myndum af sama sauðahúsi. (S.V.) Regnboginn, Smárabíó The Tuxedo Bardagasnillingurinn Jackie Chan ber vart sitt barr í þessari mjög svohollywoodísku spennumynd. Hún er þó á köflum fyndinn út- úrsnúningur á bond-hefðinni. (H.J.) Laugarásbíó, Sambíóin Simone Synd að sjá svona lélega kvikmynd frá Andr- ew Niccol, handritshöfundi snilldarverksins The Truman Show. Í Simone er áfram fjallað um fjölmiðlasamfélagið en á máttlausan hátt. (H.J.) Regnboginn Swimfan Metnaðarlítil, vanmönnuð og glompótt eft- iröpun af Fatal Attraction fyrir unglingamark- aðinn. (S.V.)  ½ Smárabíó Halloween: Resurrection Subbuhrollur með miklu tómatsósuflóði. Skelfingarópin koma einungis úr hljóðrásinni. (S.V.) ½ Regnboginn. The Master of Disguise Carvey hleypir illu blóði í aðdáendur sína í ruslmynd. (S.V.) ½ Smárabíó BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Possession ku vera „sannkallað konfekt fyrir auga og eyru“. UMFANGSMIKIÐ Skáldakvöld var haldið í Iðnó á miðvikudagskvöldið. Þar lásu helstu ungskáld Íslendinga upp úr bókum sínum sem út koma fyrir jólin. Þeir sem lásu voru Stein- ar Bragi úr bókinni Áhyggjudúkk- ur, Sigurbjörg Þrastardóttir úr bókinni Sólar saga, Andri Snær Magnason úr bókinni LoveStar, Sig- tryggur Magnason úr bókinni Herj- ólfur er hættur að elska, Samúel úr samnefndri bók Mikaels Torfason- ar, Beta Rokk úr bókinni Vaknað í Brussel, Gerður Kristný úr bókinni Ég veit þú kemur og Stefán Máni úr bókinni Ísrael. Hljómsveitin Ske lék ennfremur órafmagnað og glamrað var á sjórekið píanó til heiðurs Guð- rúnu Evu Mínervudóttur. Ungskáld í Iðnó Sögur og sjó- rekið píanó Lovestar Andra Snæs hefur fengið góða dóma að undanförnu. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurbjörg Þrastardóttir les úr fyrstu skáldsögu sinni, Sólar sögu. SMEKKLEYSA hefur sent frá sér tvöfaldan disk sem hefur að geyma nýmeti og nostalgíu frá útgáfunni í til- efni 16 ára afmælis og „þrotlauss starfs“ í þágu al- mennrar smekk- leysu gegnum tíð- ina. Til vitnisburðar um það eru á diski 2 „Gömul svín“ – eldri slagarar sem gaman er að rifja upp (suma hverja a.m.k.) – og á diski 1, „Nýir grísir“, sem hér er til umfjöll- unar, eru hvorki meira né minna en 18 ný eða nýleg lög með hinum og þess- um hljómsveitum sem útgáfan tengist eða hefur á sínum snærum. Listinn er töluvert tilkomumikill: Björk, Sigur Rós, Mínus, Maus, o.fl. Smekkleysa sinnir eðlilega meðlim- um úr sínum innsta kjarna á disknum, trompið er auðvitað Björk með „Ver- andi“ en sérlega þekkilegt er líka „Mysterynod“ frá Sigtryggi Baldurs- syni, dreymandi nótur og taktar sem renna ljúft niður. Einar Örn er hins- vegar með furðulegri smíð, býður upp á súrrealískt eintal yfir tölvuhljómum sem er fáu líkt. Ef maður vill síðan stuð og læti þá rífa Vínyll upp stemmninguna með retrópönki sínu, „Nobody’s Fool“ og fara hamförum í stælum sem reyndar virka vel, og Dr. Gunni svíkur ekki með Pat Benatar- legu lagi sínu „Mikilvægasti maður í heimi“, alveg ekta stuð. Ef sóst er eft- ir rómantískari línum þá er besta val- ið Stilluppsteypa, svo undarlega sem það nú annars hljómar, lag þeirra „Jetzt ist alles vorbei“ setur saman svo værukærar nótur að hálfar væru nóg og einnig má reyna „Try to stay unhooked“ með Agli Sæbjörnssyni, órafmagnað, undarlegt lag sem er eitthvað svo klisjað og tilfinninga- þrungið að það fer rakleiðis úr glatað- flokknum yfir í gott. Ljóst að þessi maður er snillingur. Sýnishorn af listamannslegu poppi kemur frá Ske („Stuff“) og svona líður diskurinn áfram, fullur af áhugaverðum og fín- um lögum, t.d. nýtt lag með Maus sem lofar góðu. Það sem stendur samt al- gerlega upp úr er Mínus með „Rom- antic Exorcism“, einstakur harð- kjarnsýrusamruni á rokki og óvæntri melódíu, allt að gerast og krafturinn næstum áþreifanlegur – gríðarlega gott lag. Hér er boðið upp á