Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 35 AÐDÁENDUR ísaldarstúlkunnar Aylu hafa eflaust verið orðnir lang- eygir eftir framhaldi bókarinnar Seiður sléttunnar, sem kom út árið 1990 og sumir eflaust búnir að af- skrifa hana. En hér er hún mætt til leiks 12 árum síðar og í hennar heimi hafa einungis liðið nokkrir dagar síð- an síðast. Hún og glæsimennið Jond- alar eru loksins komin heim til þjóð- ar hans, hún ólétt og brúðkaup fyrir dyrum. Fyrsta bók Auel, Þjóð bjarnarins mikla, vakti óskipta athygli og að- dáun á sínum tíma enda umfjöllunar- efnið nýstárlegt og sagan spennandi. Síðan hafa bækurnar sífellt verið að dala og í Hellaþjóðinni er svo komið að nánast þriðjungur bókarinnar innniheldur upprifjanir úr fyrri bók- um. Fóðrað með því að þau Jondalar og Ayla þurfi auðvitað að segja fólk- inu hans frá því sem á daga þeirra hefur drifið á ferðalaginu. Á milli upprifjananna eru svo hinar vel- þekktu lýsingar á umhverfi, innan- stokksmunum, helgisiðum, lækn- ingajurtum og ástalífi þeirra hjónaleysa. Kryddað með veiðiferð- um, veisluhöldum og óprúttnum óvinum, sem hafa horn í síðu Aylu, en eru ótrúlega litlausir og lítið ógn- andi miðað við þá óvini sem hún hef- ur tekist á við í fyrri bókunum. Ayla er auðvitað sem fyrr greind- ust, fallegust og best innrætt allra og nánast allar uppfinningar mann- kynsins á þessum tíma eiga upptök sín í frjóum huga hennar. Og aldeilis með ólíkindum hversu vestræn og nútímaleg hún er í hugsun og sið- ferði. Vekur þá spurningu í huga les- andans hvort kristnin hafi verið þekkt fyrir 35.000 árum og það sé tóm vitleysa að telja hana aðeins 2.000 ára gamla. Reyndar tekur höf- undur fram í eftirmála að hún hafi hagrætt ýmsu með hagsmuni sög- unnar að leiðarljósi og fornleifafræð- ingar myndu tæpast skrifa undir þá mynd sem hún dregur upp af lifn- aðarháttum og hugsunarhætti Cro Magnon-manna. Spurning hvaða til- gangi það þjónar þá að staðsetja sög- una svo nákvæmlega bæði í tíma og rúmi. Auðvitað er sagan fyrst og fremst fantasía og ævintýri en ekki sagn- fræði og gengur ágætlega upp sem slík. Spennan er þó fyrirferðarlítil í þessari bók og samfara- og innan- stokkslýsingar fyrirferðarmeiri en nokkru sinni fyrr. Svo fyrirferðar- miklar að kannski mætti flokka bók- ina undir það sem Svíar kalla „tants- nusk“ og útleggst sem dónaskapur fyrir eldri konur. Og á eflaust rétt á sér sem slíkt. En ansi er hætt við að aðdáendum Aylu finnist þeir fá lítið fyrir sinn snúð. Þýðing Helga Más Barðasonar er prýðilega af hendi leyst, rennur vel og átakalaust en stílsnilld er ekki sterkasta hlið Auel. Og frásagnar- gleðin sem einkenndi Þjóð bjarnar- ins mikla er víðsfjarri. BÆKUR Þýdd skáldsaga eftir Jean M. Auel í þýðingu Helga Más Barðasonar, 660 bls.Vaka-Helgafell 2002 HELLAÞJÓÐIN Ást og innan- stokksmunir á ísöld Friðrika Benónýs „ÁHUGI fyrir þjóðsögum og rýni í þær hefur farið vaxandi á und- anförnum árum,“ segir Haraldur Bessason sem ásamt Baldri Haf- stað er ritstjóri bókarinnar Úr manna minnum, safni 28 greina um íslenskar þjóðsögur eftir jafn- marga höfunda. „Á þessu ári eru 150 ár liðin frá því fyrsta safn íslenskra þjóð- sagna, Íslensk ævintýri kom