Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚ styttist óðum í að prófum í framhaldsskólum landsins ljúki. Þessar stúlkur í Menntaskólanum í Kópavogi eru vafalítið í hópi fjöl- margra nemenda sem bíða þess óþreyjufullir að fá kærkomna hvíld frá skólanum eftir amstrið í jóla- mánuðinum og strembna prófa- törn. Þangað til bera nemendur sjálfsagt saman bækur sínar, skiptast á glósum og leiða hugann að því hverju kennarinn muni spyrja úr á næsta prófi og hvað þurfi að leggja sérstaka áherslu á. Morgunblaðið/RAX Prófatörn senn á enda ALÞINGI samþykkti í gær þingsályktunartil- lögu þess efnis að ríkisstjórninni verði falið að kanna matvælaverð á Íslandi í samanburði við helstu nágrannalönd. Jafnframt verði reynt að gera grein fyrir hugsanlegum ástæðum mismun- andi matvælaverðs, svo sem ólíkum verslunar- og framleiðsluháttum. Niðurstöðu athugunarinnar á að skila til Alþingis innan sex mánaða. Tillagan var samþykkt með 46 samhljóða atkvæðum. Þingsályktunartillagan var upphaflega lögð fram af Rannveigu Guðmundsdóttur, Bryndísi Hlöðversdóttur og Össuri Skarphéðinssyni, þing- mönnum Samfylkingarinnar. Eftir fyrstu um- ræðu var henni vísað til allsherjarnefndar þings- ins og voru þar lagðar til nokkrar breytingar á tillögunni. Taldi nefndin m.a. að upphaflega til- lagan fæli í sér of kostnaðarsaman og umfangs- mikinn samanburð. Forsvarsmenn þriggja stærstu matsöluversl- anakeðja landsins fagna allir þingsályktunartil- lögunni og vonast til að hún leiði í ljós ástæður þess að matvælaverð er hærra hér en í nágranna- löndunum. „Ég held að það sé gott fyrir alla aðila að þetta sé skoðað. En ég vona að það eigi ekki að fara að taka verslunina fyrir sérstaklega, það væru mikil mistök ef það væri tilgangurinn,“ segir Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss. „Það verður að taka heildarmyndina, það er lykilatriði.“ Skoða verði alla aðfangakeðjuna, al- veg frá því varan kemur til landsins og þangað til hún er seld. Jafnframt verði að kanna tilkostnað hjá kaupmönnum, m.a. hvort launakostnaður sé hærri en í nágrannalöndunum.“ Reglugerðarflækja „Við fögnum þessari tillögu og við teljum nauð- synlegt að kanna alla aðfangakeðjuna. Það þýðir ekki bara að kanna verslunina því vöruverðið myndast ekki bara þar,“ segir Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Baugs-Íslands. „Við berum ekki gegn því að það sé hátt mat- vælaverð á Íslandi og við höfum sagt hverjar ástæður þess eru.“ Í fyrsta lagi sé markaðurinn lítill. Í öðru lagi valdi „reglugerðarflækja“ sem kaupmenn í öðrum löndum þurfi ekki að glíma við því að matvælaverð sé hærra á Íslandi. Í þriðja lagi sé virðisaukaskattur á matvæli hærri hér en víðast í Evrópu. Einungis í þremur Evrópulönd- um sé skatturinn hærri. „Í fjórða lagi er landbúnaðarkerfið framleiðslu- sinnað og það vegur langþyngst,“ segir hann. Kerfið sé miðað við hvað stjórnvöld vilji framleiða en ekki hvað neytendur vilji kaupa. Jón segir að álagning Baugs hafi verið gerð opinber og ef menn kynni sér málin komi í ljós að álagning fyr- irtækisins sé áþekk og jafnvel ívið lægri en er- lendra fyrirtækja í sömu grein. Gott að fá þetta upp á borðið „Ég held að það sé af hinu góða að fá það upp á borðið um hvað þetta snýst,“ segir Guðjón Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Samkaupa. Verð- myndunin hafi greinilega ekki verið öllum ljós og oft hafi hallað á kaupmenn. Hann benti einnig á að matvælaverð hafi haldið neysluvísitölunni niðri á meðan opinber gjöld hafi þrýst henni uppá við. Matvælaverðið kannað Forsvarsmenn þriggja stærstu matvöruversl- anakeðjanna fagna þingsályktun sem sam- þykkt var í gær BJÖRK Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, segir að endurskoða þurfi verklag og vinnslu barnaverndarmála hjá Barnavernd Reykjavíkur. Hún tekur undir að álag á starfsmenn Barna- verndar sé of mikið. Samkvæmt skyndikönnun sem framkvæmd var meðal starfsmanna Barnaverndar sl. sumar var hver starfsmaður með um 80 mál að meðaltali á sinni könnu. 