Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sesselja Stefáns-dóttir fæddist í Neskaupstað 22. júlí 1918. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 13. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 14. nóvem- ber 1884, d. 29. ágúst 1960, og Stef- án Halldórsson verslunarmaður, f. 10. janúar 1875, d. 20. júní 1921. Þau eignuðust fjórar dætur: Jór- laugu, f. 1910, d. 1960, Önnu, f. 1916, d. 1986, Sesselju, sem hér er kvödd, og Guðrúnu, f. 1920. Eftir lát Stefáns fluttist Sigríður til Reykjavíkur með dætur sínar og ólst Sesselja upp þar. Hinn 15. maí 1943 giftist Sess- elja Guðmundi Jóhannssyni (Grímssyni) vörubílstjóra, f. 23. júlí 1918, d. 20. apríl 1973. For- eldrar hans voru Pálína Vern- harðsdóttir húsmóðir, f. 30. júlí 1891, d. 1. mars 1971, og (Jó- hann) Grímur Guðmundsson verkstjóri í Hafnarhúsinu í Reykjavík, f. 14. júlí 1891, d. 24. september 1976. Sesselja og Guðmundur eignuðust tvær dæt- ur, Sigríði húsmóð- ur og bónda á Sval- barða á Svalbarðsströnd, f. 10. júní 1939, d. 8. ágúst 2000, hennar maður var Bjarni Hólmgrímsson bóndi, f. 19. febrúar 1933, d. 3. maí 2002, þau eignuðust þrjár dætur og tvo syni; Pálínu hár- greiðslumeistara og starfsmann á dval- arheimilinu Drop- laugarstöðum, f. 2. mars 1944, hún var gift Frið- berti Páli Njálssyni, þau skildu, þau eignuðust eina dóttur og þrjá syni. Sesselja og Guðmundur bjuggu í Reykjavík allan sinn bú- skap. Fyrst á Bakkastíg 5 en ár- ið 1951 fluttu þau í nýtt hús við Faxaskjól 20 sem þau byggðu með foreldrum Guðmundar. Þar bjó Sesselja til ársins 1997 en þá fluttist hún á dvalarheimilið Skjól. Sesselja starfaði ekki utan heimilis en sinnti húsmóðurstörf- um af miklum myndarskap enda mjög gestkvæmt á heimilinu. Útför Sesselju fór fram í kyrr- þey 19. desember. Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmu minnar, Sesselju Stefánsdóttur, eða ömmu Sellu eins og við kölluðum hana alltaf. Ég þekkti ömmu ekki náið þegar ég var barn. Amma bjó í Reykjavík en ég við Eyjafjörð þannig að við hittumst ekki nema einu sinni til tvisvar á ári. Ég var oft hálffeimin við hana en samt var ég alltaf mjög glöð þegar hún heimsótti okkur. Ég vissi líka að hún kæmi með nammi og jafnvel pakka handa okkur systkinunum. Ég veit að ég gleymi því aldrei þegar hún kom með fallegt reiðhjól og gaf mér. Það var fyrsta hjólið mitt, það alflottasta sem ég hafði séð, með þremur glanslímmiðum á. Það var líka gaman að heimsækja ömmu til Reykjavíkur. Mér fannst svo flott að stólarnir í stofunni hennar hétu nöfnum, þeir hétu „rococco“ stólar og sófinn hét „sesselon“. Það albesta var samt að bak við hús hjá henni var rólu- völlur, þar lékum við systkinin okkur tímunum saman þegar við vorum í heimsókn. Það var ekki fyrr en ég flutti ásamt manninum mínum og elsta barninu okkar til Reykjavíkur að ég kynntist ömmu vel. Við hjónin komum suður til að fara í nám og leigðum á efri hæð- inni hjá henni. Amma reyndist okkur mjög vel. Hún bauðst til að passa drenginn okkar, hann Bjarna, á meðan við vorum í skól- anum. Hann var bara þriggja mán- aða þá og hún passaði hann í þrjú ár. Hún hefur eflaust oft verið þreytt þótt hún kvartaði aldrei því drengurinn var töluvert baldinn á þessum árum. Ég man t.d. eftir því þegar hann uppgötvaði að í ömmu augum var kristall dýrmætur og þegar hann reiddist fór hann stundum inn í stofu, tók kristals- skál af sófaborðinu og sagði: „Á ég að henda henni?“ Amma gekk í ró- legheitum á eftir honum og sagði: „Nei, ég veit að þú gerir það ekki, Bjarni minn, þú ert svo góður.