þverskurð úr ís- lensku tónlistarlífi í jaðargeiranum og lögin státa flest af „góðum gæðum“ og hér fær maður mikið fyrir aurinn. Rokkið er kannski mest áberandi en hér má líka finna hipp-hopp, Keikó- lög og dreymandi raftóna, rómantík og tilraunastarf. Þetta bland í poka er sérlega efnisríkt og hverrar krónu virði og hver og einn ætti að fá mola við sitt hæfi. Og svo er líka að finna hérna mynd af hinu últra-smekklausa póstkorti frá leiðtogafundinum ’86 – getur maður beðið um meira? Tónlist Betra en grís Ýmsir Alltaf sama svínið Smekkleysa Tvöfaldur diskur frá Smekkleysu sm/ehf. Á diski 1 eiga eftirfarandi flytjendur lög: Mínus, Maus, Einar Örn, Kimono, Ske, Björk, Kritikal Mazz, Lúna, Desidia, At- ingere, Rúnk, Sigtryggur Baldursson, Eg- ill Sæbjörnsson, Stilluppsteypa, Vinyl, Dr. Gunni, Sigur Rós, Trabant. Alls 18 lög. Þór Eldon hafði umsjón með útgáfu. Steinunn Haraldsdóttir ÁRSHÁTÍÐ Menntaskólans á Akur- eyri fór fram á föstudagskvöldið í íþróttahöllinni, en hún er jafnan hald- in í tengslum við fullveldisdaginn, 1. desember. Að þessu sinni voru sam- ankomnir nær 800 gestir, að sögn skólameistara, Tryggva Gíslasonar, og sagði hann samkomuna fjölmenn- ustu árshátíð nokkurs skóla á Íslandi. Tryggvi sagði í ávarpi að með því að tengja árshátíð skólans við full- veldisdaginn vildi MA minna ræki- lega á þann merka áfanga sem náðist 1. desember 1918 þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. „Síðan er liðin bráðum heil öld og margt hefur gerst, meðal annars hafa menn gert sér nýj- ar hugmyndir um fullveldi, frelsi og lýðræði,“ sagði Tryggvi. Hann sagði hið nýja fullveldi að sín- um dómi fólgið í því að sérhver ein- staklingur sýni umburðarlyndi og skilning gagnvart öðrum og virði mannréttindi og lýðræðislegar reglur á öllum sviðum. „Í slíku fullveldi á mannfyrirlitning og ofbeldi ekki heima. Frelsi felst í umburðarlyndi og verður að vera gagnkvæmt eins og allar sannar tilfinningar og frelsi verður að fylgja sterkur sjálfsagi. En þjóðir heims eiga enn langt í land með að ná markmiðum hins nýja fullveldis, og í upphafi nýrrar aldar – aldar menntunar og mannvirðingar, sem eru einkunnarorð Menntaskólans á Akureyri – ættum við að setja okkur það markmið að sýna umburðarlyndi og skilning gagnvart öðrum einstak- lingum og þjóðum og virða mannrétt- indi og lýðræðislegar reglur,“ sagði skólameistari. Dagskrá á hátíðinni var fjölbreytt. Leikin var tónlist af ýmsu tagi, kór MA söng t.a.m. nokkur lög og sjö manna strengjasveit nærði gesti and- lega meðan þeir röðuðu í sig krásum sem boðið var upp á af hlaðborði, suð- rænir dansar voru sýndir og nokkrar hljómsveitir stigu á svið. Heiðursgestur árshátíðarinnar var Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra, fyrrverrandi frönskukennari og aðstoðarskólameistari MA. Fjölmenn árshátíð MA Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Jóhanna Himin- björg Hauksdóttir, nemandi á fjórða ári, sem klæddist faldbúningi, og Tryggvi Gíslason skólameistari. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hópur úr Leikfélagi MA kom skólameistara og Mar- gréti Eggertsdóttur eiginkonu hans á óvart með atriði úr Gesti til miðdegisfundar sem þau hjón léku í 1958. KG HAFNARSTRÆTI 4 162 ára afmæli um helgina Jörhundur segir: Öll dýrin á barnum eiga að vera vinir! Húsið Hafnarstræti 4 er 155 ára um þessar mundir. Dubliner, kátasta kráin í bænum sem er í þessu sögufræga húsi er 7 ára um þessa helgi, við sláum afmælunum saman og verðum með feikna fjör á öllum hæðum alla helgina...jibbí. Jörhundur verður heima og lifir á fornri frægð eins og alltaf á landinu bláa. Hin frábæra hljómsveit Frú a palli sér um að allir og við meinum allir, skemmti sér sem aldrei fyrr. Kátasta kráin í bænum Hundarlegt verð á vökva alla helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.