Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 D 11 BÆKUR ÚTKALLSBÆKUR Óttars Sveinssonar, rithöfundar og blaða- manns, eru landsmönnum vel kunn- ar enda sú er hér um ræðir sú ní- unda í þessum bókaflokk. Sem fyrr tekst Óttar á við þekkt slys úr Ís- landssögunni og í þetta skiptið ef til vill það allra frægasta, þ.e. brotlend- ingu flugvélar Loftleiða, Geysis, á Vatnajökli í september 1950. Slys þetta hefði hæglega getað orðið einn mesti harmleikur í íslenskri flug- sögu en varð þess í stað saga af giftusamlegri björgun og síðast en ekki síst saga af mannlegri þraut- seigju. Bókin segir frá aðdraganda slyss- ins, tildrögum þess og þeim björg- unarafrekum sem unnin voru haust- ið 1950 þegar hópur vaskra fjallgöngumanna lagði líf sitt að veði til að bjarga áhöfninni af jöklinum. Inn í frá- sögnina fléttar Óttar sögu aðstandenda áhafnar Geysis og lýsir ennfremur ágætlega því andrúmslofti og þeirri samstöðu sem einkenndi íslenskt þjóðfélag meðan á harmleiknum stóð. Við frásögnina styðst höf- undur við bæði munn- legar sem og skrásett- ar heimildir. Útkoman er einfaldur dagblaða- stíll sem flakkar á milli sögulegra staðreynda og einstaklingsbundinna lýsinga. Mesta áherslan er þó á hinn mann- lega þátt slyssins sem augljóslega á að hafa það markmið að draga les- endur nær sögunni og veita innsýn í þær tilfinningar sem bærðust innra með fólki á þessum örlagaríka tíma. Textinn styðst að auki við fjölda ljósmynda sem hjálpar til við að veita yfirsýn yfir efnið og skapa andrúmsloft frásagn- arinnar. Bókin er þannig frekar auðveld aflestr- ar en skilur að sama skapi ekki mikið eftir að lestri loknum. Á hinn bóginn má segja að henni sé kannski ekki ætlað það hlut- verk heldur frekar að standa sem vitnisburð- ur eða heimild um þessa merkilegu sögu. Sem slík er hún gríp- andi og spennandi á köflum. Kennir manni það að oftar en ekki er raunveruleikinn ótrúlegri en heimur skáldskaparins. Í heild má því segja að Óttar komi sögunni vel til skila sem gerir það að verkum að Útkall – Geysir er horf- inn fellur ágætlega inn í Útkalls- bókaflokkinn og ætti sannarlega að gleðja lesendur hans. FRÁSÖGN Útkall – Geysir er horfinn ÓTTAR SVEINSSON 222 bls. Stöng 2002 Höskuldur Kári Schram Óttar Sveinsson Þegar þjóðin stóð á öndinni NÝLEGA sendi Anna Valdimars- dóttir sálfræðingur frá sér bók um ástina. Viðfangsefnið er ekki af lak- ara taginu, enda er ástin kveikja að flestu því fegursta í lífi hvers manns. Þótt ástin hafi á sér margar hliðar og hver maður upplifi hana á sinn sér- staka hátt, þá er þó afar margt al- mennt sem um hana má segja. Heim- spekilegar hugleiðingar um ást eiga við í hvaða þjóðfélagi sem er. Fyrsti kafli bókarinnar, Hamingjan, er hlaðinn almennum, heimspekilegum hugrenningum svo að vart grillir í höfundinn og mér fannst ekkert sér- lega áhugavert að lesa hann. Ég var því nokkuð hikandi við framhaldið, því ég hafði gengið út frá því að bók- in væri persónulegri og hnitmiðaðri. Mér leizt ekkert á blikuna, satt að segja. Afstaða mín gjörbreyttist hins vegar við nánari lestur og þegar að bókarlokum var komið var ég orðin mjög sátt við höfund og boðskap þann sem bókin flytur lesandanum, Bók- in er í stuttu máli einlæg, djörf og skemmtileg af- lestrar. Í bókinni er fjallað um svo ótal margt sem skipt- ir máli í lífinu, hamingj- una, að verða ástfanginn og að elska, kynferðislegt aðdráttarafl, kynþokka, val á maka, hvernig rækta þarf ástarsam- band og hve mikilvægt er að þekkja sjálfan sig og vera maður sjálfur í nánum