Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SEINNI jólatónleikar Kammer- kórs Hafnarfjarðar af tvennum fóru fram við húsfylli í hálfmánalaga sal Hásala á miðvikudagskvöld. Setið var yfir kaffiborðum og stemmningin létt eftir því. Dagskráin hófst með kór- alforleik Bachs fyrir orgel, Nun komm der Heiden Heiland, og lék Ingunn Hildur Hauksdóttir efri man- úal- og pedalrödd á pósítif en Gunnar Gunnarsson lék sálmalagið í cantus firmus á flautu. Kórinn kom þá til skjalanna og söng öll 7 lög fyrri hlut- ans nema hið síðasta a cappella. Það voru Nú kemur heimsins hjálparráð (úts. Róberts A. Ottóssonar), Bíum og bíum (betur þekkt sem Coventry Carol, við nýja textaþýðingu Þórunn- ar Guðmundsdóttur), Jól, hið látlausa lag Báru Grímsdóttur í valstakti og Ó Jesúbarn, nokkru rómantískara lag Eyþórs Stefánssonar. Ave Maris Stella eftir Grieg var næst; líkt og hið undangengna svolítið hnuggið á hljómsvip líkt og kórinn væri úrvinda af þreytu, enda sást varla brosvipra á neinum allt kvöldið. Á Hvalsnesi nefndist nýtt verk eftir kórfélagann Símon Birgisson við samnefnt kvæði Snorra Hjartarsonar („Kirkja við opið haf“) sem kórinn frumflutti, e.t.v. fullhægt. Efnilegt nýklassískt verk, svolítið Nordals- skotið en vel unnið með litríku nú- tímalegu hljómavali og hermikontra- punkti í innkomum að hætti 16. aldar mótettna. Þá söng Ingibjörg Guð- jónsdóttir Hear my prayer eftir Mendelssohn og færðist þá aukinn kraftur í kórinn þegar að honum kom, enda þótt tempóið hefði enn mátt vera hressara. Eftir hlé söng kórinn fyrst ein- radda tenórröddina í „Vakna!“ Síons- verðir kalla úr 140. kantötu Bachs („Wachet auf!“), studdur flautumeð- leik Gunnars áttund ofar við pósítif- flutning Ingunnar Hildar á bassarödd og kontrapunktsröddinni sem er nærri því jafnvíðkunn og kontra- punkturinn frægi við Slá þú hjartans hörpustrengi sem bókstaflega allir geta raulað utan að. Hér fór organist- inn reyndar eitthvað úr skorðum í seinni hluta sem allur virtist slagi á eftir. Fyrirlátið mér eftir Jón Ás- geirsson við vers úr Lilju hljómaði látlaust og fallega a cappella, og sömuleiðis splunkuný kórútsetning tónskáldsins á einsöngslagi sínu Á jólanótt (Gunnar Dal) við píanóund- irleik. Betlehemstjarna Alice Tegn- érs við forsöng Ingibjargar var held- ur daufari, en Vögguljóð á jólum e. John Rutter aftur á móti hin ferskleg- asta smíð enda dáfallega mótuð. Að ósk áheyrenda var Hvalsnesi Símon- ar skotið inn þar á eftir. Að lokum var flutt ítalska lagið Gesu Bambino eftir Pietro A. Yon, sjarmerandi lag í 6/8 siciliano-hrynjandi; að virtist samið í kringum viðlagið úr Joy to the World, jólasálmi Händels frá 1742 („O come, let us adore him“). Ingibjörg Guðjónsdóttir söng ein- söngshlutverk sín óaðfinnanlega með fallega hlýrri mezzo-kenndri rödd, kannski burtséð frá stöku „upp- rennsli“ í tóninn, einkum í Betlehems- stjörnunni. Píanó- og orgelundirleik- ur var ágætlega útfærður af Ingunni Hildi að frátöldu óhappinu í Síons- vörðum, og sömuleiðis flautuleikur Gunnars. Kammerkór Hafnarfjarðar söng hreint og samtaka í skýrri mót- un Helga Bragasonar og virtist enn vera að sækja í sig veðrið frá því er undirr. heyrði hann síðast. Einnig virtist tilhneiging til eftirreigingar í tóni minni en áður. Aðeins vantaði – sem fyrr – meiri gleði í sönginn, sem kom óþarflega stúrinn fyrir á þessum mesta fagnaðartíma kirkjuársins. Fagnaðarsöngvar Frelsarans TÓNLIST Hásalir, Hafnarfirði Ýmis íslenzk og erlend jólalög. Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Gunnar Gunn- arsson flauta, Ingunn Hildur Hauksdóttir píanó/orgel og Kammerkór Hafn- arfjarðar. Stjórnandi: Helgi Bragason. Miðvikudagur 18. desember. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson EFLAUST langar marga krakka að taka þátt í jólabakstrinum með vinkonum sínum Snuðru og Tuðru, því það er víst að eitthvað skemmti- legt gerist þá! Flestir þekkja nú orðið systur þessar sem líka hafa verið í leik- riti og sungið inn á plötu. En þær lenda yfirleitt í skondnu klandri í átökum sínum við hversdagslegar uppákomur sem allir litlir lesendur þekkja vel – og læra eitthvað af reynslunni. Nú er það jólabaksturinn. Þessi Snuðru og Tuðru-saga finnst mér svolítið sérstök, því í stað þess að hinir fullorðnu kenni stelpunum að haga sér, eru börn og fullorðnir settir á skemmtilega jafnháan stall. Ég var yfir mig hissa og hló upphátt þegar pabbi fær sér bita af deiginu, og kemur allri vitleysunni af stað. Já, öllum verður okkur á, og þá er gott að vera hjartagóður og útsjónarsam- ur til að redda sér úr klípunni. Myndirnar hennar Önnu Cynthiu eru vel þekktar. Þær eru fallegar og það er aðdáunarvert hversu vel hún nær svipbrigðum stelpnanna sem lýsir tilfinningum þeirra, og þá kannski sérstaklega myndin þegar mamma rýkur á dýr og stelpurnar standa eftir með pabba sínum. Þetta er stutt, falleg og bráð- skemmtileg saga, skrifuð á auðveldu og blátt áfram máli, sem allir krakk- ar skilja og ættu að hafa gaman af. ÞETTA er sjötta bókin sem kem- ur út um Ragga litla og ævintýri hans hjá Fúsa frænda og Erlu frænku. Í þetta skiptið sem oftar gefur Fúsi frændi hon- um súkkulaði, og finnst Erlu frænku nóg um: „Þú hefur borðað allt of mikið súkkulaði í dag, Raggi minn. Þú gætir orðið að súkkulaðistrák hvenær sem er.“ Raggi pælir í þessu og pælingarnar verða að ótrúlegum og ævintýraleg- um draumförum Ragga næstu nótt. Hann verður einmitt súkkulaði- strákur í súkkulaðilandi. Þetta finnst mér ansi skemmtileg hugmynd að bók, því það er oft sem við fullorðna fólkið segjum eitthvað í hugsanaleysi – og jafnvel án þess að meina hið minnsta – sem getur kom- ið af stað miklum vangaveltum hjá börnunum, og jafnvel örvæntingu. Verra er að Haraldur hefur mjög óagaðan stíl. Í fyrsta lagi er sagan meira en helmingi of löng. Inngang- urinn að þeirri sögu sem Haraldur ætlar að segja er of langur, og vaðið er úr einu í annað án þess að það þjóni neinum sýnilegum tilgangi. Það á einnig við þegar súkkulaðiæ- vintýri Ragga hefst, en oft átti ég erfitt með að skilja hvert var verið að fara með söguna, og hvað var hrein- lega um að vera. Margreyndur og góður myndlist- armaður, Brian Pilkington, mynd- skreytir söguna um Ragga fallega. Ein myndin leiddi mig þó á villigöt- ur, þar sem atburður sem átti að ger- ast inni í herbergi hjá Ragga, er sýndur úti í garði. Þetta ruglaði mig í ríminu og ég varð að fletta aftur á bak. Sagan af Ragga er annars ágæt í grunninn. Haraldur hefur greinilega mjög gaman af börnum og uppá- tækjum þeirra, og það endurspegl- ast í góðvild og húmor á síðum bók- arinnar, sem þyrfti að vera mun hnitmiðaðri. Pabbi bakar vandræði BÆKUR Börn eftir Iðunni Steinsdóttur. Myndir: Anna Cynthia Leplar. 14 bls. Salka 2002. Hildur Loftsdóttir Haraldur S. Magnússon Iðunn Steinsdóttir eftir Harald S. Magnússon. Myndir: Brian Pilkington. 31 bls. Gefið út af höfundi 2002. RAGGI LITLI Í SÚKKULAÐILANDI STOFNUN Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands á eins árs afmæli um þessar mundir og var velunnurum og samstarfs- fólki boðið til teitis af tilefninu. Við það tækifæri af- henti Vigdís Finnbogadóttir stofnuninni málverk úr einkasafni sínu. Málverkið er mynd af Bessastöðum eftir Jóhannes Geir listmálara sem Alþingi Íslendinga gaf Vigdísi á sextugs afmæli hennar árið 1990. Stofnunin hefur staðið fyrir fimm málþingum og ráðstefnum, vikulegum málstofum um málvísindi og auk þess gefið út þrjú fræðirit og hið fjórða er í prentun. Kynningarefni hefur verið gefið út á ís- lensku, japönsku og ensku. Í nóvember sl. fór fram kynningarátak í Japan og fyrirhuguð er kynning á stofnuninni í Danmörku, Frakklandi, Kanada, á Spáni og í Þýskalandi. Á næstunni er stefnt að því að stofna sérstakan rannsóknasjóð Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur sem ætlað er að renna styrkum stoðum undir starfsemina. Vigdísi Finnbogadóttur voru færðar sérstakar þakkir fyrir mikilvægt starf í þágu stofnunarinnar en þess má geta að hún var með í för í kynningarátakinu í Japan. Jafnframt voru öðrum velunnurum stofn- unarinnar færðar þakkir, en fjölmargir