“ Aldrei var skálinni hent. Amma var ekki mikið fyrir að sýna tilfinningar sínar. Hún missti föður sinn ung að árum og móðir hennar þurfti þá að sjá fyrir henni og systrum hennar þremur. Hún hefur því sjálfsagt snemma lært að ekki þýddi að kvarta þótt á móti blési. Amma hrósaði mér ekki oft en þó fann ég að hún efaðist ekki um að ég gæti gert hlutina og það var mér mikil hvatning. Amma missti mikið þegar afi Guðmundur dó úr lungnakrabbameini aðeins 55 ára gamall. Ég var þá 12 ára gömul. Amma talaði þá við mig um skað- semi reykinga á alvarlegu nótun- um og það að byrja að reykja væri algjört glapræði. Ég hef þá trú enn í dag að hún hafi rétt fyrir sér. Heilsu ömmu fór að hraka fyrir nokkrum árum, það var mjög erfitt að horfa upp á það. Hún þurfti orðið mikla aðstoð til að geta verið heima. Mamma og við systkinin bjuggum fyrir norðan og gátum litla aðstoð veitt við umönnun hennar. Pálína, systir mömmu, og börnin hennar hjálpuðu ömmu þannig að hún gat verið heima sem lengst. Ég verð þeim ævinlega þakklát fyrir það. Síðustu árin dvaldi amma á hjúkrunarheimilinu Skjóli, á fimmtu hæðinni þar. Hún var hætt að þekkja mig þegar ég heimsótti hana en hún var alltaf glöð að fá heimsókn og þakkaði mér vel fyrir komuna. Ég vil þakka starfsfólkinu á Skjóli kær- lega fyrir góða umönnun, ömmu leið greinilega vel þar. Það gladdi mig ávallt þegar ég kom hvað amma var fín og vel til höfð. Amma, hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og að vel hefur verið tekið á móti þér. Þín dótturdóttir, Sesselja Bjarnadóttir. Það ríkti jafnan mikil eftirvænt- ing meðal okkar Svalbarðssystk- inanna þegar von var á ömmu Sellu í heimsókn norður. Það hvíldi ævintýrablær yfir þessari sérstöku ömmu sem var einhvern veginn allt öðruvísi en aðrar ömmur sem ég þekkti. Ég var til dæmis vön því og fannst viðeigandi að ömmur væru með grátt hár, greitt í hnút í hnakkanum en amma Sella var með stuttklippt, litað hár. Einu sinni þegar hún kom varð mér starsýnt á ljósan lokk sem hún hafði látið lita í annars dökkt hárið og ég heyrði konurnar við eldhús- borðið heima dást að lokknum og tala um að þetta væri „móðins“ í Reykjavík. Hún amma Sella var nefnilega Reykjavíkurdama fram í fingur- góma, alltaf svo glæsileg og fín í tauinu, hafði séð margar kvik- myndir, ferðaðist jafnan með stór- ar ferðatöskur og það oft með flug- vél. Amma Sella hafði meira að segja ferðast til útlanda og hafði því frá mörgu að segja. Ég lifði mig algjörlega inn í frásagnir hennar sem voru einstaklega lif- andi og skemmtilegar. Hún notaði framandi orð eins og „elegant“ og „lækkert“, lagði áherslu á orð sín með höndunum og andlit hennar ljómaði. Full af stolti átti ég það til að draga vinkonur mínar með mér heim til að sýna þeim að amma Sella væri „öðruvísi“ amma. Gjaf- irnar sem hún færði okkur systk- inunum voru líka oft á tíðum hreint ótrúlegar. Ég minnist til dæmis risasleikipinnans frá Spáni sem entist mér í margar vikur, svo ég tali nú ekki um brúna leðurpils- ið eða bleika loðhundinn sem náði mér upp fyrir hné. Þá voru heimsóknirnar til ömmu í Reykjavík ævintýri út af fyrir sig. Hún tók vel á móti þessari sjö manna fjölskyldu að norðan og eitt sinn man ég að hún dró saman tvo hægindastóla og bjó þannig til rúm fyrir mig að sofa í, svo það færi vel um mig. Allt var svo fínt heima hjá ömmu, stórar stofur, klingjandi kristall og ég man að ég átti í vandræðum með að ákveða hvort mér fannst merkilegra, róluvöllur- inn á bak við hús eða útsýnið úr stofuglugganum hennar ömmu til forsetabústaðarins á Bessastöðum. Það ríkti jafnan mikil gleði í þessum heimsóknum til ömmu í Faxaskjólið, ekki síst þegar Pála systir mömmu og börnin hennar bættust í hópinn, þá var nú orðið kátt í höllinni. Hún amma mín lifði sitt ævi- kvöld á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Henni var hjúkrað af natni og alúð og hélt þannig reisn sinni fram í andlátið, þrátt fyrir alzheimer- sjúkdóm. Ég sé hana þar