samskiptum við ann- að fólk. Í ástarsambandi afhjúpar fólk sinn innri mann. Sérhver ein- staklingur þarf að eiga sitt persónu- lega rými, sem er annað orðalag yfir það að vera maður sjálfur og hlusta á eigin rödd. Það er farsælast til lengdar. Höfundur kemur oft að þessu í bókinni og setur skoðanir sín- ar fram með lifandi frásögunum. „Þú sérð um þig og hann sér um sig. Samt eigið þið hvort annað að“ (bls. 56). Ekki vera hrædd við að vera þú sjálf því það er farsælast til lengdar. Það ert þú sem þú munt búa með alla ævi. „Ástarsamband verður ekki betra en einstaklingarnir sem í því eru og því er ástæða til fyrir þig að hugsa þig tvisvar um þegar einhver segist elska þig út af lífinu og lætur þér líða eins og prins- essu þegar vel liggur á honum en gætir ekki lágmarks sanngirni þess á milli. Menn eru misgott hráefni í hjónaband og hjónaband er nógu erfitt í sjálfu sér þótt ekki bætist ósanngirni við.“ Sagt er frá ungri konu sem kom til Önnu og hafði orð á því að líkast til væri hún sjálf að gera of mikið úr hlutunum, en mannsefnið glæsilega sem öllum fannst hún svo heppin að hafa náð í, sagði henni ósatt um alls kyns litla hluti sem skiptu engu máli. Honum fannst hún gera alltof mikið úr þessu og hún var farin að trúa því. En hvernig áttu að geta treyst þínum heittelskaða til að segja satt um það sem máli skiptir ef hann skrökvar að þér um ómerkilega hluti? (Bls. 52.) Neikvæðar hliðar ástarsambanda verða ekki útundan hjá höfundi og mér finnst fjallað um þær þannig að til gagns sé fyrir lesandann, t.d.um sambönd þar sem sjálfsmyndin er óskýr og elskendur vita minna um sjálfa sig en förunautinn, reyna jafn- vel að verða spegilmynd hans. Anna nefnir slík sambönd klessusambönd eða tilfinningalega samsuðu: „Ef mér líður illa á þér líka að líða illa. Ef þér líður ekki illa þá finnst mér þú ekki sýna mér næga hluttekningu. .....Láttu mig sjá að gerðir mínar og líðan hafi geysileg áhrif á þig. Segðu að þú getir ekki lifað án mín. Segðu að þér líði illa og að þú saknir mín þegar ég er ekki nálægur. Mér næg- ir ekki að þú segist elska mig. Ég vil sjá að þú getir ekki án mín verið. Þá fyrst get ég talið mér trú um að ég sé ekki lengur einn og að við tvö séum eitt.“ (Bls. 102–103.) Seinni hluti bókarinnar er óvenju- legur í íslenzkri nútímabók fyrir ber- sögli og djarfar lýsingar á kynlífi og ekki sízt vegna þess hve nálægt sínu eigin tilfinningalífi höfundurinn hleypir lesandanum. Sagt er frá fyr- irlestri sem hún hélt á kynlífsráð- stefnu þar sem hún, eftir mikla innri togstreitu, kaus að segja berort frá eigin ástarsambandi. Ég dáist að henni fyrir kjarkinn og gleðst yfir því að hún stígi skrefið til fulls með því að velja sama efni til að skrifa um í bók sinni. Leggðu rækt við ástina er vönduð bók og vel skrifuð. Ég er viss um að hún getur hjálpað mörgum til að endurmeta eigið líf og líta sjálfa sig í nýju ljósi. En það er einmitt for- senda þess að ástin dafni. Segðu að þú getir ekki lifað án mín LÍFSSPEKI Leggðu rækt við ástina ANNA VALDIMARSDÓTTIR 174 bls. JPV-útgáfa. Reykjavík 2002 Katrín Fjeldsted Anna Valdimarsdóttir SIGMUNDUR Ernir Rúnarsson hefur gefið út nokkrar ljóðabækur og er innbær – útland sú sjötta í röð- inni. Sigmundur Ernir er víðförull og reynir að fanga stemningar sem hann upplifir á ferðalögum sínum um heiminn. En jafnframt leitar hugur hans jafn- an á æskuslóðirnar, til Akureyrar. Einkenni Sigmundar Ernis sem ljóðskálds hafa löngum verið ástríða hans til að fanga ljóð- rænu augnabliksins. Það ríkir kyrrð og