erlendir og innlendir aðilar hafa lagt henni lið á fyrsta starfsári hennar. Hollvinasamtökum Háskóla Íslands var þakk- að mikilvægt liðsinni og fulltrúum fyrirtækja voru af- hent sérstök þakkarskjöl fyrir veittan stuðning. Vigdís Finnbogadóttir við málverkið sem hún afhenti Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur til eignar. Vigdís Finnbogadóttir gefur málverk HJÁ hamingjusömustu þjóð í heimi eða hvaða öðru hástigi sem hún hefur náð í skoðanakönnunum, má helst ekki nefna það sem miður fer. Við höfum það jú svo fjandi gott að velmegunarglýjan blindar sýn. Okkur er að minnsta kosti tal- in trú um að yfir engu sé að kvarta og þeir sem góla og reyna að hrófla við myndinni eru stimplaðir svart- sýnisrausarar og niðurbrotsmenn. En Jóhannes nokkur Ragnars- son, sjómaður frá Ólafsvík, er orðinn þreyttur á þögninni og sagði í út- varpsviðtali á dögunum að sárlega vantaði samfélagsádeilu í íslenskum bókmenntum. Svo hann tók málin í sínar hendur, skrifaði sögur og fékk útgerðarfélag á Tálknafirði til að gefa út á bók. Og ekki tjáir að vera með neina hógværð, hér eru komnar Íslendingasögur hinar nýrri og gust- ar af síðunum. Þetta eru sögur af venjulegum nú- tíma Íslendingum við miserfiðar að- stæður. Hér kallar Jóhannes hlutina sínum réttu nöfnum enda tilgangur bókarinnar að taka á samfélagsmein- um eins og efnahagslegri misskipt- ingu, hræsni og stjórnlausum yfir- borðstryllingi sem tröllríður landanum, svo vitnað sé í umrætt viðtal við höfundinn. Hér segir af jakkafataskúnkum, ógurlegum haf- gömmum, fínum frúm, sægreifum, fyllibyttum, bændum, ráðríkum prestum og hundum svo fátt eitt sé nefnt og gengur þónokkuð á í bar- dögum þeirra ýmist við aðra eða sjálfa sig. Fjölmiðlar, ráðherrar, menntasnobbarar og margir fleiri fá sína pústra og eitthvað kemur Jesús Kristur líka við sögu að ógleymdum geðskít sálarlífsins sem flestir þurfa jú að þefa af einhverntíma á lífsleið- inni. Jóhannesi liggur heilmikið á hjarta og kemur því vel frá sér þó auðvitað séu sumar sögurnar betri en aðrar. En þetta eru sannarlega Íslendingasögur sagðar í gráglettn- um ýkjustíl rétt eins og hinar eldri. Hann býr yfir orðgnótt og ferskur andblær fylgir kjarnyrtu málfari al- þýðunnar. Ádeilan er beitt og skop- skynið lúmskt. Fjölbreyttar og sum- ar kostulegar vangaveltur ber á góma eins og þær hvort englar séu á stærð við spörfugla og falli þá undir fuglafriðunarlög. Jóhannes prófar ýmis stílbrögð í framsetningu og nokkrar örsögur er að finna á milli lengri sagna. Í knöpp- um stíl örsagnanna tekst honum einna best upp þar sem hann segir mátulega lítið og treystir lesandan- um til að lesa milli línanna. Eins reynir hann fyrir sér með eins konar flæði og stundum bregður fyrir sér- viskulegri stafsetningu og grunar mig að gert sé í háði og taki það hver til sín sem vill, lífs eða liðinn. Bók Jóhannesar er kærkomin við- bót í bókmenntaflóruna því vissulega bráðvantar almennilega uppreisn í íslenskt samfélag, rappararnir sjá nánast einir um að láta í ljós óánægju sína með ríkjandi kerfi. Jóhannes sómir sér vel á bókar- kápu í félagsskap listamanna, póli- tíkusa, forseta, byltingarsinna og kynbombu. Jesús og Steingrímur Joð styðja sig við skóflur og má af því ráða að Jóhann sé með bók þessari að leggja sitt af mörkum í skíta- mokstrinum. Óskandi væri að sem flestir tækju til við slíkan mokstur. Harður í horn að takaBÆKURSmásögur Jóhannes Ragnarsson, Þorbjörn tálkni 2002, bls. 204 ER ÆXLIÐ ILLKYNJA? ÍSLENDINGASÖGUR HINAR NÝRRI Kristín Heiða Kristinsdóttir Jóhannes Ragnarsson LITLUJÓLIN í Hressingar- skálnum verða kl. 16.30 í dag. Fram koma Steindór Andersen sem kveður rímur við undirleik Moniku Abendroth hörpuleik- ara, Sigurbjörg Þrastardóttir les frumsamin ljóð við túlkun Lovísu Lóu látbragðsleikara. Thor Vilhjálmsson og Þórunn Valdimarsdóttir lesa úr nýút- komnum bókum sínum. Morgunblaðið/Jim Smart Monika Abendroth og Steindór Andersen. Rímur og skáldskapur SNUÐRA OG TUÐRA Í JÓLABAKSTRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.