fyrir mér, sitjandi við borð, svo fallega með silfurhvítt hárið en svipurinn hins vegar fjarrænn og ég veit að hún var tilbúin að kveðja. Ég færi hjúkrunarfólki á Skjóli bestu þakkir fyrir alla þeirra um- hyggju síðastliðin ár. Hvíldin var ömmu kærkomin, hvíli hún í friði. Kristín Sólveig. Með fáeinum orðum viljum við minnast ömmu okkar Sesselju Stefánsdóttur. Með hlýhug lítum við til baka til æskuáranna við Faxaskjól, barna og fullorðinna sem bjuggu í göt- unni okkar og nærliggjandi götum. Amma og afi fluttu í Faxaskjól ár- ið 1951 en þá var hverfið að byggj- ast upp. Á þessum árum var fjöldi barnmargra heimila í hverfinu og mynduðust vináttubönd milli barna og fullorðinna sem haldist hafa allt fram á þennan dag. Nálægðin við fjöruna, móann og önnur opin svæði voru börnunum endalaus uppspretta leikja að ógleymdu íþrótta- og skólastarfi. Til þessara daga hverfum við nú í huga okkar þegar sorgin knýr að dyrum og minnumst ömmu okkar með djúpu þakklæti fyrir allt það örlæti og vináttu sem hún auðsýndi okkur. Amma og systur hennar voru nán- ar vinkonur sem var góður jarð- vegur fyrir skemmtilegar sam- verustundir með þeim og fjölskyldum þeirra. Heimili afa og ömmu var alltaf opið og þangað voru tíðar gestakomur bæði af hálfu fjölskyldumeðlima og ann- arra vina þeirra en amma var fé- lagslynd kona og þótti ekkert eins skemmtilegt eins og að fá heim- sóknir enda var hún ræðin og skemmtileg . Í minningum okkar eru engar stundir eins ljúfar og jól og aðrir hátíðisdagar á heimili hennar sem nú lýsa skært í huga SESSELJA STEFÁNSDÓTTIR Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Ástkær móðir mín, amma okkar og lang- amma, SESSELJA STEFÁNSDÓTTIR, Skjóli, áður Faxaskjóli 20, Reykjavík. lést föstudaginn 13. desember. Jarðarförin hefur farið fram. Pálína Guðmundsdóttir, Kristín Björk Friðbertsdóttir, Friðbert Friðbertsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Jóhann Grímur Friðbertsson, Margrét Bjarnadóttir, Sesselja Bjarnadóttir, Guðmundur Stefán Bjarnason, Kristín Sólveig Bjarnadóttir, Hólmgrímur Pétur Bjarnason, tengdabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐFINNUR GUÐNI OTTÓSSON, Brekkuholti, Stokkseyri. lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 10. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Guðrún Ingibjörg Kristmannsdóttir, Þorgerður L. Guðfinnsdóttir, Eiríkur Guðnason, Kristmann Guðfinnsson, Katrín Guðmundsdóttir, Oddgeir B. Guðfinnsson, Gíslína Björk Stefánsdóttir, Guðríður Guðfinnsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Guðrún Guðfinnsdóttir, Þorvaldur Ágústsson, afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HEBA OTTÓSDÓTTIR HERTERVIG, Klapparstíg 1, Reykjavík. lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 16. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Borghildur Hertervig, Ísleifur Friðriksson, Óli Jón Hertervig, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Heba Hertervig, Sigurður Jónsson og barnabörn. Faðir okkar, SÆMUNDUR BERGMANN ELIMUNDARSON, lést þriðjudaginn 17. desember síðastliðinn á Dvalarheimilinu Seljahlíð. Blessuð sé minning hans. Útförin verður auglýst síðar. Guðmundur K. Sæmundsson, Hreiðar Þ. Sæmundsson, Sigurður R. Sæmundsson, Matthías V. Sæmundsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ÞÓRODDSDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 20. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hólmfríður Davíðsdóttir, Fritz Bjarnason, Ófeigur Sigurðsson, Jónína Þórðardóttir, Þórey Sigurðardóttir, Hafliði Sævaldsson, Sigríður Sigurðardóttir, Grétar Óskarsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Borgþór Yngvason, Auður M. Sigurðardóttir, Magnús Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.