frið- ur í ljóðum hans en síð- an kemur atvik eða eitthvað utan að kom- andi sem rýfur þá kyrrð og ljóðið tekur skyndilega nýja stefnu. Skáldið hefur sem sagt ávallt verið upptekið af „hrynjandi stundar og staða“ eins og annað norðlenskt góðskáld orðaði það svo vel í ljóði hér áður fyrr. Innbær – útland skiptist í þrjá hluta, sá fyrsti heitir innbær og vísar til Akureyrar þar sem skáldið ólst upp, minningarnar sækja skáldið heim – minningar um lágreist tjarg- að hús sem tilheyrir annarri öld eins og segir í ljóðinu „Minningarstef“: Þessa innbæjarmorgna streymdu minningarstefin út úr reynigarðinum litla húsið djúpt undir himni sínum En minningarnar eru líka trega- blandnar, þetta er líka „staður til að safna sér sorg“ og skáldið er eitt í ef- anum „eins og lífið býður hverjum manni“. Annar hluti heitir útland og þar berst leikurinn víða. Allt frá Quaq- artoq á Grænlandi til Zimbabwe í Afríku og Kína í Asíu. Einna flest ljóðin eru þó ort eða staðsett á kunn- uglegum stöðum í Suður-Evrópu, Ítalíu, Spáni, Frakklandi og Portú- gal. Oft er rissuð upp smámynd af einhverju sem hefur snortið skáldið á ferðum þess. Hann horfist t.d. í augu við stúlkubarn sem betlar í stórborg og síðan ekki söguna meir. Í Arles er skáldið á slóðum van Gogh og guli litur sólblómanna yfirþyrm- andi. Hér er yfirleitt smekklega komist að orði og best tekst skáldinu upp þegar það rissar upp mynd í fáum dráttum og engu orði virðist ofaukið. Eftirminnileg er myndin af blinda stúlknakórnum í „Kína II“. Skáldið er statt í fögru fjallahéraði í algerri kyrrð náttúru og mannlífs þegar kórinn kemur skyndilega og byrjar að syngja. Hann gengur út og horfir yfir „allan fjallgarðinn og taldi mig njóta / hluta úr hugbjörtum heimi. Um sama leyti heyrðist kór- inn / hefja söng. Gamlan þakkar- söng.“ Hér er það lýsingarorðið „hugbjartur“ sem varpar í fyllstu merkingu ljósi á þessa hugþekku ljóðmynd úr fögru en fjarlægu landi. En skáldinu tekst ekki alltaf svona vel upp. Í stöku ljóði verða mynd- irnar dálítið stirðlegar og eins og áreynslu- merki á ljóðstílnum. Taka má dæmi úr „Louisiana I“ „Alla vega hús að braka sinn þátt í heitfengri gleði.“ Stund- um fellur skáldið í þá freistni að yfirtrompa ef svo má að orði komast, að endurtaka orð fulloft eða ofstuðla. Sem dæmi má nefna lokalínuna í „Róm II“: „fylla myrkr- ið. Fylla. Fylla það löng- un og leynd og lífi“. Síðasti og þriðji hluti bókarinnar nefnist inn- land. Eins og nafnið gef- ur til kynna beinir skáldið sjónum sínum inn á við og kannar sinn innri mann, ólíkt hinum tveim fyrri sem snúast fremur um skoðun ytri heims. Í stuttu máli er hér að finna skáldlegustu og einlæg- ustu ljóð Sigmundar Ernis. Orðfærið er hér hnitmiðað og einfalt. Áhrifa- mikið er ljóðið „Næsta hönd“ sem fjallar um þá löngun að blanda geði við ókunnugt fólk, að „halda ... / um næstu hönd“. Þá er einnig skylt að nefna ljóðið „Að lifa“ þar sem flestir bestu kostir skáldsins birtast. Næm skynjun fyrir lífinu og verðmætum þess kemur hér fram. Í ljóðinu segir að lífið sé blanda af mörgu, svo sem einsemd, kvíða, hlátri, leik, löngun og algleymi. Niðurstöðuna dregur Sigmundur Ernir Rúnarsson saman í þessum hnitmiðuðu línum: að lifa getur verið kennd hæfilegir skammtar af margróma kraumandi kennd Sigmundi Erni Rúnarssyni tekst oft vel upp í innbær – útland. Hann er rýninn á mannlífið og hann er skáld kyrrðar og hinnar djúpu íhug- unar. Hann lætur ekki lífið fram hjá sér fara án þess að fanga kenndir sínar í ljóði. En ljóð hans eru ekki átakamikil