út. Með útgáfu greinasafnsins nú minnumst við frumkvöðlanna tveggja á sviði þjóðsagnasöfnunar á Íslandi, Magnúsar Grímssonar og Jóns Árnasonar,“ segir Haraldur. Haraldur er fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri og Baldur Hafstað er prófessor við Kenn- araháskóla Íslands. „Bókin er samvinnuverkefni á milli þessara tveggja skóla og gef- in út af Heimskringlu, háskóla- forlagi Máls og menningar,“ segir Baldur. Þeir Haraldur og Baldur gáfu út fyrir þremur árum annað greina- safn sem bar nafnið Heiðin minni og fjallaði um goðsögur. „Hug- myndin kviknaði fljótlega að því að gefa út viðlíka greinasafn um íslensku þjóðsögurnar enda eru goðsögur og þjóðsögur um margt skyldar. Meginmunur þeirra er þó sá að þjóðsögurnar eru bundnar við ákveðin svæði, landfræðileg og menningarleg en goðsögurnar eru landamæralausari,“ segir Har- aldur. „Þjóðsögur eru einnig alltaf að verða til og þessi bók sýnir það að vort þjóðlíf í dag er ótæmandi upp- spretta þjóðsagna. Ungir fræði- menn nálgast einmitt þjóðsög- urnar frá þessu sjónarhorni í greinum sínum. Þá er líka fjallað um það hvern- ig skáldin okkar hafa nýtt sér þjóðsög- urnar. Þær hafa alltaf verið skáldunum lif- andi uppspretta sköp- unar frá upphafi til vorra daga,“ segir Haraldur. „Við gerum okkur vonir um að bókin muni höfða til talsvert breiðs hóps lesenda. Hún mun vafalaust nýtast vel við kennslu í háskólum en einnig sjáum við fyr- ir okkur að leiðsögumenn og aðrir þeir sem starfa við kynningu og landinu og menningu þess geti haft gagn af henni; sömuleiðis erlendir fræðimenn þar sem hverri grein fylgir ítarlegt ágrip á ensku,“ seg- ir Baldur. „Þetta er ekki líkleg metsölubók en við vonumst til að hún standi fyrir sínu um nokkra hríð og ætti ekki að úreldast alveg á næst- unni,“ segir Haraldur. Haraldur Bessason Baldur Hafstað Þjóðsögur frá 28 hliðum Líf með litum – Saga málara- iðnar á Íslandi hefur Kristján Guðlaugsson, málarameistari tekið saman. Bókin er í rit- röðini Safn til iðn- sögu Íslendinga XV bindi. Ritstjóri: Ásgeir Ásgeirsson „Málaraiðn er ævafornt handverk, þekkt frá forsögulegum tíma. Fáar iðngreinar eru jafntengdar list- greinum og málaraiðn og fáar iðn- greinar endurspegla jafnvel tíð- aranda og smekk á hverjum tíma. Málarahandverk er í eðli sínu hvað forgengilegast allra afurða iðn- aðarmanna. Málning þarfnast reglu- bundinnar endurnýjunar og við end- urmálun er oft gerbreytt um efnivið og aðferðir, liti og áferð. Sjást því óvíða merki eldra handverks, ekki síst í löndum eins og Íslandi þar sem byggingarlist er einkum afurð nútíma. Efni og aðferðir við málun hafa tekið stórfelldum breytingum á síðustu áratugum. Fá merki sjást nú um eldri aðferðir og vinnubrögð við málun. Það er því einkar brýnt að halda til haga og forða frá glatkistu vitnsekju um frumherja og eldri að- ferðir,“ segir í fréttatilkynningu. Þá er ítarlega fjallað um sígild áhöld, efni og aðferðir sem fylgt hafa mál- araiðninni fram til nútíma. Útgefandi: Hið íslenska bók- menntafélag. Bókin er 376 bls. Verð: 6.800 kr. Fræði Reykjavík Skeifunni 17 108 Reykjavík AcoTæknival Sími 550 4000 www.atv.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.