Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 296. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 mbl.is Harður heimur eiturlyfja Hljómsveitin Ampop sendir frá sér skífu númer tvö Fólk 54 Sungið um veturinn og lífið Staddur í Sturlungaöld Sveigur heitir ný skáldsaga Thors Vilhjálmssonar Bækur D4 SÍÐUSTU dagana fyrir jól er nóg að gera í verslunum landsins og víða mikil örtröð. Unga fólkið á myndinni lét ekki mannþröngina trufla sig en naut þess að versla. Nú eru aðeins fimm dagar til jóla og því hver að verða síðastur að ljúka kaupum á jólagjöfum. Mikið var að gera í verslunum um nýliðna helgi en það er mat verslunarmanna að jólaverslunin nái hámarki þrjá síðustu dagana fyrir jól og væntanlega verður það þannig fyrir þessi jól. Þá er reynslan sú að margir dragi það fram á síðustu stundu að kaupa jólasteikina. Margt girnilegt er að finna í kjötborðum verslana og fjölbreytnin sjaldan verið meiri. Morgunblaðið/RAX Fjör í jólasölunni Frásögn móður unglingsstúlku sem varð eiturlyfjum að bráð 10 HUGO Chavez, forseti Venesúela, hefur neitað að verða við kröfum andstæðinga sinna um að hann segi af sér og efni til for- setakosninga í byrjun næsta árs til að binda enda á allsherjarverkfall sem staðið hefur í sextán daga. Forsetinn sagði í viðtali, sem birt var í spænsku dagblaði í gær, að hann hygðist gegna embættinu að minnsta kosti þar til í ágúst á næsta ári þegar efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hann eigi að segja af sér. Olíuútflutningur Venesúela hefur stöðv- ast og tekjutapið vegna þess nemur and- virði 4,2 milljarða króna á dag. Venesúela er fimmti mesti olíuútflytjandi heims og verk- fallið hefur orðið til þess að heimsmarkaðs- verðið á olíu hefur hækkað um rúm 4%. Chavez neit- ar að flýta kosningum GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá því í gær að hann hefði fyrirskipað hernum að hefjast handa við að koma upp gagnflauga- kerfi til að verjast hugsanlegum eldflaugaárás- um á Bandaríkin. Gert er ráð fyrir því að fyrstu gagnflaugarnar verði teknar í notkun ár- ið 2004. Stjórn Bush hefur ennfremur óskað eftir afnotum af ratsjárstöðvum í Thule á Grænlandi og í Bretlandi. Bush lofaði að koma upp slíku gagnflauga- kerfi áður en hann var kjörinn forseti og Bandaríkjastjórn rifti í sumar ABM-samningn- um við Rússa sem takmarkaði eldflaugavarnir. Bandarískir embættismenn sögðu í gær að stjórn Bush stefndi að því að tíu gagnflaugar yrðu teknar í notkun í Fort Greely í Alaska ár- ið 2004 og tíu gagnflaugar til viðbótar á ár- unum 2005–2006. Bandaríkjaher hefur gert átta tilraunir til að skjóta niður eldflaugar með gagnflaugum frá 1999 og þrjár þeirra heppnuðust. Bandaríkja- menn hafa einnig smíðað og prófað nema til að leita að eldflaugum og byrjuðu í sumar að byggja sex neðanjarðarbyrgi fyrir gagnflaugar í Fort Greely í Alaska. Danska stjórnin styður áformin Bandaríkjastjórn hefur sent dönsku stjórn- inni beiðni um að fá að nota ratsjárstöð í Thule á Grænlandi til eldflaugavarna, að sögn Anders Fogh Rasmussens, forsætisráðherra Danmerk- ur. „Við þurfum að kynna okkur þetta vandlega áður en við svörum beiðninni,“ sagði forsætis- ráðherrann og bætti við að stjórnin myndi hafa samráð við grænlensku landstjórnina. Danir fara með öryggis- og varnarmál Grænlands en Grænlendingar vilja aukið forræði í þessum málum. Danska stjórnin og meirihluti þingsins styðja áformin um eldflaugavarnakerfið. Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að beiðninni yrði svarað í vor. Bandaríkjastjórn hefur einnig óskað eftir því að fá að nota ratsjárstöð breska flughersins í Fylingdales í Norður-Englandi en breska stjórnin hefur ekki ákveðið hvort verða eigi við beiðninni. Bush hleypir eldflauga- vörnum af stokkunum Washington, Kaupmannahöfn. AP. Óskað eftir afnotum af ratsjárstöðvum á Græn- landi og í Bretlandi FISKAFLINN á fyrstu 11 mánuðum ársins var kominn yfir tvær millj- ónir tonna og stefnir í að árið sem nú er að líða verði eitt mesta aflaár sem um getur. Heildarafli íslenskra skipa á tímabilinu janúar til nóvember var orðinn um 2.028.000 tonn sem er um 7% meiri afli en á sama tímabili í fyrra. Þar af hafa veiðst 1.036.000 tonn af loðnu sem er 14% aukning frá sama tímabili síðasta árs. Þorsk- afli á tímabilinu hefur hinsvegar dregist saman um rúm 12%, var rúm 188 þúsund tonn. Árið 2001 veiddust samtals um 1.986.000 tonn. Þá var fiskaflinn í desembermánuði tæp 92 þúsund tonn, þar af var loðnuaflinn um 16 þúsund tonn. Loðnuveiðar hafa gengið ágætlega nú í desember, þegar hafa veiðst um 20 þúsund tonn og ef fram heldur sem horfir má ætla að árið verði eitt mesta aflaár sögunnar. Í desember á síðasta ári veiddust um 11 þúsund tonn af kolmunna en kol- munnakvótinn fyrir árið 2002 kláraðist í nóvember. Þá hafa síldveiðar gengið afar treglega í desember en síldarafli desembermánaðar í fyrra var um 28 þúsund tonn. Fiskaflinn hefur tvisvar sinnum áður farið yfir tvær milljónir tonna, árið 1996 þegar aflinn varð 2.055.000 tonn og árið 1999 þegar aflinn varð 2,2 milljónir tonna og hefur aldrei orðið meiri.                           !  ! "        Fiskafli í nóvember minnkar/15 Fiskafli yfir tvær milljónir tonna Yfir 100.000 Svíar skráð- ir leynilega KOMIÐ hefur í ljós að sænsk yfirvöld stunduðu umfangsmikla skráningu á kommúnistum þegar kalda stríðið stóð sem hæst, að sögn sænska dag- blaðsins Dagens Nyheter í gær. Blað- ið segir að yfir 100.000 Svíar hafi verið skráðir leynilega á sjöunda áratug aldarinnar sem leið. Dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Thomas Bodström, fékk í gær skýrslu frá leyniþjónustunefnd stjórnarinnar þar sem hún kemst að þeirri niður- stöðu að öryggislögreglan hafi oft brotið bann við slíkri skoðanaskrán- ingu. Nefndin telur að enn sé veruleg hætta á því að bannið sé brotið. VERKEFNIÐ „Destination Vik- ing – Sagas and Storytelling“ fékk nýverið 50 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Um er að ræða samstarf átján „víkingaverk- efna“ frá sex löndum: Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Skotlandi og Svíþjóð, og grunnur þess er Íslendingasögurnar. Þá hefur ferðaþjónustan á eynni Mön og í Leifsbúðum (L’Anse aux Meadows) á Nýfundnalandi óskað eftir að fá að taka þátt í verkefninu á eigin kostnað. Þetta er stærsti styrkurinn sem Evrópusambandið hefur veitt til slíks verkefnis hér á landi, en heildarkostnaður þess verður um 85 milljónir. Íslending- ar munu leiða verkefnið. „Styrkurinn á vafalítið eftir að efla menningartengda ferðaþjón- ustu hér á landi til muna og gera hana sýnilegri og draga um leið fram gildi Íslendingasagnanna fyr- ir okkur,“ segir Rögnvaldur Guð- mundsson verkefnisstjóri. ESB-styrkur til menn- ingarferðaþjónustu  Víkingaverkefni/24 ANDSTÆÐINGAR Hugo Chavez, forseta Venesúela, halda á Chavez-grímum með asnaeyru á mótmælafundi í miðborg Caracas, höfuðborgar landsins, þar sem krafist var afsagnar forsetans. AP Afsagnar krafist ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.