Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 til jóla ... er m eð a llt f yr ir jó lin Jóladagskrá í dag Jólaskemmtun í dag kl. 17.00 Sigga, Grétar og jólasveinarnir. Jazzdúettin Augnablik kl. 18.00 leikur þægilegan jólajazz. Guðmundur Haukur kl. 20.00 leikur jólatónlist á píanó. Myndataka með jólasveininum við Hans Petersen kl. 16.00-17.00 mynd í möppu 500 kr. LÖGREGLAN í Reykjavík sér nú fyrir endann á rannsókn á barnaklámsmáli sem kom upp í mars á þessu ári. Við húsleit hjá tveimur mönnum, sem gerð var vegna ótengds brots, var lagt hald á tvær tölvur sem innihéldu mikið magn af barnaklámi. Ann- ar mannanna gekkst við því að eiga tölvurnar. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að hann hafi stundað dreifingu eða sölu á klámefninu sem hann mun hafa nálgast á Netinu. Sigurbjörn Víðir Grétarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að málið hafi verið sent ríkislög- reglustjóra til rannsóknar en embættið hafi búið yfir tækja- búnaði til að rannsaka tölvu- diska. Vegna anna hafi málið verið sent aftur til lögreglunnar í Reykjavík ásamt hluta af tölvu- búnaði til að nota við rannsókn- ina. Sú rannsókn hafi tekið meiri tíma en upphaflega var ætlað en nú sjái fyrir endann á henni. Að- spurður segir Sigurbjörn að ekki sé fyllilega komið í ljós hversu margar barnaklámsmyndir mað- urinn hafi geymt á tölvutæku formi. Sér fyrir endann á rannsókn á barnaklámsmáli ÁFRÝJAÐ hefur verið til Hæsta-réttar dómi Héraðsdóms Reykja- víkur sem dæmdi Haf ehf., sem er í eigu Ágústs Einarssonar prófess- ors og fyrrverandi alþingismanns, til að greiða rúmlega 42 milljónir króna vegna kaupa á 5% hlut í Frjálsri fjölmiðlun í apríl árið 2000. Kaupverðið var samtals 105 milljónir og greiddi Ágúst fljótlega meirihluta upphæðarinnar til Hilmis ehf. Ágúst neitaði að greiða rúmlega 40 milljón króna eftir- stöðvar þar sem hann taldi sig hafa verið fenginn til kaupanna með sviksamlegum hætti. Á það féllst héraðsdómur ekki en málið kemur til kasta Hæstaréttar á næsta ári. Haf áfrýjar til Hæsta- réttar NÝTT fyrirtæki í ferðaþjónustu, Iceland Express, áætlar að hefja flug milli Keflavíkur og Kaupmanna- hafnar og Keflavíkur og Stansted við London í lok febrúar. Sala farmiða hefst 9. janúar. Jóhannes Georgsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að boðin verði 40 þúsund sæti á um 14 til 19 þúsund króna fargjaldi báð- ar leiðir en stefnt sé að um 12% markaðshlutdeild af þeim 600 þús- und farþegum sem ferðist árlega milli Íslands og annarra landa. Flogið verður daglega frá Íslandi til Kaupmannahafnar að morgni dags og þegar vélin kemur til baka síðdegis heldur hún til London. Lægsta fargjald milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar er 14.660 krónur og 14.160 milli London og Keflavík- ur, báðar leiðir með sköttum. Um flugreksturinn sér breska flugfélag- ið Astraeus með Boeing 737–300 þotu sem tekur 148 farþega. Flug- menn eru erlendir en íslenskar flug- freyjur og flugþjónar annast þjón- ustu við farþega. Jóhannes sagði ekki útilokað að íslenskir flugmenn fengju störf hjá Astraeus sem hefði nú fimm flugvélar í rekstri. Veiting- ar um borð eru ekki innifaldar í far- gjöldum og dagblöðum verður ekki dreift til farþega. Farþegum verður boðinn tollfrjáls varningur til kaups. Fyrsta flugið til beggja borga er ráð- gert 27. febrúar á næsta