Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 27 ÞAÐ ER stundum biðröð viðnytjamarkaðinn Góðahirðinn, þegar opnað er íhádeginu. Fyrir utan bíður fólk sem er komið til að gera góð kaup. Innan dyra kennir margra grasa en varningurinn kemur úr nytjagámum sem eru á öllum endur- vinnslustöðvum Sorpu. „Það koma til okkar tveir flutningabílar fullir af varningi tvisvar í viku,“ segir Sólrún Trausta Auðunsdóttir, kölluð Sóla, sem er verslunarstjóri. „Hingað koma um 4.000 kúnnar mánaðarlega og við afgreiðum um það bil 10.000 hluti í hverjum mánuði,“ segir hún og er greinilega með tölfræðina á hreinu. „Þegar þú kemur í Góða hirðinn skaltu gera ráð fyrir að staldra við í þrjá tíma,“ bætir hún við. – Hvað segirðu, þrjá tíma! „Já, það er svo margt sniðugt til hérna hjá okkur.“ Sóla segir að fólk slæðist inn til þeirra til að kaupa jólagjafir enda hægt að gera reyfarakaup. „Ég kaupi mínar jólagjafir í Góða hirðinum. Ég er persónulega mun hrifnari að notuðum hlutum en nýj- um og finnst bara notalegt að vita að hlutirnir hafa farið í gegnum margar hendur,“ segir hún. – Hvað hefur þú verið að gefa héðan til jólagjafa? „Ég hef verið að kaupa skrítna hluti eins og gömul eldhúsáhöld og gamla skauta og skíði. Það er reynd- ar sjaldgæft að við fáum það síðast- nefnda til okkar. Annars er hægt að fá hér alls konar smávöru eins og skrítna lampa, litla vasa og styttur eins og stelpur fengu gjarnan í af- mælisgjöf á áttunda áratugnum. Stytturnar kosta 100–1.200 krónur, vasarnir eru á 150–1.000 krónur og lamparnir eru á 100–3.500. Hér fást líka bækur; skáldsögur, ljóð, fræðibækur, ævisögur og barna- og unglingabækur, íslenskar og þýddar. Flestar bækurnar kosta 50–200 krónur. Ég held að enginn geti keppt við okkur um bókaverð í ár. Við erum með heilu rekkana af gömlum vínylplötum sem kosta 150 krónur. Þá er hægt að kaupa alls konar dúka, ísaumaða, einlita og köflótta, í öllum stærðum. Þeir eru á 100–600 krónur. Fólk hefur líka ver- ið að kaupa útsaumaða púða til gjafa sem kosta 500–1.000 krónur. Gömul raftæki og fótunuddtæki fást hér líka og þau síðastnefndu renna út í hvelli en þau hafa kostað 1.000 krónur. Skrautleg box undir smákökur og þess háttar eru alltaf vinsæl til gjafa. Sum eru gömul og snjáð, sem gefur þeim skemmtilegt yfirbragð, en þau kosta 300–800 krónur. Bollastell og glös eru til í miklu úrvali. Glösin kosta til dæmis 10– 150 krónur. Ég held að enginn myndi slá hendinni á móti út- skornum desertskálum úr kristal sem kosta 400 krónur stykkið,“ seg- ir hún og grípur tvær skálar, sem er að finna í „betri stofunni“, og lyftir þeim upp í ljósið til að sýna blaða- manni. Fólk kaupir líka það sem við köll- um stríðnisgjafir sem eru hlutir sem hafa í raun ekkert hagnýtt gildi og hafa verið framleiddir vegna ein- hverrar sérvisku. Sumir þessara hluta hafa verið notaðir sem hjálp- artæki við eldamennsku eins og hamborgarapressan, en þær kosta 10–50 krónur. Eitt árið rak á fjörur okkar nokkurt magn af þessum pressum, þá fékk kúnninn þær í kaupbæti. Hér er líka hægt að fá myndir á góðu verði. Þetta eru gamlar ljós- myndir, frægar eftirprentanir og út- saumsmyndir. Verðið á myndunum er 300–3.000 krónur. Svo er hægt að kaupa ódýra hluti, gera upp og gefa. Fólk hefur verið að kaupa kommóður. Þær hafa kom- ið hingað í litum eins og bleiku eða lillabláu. Verðið fer eftir aldri, efni og stíl, verðið er frá 1.500–6.000 krónur. Stundum eru þetta vandaðir hlutir úr gegnheilum og góðum viði.