eða hávær og stundum virðast þau sum hver fremur dauf- leg, a.m.k. við fyrstu sýn. En þau leyna á sér og bestu ljóð hans eru góður skáldskapur. Þau eru eins og gott vín, batna með tímanum. Minningar ferðalangs LJÓÐ Innbær – útland SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON JPV-útgáfa 2002 Guðbjörn Sigurmundsson Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐALPERSÓNUR verksins eru 16 og 17 ára unglingar, vina- hópur sem hélt saman í grunn- skóla en síðan hefur hver ratað sína leið eða villst. Umfjöllunarefni bókarinnar spannar nánast allan skalann sem 15–20 ára ungmenni búa við í dag. Þau eru að verða sjálfstæðir einstaklingar og það verða meiri árekstrar á milli þeirra og foreldra eða stjúpfor- eldra. Þau eru að kynnast sjálfum sér og því sem lífið hefur uppá að bjóða ef því er lifað á annað borð. Sum vita hvert þau stefna og ná settu marki á meðan önnur láta sig reika og áður en þau vita af er fíkniefnaheimurinn orðinn harðari en sá heimur sem þau flúðu í upp- hafi með aðstoð efnanna. Afbrot, nauðgun, vændi, dauði og afleið- ingar alls þessa þurfa þau að kljást við í mismiklum mæli. Sjónarhornið flakkar milli þriggja persóna. Sigrún sem er að ná sér eftir neyslu og stundar nám í hárgreiðslu tengist hinum tveim- ur. Grétar vinur hennar og stund- um kærasti er í framhaldsskóla og Sólborg vinkona Sigrúnar er enn í neyslu þegar bókin hefst. Hún á þó fæsta kaflana en kannski stærstu sigrana. Dramatískir at- burðir eru oft í tog- streitu eða mótsögn við töffaralegan stíl textans. Ég held að ung- lingar þoli alveg meiri skammt af til- finningum enda fer lestur bóka yfirleitt fram í einrúmi og því í lagi að kynnast til- finningum og finna þær innra með sér. Textinn þarf ekki að vera kaldur til að unglingar nenni að lesa hann. Þar sem sjónarhorninu er skipt á milli persóna var áberandi að viðbrögð þeirrar persónu sem missti kærastann sinn, vantaði. Eins og það væri of erfitt að fjalla um það frá hennar sjónarhorni. Kannski vegna stílsins. Trausti, tillitssemi og sveigjan- leika sem er hverju sambandi nauðsynlegt hvort sem er í sam- bandi vina, ástvina eða elskenda eru gerð góð skil. Það sem er best gert í þessu verki er að fjalla um afleiðingar eiturlyfjaneyslu. Baráttunni lýkur ekki þegar komið er út af Vogi því tengsl við fólk, atburði og fíkniefn- in sjálf eru erfið við að eiga. Bæði fyrir viðkomandi og þá sem næst þeim standa. Fortíðin bankar stöðugt uppá og minnir á sig og eru það engar skemmti- heimsóknir. Sögulokin þóttu mér þó frekar ótrúverðug. Hefði hald- ið að fyrst persónurnar tóku hótanirnar alvar- lega að þær hefðu haft meiri vara á sér. En að öðru leyti líklegt að allt geti farið úr böndunum ef fólk er nógu langt leitt af neyslu og hræðslu. Í þessari bók vantaði stundum vitneskju um fortíðina og jafnvel að kafað væri dýpra í or- sakir og afleiðingar. Verkið er sjálfstætt framhald bókar sem kom út fyrir tveimur árum en und- irrituð hefur ekki lesið og gæti verið að þessar upplýsingar væri þar að finna. Verkið lýsir á raunsannan hátt glímu ungmenna við þroska og hormóna og tekur ákveðna afstöðu gegn fíkniefnum, afleiðingum þeirra og þeim gervilausnum sem í þeim felast. Forráðamenn ættu að nota tækifærið, lesa verkið og ræða við unglingana sína um inni- haldið. Þetta er veröld sem þau flest þekkja af eigin raun eða af- spurn. Töffarar og tilfinningar UNGLINGABÓK Nennekkja feisaða VALGEIR MAGNÚSSON 126 bls, Þyrnirós, 2002 Kristín Ólafs Valgeir Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.