ári. Iceland Express er til húsa á Suð- urlandsbraut 24 í Reykjavík og þar er einnig dótturfélag fyrirtækisins, Reykjavík Express, sem að sögn Jó- hannesar hefur ferðaskrifstofuleyfi og annast farmiðasölu á leiðum Ice- land Express og í framhaldsflug auk annarrar ferðaþjónustu. Hæsta fargjald 38 þúsund kr. „Öll fargjöldin verða mun hag- stæðari en ferðamenn hafa áður þekkt í áætlunarflugi til og frá land- inu,“ segir Jóhannes og segir hæsta fargjald ekki verða hærra en 19 þús- und krónur aðra leiðina eða 38 þús- und krónur báðar leiðir. Vakti Jó- hannes athygli á því að hugsanlegt væri að farþegar greiddu eitt far- gjald aðra leiðina og annað gjald hina leiðina og myndi það ráðast af framboði hverju sinni. Fargjöldin eru miðuð við bókun á Netinu en sé bókað í síma eða á skrifstofunni bæt- ast við 1.500 krónur. Þurfi farþegar að breyta bókun verður innheimt 1.500 króna gjald. Framkvæmdastjórinn segir að Iceland Express sé lágfargjaldaflug- félag, sambærilegt við þau sem rutt hafi sér til rúms erlendis. Rekstrar- kostnaður sé lágur og stofnkostnað- ur lítill, nokkuð á fjórða tug milljóna króna. Um 20 manns munu starfa á skrifstofu fyrirtækisins við markaðs- og sölumál, fjármál og bókhald auk stjórnenda. Um 15 manns gegna þjónustustörfum um borð og segir Jóhannes hafa verið ráðið í flestar stöður hjá félaginu. Stjórnarformaður Iceland Ex- press er Sigurður I. Halldórsson lög- maður, sem einnig mun starfa hjá fé- laginu. Auk hans og Jóhannesar eru aðrir stofnendur Guðmundur Þ. Guðmundsson, lögfræðingur og framkvæmdastjóri, Aðalsteinn Magnússon rekstrarhagfræðingur, Hafsteinn Árnason, fyrrverandi stöðvarstjóri SAS og Atlanta, Ólafur Hauksson, framkvæmdastjóri Boð- bera almannatengsla, Sighvatur Blöndahl viðskiptafræðingur og Lúðvík Georgsson, sem sjá mun um starfsemi Iceland Express erlendis. Nýtt ferðaþjónustufyrirtæki ætlar að hefja flug milli Íslands og Kaupmannahafnar og London Lægstu gjöld rúmar 14 þúsund krónur Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður I. Halldórsson (t.v.) og Jóhannes Georgsson kynntu starfsemina.                 ! " #$ #"$ #"  %   &'   & (   )*+ )*+      ! !,  $ #"$ $,   %   &'   & (  ÓLAFUR Friðriksson deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu segir að sú staða kunni að koma upp að papriku- ræktun leggist af hérlendis í ljósi þess að garðyrkjubændur telja reynsluna af niðurfellingu tolla slæma og sömu- leiðis því að hætt var að leggja vernd- artolla á ýmsa framleiðslu. Ólafur minnir á að það sé framleiðendanna að velja og hafna á grundvelli aðlög- unarsamningsins sem gerður var við garðyrkjubændur í vor. „Samningur- inn var gerður um þau starfsskilyrði sem starfsgreinin hefur og það er á valdi framleiðenda að velja og hafna í þeim efnum,“ segir hann. Hann segir að bændur verði sjálfir að finna hvað sé hagkvæmast hverju sinni. „Við grípum ekki inn í málin, enda höfum við sett rammann og bjuggumst við einhverri uppstokkun í kjölfar samn- ingsins á meðan bændur væru að átta sig á nýju starfsumhverfi. Það eru bæði ógnanir og tækifæri sem felast í samningnum.