“ – Í hvaða ásigkomulagi eru hlutirnir venjulega þegar þeir koma til ykkar? „Veistu, sumt af þessu dóti er eins og það hafi verið tekið beint af hill- unni þinni en annað er verr farið.“ Þegar gengið er um markaðinn, sem er á jarðhæð Sjálfsbjarg- arhússins í Hátúni 12, má finna ým- iss konar jóladót og tágakörfur sem hægt er að skreyta og hafa heima hjá sér eða gefa. Körfurnar kosta 50–350 krónur. Nokkur gervijólatré, sem virtust sem ný, stóðu umkomu- laus og biðu eftir eigendum en þau kosta 800–1.500 krónur. Þarna er líka að finna barn- leikföng í fjölbreyttu úrvali eins og tuskuleikföng á 10–250 krónur. Eins og áður segir rennur ágóð- inn af versluninni til líknarfélaga. Á þessu ári skipta Tourette-samtökin og CP-félagið, sem er stuðnings- félag þeirra sem eiga við hreyfifötl- un að stríða, með sér 900 þúsund krónum. „Mér finnst jákvætt að hlutir öðlist framhaldslíf á þennan hátt,“ segir Sóla. „Einnig er gott að vita til þess að ágóðinn fer til góðra málefna.“ Í lokin er ekki úr vegi að segja frá stelpunni sem var að skrifa jóla- gjafalistann sinn um daginn en á honum stóð: „Svo langar mig í eitt- hvað „öðruvísi“ úr Góða hirðinum.“ Ódýrt í jóla- pakkann Morgunblaðið/Kristinn Hrafnkell Brynjarsson og Sólrún Trausta Auðunsdóttir, starfsmenn í Góða hirðinum, með hluti sem þau gætu hugsað sér að gefa til jólagjafa. Hægt er að fá „öðruvísi“ jólagjafir í Góða hirðinum, sem er nytjamarkaður Sorpu. Ágóðinn fer til góðra málefna. ÞEGAR Samkeppnisstofnun kannaði verðmerkingar í sýning- argluggum 345 verslana á höf- uðborgarsvæðinu í byrjun desem- ber kom í ljós að 59% verslana í Smáralind og 50% verslana í Kringlunni voru með óaðfinnanlegar verðmerk- ingar. Verslanir við Laugaveg/ miðbæ voru með óaðfinnanlegar verðmerkingar í 45% tilvika. Að sögn Kristínar Færseth deildarstjóra hjá Samkeppn- isstofnun er þetta mun lakari nið- urstaða en á sama tíma í fyrra. Heildarniðurstaða sýnir að verðmerkingar voru í lagi í 48% tilvika sem er lakari niðurstaða en fyrir sl. jól en þá voru verð- merkingar í lagi í 57% tilvika. Kristín bendir á að með því að verðmerkja ekki í sýning- argluggum geri kaupmenn sig seka um brot á rétti neytenda. Samkvæmt samkeppnislögum er skylt að verðmerkja í sýning- argluggum í því skyni að auð- velda neytendum verðsamanburð og þar með stuðla að samkeppni. Kristín segir að í samkeppn- islögum frá árinu 2000 komi fram að heimilt séað beita sektum við brotum af þessu tagi. Þegar hún er spurð hvort stofnunin hafi fram að þessu sektað verslanir fyrir brot á verð- merkingarlögum segir hún að í sumar hafi samkeppnisráð sektað verslun um 400.000 krónur vegna brota á lögunum. Kristín segir að full ástæða sé til að grípa í taumana þegar hún er innt eftir því hvort niðurstöður sem þessar veiti ekki Samkeppn- isstofnun ástæðu til aðgerða. Innan við helmingur verslana með verðmerkingar í lagi                       !    ! " #$# %  &' www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.