20 ný mál berast stofnuninni í hverri viku að meðaltali en starfsmenn Barnaverndar eru 22 í 18 ½ stöðu- gildi. Félagsmálaráð og barnaverndar- nefnd funduðu um málið í gær og var samþykkt að skipa sameiginlegan starfshóp til þess að gera tillögur um nauðsynlegar úrbætur á reglum um málsmeðferð barnaverndarmála. Ákvörðunin byggist m.a. á upplýs- ingum frá framkvæmdastjóra Barnaverndar og athugasemdum sem fram koma í bréfi forstjóra Barnaverndarstofu til félagsmála- ráðs þar sem lýst er áhyggjum vegna mikils starfsálags sem augljóslega sé á starfsmönnum stofnunarinnar. Björk segir ljóst að mörg þeirra mála sem hvíli á herðum starfs- manna séu erfið viðureignar. „Fólk hefur ekki getað forgangs- raðað málum sem er heldur ekki nógu gott. Þarna er kannski verið að vinna mál sem væri hægt að vinna á öðrum stöðum eins og hjá Fé- lagsþjónustunni.“ Fljótlega eftir að skrifstofa Barnaverndar var sett á laggir haustið 2000 var ljóst, að sögn Bjarkar, að álag á starfsmönnum væri mikið og var ákveðið að gera út- tekt á starfseminni sem nú er lokið. Mál eldri barna ekki í forgang Í sameiginlegri fundaryfirlýsingu félagsmálaráðs og barnaverndar- nefndar frá því í gær voru meginnið- urstöður úttektar á starfi Barna- verndar Reykjavíkur kynntar. Um helstu niðurstöður úttektar- innar segir m.a.í bréfinu: „Málsmeð- ferð barnaverndarmála hefur batnað með aukinni sérhæfingu, sérstak- lega í málum yngri barna. Þó hefur málsmeðferð tekið lengri tíma og mál eldri barna hafa ekki fengið þann forgang sem þyrfti.“ Einnig er bent á að Barnaverndin hafi tekið yfir fleiri mál en áætlað var í upphafi þar sem „mál hafa ekki far- ið nema í litlum mæli til baka í stuðn- ingsvinnu út á borgarhlutaskrifstof- ur Félagsþjónustunnar“. Björk segir að til greina komi að fjölga starfsmönnum Barnaverndar og færa þar með barnaverndarstarf- ið alfarið þangað eða dreifa verkefn- um meðal fleiri þjónustustofnana sem heyra undir Félagsþjónustuna. Ráðgert er að starfshópurinn skili af sér áliti 15. janúar nk. Hver starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur með 80 mál á sinni könnu „Fólk hefur ekki getað forgangsraðað málum“ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur frestaði í gær að ákveða refsingu yfir 27 ára gömlum manni sem var dæmdur fyrir skattsvik og brot á bókhalds- lögum. Haldi hann skilorð í þrjú ár sleppur hann við refs- ingu. Brotin áttu sér stað þegar maðurinn var 22 ára gamall en fram kemur í dómnum að hann hafði frá 19 ára aldri unnið sem undirverktaki, fyrst í fisk- vinnslu en síðan við ræstingar. Þroski og þekking Maðurinn var m.a. dæmdur fyrir að fá menn til að gefa út tilhæfulæfulausa reikninga sem hann notaði til að lækka virðisaukaskattskyldu sína. Alls námu skattsvik mannsins um 600.000 krónum Verjandi mannsins benti á að ungu fólki hafi verið gert erfitt fyrir að fá vinnu nema sem verktakar en því fylgi réttindi og skyldur sem það hafi vart þroska eða þekkingu til að axla. Þessi athugasemd þótti dómar- anum íhugunarverð þó hún firrti manninn ekki ábyrgð. Þegar auk þess væri haft í huga að hátt á fimmta ár væri liðið frá því rannsókn málsins hófst, að maðurinn hefði verið ungur að aldri og persónulegar og fé- lagslegar aðstæður hans gjör- breyttar og hann hefði ekki brotið af sér síðan 1994, þótti Herdísi Hákonardóttur, hér- aðsdómara, rétt að fresta ákvörðun um refsingu. Kristján Stefánsson hrl., var til varnar en Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi efnahags- brotadeildar ríkislögreglu- stjóra sótti málið. Gert erfitt að fá vinnu nema sem undirverk- takar ÖKUMAÐUR skarst á höfði þegar svonefnd námubifreið sem hann ók valt á Jökuldal. Að sögn lögreglunnar á Eg- ilsstöðum eru námubifreiðir stærri og breiðari en venjuleg- ir vörubílar. Þær eru einkum notaðar við stórframkvæmdir, s.s. virkjanir eða vegagerð og eru af flestum kallaðar Búkoll- ur. Reyndar valt aðeins fremri hluti Búkollunnar en liðamót eru á bílnum miðjum. Stór- grýti skorðaðist af á palli bíls- ins og þegar átti að sturta því lyftist framendinn upp og snerist í loftinu. „Búkolla“ valt á Jökuldal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.