“ Georg Ottósson garðyrkjubóndi á Jörva á Flúðum sagðist í Morgun- blaðinu í gær vita um tvo papriku- bændur sem ætli að hætta fram- leiðslu sinni og sjálfur segist hann vera að velta málunum fyrir sér. Seg- ir hann slæmt ef ræktunin legðist af hérlendis enda sækist margir neyt- endur eftir íslenskri papriku. Að hans mati virðist eina leiðin vera fólgin í betri markaðssetningu á paprikunni. Hann segir að stjórnarmenn í Sam- bandi garðyrkjubænda og fulltrúi frá framkvæmdanefnd búvörulaganna hafi farið yfir málin með papriku- bændum á fundi í Bændahöllinni á mánudag. „Það sem við erum kannski að hugsa okkur að gera er að sér- merkja þessa vöru og pakka henni allri þannig að neytendur geti örugg- lega séð hvað er íslenskt, merkja stöðvunum og gera að sérvöru. Spurningin er hvort við gætum þann- ig haft það verð sem við verðum að fá fyrir hana. Þetta er það sem liggur í loftinu núna, hvort maður tekur áhættuna af því.“ Ráðuneytið mun ekki grípa inn í málin Blikur á lofti í íslenskri paprikurækt SAMKOMULAG um breytingar á sauðfjársamningi, sem fulltrúar bænda og ríkisvaldsins gerðu í lok nóvember síðastliðins, náði ekki í gegn í landbúnaðarnefnd Alþingis fyrir jólafrí þingmanna, að því er fram kemur á vefsíðu Bændasam- taka Íslands. Þetta hefur m.a. þá þýðingu að áfram geta sauðfjár- bændur komist hjá útflutnings- skyldu með því að kaupa greiðslu- mark. Sauðfjársamningurinn var gerð- ur í byrjun ársins 2000 og hafði m.a. það ákvæði að 12,5% af þeim fjármunum sem tengdir eru bein- greiðsluhluta samningsins, yrðu færð á framleiðslu dilkakjöts árið 2003. Ákvæðið stendur því óbreytt og verður greitt út á alla dilka- kjötsframleiðslu næsta árs þar sem gæðastýringin er ekki frágengin. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, segir að síðastliðið sumar hefðu komið fram óskir á aðalfundi Landssambands sauð- fjárbænda um að gera breytingar á sauðfjársamningnum til að laga hann frekar að þörfum sauðfjár- bænda og bregðast við aukinni út- flutningsþörf á lambakjöti. Með lögum frá Alþingi sl. vor var opnað fyrir viðskipti með greiðslumark búfjár og að sögn Ara taldi meirihluti landbúnaðar- nefndar lagalega óvissu ríkja um að hægt væri að loka fyrir þessi viðskipti afturvirkt. Frá sl. vori hafa 30 aðilar tilkynnt kaup á greiðslumarki sem Ari telur ekki vera hátt hlutfall af um 1.800 bændum sem eingöngu stunda sauðfjárrækt. „Fyrri sauðfjársamningur stend- ur og það er í sjálfu sér ekki svo slæmt, hann var samþykktur í lýð- ræðislegri kosningu. Hins vegar hafa markaðsaðstæður versnað frá því að samningurinn var gerður,“ segir Ari. Breytingum á búvörusamn- ingi var hafnað NÝJA ferðaþjónustufyr- irtækið Iceland Express kem- ur ekki til með að breyta um- hverfinu hjá Flugleiðum, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, því samkeppnin sé ekki ný af nálinni heldur hafi verið ríkjandi og verði það áfram. Guðjón Arngrímsson segir að flug til og frá landinu hafi verið frjálst um árabil og samkeppnisumhverfið á ís- lenska ferðamarkaðnum sé í samræmi við það. Flugleiðir búi við harða samkeppni, bæði hér heima og erlendis, einkum á sumrin. „Við keppum á þessum markaði með því að reyna að standa okkur betur en aðrir gagnvart viðskiptavinum og við gerum ráð fyrir sam- keppni í áætlunum okkar,“ segir Guðjón. „Starfsfólk Flugleiða er sannkallað lands- lið í flug- og ferðaþjónustu og við höfum byggt upp okkar sterku stöðu með því að bjóða upp á vöru og þjónustu sem landsmenn hafa áhuga á. Því munum við svo sannarlega halda áfram.“ Samkeppnin er alltaf til staðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.