Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 17 Komdu vi› í verslun Símans, Kringlunni og kynntu flér máli› nánar. Vertu frjáls! firá›laust Internet innifali› flrá›laust kort og sendir ver› frá 21.690 kr. engar snúrur nettengdur hvar sem er á heimilinu N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 8 2 7 8 / sia FRJÁLSLYNDI umbótasinninn Roh Moo-Hyun bar sigur úr býtum í for- setakosningunum sem fóru fram í Suður-Kóreu í gær. Munurinn á hon- um og íhaldsmanninum Lee Hoi- Chang var þó ekki ýkja mikill, þegar búið var að telja næstum öll atkvæði hafði Roh hlotið 48,9% atkvæða en Lee 46,6%. Á kjörskrá voru 35 millj- ónir manna, þátttaka var 70,2% sem er næstum ellefu prósentustigum minna en í síðustu forsetakosn- ingum. „Ég þakka ykkur, kæru samland- ar mínir, fyrir að velja mig sem for- seta ykkar,“ sagði Roh, sem er 56 ára, þegar úrslitin voru ljós. „Ég mun reyna að verða forseti ekki að- eins þeirra sem studdu mig, heldur líka þess fólks sem greiddi atkvæði gegn mér í kosningunum.“ Ólík afstaða til N-Kóreu Lee, sem einnig tapaði naumlega í forsetakosningunum árið 1997, ósk- aði Roh til hamingju með sigurinn undir miðnættið, um miðjan dag að íslenskum tíma. „Ég gerði mitt besta, en það var ekki alveg nóg,“ sagði Lee. Afstaða manna gagnvart Norður- Kóreustjórn, sem upplýsti nýverið að hún ætti kjarnorkusprengju, setti mjög svip sinn á kosningabaráttuna í Suður-Kóreu, sem og samskiptin við Bandaríkin, sem reynst hafa mikilvægur bandamaður Suður- Kóreu undanfarna áratugi, allt frá dögum Kóreustríðsins 1950-53. Roh lýsti því yfir í kosningabar- áttunni að hann vildi að samskiptin við Bandaríkin væru meira á jafn- ingjagrundvelli en verið hefði en hann styður „sólskinsstefnu“ fráfar- andi forseta, Kims Dae-Jung, gagn- vart Norður-Kóreu, og telur að besta leiðin til að draga úr spennu á Kóreuskaga sé að taka upp við- ræður við Norður-Kóreustjórn. Lee, sem er 67 ára, nýtur hins vegar stuðnings eldra fólks sem ekki vill ljá máls á neinni „sólskinsstefnu“ í garð stjórnarinnar í Pyongyang, er meira sammála Bandaríkjaforseta sem hefur nefnt N-Kóreu sem eitt af „öxulveldum hins illa“. Reuters Roh Moo-hyun fagnar sigri í forsetakosningunum í Suður-Kóreu í gær. Umbótasinni kjörinn forseti Suður-Kóreu Seoul. AP, AFP. AÐILDARRÍKI sem segir skilið við Evrópusambandið (ESB) get- ur áfram verið aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og þarf þá ekki að inna af hendi greiðslur til fjárlaga sambandsins. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi um gildistöku sátt- mála um stjórnarskrá Evrópu- sambandsins en þau eru hluti af frumkönnun er gerð var að beiðni Romanos Prodis, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB. Eru drög- in birt á vefsíðu ESB, europa.eu.- int, undir titlinum: „Framlag til frumdraga. Stjórnarskrá Evrópu- sambandsins. Vinnuskjal.“ Tekið er fram að drögin skuldbindi framkvæmdastjórnina ekki að neinu leyti. Ofangreint ákvæði er í fjórðu grein sáttmáladraganna, er fjallar um samskipti ESB og aðildarríkja sem tilkynnt hafa að þau séu „ekki í aðstöðu“ til að gefa ein- dregna yfirlýsingu um staðfastan vilja sinn til að vera áfram aðili að ESB, en í þriðju greininni segir að slíka yfirlýsingu skuli hvert og eitt aðildarríki gefa áður en Stjórnarskrársáttmálinn tekur gildi. EES-ríki þurfi ekki að greiða í sjóði ESB VLADÍMÍR Pút- ín, forseti Rúss- lands, rak í gær úr starfi Gennadí Troshev hers- höfðingja, en hann hefur verið yfirmaður rúss- neska heraflans í Tétsníu. Troshev hefur áður neitað opinberlega að taka við nýju starfi, sem hann hafði verið skipaður í, sem yfirmaður heraflans í Síberíu. Hafði Troshev gagnrýnt Sergeí Ív- anov varnarmálaráðherra fyrir að bjóða honum starfið. Yfirmönnum í rússneska hernum er á nokkurra ára fresti gert að færa sig til í starfi og ráð hafði ver- ið fyrir því gert að Troshev færi til Síberíu næsta vor. Pútín hrósaði hershöfðingjanum fyrir vel unnin störf í gær en sagði ummæli hans um borgaralega yfirmenn sína „óviðunandi“. Vladímír Pútín víkur hershöfðingja frá Vladímír Pútín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.